„Blik 1974/Bréf til vinar míns og frænda, III. hluti“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: Efnisyfirlit 1974 :::::::<big><big>Bréf til vinar míns og frænda</big></big> ::::::::::<big>(III. hluti) <br> <br> '''Samvinnuskólapilturinn skildi, hvað klukkan ...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(4 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 5: Lína 5:




:::::::<big><big>Bréf til vinar míns og frænda</big></big>
<center>[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]:</center>
::::::::::<big>(III. hluti)
 
<br>
 
<br>
<big><big><big><big><center> Bréf til vinar míns og frænda</center> </big></big></big></big>
<center>(3. hluti)</center><big>
 
 
'''Samvinnuskólapilturinn skildi, hvað klukkan sló'''<br>
'''Samvinnuskólapilturinn skildi, hvað klukkan sló'''<br>
Þegar  hér  var  komið  skrifum gamla mannsins, skildi samvinnuskólapilturinn, hvað klukkan sló í skrifstofu Tangans. Og nú tók hann aftur til að skrifa og birta hverja skammargreinina á fætur annarri, til þess að sýna og sanna flokksforustunni hvers hann dygði til.<br>
Þegar  hér  var  komið  skrifum gamla mannsins, skildi samvinnuskólapilturinn, hvað klukkan sló í skrifstofu Tangans. Og nú tók hann aftur til að skrifa og birta hverja skammargreinina á fætur annarri, til þess að sýna og sanna flokksforustunni hvers hann dygði til.<br>
Lína 17: Lína 20:
„Haustið 1932 hélt Félag ungra Sjálfstæðismanna námskeið, þar sem kenndar voru ýmsar gagnlegar námsgreinar. Á námskeiði þessu kynntist ég kunnáttu ýmissa nemenda, sem höfðu verið í gagnfræðaskólanum. Sérstaklega kynntist ég bæði skriflegri og munnlegri íslenzkukunnáttu þeirra. Og ég verð að segja eins og er, að aumlegri menntun hef ég varla getað hugsað mér en þá, sem veitt hafði verið sumum nemendum í þessari grein. Og það, sem sérstaklega sannar slælega kennslu í þessum skóla er það, að margir af þessum nemendum voru bráðgáfaðir og ágætir námsmenn. Ég gæti nefnt fjöldamörg dæmi upp á það, að skólastjórninni er í ýmsu ábótavant, bæði hvað við kemur stjórnsemi á nemendum og fyrirkomulagi kennslunnar .. .“<br>
„Haustið 1932 hélt Félag ungra Sjálfstæðismanna námskeið, þar sem kenndar voru ýmsar gagnlegar námsgreinar. Á námskeiði þessu kynntist ég kunnáttu ýmissa nemenda, sem höfðu verið í gagnfræðaskólanum. Sérstaklega kynntist ég bæði skriflegri og munnlegri íslenzkukunnáttu þeirra. Og ég verð að segja eins og er, að aumlegri menntun hef ég varla getað hugsað mér en þá, sem veitt hafði verið sumum nemendum í þessari grein. Og það, sem sérstaklega sannar slælega kennslu í þessum skóla er það, að margir af þessum nemendum voru bráðgáfaðir og ágætir námsmenn. Ég gæti nefnt fjöldamörg dæmi upp á það, að skólastjórninni er í ýmsu ábótavant, bæði hvað við kemur stjórnsemi á nemendum og fyrirkomulagi kennslunnar .. .“<br>
Og svo: „Það virðist vera nóg komið af svo góðri skólastjórn, enda mun varla við hana unað ... Og svo verður aumingja bæjarsjóður að standa straum af þessum skóla. — <br>
Og svo: „Það virðist vera nóg komið af svo góðri skólastjórn, enda mun varla við hana unað ... Og svo verður aumingja bæjarsjóður að standa straum af þessum skóla. — <br>
''S. S. S.“''
:::::::::::::::::::[[Sigurður Scheving|''S.S.S.“'']]
 


Svo mörg voru þau orð og miklu fleiri.<br>
Svo mörg voru þau orð og miklu fleiri.<br>
Lína 23: Lína 27:
Um stjórnleysi í skólanum og illa meðhöndlun nemendanna fer samvinnuskólapilturinn, Sigurður S. Scheving, mörgum hörðum orðum. Sú fullyrðing hans kom mér mjög á óvart, því að ég vissi engan fót fyrir henni.<br>
Um stjórnleysi í skólanum og illa meðhöndlun nemendanna fer samvinnuskólapilturinn, Sigurður S. Scheving, mörgum hörðum orðum. Sú fullyrðing hans kom mér mjög á óvart, því að ég vissi engan fót fyrir henni.<br>
Í skjóli þess eða með þeirri vissu, að Eyjabúar hefðu nú gleymt skrifum séra Sigurjóns Árnasonar sóknarprests um skólastarf mitt, skrifaði nú hinn nýbakaði kaupfélagsstjóri flokksins allt þetta níð og allan þennan atvinnuróg í þeirri von að takast mætti m.a. að tortíma aganum í skólanum og skapa þar stjórnleysi og upplausn.<br>
Í skjóli þess eða með þeirri vissu, að Eyjabúar hefðu nú gleymt skrifum séra Sigurjóns Árnasonar sóknarprests um skólastarf mitt, skrifaði nú hinn nýbakaði kaupfélagsstjóri flokksins allt þetta níð og allan þennan atvinnuróg í þeirri von að takast mætti m.a. að tortíma aganum í skólanum og skapa þar stjórnleysi og upplausn.<br>
Þegar ég hafði lesið þessa níðgrein alla fyrir konuna mína, sat ég sem steini lostinn og hugleiddi liðna tíð. Eg undraðist í rauninni þessar svívirðilegu og persónulegu skammir þessa manns í minn garð og þó enn þá meira atvinnuróginn. Ég þekkti ekkert þennan skriffinn Flokksins. Ég hafði naumast nokkru sinni mælt hann máli. Og svo hafði þingmaðurinn þakkað honum alveg sérstaklega á þingmálafundinum fyrir allar þessar persónulegu svívirðingar á mig þarna á fundinum og hælt honum í hástert.<br>
Þegar ég hafði lesið þessa níðgrein alla fyrir konuna mína, sat ég sem steini lostinn og hugleiddi liðna tíð. Ég undraðist í rauninni þessar svívirðilegu og persónulegu skammir þessa manns í minn garð og þó enn þá meira atvinnuróginn. Ég þekkti ekkert þennan skriffinn Flokksins. Ég hafði naumast nokkru sinni mælt hann máli. Og svo hafði þingmaðurinn þakkað honum alveg sérstaklega á þingmálafundinum fyrir allar þessar persónulegu svívirðingar á mig þarna á fundinum og hælt honum í hástert.<br>
[[Mynd: Ingigerður Jóhannsdóttir.jpg|thumb|450px|''Mynd af konunni minni, Ingigerði Jóhannsdóttur frá Krossi í Mjóafirði.'']]
[[Mynd: 1974 b 105 AA.jpg|thumb|450px|''Mynd af konunni minni, Ingigerði Jóhannsdóttur frá Krossi í Mjóafirði.'']]
Þarna sat ég agndofa. Þá gerðist atvik, sem var táknrænt fyrir heimilislífið mitt, fyrir það vígi, sem það var mér og hefur alltaf verið fyrr og síðar. Konan mín gekk til mín. Hún lagði handlegginn um hálsinn á mér, strauk mér um vangann og kyssti mig. Svo hvíslaði hún að mér: „Taktu þetta ekki of nærri þér, vinur minn, hafðu mín ráð: Gerðu vísu um hin illu öfl í bænum og sannaðu til, þér léttir.“<br>
Þarna sat ég agndofa. Þá gerðist atvik, sem var táknrænt fyrir heimilislífið mitt, fyrir það vígi, sem það var mér og hefur alltaf verið fyrr og síðar. Konan mín gekk til mín. Hún lagði handlegginn um hálsinn á mér, strauk mér um vangann og kyssti mig. Svo hvíslaði hún að mér: „Taktu þetta ekki of nærri þér, vinur minn, hafðu mín ráð: Gerðu vísu um hin illu öfl í bænum og sannaðu til, þér léttir.“<br>
Og ég fór að ráðum hennar eins og fyrr og síðar, og hérna færðu hluta af kveðskapnum:<br>
Og ég fór að ráðum hennar eins og fyrr og síðar, og hérna færðu hluta af kveðskapnum:<br>
Lína 45: Lína 49:
Kristján Linnet var þá bæjarfógeti í Vestmannaeyjum. Hann var oft orðheppinn náungi og skrifaði mikið í bæjarblöðin. Hann er kunnur gamanvísnahöfundur undir nafninu [[Kristján Linnet|''Ingimundur'']].<br>
Kristján Linnet var þá bæjarfógeti í Vestmannaeyjum. Hann var oft orðheppinn náungi og skrifaði mikið í bæjarblöðin. Hann er kunnur gamanvísnahöfundur undir nafninu [[Kristján Linnet|''Ingimundur'']].<br>
Eftir að hafa lesið þessa grein Sigurðar S. Schevings skrifaði bæjarfógeti: „Sigurður S. Scheving er einhver allra efnilegasti lærisveinn, sem Gunnar Ólafsson konsúll hefur átt um dagana og hinn líklegasti til að taka upp hið pólitíska gróðurstarf hans.“ - Svona var guð víðar en í Görðum í Eyjunum þá.<br>
Eftir að hafa lesið þessa grein Sigurðar S. Schevings skrifaði bæjarfógeti: „Sigurður S. Scheving er einhver allra efnilegasti lærisveinn, sem Gunnar Ólafsson konsúll hefur átt um dagana og hinn líklegasti til að taka upp hið pólitíska gróðurstarf hans.“ - Svona var guð víðar en í Görðum í Eyjunum þá.<br>
Og svo hélt S. S. S. áfram að skrifa samkvæmt pöntun.<br>
Og svo hélt S.S.S. áfram að skrifa samkvæmt pöntun.<br>
Eins og ég drap á, þá beitti ég mér fyrir stofnun iðnskóla hér í bæ haustið 1930. (Sjá skýrslu um hann á öðrum stað hér í ritinu). Að námskeiði þessu loknu afhenti ég hinu nýstofnaða Iðnaðarmannafél. Vestmannaeyja skólann til reksturs, svo sem ég gat um.<br>
Eins og ég drap á, þá beitti ég mér fyrir stofnun iðnskóla hér í bæ haustið 1930. (Sjá skýrslu um hann á öðrum stað hér í ritinu). Að námskeiði þessu loknu afhenti ég hinu nýstofnaða Iðnaðarmannafél. Vestmannaeyja skólann til reksturs, svo sem ég gat um.<br>
Eftir að hafa rekið iðnskólann einn vetur uppgötvuðu iðnmeistararnir, að erfitt mundi fjárhagslega að reka skólann svo vel væri nema einhver sérstök fjáröflunarráð yrðu fundin.<br>
Eftir að hafa rekið iðnskólann einn vetur uppgötvuðu iðnmeistararnir, að erfitt mundi fjárhagslega að reka skólann svo vel væri nema einhver sérstök fjáröflunarráð yrðu fundin.<br>
Lína 55: Lína 59:
Og svo sama dag: „Víðir vill eindregið benda unga fólkinu á að athuga auglýsingu hér í blaðinu um Kvöldskóla iðnaðarmanna ... Mun óhætt að treysta því, að til þess skóla verði vandað eftir föngum ..., því að vitanlegt er það, að ekki geta unglingarnir eða unga fólkið betur varið frístundum sínum á kvöldin en að auka við þekkingu sína. Að ganga í kvöldskólann er gott ráð til þess.“<br>
Og svo sama dag: „Víðir vill eindregið benda unga fólkinu á að athuga auglýsingu hér í blaðinu um Kvöldskóla iðnaðarmanna ... Mun óhætt að treysta því, að til þess skóla verði vandað eftir föngum ..., því að vitanlegt er það, að ekki geta unglingarnir eða unga fólkið betur varið frístundum sínum á kvöldin en að auka við þekkingu sína. Að ganga í kvöldskólann er gott ráð til þess.“<br>
Og svo var samvinnuskólapilturinn látinn halda áfram að skrifa.
Og svo var samvinnuskólapilturinn látinn halda áfram að skrifa.
Hinn 19. september (1933), þegar unglingarnir sóttu um skólavist í gagnfræðaskólanum sem örast, skrifaði S. S. S.: „Síðan Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja var stofnað, hafa iðnaðarmenn sýnt þann virðingarverða dugnað að halda uppi skóla fyrir iðnnema. Hefur skóli þessi verið mjög gagnlegur og  
Hinn 19. september (1933), þegar unglingarnir sóttu um skólavist í gagnfræðaskólanum sem örast, skrifaði S.S.S.: „Síðan Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja var stofnað, hafa iðnaðarmenn sýnt þann virðingarverða dugnað að halda uppi skóla fyrir iðnnema. Hefur skóli þessi verið mjög gagnlegur og  
virðingarverður, enda alltaf gengið vel að undanskildum einum vetri, sem hann fór út um þúfur, en þann vetur var Þ. Þ. V. skólastjóri hans. Nú hefur þessi skóli fært út kvíarnar. Virðist hann nú geta verið ákjósanlegur skóli fyrir unglinga, sem vildu leita sér framhaldsmenntunar. Herra kennari, [[Halldór Guðjónsson]], mun veita skólanum forstöðu, og er það næg trygging fyrir því, að þarna mun vera um ágætisskóla að ræða. Ættu bæjarbúar að virða þessa viðleitni og senda unglingana í ''þennan skóla.'' (Leturbreyting er greinarhöfundar, þ. e. Sigurðar S. Schevings, samvinnuskólapilts). Finnst mér sjálfsagt, að þessi skóli kæmi til að geta leyst af Gagnfræðaskólann í vetur og að bærinn veitti honum ókeypis húsnæði í staðinn.“<br>
virðingarverður, enda alltaf gengið vel að undanskildum einum vetri, sem hann fór út um þúfur, en þann vetur var Þ. Þ. V. skólastjóri hans. Nú hefur þessi skóli fært út kvíarnar. Virðist hann nú geta verið ákjósanlegur skóli fyrir unglinga, sem vildu leita sér framhaldsmenntunar. Herra kennari, [[Halldór Guðjónsson]], mun veita skólanum forstöðu, og er það næg trygging fyrir því, að þarna mun vera um ágætisskóla að ræða. Ættu bæjarbúar að virða þessa viðleitni og senda unglingana í ''þennan skóla.'' (Leturbreyting er greinarhöfundar, þ. e. Sigurðar S. Schevings, samvinnuskólapilts). Finnst mér sjálfsagt, að þessi skóli kæmi til að geta leyst af Gagnfræðaskólann í vetur og að bærinn veitti honum ókeypis húsnæði í staðinn.“<br>
Svo mörg voru þau orð. Þarna fékk ég þakklæti fyrir það að stofna iðnskóla í bænum. - Ég beið eftir því, að iðnaðarmenn í kaupstaðnum hrektu þessa lygi Sigurðar um stjórn mína á hinum nýstofnaða iðnskóla, sem ég afhenti þeim að starfi og prófi loknu. En sú von mín brást, enda voru þeir flestir á bandi Flokksins.<br>
Svo mörg voru þau orð. Þarna fékk ég þakklæti fyrir það að stofna iðnskóla í bænum. - Ég beið eftir því, að iðnaðarmenn í kaupstaðnum hrektu þessa lygi Sigurðar um stjórn mína á hinum nýstofnaða iðnskóla, sem ég afhenti þeim að starfi og prófi loknu. En sú von mín brást, enda voru þeir flestir á bandi Flokksins.<br>
Þannig var alið á unglingunum í kaupstaðnum næstu 19 árin eða þar til ég hafði fengið byggt gagnfræðaskólahúsið og fengið skólanefndina til að fullnægja nýju fræðslulögunum frá 1946 um framlengingu skólaskyldunnar í bænum gegn vilja skólastjóra barnaskólans, sem þá var einnig H. G.<br>
Þannig var alið á unglingunum í kaupstaðnum næstu 19 árin eða þar til ég hafði fengið byggt gagnfræðaskólahúsið og fengið skólanefndina til að fullnægja nýju fræðslulögunum frá 1946 um framlengingu skólaskyldunnar í bænum gegn vilja skólastjóra barnaskólans, sem þá var einnig [[Halldór Guðjónsson|H.G.]]<br>
Árangurinn af öllum þessum áróðri varð sá, að Kvöldskóli iðnaðarmanna fékk töluverðan hluta þeirra unglinga, sem yfirleitt áttu erfiðara með nám, voru treggáfaðri, þó að það væri vitanlega ekki án undantekninga. Þeir greiddu skilvíslega skólagjöldin sín, og þar með var markinu náð.<br>
Árangurinn af öllum þessum áróðri varð sá, að Kvöldskóli iðnaðarmanna fékk töluverðan hluta þeirra unglinga, sem yfirleitt áttu erfiðara með nám, voru treggáfaðri, þó að það væri vitanlega ekki án undantekninga. Þeir greiddu skilvíslega skólagjöldin sín, og þar með var markinu náð.<br>
Þegar samvinnuskólapilturinn hóf atvinnuróginn gagnvart mér 1933, tók [[Páll Bjarnason]] skólastjóri drengilega svari mínu og vítti piltinn fyrir níðskrif sín og rætni, ekki sízt sökum þess, að níðskrif hans snertu hin viðkvæmustu málin, þar sem voru uppeldismál æskulýðsins í bænum. Þar sagði skólastjóri m. a.: „Greinarhöfundur fer mörgum hörðum orðum um Þorstein Þ. Víglundsson, skólastjóra, kennslu hans og þekkingu. Ekki er mér kunnugt, á hvern hátt hann hefur kynnt sér það mál, en mjög eru ummæli hans ólík vottorði því, sem Kennaraskólinn gaf sama manni fyrir fáum árum, og ólíklegt að honum hafi förlazt mikið um þekkingu þessi ár, sem hann hefur kennt. Prófdómarar s.l. vor hafa gefið vottorð um árangur kennslunnar ...“ Margt fleira sagði skólastjóri mér til gengis og velfarnaðar og starfi mínu til framdráttar. Eins og ég hefi tekið fram, þá rak ég skólann enn í húsi barnaskólans, þar sem við Páll unnum saman hvern dag.
Þegar samvinnuskólapilturinn hóf atvinnuróginn gagnvart mér 1933, tók [[Páll Bjarnason]] skólastjóri drengilega svari mínu og vítti piltinn fyrir níðskrif sín og rætni, ekki sízt sökum þess, að níðskrif hans snertu hin viðkvæmustu málin, þar sem voru uppeldismál æskulýðsins í bænum. Þar sagði skólastjóri m. a.: „Greinarhöfundur fer mörgum hörðum orðum um Þorstein Þ. Víglundsson, skólastjóra, kennslu hans og þekkingu. Ekki er mér kunnugt, á hvern hátt hann hefur kynnt sér það mál, en mjög eru ummæli hans ólík vottorði því, sem Kennaraskólinn gaf sama manni fyrir fáum árum, og ólíklegt að honum hafi förlazt mikið um þekkingu þessi ár, sem hann hefur kennt. Prófdómarar s.l. vor hafa gefið vottorð um árangur kennslunnar ...“ Margt fleira sagði skólastjóri mér til gengis og velfarnaðar og starfi mínu til framdráttar. Eins og ég hefi tekið fram, þá rak ég skólann enn í húsi barnaskólans, þar sem við Páll unnum saman hvern dag.


'''Rúsína í pylsuendanum'''<br>
'''Rúsína í pylsuendanum'''<br>
Lína 69: Lína 74:
Hér læt ég þig, frændi minn góður, fá þessa grein Gissurar Ó. Erlingssonar samkennara míns. Hún varð sem sé höfundi níðsins örlagarík, - sálgaði honum gjörsamlega, að minnsta kosti í einum skilningi.<br>
Hér læt ég þig, frændi minn góður, fá þessa grein Gissurar Ó. Erlingssonar samkennara míns. Hún varð sem sé höfundi níðsins örlagarík, - sálgaði honum gjörsamlega, að minnsta kosti í einum skilningi.<br>
Hér kemur svo greinin:<br>
Hér kemur svo greinin:<br>
„S. S. S. kveðst hafa tekið við nemendum gagnfræðaskólans til kennslu og er klökkur yfir því, hve slæmrar kennslu þeir nemendur hafa notið hjá kennurum skólans. Sérstaklega virðist honum þó blöskra, hve slæmrar íslenzkukennslu þeir hafa notið. Kveðst hann hafa kynnzt kunnáttu nemenda þessara, er hann tók þá í kennslu í sinn skóla. - Að mínu áliti er nauðsynlegt, að hver sá, sem vill gagnrýna eitthvað, beri eitthvert skyn á það, sem hann er að gagnrýna.<br>
„S.S.S. kveðst hafa tekið við nemendum gagnfræðaskólans til kennslu og er klökkur yfir því, hve slæmrar kennslu þeir nemendur hafa notið hjá kennurum skólans. Sérstaklega virðist honum þó blöskra, hve slæmrar íslenzkukennslu þeir hafa notið. Kveðst hann hafa kynnzt kunnáttu nemenda þessara, er hann tók þá í kennslu í sinn skóla. - Að mínu áliti er nauðsynlegt, að hver sá, sem vill gagnrýna eitthvað, beri eitthvert skyn á það, sem hann er að gagnrýna.<br>
Jafnframt tel ég það skyldu hvers gagnrýnanda að viðhafa sanngirni, en láta ekki athugasemdir sínar stjórnast af persónulegri óvild eða pólitískum fjandskap. Hvorttveggja tel ég að S. S. S. hafi gert sig sekan í. Hvað hæfileikana snertir tel ég rétt að geta þess, að ég álít S. S. Scheving undir engum kringumstæðum hæfan til að kenna íslenzka tungu. Að mínu áliti gæti hann haft mikið gagn af því að setjast á skólabekk hjá Þ. Þ. V. og nema hjá honum íslenzku.<br>
Jafnframt tel ég það skyldu hvers gagnrýnanda að viðhafa sanngirni, en láta ekki athugasemdir sínar stjórnast af persónulegri óvild eða pólitískum fjandskap. Hvorttveggja tel ég að S.S.S. hafi gert sig sekan í. Hvað hæfileikana snertir tel ég rétt að geta þess, að ég álít S.S. Scheving undir engum kringumstæðum hæfan til að kenna íslenzka tungu. Að mínu áliti gæti hann haft mikið gagn af því að setjast á skólabekk hjá Þ.Þ.V. og nema hjá honum íslenzku.<br>
Í þeim hluta greinar S. S. S., sem er í Viði 4. f.m., taldi ég milli 40 og 50 stafsetningarvillur og greinamerkjavillur. Ég tel ólíklegt, að S. S. S. mundi taka hátt próf í íslenzku við Gagnfræðaskólann hér með aðra eins réttritun, tel meira að segja vafa gæti leikið á, að hann næði prófi þar í þeirri grein.<br>
Í þeim hluta greinar S.S.S., sem er í Viði 4. f.m., taldi ég milli 40 og 50 stafsetningarvillur og greinamerkjavillur. Ég tel ólíklegt, að S.S.S. mundi taka hátt próf í íslenzku við Gagnfræðaskólann hér með aðra eins réttritun, tel meira að segja vafa gæti leikið á, að hann næði prófi þar í þeirri grein.<br>
Ég fletti upp í Samvinnunni frá 1931, þar sem einkunnir S. S. S. við burtfararpróf úr Samvinnuskólanum eru skráðar. Hann hlaut í íslenzku ''2. einkunn lakari''. Í þeirri námsgrein hlaut skólastjóri gagnfræðaskólans hér ''fyrstu ágœtiseinkunn''. Orkar þó ekki tvímælis, að meira er heimtað af kennaraefnum en samvinnuskólapiltum í þeirri grein. Af þessu má glögglega sjá, hvor þeirra S. S. S. eða Þ. Þ. V. sé líklegri til að geta kennt íslenzka tungu, og hvort gagnrýni Sigurðar muni heldur byggð á ræktarsemi við menntamál Vestmannaeyja eða sprottinn af verri hvötum.<br>
Ég fletti upp í Samvinnunni frá 1931, þar sem einkunnir S.S.S. við burtfararpróf úr Samvinnuskólanum eru skráðar. Hann hlaut í íslenzku ''2. einkunn lakari''. Í þeirri námsgrein hlaut skólastjóri gagnfræðaskólans hér ''fyrstu ágœtiseinkunn''. Orkar þó ekki tvímælis, að meira er heimtað af kennaraefnum en samvinnuskólapiltum í þeirri grein. Af þessu má glögglega sjá, hvor þeirra S.S.S. eða Þ.Þ.V. sé líklegri til að geta kennt íslenzka tungu, og hvort gagnrýni Sigurðar muni heldur byggð á ræktarsemi við menntamál Vestmannaeyja eða sprottinn af verri hvötum.<br>
Æskilegt væri, að S. S. S. vildi láta vera að kasta hnútum, sem hann veldur ekki, næst þegar hann ætlar að hjálpa bænum út úr kröggum með skrifum sínum.
Æskilegt væri, að S.S.S. vildi láta vera að kasta hnútum, sem hann veldur ekki, næst þegar hann ætlar að hjálpa bænum út úr kröggum með skrifum sínum.
 
