„Einokunarverslun“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 4: Lína 4:


Um miðja 19. öld tóku Eyjabúar að eignast fiskibáta sína sjálfir og færðist þar með útgerðin meira í þeirra hendur. Við þetta komst efnahagslegt sjálfstæði á í Vestmannaeyjum og íbúar stóðu á allan hátt meira á eigin fótum í fjárhagslegum skilningi.
Um miðja 19. öld tóku Eyjabúar að eignast fiskibáta sína sjálfir og færðist þar með útgerðin meira í þeirra hendur. Við þetta komst efnahagslegt sjálfstæði á í Vestmannaeyjum og íbúar stóðu á allan hátt meira á eigin fótum í fjárhagslegum skilningi.
Sjá nánar [[Saga Vestmannaeyja|Sögu Vestmannaeyja]]:
*[[Saga Vestmannaeyja II./ Verzlun og útgerðarrekstur Englendinga í Vestmannaeyjum|Verzlun og útgerðarrekstur Englendinga í Vestmannaeyjum.]]
*[[Saga Vestmannaeyja II./ Verzlun Dana. Konungsverzlunin í Vestmannaeyjum, fyrri hluti|Verzlun Dana. Konungsverzlunin í Vestmannaeyjum, fyrri hluti]]
*[[Saga Vestmannaeyja II./ Verzlun Dana. Konungsverzlunin í Vestmannaeyjum, síðari hluti|Konungsverzlunin í Vestmannaeyjum, síðari hluti]]
*[[Saga Vestmannaeyja II./ Einokunarverzlunin|Einokunarverzlunin]]
*[[Saga Vestmannaeyja II./ Danska selstöðuverzlunin|Danska selstöðuverzlunin]]
[[Flokkur:Saga]]
[[Flokkur:Saga]]

Núverandi breyting frá og með 15. mars 2012 kl. 13:50

Einokunarverslun var komið á í Vestmannaeyjum árið 1545 og hófst þá nýtt tímabil í sögu eyjanna. Konungur hafði nú enn meira vald yfir íbúunum. Þjónar konungsvaldisins lögðu ýmis boð og bönn á Eyjabúa. Vestmannaeyingar máttu ekki róa út á sjó nema með leyfi umboðsmanna konungs og gátu ekki nýtt afla sinn til vöruskipta fyrir vörur frá meginlandinu, sem frá fornu fari hafði verið þeim mjög mikilvægt. Allur arður rann til einokunarkaupmannanna en þeir voru meðal auðugustu borgara í Kaupmannahöfn, oft bæjarfulltrúar og borgarstjórar.

Frá 1609 voru Vestmannaeyjar sérstök sýsla, en sýslumenn sátu þó ekki í Eyjum fyrr en um 1700. Árið 1627 kom til Vestmannaeyja floti sjóræningja frá Alsír. Drápu þeir 36 manns og námu 242 á brott með sér. Þetta er án efa mesta illvirki í íslensku bæjarfélagi og hafði það, eins og gefur að skilja, langvarandi áhrif á Vestmannaeyinga.

Um miðja 19. öld tóku Eyjabúar að eignast fiskibáta sína sjálfir og færðist þar með útgerðin meira í þeirra hendur. Við þetta komst efnahagslegt sjálfstæði á í Vestmannaeyjum og íbúar stóðu á allan hátt meira á eigin fótum í fjárhagslegum skilningi.

Sjá nánar Sögu Vestmannaeyja: