„Blik 1976/Þá mundi ég það, saga“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(3 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 6: Lína 6:




==Þá mundi ég það==
<big><big><big><big><center>Þá mundi ég það</center> </big></big></big>
<br>
 
 
Síðan mér var sögð þessi sanna saga af honum Lalla léttlynda, munu vera liðin hartnær 50 ár. En viðburðurinn er eitthvað töluvert eldri.<br>
Síðan mér var sögð þessi sanna saga af honum Lalla léttlynda, munu vera liðin hartnær 50 ár. En viðburðurinn er eitthvað töluvert eldri.<br>
Giftur var hann Lalli og átti eitt barn að minnsta kosti.<br>  
Giftur var hann Lalli og átti eitt barn að minnsta kosti.<br>  
Lína 18: Lína 19:
[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']]
[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']]
   
   
                                ———————————




''[[Mynd:Blik1976_saga_bls191.jpg|thumb|left|500px|[[Básaskersbryggja]]n og nánasta umhverfi fyrir 35-40 árum. Til vinstri er [[Bæjarbryggja]]n.]]
                        <center> ———————————</center>
 
 
<center>[[Mynd:1976 b 191 A.jpg|ctr|600px]]</center>
 
 
<center>''[[Básaskersbryggja]]n og nánasta umhverfi fyrir 35-40 árum. Til vinstri er [[Bæjarbryggja]]n.]]</center>





Núverandi breyting frá og með 10. október 2010 kl. 18:57

Efnisyfirlit 1976




Þá mundi ég það


Síðan mér var sögð þessi sanna saga af honum Lalla léttlynda, munu vera liðin hartnær 50 ár. En viðburðurinn er eitthvað töluvert eldri.
Giftur var hann Lalli og átti eitt barn að minnsta kosti.
Lalli léttlyndi bjó í ónefndu húsi við Landagötuna í kaupstaðnum og vann alla rúmhelga daga í Beinamjölsverksmiðju Gísla J. Johnsen. Lítið var um bifreiðar í kaupstaðnum þá, svo að Lalli ferðaðist alltaf á hjólhestinum sínum til og frá vinnu. Og hann hjólaði alltaf Vestmannabrautina, sem þá hét Breiðholtsvegur. Og hvers vegna svo alltaf Breiðholtsveginn? Jú, gild ástæða var til þess. Honum var verulega hlýtt til eins íbúðarhússins þar af sérstökum ástæðum. Þegar hann leit þetta hús auga, t.d. að kvöldi dags eða að liðnum vinnudegi, fannst honum viss orka í kroppnum taka kipp, glæðast, eflast. Hvaða orka? Já, það er nú önnur saga. Ef til vill ræðurðu gátuna að lokinni þessari frásögn.
Mikil hafði fiskihrotan verið að undanförnu, svo að unnið var nótt með degi í beinamjölsverksmiðjunni. Og verkakarlarnir þar voru orðnir býsna þreyttir og sljóir af öllum þessum þrældómi.
Og ekki gekk þetta snurðulaust fyrir honum Lalla heldur, þó að léttlyndur væri. Hann uppgötvaði í miðjum klíðum, að hann hafði tapað hjólinu sínu. Einhver bönnaður óþokkinn hafði blátt áfram stolið því frá honum. Hann varð þess vegna að ganga á tveim jafnfljótum til vinnunnar á morgnana og svo heim á kvöldin eða nóttunni. Þá kom sér býsna vel að geta skotist einhvers staðar inn og fengið sér kaffisopa á hinni löngu leið austur á Landagötu.
Hvað var annars til ráða? Hvernig gat hann fundið hjólhestinn sinn aftur? Það var fyrirfram vitað, að vonlaust var og gagnslaust að leita liðsinnis til þess hjá þessum lögregluþjóni í kaupstaðnum. Hann hafði víst öðrum hnöppum að hneppa.
Svo var haldin kristileg samkoma í „Gamla Gúttó“ á Mylnuhól með ræðuhöldum, kaffidrykkju og dansi. Og þarna var sóknarpresturinn blessaður áberandi gestur. Og við kaffidrykkjuna bar fundum þeirra saman, Lalla og sóknarprestsins. Embættismaðurinn var svo alúðlegur og hlýr, að Lalli treystist til að tjá honum ýmislegt og jafnvel skrifta fyrir honum. Meðal annars sagði hann honum frá hjólhestsstuldinum. Prestur lagði ráðin á: „Ég hefi ástæður til að ætla, að Landakirkja verði vel sótt næsta sunnudag,“ sagði prestur, „og ég skal haga ræðu minni þannig að hæfi vel, að ég rifji upp nokkur ákvæði boðorðanna. Þú skalt svo sitja í kór, þar sem þú sérð vel í andlit þeirra kirkjugesta, sem sitja frammi í skipi kirkjunnar. Þegar ég legg áherzlu á sjöunda boðorðið: „Þú skalt ekki stela,“ skaltu líta fast í andlit fólksins, og sá sem stolið hefur hjólhestinum frá þér, lætur sér bregða og líklega roðnar hann.“ Þessi ráð prestsins féllu Lalla léttlynda vel í geð.
Lalli léttlyndi gekk svo til kirkju næsta sunnudag og hlýddi messu ásamt konu sinni. Að messu lokinni áttu þeir prestur tal saman í einrúmi. „Varstu einhvers var?“ spurði prestur. „Málið er leyst,“ sagði Lalli. „Þegar þú, prestur minn, hafðir yfir sjötta boðorðið: „Þú skalt ekki hór drýgja,“ þá mundi ég allt í einu eftir því, hvar ég hafði gleymt fjandans ekki sen hjólinu mínu.“ Þ.Þ.V.


———————————


ctr


Básaskersbryggjan og nánasta umhverfi fyrir 35-40 árum. Til vinstri er Bæjarbryggjan.]]