:::::::::::::::::::[[Gissur Ó. Erlingsson|''G.Ó.E.“]]''
::::[[Gissur Ó. Erlingsson|''G. Ó. E.“]]''


„Glerhúsið“ var brostið, og fólk hló, sumir hjartanlega eins og ég og mínir. Til voru þeir einnig í bænum, sem létu brúnir síga og púrruðu. <br>
„Glerhúsið“ var brostið, og fólk hló, sumir hjartanlega eins og ég og mínir. Til voru þeir einnig í bænum, sem létu brúnir síga og púrruðu. <br>
Lína 81: Lína 85:
Það er bezt að segja það hér Félagi ungra sjálfstæðismanna til varnar, að það hafði aldrei valið S.S.S. til að kenna á umræddu námskeiði. Það hafði aldrei haldið þetta námskeið. Það voru ósannindi greinarhöfundar - ómenguð lygi eins og orð hans og fullyrðingar um endalokin á iðnskólastarfi mínu hér í bænum. Þannig var skrifað og starfað til þess að þóknast flokksforustunni í bænum.<br>
Það er bezt að segja það hér Félagi ungra sjálfstæðismanna til varnar, að það hafði aldrei valið S.S.S. til að kenna á umræddu námskeiði. Það hafði aldrei haldið þetta námskeið. Það voru ósannindi greinarhöfundar - ómenguð lygi eins og orð hans og fullyrðingar um endalokin á iðnskólastarfi mínu hér í bænum. Þannig var skrifað og starfað til þess að þóknast flokksforustunni í bænum.<br>
Skólastarf mitt var nú styrkara og stóð fastari fótum en nokkru sinni fyrr. Öll þessi níðskrif höfðu snúizt mér og skólanum til góðs. Það átti ég að þakka vinsemd og velvild mætra manna, sem stóðu með mér og voru mér ómetanlegar hjálparhellur. Og svo fylgdu mér hulin öfl, svo að ég vissi fyrirfram, hvernig fara mundi. Sú vissa hafði góð og hressandi áhrif á sálarlífið. Þessi árás hafði snúizt mér til góðs og fleiri fóru á eftir, sem einnig urðu mér til framdráttar og gengis. Sömu öfl á verði. Við komum bráðum að þeim kafla sögu minnar.
Skólastarf mitt var nú styrkara og stóð fastari fótum en nokkru sinni fyrr. Öll þessi níðskrif höfðu snúizt mér og skólanum til góðs. Það átti ég að þakka vinsemd og velvild mætra manna, sem stóðu með mér og voru mér ómetanlegar hjálparhellur. Og svo fylgdu mér hulin öfl, svo að ég vissi fyrirfram, hvernig fara mundi. Sú vissa hafði góð og hressandi áhrif á sálarlífið. Þessi árás hafði snúizt mér til góðs og fleiri fóru á eftir, sem einnig urðu mér til framdráttar og gengis. Sömu öfl á verði. Við komum bráðum að þeim kafla sögu minnar.


'''Hitler talar. Kaupfélag Eyjabúa „setur upp tærnar“''' <br>
'''Hitler talar. Kaupfélag Eyjabúa „setur upp tærnar“''' <br>
Lína 95: Lína 100:
Eftir húðstrýkinguna miklu var S.S.S. látinn hætta að skrifa í flokksblaðið. Eftir að Kaupfélag Eyjabúa setti upp tærnar, sást nafn hans ekki í blaðinu nema undir Pfaff-auglýsingum, en það umboð var honum einhver tekjulind.<br>
Eftir húðstrýkinguna miklu var S.S.S. látinn hætta að skrifa í flokksblaðið. Eftir að Kaupfélag Eyjabúa setti upp tærnar, sást nafn hans ekki í blaðinu nema undir Pfaff-auglýsingum, en það umboð var honum einhver tekjulind.<br>
Svo fékk ég nokkurn veginn starfsfrið næstu fjögur árin (1934-1938), enda átti flokksforustan engan tilkippilegan mann til skítkastsins eins og á stóð. Ungur og efnilegur skriffinnur var að búa sig undir þjónustuna. Hann tók við starfi því árið 1938, ef ég man rétt. Hann birtist þér svo bráðum á sjónarsviðinu.
Svo fékk ég nokkurn veginn starfsfrið næstu fjögur árin (1934-1938), enda átti flokksforustan engan tilkippilegan mann til skítkastsins eins og á stóð. Ungur og efnilegur skriffinnur var að búa sig undir þjónustuna. Hann tók við starfi því árið 1938, ef ég man rétt. Hann birtist þér svo bráðum á sjónarsviðinu.


'''Friðmæli Flokksblaðsins'''<br>
'''Friðmæli Flokksblaðsins'''<br>
Lína 100: Lína 106:
Gagnfræðaskólinn er, að því er séð verður, í góðu lagi, og eftir því sem blaðið veit bezt, eru kennarakraftar góðir, og af reynslunni skuluð þér þekkja þá.“
Gagnfræðaskólinn er, að því er séð verður, í góðu lagi, og eftir því sem blaðið veit bezt, eru kennarakraftar góðir, og af reynslunni skuluð þér þekkja þá.“
Þannig orðaði ritstjórinn friðmæli sín. Nú voru ekki maðkarnir í mysunni lengur! Og við hlógum mörg og skemmtum okkur dásamlega.
Þannig orðaði ritstjórinn friðmæli sín. Nú voru ekki maðkarnir í mysunni lengur! Og við hlógum mörg og skemmtum okkur dásamlega.


'''Ég var utanflokka. Baunadiskurinn'''<br>
'''Ég var utanflokka. Baunadiskurinn'''<br>
Lína 109: Lína 116:
Ég skemmti mér við öll þessi fyrirbrigði eins og fyrri daginn. Þau sönnuðu mæta vel, hversu litlir sálkönnuðir voru þarna í forustuliðinu. Gátu þeir ímyndað sér að ég afhenti þeim frumburðarrétt minn fyrir baunadisk eða þá nokkuð annað til að verzla með þeim til fylgisauka og framdráttar?<br>
Ég skemmti mér við öll þessi fyrirbrigði eins og fyrri daginn. Þau sönnuðu mæta vel, hversu litlir sálkönnuðir voru þarna í forustuliðinu. Gátu þeir ímyndað sér að ég afhenti þeim frumburðarrétt minn fyrir baunadisk eða þá nokkuð annað til að verzla með þeim til fylgisauka og framdráttar?<br>
Jafnframt öllum þessum blíðuhótum var nú skrifað vinsamlega í flokksblaðið um skólaritið okkar, [[Blik]]. Þar birtist fyrri hluti mikillar lofgreinar. En framhaldið birtist aldrei. Þá hafði flokksforustan uppgötvað það í miðjum klíðum, að ég var ekki tilkippilegur með frumburðarréttinn.
Jafnframt öllum þessum blíðuhótum var nú skrifað vinsamlega í flokksblaðið um skólaritið okkar, [[Blik]]. Þar birtist fyrri hluti mikillar lofgreinar. En framhaldið birtist aldrei. Þá hafði flokksforustan uppgötvað það í miðjum klíðum, að ég var ekki tilkippilegur með frumburðarréttinn.


'''Ég samlagast Framsóknarflokknum'''<br>
'''Ég samlagast Framsóknarflokknum'''<br>
Ég hafði alltaf unnað bændastétt landsins og þakkað henni í hjarta mínu allt, sem hún frá fyrstu stundum íslenzkrar tilveru hafði verið menningu og frama íslenzku þjóðarinnar. Þessi hugsun festi enn styrkari rætur innra með sér, er ég hlustaði á fyrirlestra norskra fræðimanna um íslenzkar fornbókmenntir og íslenzka menningu í heild á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Þá hreifst ég og gladdist. - Faðir minn var bóndi og ég búfræðingur. Og samvinnumaður var ég fæddur. Það fann ég. Til vinstri við Alþýðuflokkinn gat ég ekki átt heima.<br>
Ég hafði alltaf unnað bændastétt landsins og þakkað henni í hjarta mínu allt, sem hún frá fyrstu stundum íslenzkrar tilveru hafði verið menningu og frama íslenzku þjóðarinnar. Þessi hugsun festi enn styrkari rætur innra með sér, er ég hlustaði á fyrirlestra norskra fræðimanna um íslenzkar fornbókmenntir og íslenzka menningu í heild á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Þá hreifst ég og gladdist. - Faðir minn var bóndi og ég búfræðingur. Og samvinnumaður var ég fæddur. Það fann ég. Til vinstri við Alþýðuflokkinn gat ég ekki átt heima.<br>
Í baráttu minni fyrir hugsjónum mínum í bænum, gat ég ekki staðið utan flokka. Ég hélt samt vinsamlegum tengslum við flesta framámenn hinna vinstri flokkanna í bænum. Og þó að eitthvað bjátaði á og ég fengi íhreytur frá sumum þeirra, lét ég það land og leið af skiljanlegum ástæðum. Þegar „múrinn mikli“ hafði verið unninn, varð ég að treysta á vinsemd vinstri foringjanna hugsjónum mínum til fulltingis.
Í baráttu minni fyrir hugsjónum mínum í bænum, gat ég ekki staðið utan flokka. Ég hélt samt vinsamlegum tengslum við flesta framámenn hinna vinstri flokkanna í bænum. Og þó að eitthvað bjátaði á og ég fengi íhreytur frá sumum þeirra, lét ég það land og leið af skiljanlegum ástæðum. Þegar „múrinn mikli“ hafði verið unninn, varð ég að treysta á vinsemd vinstri foringjanna hugsjónum mínum til fulltingis.


'''Dálítið sýnishorn'''<br>
'''Dálítið sýnishorn'''<br>
Eftir að S.S.S. hafði skrifað sig „í hel“, fékk ég nokkurn veginn starfsfrið næstu 4-5 árin. Flokkurinn átti þá engan skriffinn, sem vildi láta nota sig í skítverkin mér og starfi mínu til hnekkis. - Mikið var nú skrifað samt og skammazt í blöðum bæjarins. Og ýmsar persónulegar svívirðingar las maður á prenti. Hérna sendi ég þér eilítið sýnishorn af skrifum eins af embættismönnum Flokksins í forustuhlutverki. Sýnishorn þetta á að geta hjálpað þér eilítið í sálfræðilegum rannsóknum þínum á umhverfinu, sem við lifðum í, þar sem lífið sjálft hafði falið mér að starfrækja uppeldisstofnun, svo að mark væri að. Þessar svívirðingar fékk einn af verkalýðsforingjunum árið 1937, þegar ég bjó við þennan líka indælis starfsfrið, svo að ég kunni mér naumast læti.
Eftir að S.S.S. hafði skrifað sig „í hel“, fékk ég nokkurn veginn starfsfrið næstu 4-5 árin. Flokkurinn átti þá engan skriffinn, sem vildi láta nota sig í skítverkin mér og starfi mínu til hnekkis. - Mikið var nú skrifað samt og skammazt í blöðum bæjarins. Og ýmsar persónulegar svívirðingar las maður á prenti. Hérna sendi ég þér eilítið sýnishorn af skrifum eins af embættismönnum Flokksins í forustuhlutverki. Sýnishorn þetta á að geta hjálpað þér eilítið í sálfræðilegum rannsóknum þínum á umhverfinu, sem við lifðum í, þar sem lífið sjálft hafði falið mér að starfrækja uppeldisstofnun, svo að mark væri að. Þessar svívirðingar fékk einn af verkalýðsforingjunum árið 1937, þegar ég bjó við þennan líka indælis starfsfrið, svo að ég kunni mér naumast læti.


:„Opið bréf til (ég læt nafnið falla niður).<br>
:''„Opið bréf til'' (ég læt nafnið falla niður).<br>


:Þekkirðu manninn?<br>
:Þekkirðu manninn?<br>
Lína 143: Lína 152:
Við hjónin áttum mjög erfitt uppdráttar fjárhagslega. Ég hafði vænzt þess, að hið alls ráðandi vald í bæjarfélaginu léti ekki kné fylgja kviði á mér um laun mín fyrir starfið, þótt á milli bæri ýmislegt. En þetta reyndist mjög á annan veg.<br>
Við hjónin áttum mjög erfitt uppdráttar fjárhagslega. Ég hafði vænzt þess, að hið alls ráðandi vald í bæjarfélaginu léti ekki kné fylgja kviði á mér um laun mín fyrir starfið, þótt á milli bæri ýmislegt. En þetta reyndist mjög á annan veg.<br>
Með bréfi dags. 7. des. 1932 tilkynnti skólanefndarformaður mér,
Með bréfi dags. 7. des. 1932 tilkynnti skólanefndarformaður mér,
að meiri hluti fjárhagsnefndar bæjarins gæti ekki á það fallizt, að ég fengi hækkuð laun mín í samræmi við árslaun gagnfræðaskólastjóra í landinu. Eg skyldi vissulega verða að sætta mig við að bera minna úr býtum. Ég átti að fá að halda grunnkaupi mínu, sem var kr. 3000,00 á ári og svo dýrtíðaruppbót eins og lög stóðu til. Jafnframt tilkynnti skólanefndarformaðurinn mér, að grunnkaup gagnfræðaskólastjórans á Ísafirði væru kr. 4000,00 og á Akureyri kr. 4200,00. Þannig sá þingmaður kjördæmisins um það með fylgifiskum sínum í fjárhagsnefnd, að árslaun mín urðu afráðin rúm 70% af árslaunum hinna gagnfræðaskólastjóranna.<br>
að meiri hluti fjárhagsnefndar bæjarins gæti ekki á það fallizt, að ég fengi hækkuð laun mín í samræmi við árslaun gagnfræðaskólastjóra í landinu. Ég skyldi vissulega verða að sætta mig við að bera minna úr býtum. Ég átti að fá að halda grunnkaupi mínu, sem var kr. 3000,00 á ári og svo dýrtíðaruppbót eins og lög stóðu til. Jafnframt tilkynnti skólanefndarformaðurinn mér, að grunnkaup gagnfræðaskólastjórans á Ísafirði væru kr. 4000,00 og á Akureyri kr. 4200,00. Þannig sá þingmaður kjördæmisins um það með fylgifiskum sínum í fjárhagsnefnd, að árslaun mín urðu afráðin rúm 70% af árslaunum hinna gagnfræðaskólastjóranna.<br>
Við þessa launakúgun urðum við hjónin að búa til ársins 1946, en þá urðu fastir starfsmenn gagnfræðaskólanna í landinu ríkisstarfsmenn. Þessi undirokun olli því m.a., að við misstum íbúðarhús okkar [[Brekka|Brekku]] (nr. 4 við [[Faxastígur|Faxastíg]]), sem við festum kaup á þetta ár (1932). Við gátum ekki staðið í skilum.<br>
Við þessa launakúgun urðum við hjónin að búa til ársins 1946, en þá urðu fastir starfsmenn gagnfræðaskólanna í landinu ríkisstarfsmenn. Þessi undirokun olli því m.a., að við misstum íbúðarhús okkar [[Brekka|Brekku]] (nr. 4 við [[Faxastígur|Faxastíg]]), sem við festum kaup á þetta ár (1932). Við gátum ekki staðið í skilum.<br>
Af sömu ástæðum fékk ég enga greiðslu fyrir alla aukakennsluna mína og aðra vinnu við skólann næstu 10 árin. Ég kenndi alltaf um 30 stundir á viku hverri. Þannig var hinu pólitíska valdi beitt gagnvart mér og starfi mínu.<br>
Af sömu ástæðum fékk ég enga greiðslu fyrir alla aukakennsluna mína og aðra vinnu við skólann næstu 10 árin. Ég kenndi alltaf um 30 stundir á viku hverri. Þannig var hinu pólitíska valdi beitt gagnvart mér og starfi mínu.<br>
Og ég get nefnt þess dæmi, að góðir kennslukraftar voru hraktir frá skólanum með þessari launakúgun, því að ekki gátu bæjarvöldin afráðið þeim hærri árslaun en skólastjóranum. Þeir urðu allra hluta vegna að vera skör lægri. Þeir hurfu burt úr bænum.
Og ég get nefnt þess dæmi, að góðir kennslukraftar voru hraktir frá skólanum með þessari launakúgun, því að ekki gátu bæjarvöldin afráðið þeim hærri árslaun en skólastjóranum. Þeir urðu allra hluta vegna að vera skör lægri. Þeir hurfu burt úr bænum.


'''„Heill hverjum sól- og sumarhug ...“<br>'''
'''„Heill hverjum sól- og sumarhug ...“<br>'''
Lína 163: Lína 173:
Eftir þessi tvö vor klippti valdaklíkan einnig fyrir styrkinn til vinnuskólans, og var honum komið fyrir kattarnef. Enn var það ''baunadiskurinn'', sem olli þessari ógæfu.<br>
Eftir þessi tvö vor klippti valdaklíkan einnig fyrir styrkinn til vinnuskólans, og var honum komið fyrir kattarnef. Enn var það ''baunadiskurinn'', sem olli þessari ógæfu.<br>
Á þessu tímaskeiði friðarins hófum við ''útgáfu á Bliki'' okkar. Við, segi ég, því að nemendur mínir stóðu fast í ístaðinu með mér að útgáfu þessari, þó að ég greiddi hallann af henni frá fyrstu tíð. Vitaskuld stóð útgáfa ritsins ekki undir sjálfri sér fjárhagslega í þessu smáa umhverfi. Ritið hefur komið út síðan nema styrjaldarárin skelfilegu.<br>
Á þessu tímaskeiði friðarins hófum við ''útgáfu á Bliki'' okkar. Við, segi ég, því að nemendur mínir stóðu fast í ístaðinu með mér að útgáfu þessari, þó að ég greiddi hallann af henni frá fyrstu tíð. Vitaskuld stóð útgáfa ritsins ekki undir sjálfri sér fjárhagslega í þessu smáa umhverfi. Ritið hefur komið út síðan nema styrjaldarárin skelfilegu.<br>
Fátækt Eyjafólks á kreppuárunum var mikil og hjá sumum átakanleg. Margir foreldrar höfðu ekki efni á að kaupa námsbækur handa unglingum sínum, svo að þeir gætu sótt gagnfræðaskólann. Þá hlupu nokkrir vinir mínir undir bagga með mér og hjálpuðu mér að stofna 'bókakaupasjóð''. Og svo létu stjórnarvöldin í bænum það afskiptalaust, þó að ég verði nokkrum hundruðum króna árlega af rekstrarfé skólans til þessara bókakaupa. Við leigðum síðan námsbækur þessar nemendum skólans fyrir 10% af verði þeirra. Til skamms tíma hafa verið á hanabjálkalofti gagnfræðaskólabyggingarinnar nokkrir kassar fullir af þessum gömlu námsbókum, sem lagðar hafa verið þar til geymslu að lokinni notkun.<br>
Fátækt Eyjafólks á kreppuárunum var mikil og hjá sumum átakanleg. Margir foreldrar höfðu ekki efni á að kaupa námsbækur handa unglingum sínum, svo að þeir gætu sótt gagnfræðaskólann. Þá hlupu nokkrir vinir mínir undir bagga með mér og hjálpuðu mér að stofna ''bókakaupasjóð''. Og svo létu stjórnarvöldin í bænum það afskiptalaust, þó að ég verði nokkrum hundruðum króna árlega af rekstrarfé skólans til þessara bókakaupa. Við leigðum síðan námsbækur þessar nemendum skólans fyrir 10% af verði þeirra. Til skamms tíma hafa verið á hanabjálkalofti gagnfræðaskólabyggingarinnar nokkrir kassar fullir af þessum gömlu námsbókum, sem lagðar hafa verið þar til geymslu að lokinni notkun.<br>
Við kennararnir unnum mikið að ''félagsmálum nemenda og bindindismálum''.
Við kennararnir unnum mikið að ''félagsmálum nemenda og bindindismálum''.
Við héldum árshátíð skólans 1. desember ár hvert, (það hefur ávallt verið gert síðan 1. des. 1927). Við höfðum þá jafnan mikinn viðbúnað og tjölduðum því, sem til var í hinu þrönga og ófullkomna leiguhúsnæði skólans. Þarna voru flutt minni, svo sem minni íslenzku þjóðarinnar, skólans, Eyjanna, piltanna í skólanum, námsmeyjanna o.s.frv. Við lékum leikþætti, sem nemendur tóku stundum saman sjálfir o.fl. o.fl.<br>
Við héldum árshátíð skólans 1. desember ár hvert, (það hefur ávallt verið gert síðan 1. des. 1927). Við höfðum þá jafnan mikinn viðbúnað og tjölduðum því, sem til var í hinu þrönga og ófullkomna leiguhúsnæði skólans. Þarna voru flutt minni, svo sem minni íslenzku þjóðarinnar, skólans, Eyjanna, piltanna í skólanum, námsmeyjanna o.s.frv. Við lékum leikþætti, sem nemendur tóku stundum saman sjálfir o.fl. o.fl.<br>
Lína 171: Lína 181:
::Erindið í skeytinu var þetta:
::Erindið í skeytinu var þetta:


:Heill hverjum sól- og sumarhug,<br>
 
:sem setur markið hátt, -<br>
::Heill hverjum sól- og sumarhug,<br>
:sem þroskar vilja, vit og dug,<br>
::sem setur markið hátt, -<br>
:sem velur sínum vængjum flug<br>
::sem þroskar vilja, vit og dug,<br>
:um vorloft draumablátt<br>
::sem velur sínum vængjum flug<br>
:í trúnni á guð og traust á eigin mátt.<br>
::um vorloft draumablátt<br>
::í trúnni á guð og traust á eigin mátt.<br>
 


'''Nýjung í atvinnulífi bæjarins'''<br>
'''Nýjung í atvinnulífi bæjarins'''<br>
Lína 184: Lína 196:
námi á miðjum vetri til þess að vinna í þessari nýju framleiðslustofnun. Nú þurftu margir vissulega að neyta alls vinnuafls heimilanna til þess að ná sér upp efnalega eftir kreppuárin óskaplegu, þegar efnahagur og öll afkoma heimilanna dróst saman í ömurlegan dróma. Við þessu fyrirbæri var ekkert að segja, þó að við sæjum mjög mikið eftir nemendahópnum okkar úr skólanum.
námi á miðjum vetri til þess að vinna í þessari nýju framleiðslustofnun. Nú þurftu margir vissulega að neyta alls vinnuafls heimilanna til þess að ná sér upp efnalega eftir kreppuárin óskaplegu, þegar efnahagur og öll afkoma heimilanna dróst saman í ömurlegan dróma. Við þessu fyrirbæri var ekkert að segja, þó að við sæjum mjög mikið eftir nemendahópnum okkar úr skólanum.
Veturinn 1940-1941 stunduðu 90 nemendur nám í gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum, en veturinn 1942-1943 voru nemendur ekki nema 40-50. Þeim hafði fækkað um helming á þessum tveim árum. Svo víðtæk áhrif hafði þessi hreyting í atvinnulífi bæjarbúa haft á nemendafjöldann okkar.
Veturinn 1940-1941 stunduðu 90 nemendur nám í gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum, en veturinn 1942-1943 voru nemendur ekki nema 40-50. Þeim hafði fækkað um helming á þessum tveim árum. Svo víðtæk áhrif hafði þessi hreyting í atvinnulífi bæjarbúa haft á nemendafjöldann okkar.


'''Nú hófst nýtt árásartímabil'''<br>
'''Nú hófst nýtt árásartímabil'''<br>
Eins og ég gat um eða drap á, þá átti Flokksforustan engan skítkastara í kaupstaðnum fyrstu árin eftir að S.S.S. hafði gengið sér til húðar. Þess vegna fengum við starfsfrið. En nú varð breyting á þessu. Nýr skriffinnur Flokksins hafði náð fullum þroska!<br>
Eins og ég gat um eða drap á, þá átti Flokksforustan engan skítkastara í kaupstaðnum fyrstu árin eftir að S.S.S. hafði gengið sér til húðar. Þess vegna fengum við starfsfrið. En nú varð breyting á þessu. Nýr skriffinnur Flokksins hafði náð fullum þroska!<br>
Árið 1938 hóf [[Guðlaugur Gíslason|Guðlaugur nokkur Gíslason]], síðar alþingismaður, ritmennskuferil sinn. Þá byrjaði hann að skrifa í Flokksblaðið um ''„Framsóknarhvolpana“'' í bænum. Jafnframt lét Flokksforustan kjósa hann í skólanefnd. Þá vissi ég, hvað klukkan sló. Eg hafði ekki þegið baunadiskinn og skyldi fá makleg málagjöld fyrir það.<br>
Árið 1938 hóf [[Guðlaugur Gíslason|Guðlaugur nokkur Gíslason]], síðar alþingismaður, ritmennskuferil sinn. Þá byrjaði hann að skrifa í Flokksblaðið um ''„Framsóknarhvolpana“'' í bænum. Jafnframt lét Flokksforustan kjósa hann í skólanefnd. Þá vissi ég, hvað klukkan sló. Ég hafði ekki þegið baunadiskinn og skyldi fá makleg málagjöld fyrir það.<br>
Nýtt ófriðartímabil var í aðsigi.<br>
Nýtt ófriðartímabil var í aðsigi.<br>
Brátt fékk ég skammtinn minn á skólanefndarfundunum hjá manni þessum, sem óð þar uppi með skætingi og skömmum með fulltingi flokksmanna sinna þar. Ég fékk engu ráðið um bókun á fyrirbrigði þessu. Almenningur skyldi ekki fá neitt að vita um þessar nýju árásir. Andstætt hugmynd Flokksforustunnar voru árásirnar ekki mér til hins minnsta ama eða angurs. Ég hafði nánast ánægju af þeim.<br>
Brátt fékk ég skammtinn minn á skólanefndarfundunum hjá manni þessum, sem óð þar uppi með skætingi og skömmum með fulltingi flokksmanna sinna þar. Ég fékk engu ráðið um bókun á fyrirbrigði þessu. Almenningur skyldi ekki fá neitt að vita um þessar nýju árásir. Andstætt hugmynd Flokksforustunnar voru árásirnar ekki mér til hins minnsta ama eða angurs. Ég hafði nánast ánægju af þeim.<br>


'''Leynivopnið'''<br>
[[Blik 1974/Bréf til vinar míns og frænda, IV. hluti|IV. hluti]]
Árið 1940 eignaðist ég mikilvægt og biturt leynivopn í baráttunni við árásarmenn mína. Ég geymdi það vandlega og lét sem allra fæsta vita deili á því. Ekki segi ég þér heldur undir eins, hvert þetta leynivopn var. Ég hugsaði mér að láta Flokksforustuna og skriffinn flokksins gera sem mest og bezt undir sig, áður en ég beitti því.<br>
Tíminn leið og óðum styttist að bæjarstjórnarkosningunum 1946. Ég þekkti það orðið, að ég og gagnfræðaskólinn vorum jafnan mjög á dagskrá hjá Flokksforustunni, þegar kosningabaráttan var framundan. Þá voru Eyjamenn gjarnan minntir á svívirðinguna miklu, sem þeir urðu að þola gegn vilja sínum og samþykktum, þegar ég var skipaður skólastjóri gagnfræðaskólans í kaupstaðnum. Og svo mátti brýna beitt járn að biti, mátti um mig segja, varnarlausan vesalinginn gegn ofurveldinu  mikla.  Slíkum  einstakling gat komið það vel að eiga sér einhvers staðar leynivopn. <br>
 
'''Deigt járn tók að bíta'''<br>
Dag einn kom kunningi minn til mín til þess að segja mér fréttir. Hann hafði þá nýlega setið fund í bæjarstjórn kaupstaðarins, - verið þar áheyrandi.<br>
Á fundi þessum hafði einn bæjarfulltrúi Flokksins, kaupmaður og konsúll í bænum eins og 4 eða 5 aðrir valdamenn þar, flutt ræðu mikla og langa. Þar hafði hann m.a. hellt úr skálum reiði sinnar yfir hrygginn á mér og nítt skólann, því að ég átti þarna ekki sæti. Mér kom þetta á óvart. Ekkert hafði ég gert á hluta þessa manns annað en það að vera til í bænum. Kunningi minn tjáði mér meginefni skammanna. Ég tók þessu öllu vel og blíðlega og hugsaði til leynivopnsins, þegar kosningaáróðurinn og eldurinn magnaðist. Og þann eld ætlaði ég vissulega ekki að deyfa. Síður en svo. Með friði og spekt yrði því marki aldrei náð að fá byggt hús yfir gagnfræðaskólann. Með friði og afslætti næðist aldrei sá áfangi. Það var fullreynt. Baráttan var óumflýjanleg.<br>
Eg skrifaði blaðagrein og birti almenningi. Hún var mikið lesin og rædd í bænum, ekki sízt sökum fyrirsagnarinnar. Hún hét: „Þegar (svo stóð þar nafn kaupmannsins og konsúlsins, sem lastaði mig mest á bak á bæjarstjórnarfundinum) fékk innblástur.“<br>
Þarna reyndi ég að gera sem mest gys að bæjarfulltrúanum. Ég minnti á ræðu, sem ég hafði heyrt hann flytja þá fyrir skömmu. Þá taldi ég hann hafa fengið innblástur, þ.e.a.s. að andinn hefði komið yfir hann. Ég tók sem dæmi setningar, sem ég kunni orðréttar úr ræðunni. Dæmi: „Nú höfum við fengið nóg kol og nóg salt. Nú vantar bara þorsk, -meiri þorsk.“ Ræðan var flutt við upphaf vertíðar.<br>
Nú tók að hitna í kolunum.<br>
Nokkru síðar kom ég í Samkomuhús Vestmannaeyja. Þá var þar ölvun töluverð. Bæjarfulltrúinn óð þar að mér ölvaður með krepptan hnefann hátt á lofti og gerði sig líklegan til alls. Ég hafði sem oftar hnúajárnið mitt í hægri jakkavasanum og kreppti að því hnefann. Til þess kom ekki, að ég þyrfti að nota það. Þeir gripu peyja og kjössuðu, svo að hann lét sefast.<br>
Ég hafði ánægju af því að uppgötva, hvaða áhrif grein mín hafði haft á sálarlíf bæjarfulltrúans. Svona var ég orðinn spilltur af því að búa við látlausar svívirðingar árum saman. Ég gat búizt við ýmsu á götum bæjarins. Þess vegna hafði ég hlutinn minn í vasanum.<br>
 
'''Deilur taka að harðna. Skólanefndarfundur'''<br>
Og nú tóku deilurnar að harðna og verða opinskáar. Skriffinnur Flokksins [[Guðlaugur Gíslason|(G. G.)]] skrifaði nú hverja skammar- og áróðursgreinina eftir aðra. Töluverðan hluta fékk ég í minn garð, eins og ég ætlaðist til. Rétt bráðum veiti ég þér nasaþef af þeim skrifum öllum.<br>
Ég freistast til að gefa þér svolitla hugmynd um skólanefndarfundina okkar, eftir að Flokksstjórnin lét kjósa G. G., skriffinn Flokksins, í skólanefndina mér til höfuðs. Frásögn þessi er skráð í dagbók mína að fundinum loknum, en ég hef haldið dagbók meir en 40 ár og skráð þar það helzta, sem á dagana hefur drifið. Nokkurn hluta frásagnar minnar hér sendi ég þér orðréttan. Dæmdu svo sjálfur um menningarblæinn yfir slíkum fundum.<br>
Skólanefndarfundur þessi var haldinn 29. jan. 1943. Þá stunduðu aðeins 44 nemendur nám í skólanum. Tveim árum fyrr voru þeir um 90 talsins. Og tveim árum síðar voru þeir rúmir 90. Þá hafði framtak Einars Sigurðssonar í atvinnumálunum skapað heimilunum bættan fjárhag, svo að foreldrar höfðu efni á að láta unglingana sína stunda skólanámið á ný.<br>
En nú hefst skólanefndarfundurinn.<br>
Brátt hefur G. G. persónulegar skammir á mig fyrir það að hafa ekki sagt af mér skólastjórastarfinu fyrir löngu, - stöðu, sem Jónas frá Hriflu skipaði mig í gegn vilja ráðandi manna í bænum. Og nú sannaði samdráttur skólans, hversu ég væri lélegur skólastjóri og illa liðinn í alla staði í stöðu þessari. Allir skólanefndarmennirnir hinir þögðu fyrst í stað og lögðu við eyra. Loks komst ég að og fékk að leggja nokkrar spurningar fram á borðið.<br>
Skólastjóri (til G. G.): „Er eitthvað út á einkalíf mitt að setja, siðfágun eða siðgæði?“<br>
G. G.: „Síður en svo. Reglusemi í skólanum er í bezta lagi. Ég veit, að þú vilt skólanum allt hið bezta.“<br>
[[Haraldur Eiríksson]] (Flokksbróðir G. G., kunnur rafmagnsmeistari í bænum):
„Þú ert of eftirgefanlegur við börnin. Þess vegna skortir aga í skólanum.“<br>
Skólastj.: „Svo að þú veizt þetta, sem aldrei hefur látið svo lítið að líta inn í skólann öll þau ár, sem þú ert búinn að vera í skólanefndinni, og hefur þér þó árlega verið boðið til skólaslita.“<br>
Haraldur: „Það er ekki satt. Ég hef einu sinni verið við skólaslit.“
Þá hlógu allir fundarmenn.<br>
Prestur (séra [[Sigurjón Þorvaldur Árnason|Sigurjón Árnason]]): „Það er ósannindi, að ekki sé góður agi í skólanum. Ég á þar barn og veit það.“<br>
[[Sveinn Guðmundsson]] (skólanefndarformaður): „Ég hef oft heyrt því fleygt, að skólastjóri þætti helzt of strangur en of mildur stjórnari.“<br>
Skólastj. (til bæjarstjóra, mágs G. G., valins drengs, sem hafði verið prófdómari við skólann): „Hvað segir bæjarstjóri um þetta sem prófdómari? Hvernig er kennslan í skólanum?“<br>
Bæjarstjóri ([[Hinrik G. Jónsson|Hinrik Jónsson]]): „Hún er góð.“<br>
Skólastj.: „Hvað heldurðu um agann?“ <br>
Bæjarstjóri: „Ég hygg hann góðan.“<br>
Skólastjóri: „Hvað heldurðu þá um stjórnina í heild og kennsluna í skólanum?“
Bæjarstjóri: „Ég hygg það all right.“<br>
Skólastjóri: (til Guðlaugs og Haraldar): „Er þessi árás ykkar á mig ekki jafn grunnfærnisleg og ef ég t.d. skoraði á valdhafana í bænum að segja af sér nú þegar, þar sem vitað er, að þeir tapa hér fylgi við hverjar kosningar, eins og sannazt hefur?“<br>
Allir nefndarmenn hlógu.<br>
Síðast samþykkti svo skólanefndin tillögu frá G. G. þess efnis, að skólanefnd skrifaði öllum foreldrum í bænum, sem áttu unglinga á gagnfræðaskólaaldri og sendu þá ekki til náms í skólann. Spyrjast skyldi fyrir um ástæðurnar.<br>
Síðan sendi formaður nefndarinnar 77 bréf til réttra aðila og gerði fyrirspurnina.<br>
Aðeins átta foreldrar svöruðu skólanefndinni. Þau bréf öll voru á þá lund, að efnahagur þeirra hefði ekki leyft skólagönguna að svo stöddu. Einn bréfritarinn (móðir) lýsti yfir trausti sínu á hinum ofsótta skólastjóra.<br>
Flestir foreldranna áttu persónulegt viðtal við skólanefndarformanninn og tjáðu honum, að þeir vissu ekki til þess, að skólanefndinni kæmi það hið minnsta við, hvort þeir létu unglinga sína sitja á skólabekk eða ekki. - Foreldrarnir höfðu áður sagt mér sannleikann um þetta allt saman. Ég vissi um hinn erfiða efnahag þeirra.<br>
Svona fór um sjóferð þá. Þeir fengu enga átyllu út úr þessari leit. Nú þurfti að leita annarra ráða.<br>
Frásögn mín hér að framan gefur eilitla hugmynd um það, hversu menn geta orðið alveg ótrúlega litlar og lítilmótlegar persónur, ef þeir hætta að hirða um innri mann sinn, hætta að vega og meta manngildi sitt, en láta von um völd og peninga ginna sig, - svífast einskis til þess að geta þjónað valdi, sem líklegt er til þess að veita frama, gróða og yfirdrottnun. Einn slíkur þjónn var skriffinnur Flokksins orðinn. Og þetta getur hent hin beztu skinn, þegar metnaðargirndin blindar manninn gjörsamlega annars vegar og vitið er ekki meira en guð gaf hins vegar. Guðlaugur Gíslason var bráðlega gjörður að sænskum konsúl í bænum. Það var Svíum mikill sómi. En nú varð hann líka að sanna, að hann væri þessa sóma verður.<br>
 
'''Ekkert lát á skömmunum'''<br>
Árið 1944 hafði kosningaskjálfti valdhafanna í bænum þegar gripið um sig. Þá tók skriffinnur Flokksins að skrifa, svo að mark var að. Fullreynt var þá um skólanefndarfundina. Persónuníðið bar þar engan árangur.<br>
Hérna færðu, frændi minn góður, dálítinn smekk af skrifunum um mig persónulega og skólahugsjón mína.<br>
í Flokksblaðinu 5. apríl 1944 greinir skriffinnurinn frá því, að meiri hluti fjárhagsnefndar bæjarins hafi samþykkt að leggja fram úr bæjarsjóði kr. 100.000 til byggingar gagnfræðaskólans, „ef bæjarstjórn getur fallizt á, að kennslufyrirkomulagið, námsgreinar og námstími verði hinn sami við gagnfræðaskólann hér og við gagnfræðadeild Menntaskólans í Reykjavík. Jafnframt verði breytt um yfirstjórn skólans og kennslukraftar auknir og færðir í það horf, sem fræðslumálastjórnin telur nauðsynlegt til þess að nemendur, sem útskrifast úr skólanum, njóti sömu réttinda til framhaldsnáms í öðrum skólum og nemendur með gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og á Akureyri. Þar sem talað er um „yfirstjórn“ skólans í framangreindri bókun, lýsti ég yfir á fundi bæjarstjórnar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlunina, að nefndin ætti við skólastjóra. - G. G.“<br>
Það munaði heldur ekkert um það! Bæjarstjórn Vestmannaeyja átti að hafa það í sinni hendi að breyta landslögum um gagnfræðaskóla og setja Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum ný lög og nýja reglugerð. Ég hef skráð í dagbók mína, að [[Ástþór Matthíasson]], forseti bæjarstjórnar, standi að þessari tillögu með Guðlaugi Gíslasyni, hinum sænska konsúl. Það undruðumst við, því að Ástþór var lögfræðingur og átti að vita þetta. Hann var heldur enginn fáviti eða ofstækismaður, þó að hann væri fyrst og fremst „ég sjálfur“. En bíðum nú við. Svolítið markvert gerðist. Um einn fulltrúa Flokksins í bæjarstjórn mátti með nokkru sanni segja, að hann væri þynnkan sjálf, þegar svo bæri undir. En nú var það hann, sem uppgötvaði þá staðreynd, að alþingi þyrfti að koma hér til sögunnar. Hinir ráku upp stór augu og spurðu lögfræðinginn, Ástþór Matthíasson. Jú, þá rann upp ljós fyrir honum. - Mikil skelfing var að vita, hversu völd þeirra náðu skammt!<br>
Í þessari fyrrnefndu blaðagrein sinni, klykkti skriffinnur Flokksins, hinn sænski konsúll, út með þessari klausu:<br>
„Þ. Þ. V. var upprunalega ráðinn að skólanum gegn vilja meiri hluta þáverandi skólanefndar og alls almennings. Hefur hann nú haft meira en áratug að vinna skólann upp, en þetta hefur mistekizt gjörsamlega, þrátt fyrir óaðfinnanlega aðbúð þess opinbera. Það er því til ein frambærileg orsök fyrir þessu ófremdarástandi, en það er, að skólastjórinn er ekki, þrátt fyrir ýmsa kosti, til þess hæfur að gegna því starfi, sem hann hefur við skólann. Til þess vantar hann tiltrú almennings og þeirrar uppvaxandi kynslóðar, sem eðlilegt var, að skólann sækti. Á þetta hef ég bent í fleiri en eitt skipti á fundum skólanefndar að honum viðstöddum og jafnframt farið fram á, að hann segði upp starfi sínu. Því miður hefur hann ekki getað fallizt á þetta . . .
Ný skólabygging er spor í rétta átt, en engin fullnægjandi lausn þessa máls, ef aðrar breytingar verða ekki á rekstri skólans. Það er því á valdi núverandi skólastjóra, hvort hann ætlar að verða þröskuldur í vegi þess, að viðunandi lausn fáist á þessum málum og þar með halda áfram að vera sá „kyrrstöðuhugur, sem í skugganum skalf, þá skin fór um lönd eða höf,“ eins og hann svo skáldlega kemst að orði í síðasta tölublaði Framsóknarblaðsins.<br>
:::::Guðlaugur Gíslason.“<br>
Og nú var haldið áfram að skrifa hvíldarlaust, því að kosningaskjálfti var kominn í mannskapinn. Nú skyldi gagnfræðaskólinn og ég verða aðalbitbeinið. Og þeir höfðu auðsjáanlega gleymt sögunni og sjálfskaparvíti samvinnuskólapiltsins, sem skrifaði sjálfan sig dauðan. Skyldu sömu örlög bíða G.G.? Mér sagði svo hugur um. ''Öflin'' hvísluðu því að mér.<br>
Í blaði Flokksins 18. apríl (1944) flaut þessi klausa með hjá sænska konsúlnum: „. . . Það er staðreynd, sem ekki verður framhjá gengið, að Þ. Þ. V. var fyrir 10 árum (reyndar voru þau þrettán) troðið inn í stöðu sína sem skólastjóri af ráðuneytinu gegn meiri hluta þáverandi skólanefndar og megin þorra alls almennings. Hefði hann verið starfinu vaxinn, hafði honum verið innan handar að vinna skólann það upp, að almenningur hefði ekkert haft út á hann að setja sem skólastjóra. (Þ.e.: Ef ég hefði þegið baunadiskinn -Þ.Þ.V.). En hann vantar skapgerð og siðgæðisþroska, sem hlýtur að útheimtast til þess að geta orðið fyrirmynd hinnar uppvaxandi kynslóðar.“ (Ég bið þig að lesa þessi orð með athygli: vantar skapgerð og siðgæðisþroska!). Og skriffinnurinn heldur áfram: „En þetta hefur gjörsamlega mislukkast. Rökin hans er að finna í hans eigin skýrslu um skólann til fræðslumálastjórnarinnar, þar sem hann eftir 10 ára starfsemi neyðist til að gefa upp aðeins 36 nemendur í skólanum, sem mun vera sú langminnsta aðsókn, sem er að nokkrum gagnfræðaskóla í landinu.<br>
Þ. Þ. V. getur alveg gert það upp við sjálfan sig, að hvorki honum né öðrum muni líðast það til langframa að standa í veginum fyrir því, að eðlilegt og heilbrigt menntalíf þrífist hér í byggðarlaginu.<br>
Guðlaugur Gíslason.“<br>
Hér kleip hinn sænski konsúll af nemendatölunni. Nemendur voru 44 talsins.<br>
Þannig var hin mikla breyting á atvinnulífi æskufólks í Eyjum á þessum árum notuð til árása á mig. Það var ég, sem átti að fæla unglingana frá námi. Á sama tíma var róið þindarlaust í bænum á móti skólastarfi mínu og með því, að unglinganir sæktu Kvöldskóla iðnaðarmanna. Það var eiginhagsmunaáróður þeirra til þess að ná skólagjöldunum af æskulýðnum, iðnaðarmannasamtökunum til fjárhagslegs hagnaðar. Til þess voru refirnir skornir. Og nú átti að nota þessar staðreyndir til þess að flæma mig frá gagnfræðaskólanum. Eg hló og hét á leynivopnið mitt.<br>
 
'''„Stefnan mörkuð“''' (Víðir 5. apríl 1944)<br>
„Stefnan mörkuð,“ kallaði sænski konsúllinn næstu blaðagrein sína. Og stefnan var sú, að byggja ekki gagnfræðaskólahús í Eyjum, svo lengi sem ég væri þar skólastjóri. Og ég var vissulega ekki á þeim buxunum að láta af lífsstarfi mínu. Það eitt var víst. Lífshugsjón mín skyldi sigra, héldi ég lífi og heilsu.<br>
Yfirlýsing þessi mun alveg einsdæmi í allri skólasögu íslenzku þjóðarinnar. Skyldi slíkt geta átt sér stað í Negraríkjum Afríku?<br>
Þessi frásögn mín hér öll sannar átakanlega, hversu ofstækið annars vegar og lítilsvirðing fyrir mannlegum rétti hins vegar gagnsýrði Flokkinn, forustu hans og eiginhagsmunalið. Og svo er ekki lítil heimska með í taflinu. Þannig er þetta um okkur mennina yfirleitt, þegar við höfum látið eigingirnina og valdafíknina ná á okkur takmarkalausu tangarhaldi.<br>
Alltaf óx skilningur Eyjafólks á þessum ríkjandi óskapnaði í bænum og fengu æ fleiri ógeð á skollaleik þessum. Við vissum, að fylgi Flokksins rýrnaði ár frá ári. En forustuliðið var blint fyrir þeirri staðreynd, sem betur fór. Það skaraði eld að köku sinni sleitulaust öll styrjaldarárin og ályktaði alla flokksmenn sína eftir hug og hjarta sjálfs sín. Það var einmitt sú hugsunarvilla, sem sveik flokksforustuna við næstu bæjarstjórnarkosningar. - Við höldum sögunni áfram.<br>
Innan skamms birti svo Flokksblaðið þriðju grein sænska konsúlsins í bænum um skólastarf mitt og sjálfa persónuna. Þar var lengst gengið. Sú grein hét og heitir: „Er Þ. Þ. V. starfinu vaxinn?“ - Grein þessi er löng eða sex dálkar í blaðinu. Fátt nýtt kom þar fram, sem ekki hafði áður verið sagt. Þó kemst ég ekki hjá því að geta þess, að blessaður algóði skaparinn minn fékk smávegis íhreytur í greinarlokin. Þar var sagt, að hann hefði kastað höndum að því að móta svip minn og gáfur. Ég hafði sjálfur, sagði konsúllinn, reynt að gera mig ''„gáfulegri og sviphreinni, heldur en hann annars var af guði gerður.“'' (Ég undirstrika orðin). Þarna fékkstu það! - Ég hló í hjarta mínu.<br>
Lymskan, sem svipurinn átti að gefa til kynna, kom mér ekki á óvart. Hún fólst í dálitlu sérstæðu viðhorfi hjá Flokksforustunni. Hjá henni hét það lymska mín og lævísi að kosta kapps um að halda vinfengi og samstarfi við verkalýðsforustuna í bænum, svo að aldrei skeikaði, enda létu þeir góðu menn mig í friði og voru skólastarfi mínu vinveittir og hlýir. Já, þarna fólst lymska mín og þarna var ég undirförull! - Og svo bar ég orðið heimskuna utan á mér! Sú fullyrðing kom mér á óvart, því að þingmaðurinn hafði einu sinni sent mér tóninn sem oftar í Flokksblaðinu. Þar sagði hann, að ég væri „skynsamur en lýginn“. Og nú hafði vitglóran rýrnað svo stórum, að andlitið bar þess vott!
 
== '''Nemendur mínir mótmæla''' ==
En nú bar Flokksforustunni vanda að höndum. Nokkrir Flokksmenn knúðu á og kröfðust þess, að nemendur gagnfræðaskólans fengju birt í Flokksblaðinu mótmæli sín gegn öllum persónulegu svívirðingunum, sem sænski konsúllinn hafði hellt yfir mig og svo gegn róginum á skólann. ''Þau'' neyddist blaðið til að birta, þar sem svo sterk flokksöfl stóðu að kröfu þessari. Þessi mótmæli voru þannig orðuð og birtust almenningi í blaði Flokksins 20. maí 1944: <br>
''„Að gefnu tilefni mótmælum við nemendur Gagnfrœðaskólans í Vestmannaeyjum harðlega þeirri tilefnislausu árás og illmælgi, sem beint er að skólastjóranum Þ.Þ.V., sem reynist okkur í hvívetna hinn bezti stjórnari, reglusamur og áhugasamur um öll sín skólastörf.“''<br>
Mér var tjáð, að undir mótmæli þessi hefðu skrifað eigin hendi um það bil 95% af nemendunum.<br>
Jæja, karlinn minn, hvað var nú til ráða? Þetta var ljótt. Og gallharðir Flokksmenn stóðu að þessu! Vonandi hafði það engin áhrif á fylgið, þó að dómgreind og reynsla fólksins væri misboðið! Hvar voru takmörkin?
Var nú annars ekki kominn tími til að fylgja eftir mótmælum nemenda minna með því að draga leynivopnið úr slíðrum og beita því?<br>
 
'''Fyrsta orð „hins góða flokksmanns“<br>'''
En fyrst skyldi fólkið fá að heyra orð „hins góða Flokksmanns“.<br>
Ég hafði öðlazt óbilandi trú á því, að hugsjón mín bæri sigur úr býtum eftir næstu bæjarstjórnarkosningar (1946), ef ég gæti haldið þeim við efnið, róginn og níðið og látið þá þannig smám saman bæta undir sig eða gera meir og meir í bólið sitt. Mótmæli nemendanna fyrir atbeina ýmissa skynsamra Flokksmanna og drengskaparfólks styrkti trú mína á þessari leið að settu marki. - Láta þá særa dómgreind fólksins!<br>
Ég skrifaði grein um skólamálin og birti þar orð ekki ómerkari manns en Agústs H. Bjarnasonar, prófessors, um skóla minn og starf, en hann var þá skólastjóri Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og naut jafnframt mikils trausts í Flokknum.<br>
Prófessorinn hafði um árabil haft marga nemendur mína í skóla hjá sér við framhaldsnám, meðan við höfðum ekki tök á að veita þeim það sjálfir. Í bréfi sínu til mín dagsettu 3. maí 1943 stóðu þessi orð: ''„... Ég hef álit á yðar skóla og þá ekki síður á yður sem skólastjóra, þar sem þér virðist ekki einungis hafa áhuga á að frœða nemendur yðar, heldur og að siða þá og manna, en það tel ég næsta mikils vert.“'' - Svo mörg voru þau orð prófessorsins og skólamannsins Á.H.Bj.<br>
Þessi orð birti ég í blaðagrein, sem ég kallaði: ''„Þegar fjöllin tóku jóðsótt.“''<br>
Greinin var svar til sænska konsúlsins. Hún var mikið lesin og rædd í bænum.<br>
Ekki var það einleikið með þessa Flokksmenn suma hverja! Alveg var það einstakt, að jafngóður Flokksmaður og hann Ágúst H. Bjarnason, prófessor, skyldi geta skrifað þetta í bréf til sjálfs mannsins, annarrar eins persónu! Hvað gekk að svona Flokksmönnum? - Þá hlaut að skorta flokkslega kennd. Hvernig var hægt að hindra það, að „góðir Flokksmenn“gerðu slík axarsköft sem þessi? Þá skorti flokkslegt uppeldi!<br>
Og svo enti ég grein mína á þessum orðum til þess að tryggja mér framhald á níðgreinum konsúlsins í sama dúr: „Eitt sinn tóku fjöllin jóðsótt. Hvað fæddist þeim? - Agnarlítill músarungi. Nagtennur og eyrun voru ættarmerkin hans. Þetta veit G.G. eða mátti vita, þó að hann til skamms tíma hafi ekki vitað, hver fer með yfirstjórn gagnfræðaskólans eftir margra ára setu í skólanefnd. Svo mikill er áhugi hans og skilningur á uppeldis- og skólamálum.“<br>
Með þessum orðum vildi ég sem sé ginna sænska konsúlinn til þess að skrifa meira og endurtaka kröftuglega skammirnar á mig og skólann.<br>
Bölvuð lymskan í mér og lævísin! Eða þá heimskan sú, að ætla sér að tæla heilan konsúl til að skrifa sjálfum sér til óbóta!<br>
Víst var um það, að G.G. skildi sneiðina um músarungann. Þessu þurfti hann sannarlega að svara. Þá var ég ánægður. Markinu var náð. Konsúllinn lét heimskingjann ginna sig, og mér var skemmt.<br>
Nú dró að því, að ég beitti leynivopninu.<br>
Já, ekki stóð á skammargreinunum hjá sænska konsúlnum. Þær dundu yfir, hver af annarri. Ég safnaði þeim öllum og lét binda þær í gott band. Auðvitað svaraði ég aldrei þessum skrifum. Ég lét þau land og leið.<br>
En nú er komið að því að greina þér frá leynivopninu mínu, sem ég kalla svo.
Nú greip ég brátt til þess, því að nú höfðu allar hugsanlegar svívirðingar á mig verið endurteknar. Það hafði konsúllinn gert, eftir að minnzt var á músarungann! Það var nú meiri unginn!<br>
 
'''Leynivopninu beitt'''<br>
Árið 1940 efndi fræðslumálastjórn landsins til almenns landsprófs í öllum gagnfræðaskólum í landinu. Prófað var í vissum kennslugreinum eða fimm greinum alls.<br>
Við próf þetta reyndist Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum ''annar hœsti'' gagnfræðaskólinn í landinu. Hæstur var hann í kennslugrein séra [[Jes A. Gíslason]]ar, Íslandssögunni. Og hæstur var hann einnig í reikningi. Þá kennslugrein hafði ég á hendi. Prófað var í fjórum kennslugreinum mínum. Þar var íslenzkan með. Já, þegar allt var samanlagt og uppgjört, reyndumst við ''aðrir'' í röðinni. Þarna fólst leynivopnið mitt.<br>
Ég hafði í hendi mér skýrslu fræðslumálastjórnarinnar um þessar staðreyndir, en hafði lágt um niðurstöður þeirra.<br>
Þegar skriffinnur Flokksins, hinn sænski konsúll, hafði nú spunnið lopann nógu lengi og Eyjafólk lesið nægilega miklar skammir um mig og skólastarf mitt, sendi ég fræðslumálastjóra, Jakobi Kristinssyni, skeyti og bað hann að staðfesta próf skólans frá árinu 1940 og votta velgengni hans í þeirri þungu prófraun.<br>
Ég fékk brátt bréf frá fræðslumálastjóra, sem dagsett er 26. maí 1944. Það birti ég hér með.<br>
 
'''Bréf fræðslumálastjóra'''<br>
Vegna símskeytis yðar, herra skólastjóri, dagsettu 19. apríl s.l., (1944), þar sem þér óskið umsagnar minnar um það, hvort Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum muni lakari uppeldis- og fræðslustofnun en aðrir gagnfræðaskólar landsins, skal þetta eftirfarandi tekið fram:<br>
Umsögn fræðslumálaskrifstofunnar um það, hvort skóli sá, er þér veitið forstöðu, sé lakari uppeldis og menntastofnun en aðrir gagnfræðaskólar landsins, hlýtur fyrst og fremst að hvíla á því, er samanburður prófeinkunna við burtskráningu nemenda þessara skóla og einkunna við landspróf 1940, leiðir í ljós. Fræðslumálaskrifstofan  hefur  ekki aðrar heimildir við að styðjast í þessu efni. Fyrir því hef ég látið reikna út meðaleinkunn allra aðaleinkunna við burtfararpróf nemenda gagnfræðaskólanna nokkur undanfarin ár. Því miður vantar nokkuð af skýrslum frá sumum þeirra, sem ekki láta prenta skýrslur nema með tveggja eða þriggja ára millibili, svo að fullkomið samræmi athugananna er ekki tryggt, og vil ég af þeim ástæðum ekki senda yður niðurstöðutölurnar. En samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir hendi eru, verður skóli yðar annar í röðinni, en hinir allir fyrir neðan.<br>
Landsprófið 1940 verð ég að telja öllu merkari heimild um kunnáttu nemendanna í námsgreinum þeim, er þá var prófað í. Samkvæmt því prófi fengu nemendur gagnfræðaskólans á Siglufirði og í Vestmannaeyjum meðaleinkunnina 6.17, en hjá öllum hinum skólunum varð útkoman lægri. Annars mun yður hafa verið send allnákvæm greinargerð um þetta próf, nokkru eftir að það var tekið og þess vegna óþarfi að fara frekari orðum um það hér.<br>
Samkvæmt ofangreindum heimildargögnum verður frammistaða nemenda Gagnfræðaskólans í Vestmananeyjum næst bezta frammistaðan, sem komið hefur í ljós við ofannefnt próf í gagnfræðaskólum landsins. Mun því óhætt að fullyrða, að skóli sá, er þér veitið forstöðu, sé ekki lakari fræðslustofnun en hinir gagnfræðaskólarnir yfirleitt, heldur þvert á móti í flokki þeirra, sem bezt verður að telja af þessum skólum, samkvæmt ofannefndum heimildum<br>
Ég hef í viðtali spurt forstöðumenn nokkurra framhaldsskóla hér í Reykjavík, hvernig nemendur úr skóla yðar hafi reynzt í skólum þeirra. Hafa þeir allir borið þeim vel söguna og andmælt því ákveðið, að þeir hafi yfirleitt fengið betri nemendur frá hinum gagnfræðaskólunum.
:::::Virðingarfyllst
::::::''Jakob Kristinsson.''
 
Hvað gat konsúllinn nú sagt? - Jú, hann varð ekki orðlaus.<br>
Hann svaraði bréfinu á þá lund, að það sannaði bezt, hversu gáfaðir unglingarnir í Eyjum væru, og ættu þeir því sannarlega skilið að fá betri kennara en ég væri og skólamaður í heild! Sem sé: algjör uppgjöf. - Ég hló og fann þó til með fólkinu, sem boðið var allir hlutir eins og það væri dómgreindarlaus og heimskur skríll.<br>
En hér er ekki öll sagan sögð.<br>
Vissir iðnmeistarar í bænum, dyggir Flokksmenn, höfðu á undanförnum árum beitt miklum áróðri fyrir því, að unglingar í kaupstaðnum sæktu Kvöldskóla iðnaðarmanna til þess að létta á Iðnaðarmannafélaginu fjárhagslegum þunga af rekstri hans. Ég hef fyrr hér í bréfinu birt þér dálitla kafla úr áróðursgreinum þessum. Þessi áróður hafði töluverð áhrif um 20 ára skeið og dró úr nemendafjölda gagnfræðaskólans. Síðan notaði Flokksforustan sér þetta áróðurs- og eiginhagsmunastarf iðnmeistaranna og sakaði mig um það, að unglingar þessir sæktu ekki nám í gagnfræðaskólann. Við fengum hins vegar gáfaðri hluta æskulýðsins til okkar. Það hafði mikil áhrif á landsprófseinkunnirnar 1940.<br>
Þarna urðu þessi bellibrögð og þessi eiginhagsmunastreita iðnmeistaranna okkur kennurunum og gagnfræðaskólanum til frægðar og álitsauka og um leið vopn gegn rógi og persónuníði.<br>
 
'''Ég beiti lævísi og undirferlum'''<br>
Nú var mér vandi á höndum. Einhvernveginn varð ég að koma bréfi fræðslumálastjóra fyrir augu almennings í bænum. Annars var það vopn mér lítils virði. Hver voru svo ráðin til þess?<br>
Flokkurinn rak einu prentsmiðjuna í bænum og þar fengust engin blöð prentuð nema Flokksblaðið, svo að andstæðingar Flokksins urðu að kaupa prentun á blöðum sínum í Reykjavík. Útgáfa hvers tölublaðs tók þess vegna stundum langan tíma, ekki sízt sökum hinna tregu samgangna milli Eyja og Reykjavíkur.<br>
Ég ásetti mér að beita nú lævísi og undirferlum, sem sænski konsúllinn hafði fullyrt, að svipur minn gæfi til kynna og ég þannig ''„af guði gerður“''.<br>
Ég þekkti vel prentarann í prentsmiðju Flokksins. Hann handsetti Flokksblaðið og vann við það alla daga. Ég fann hann að máli og tjáð honum vandræði mín.  Hann fékk þegar brennandi áhuga á efni bréfsins, enda var honum málið skylt, að honum fannst, en ég segi þér ekki, hvernig það var vaxið. Það er algjört leyndarmál. En við bréfinu tók hann. Hann kvaðst þekkja vel allt sitt heimafólk og skyldi haga starfinu við brot blaðsins þannig, að þeir færu ekki með nefið ofan í allt efni þess svo auðveldlega.<br>
 
 
 


[[Blik 1974/Bréf til vinar míns og frænda, II. hluti|Til baka]]


{{Blik}}
{{Blik}}

Núverandi breyting frá og með 7. október 2010 kl. 18:15

Efnisyfirlit 1974



ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON:


Bréf til vinar míns og frænda

(3. hluti)


Samvinnuskólapilturinn skildi, hvað klukkan sló
Þegar hér var komið skrifum gamla mannsins, skildi samvinnuskólapilturinn, hvað klukkan sló í skrifstofu Tangans. Og nú tók hann aftur til að skrifa og birta hverja skammargreinina á fætur annarri, til þess að sýna og sanna flokksforustunni hvers hann dygði til.
Fyrst tók hann Kristján Linnet bæjarfógeta til bænar. Greinar um hann kallaði pilturinn „Fúlalæk.“
Og svo tók hann til að hundelta mig. - Meðan ég sjálfur persónulega stóð undir áföllunum, fann ég ekkert til. Ég var öllu viðkvæmari fyrir skólanum og starfi mínu þar. En baráttuna taldi ég nauðsynlega skólans vegna og vegna framtíðar minnar í skólastarfinu í bænum, ef takast mætti að gera peningavaldið áhrifalaust um fræðslumálin, svo að skólinn gæti m.a. eignazt hús og varanlegt heimili. - Ég sjálfur átti vissulega fyrir því að fá á baukinn og taldi það ekki eftir mér að þola það.
Svo byrjaði þá samvinnuskólapilturinn að senda mér tóninn.
Hinn 4. september um haustið (1933) skrifaði hann grein í flokksblaðið um fjármál bæjarins. Inn í þá grein blandaði hann rekstri gagnfræðaskólans og kennslu þar. Það varð hans „banabiti.“ Nú skaltu lesa: Þarna stóð þessi klausa:
„Haustið 1932 hélt Félag ungra Sjálfstæðismanna námskeið, þar sem kenndar voru ýmsar gagnlegar námsgreinar. Á námskeiði þessu kynntist ég kunnáttu ýmissa nemenda, sem höfðu verið í gagnfræðaskólanum. Sérstaklega kynntist ég bæði skriflegri og munnlegri íslenzkukunnáttu þeirra. Og ég verð að segja eins og er, að aumlegri menntun hef ég varla getað hugsað mér en þá, sem veitt hafði verið sumum nemendum í þessari grein. Og það, sem sérstaklega sannar slælega kennslu í þessum skóla er það, að margir af þessum nemendum voru bráðgáfaðir og ágætir námsmenn. Ég gæti nefnt fjöldamörg dæmi upp á það, að skólastjórninni er í ýmsu ábótavant, bæði hvað við kemur stjórnsemi á nemendum og fyrirkomulagi kennslunnar .. .“
Og svo: „Það virðist vera nóg komið af svo góðri skólastjórn, enda mun varla við hana unað ... Og svo verður aumingja bæjarsjóður að standa straum af þessum skóla. —

S.S.S.“


Svo mörg voru þau orð og miklu fleiri.
Nú vissi það allur almenningur í bænum, að ég var íslenzkukennari skólans. Og ég þótti laginn íslenzkukennari, þó að ég segi sjálfur frá. Enda hafði ég verulegt yndi af að kenna móðurmálið mitt, sem ég hef unnað frá barnæsku.
Um stjórnleysi í skólanum og illa meðhöndlun nemendanna fer samvinnuskólapilturinn, Sigurður S. Scheving, mörgum hörðum orðum. Sú fullyrðing hans kom mér mjög á óvart, því að ég vissi engan fót fyrir henni.
Í skjóli þess eða með þeirri vissu, að Eyjabúar hefðu nú gleymt skrifum séra Sigurjóns Árnasonar sóknarprests um skólastarf mitt, skrifaði nú hinn nýbakaði kaupfélagsstjóri flokksins allt þetta níð og allan þennan atvinnuróg í þeirri von að takast mætti m.a. að tortíma aganum í skólanum og skapa þar stjórnleysi og upplausn.
Þegar ég hafði lesið þessa níðgrein alla fyrir konuna mína, sat ég sem steini lostinn og hugleiddi liðna tíð. Ég undraðist í rauninni þessar svívirðilegu og persónulegu skammir þessa manns í minn garð og þó enn þá meira atvinnuróginn. Ég þekkti ekkert þennan skriffinn Flokksins. Ég hafði naumast nokkru sinni mælt hann máli. Og svo hafði þingmaðurinn þakkað honum alveg sérstaklega á þingmálafundinum fyrir allar þessar persónulegu svívirðingar á mig þarna á fundinum og hælt honum í hástert.

Mynd af konunni minni, Ingigerði Jóhannsdóttur frá Krossi í Mjóafirði.

Þarna sat ég agndofa. Þá gerðist atvik, sem var táknrænt fyrir heimilislífið mitt, fyrir það vígi, sem það var mér og hefur alltaf verið fyrr og síðar. Konan mín gekk til mín. Hún lagði handlegginn um hálsinn á mér, strauk mér um vangann og kyssti mig. Svo hvíslaði hún að mér: „Taktu þetta ekki of nærri þér, vinur minn, hafðu mín ráð: Gerðu vísu um hin illu öfl í bænum og sannaðu til, þér léttir.“
Og ég fór að ráðum hennar eins og fyrr og síðar, og hérna færðu hluta af kveðskapnum:

Hefst við í Eyjum heiftþrungið vald,
sem hvergi mun eiga sinn líka,
argasta og rætnasta afturhald
og eiginhagsmunaklíka.


Fram ber að sækja mót græsku og gný,
gallharður, engu að kvíða,
þótt heiftþrungin konsúla- og kaupmannaþý
kappkosti að skamma og níða.

(Ég sleppi hér einu erindi. Ég er ekki alveg viss um, að það þyki prenthæft).
Og svo sannarlega létti mér við kveðskapinn. Ég var alveg stálsleginn á eftir, búinn í allt. Við höfum aldrei flíkað þessum vísum mínum fyrr við nokkurn mann, og þú lætur þær liggja í þagnargildi, frændi minn sæll!
Ég óska að skjóta því hér inn í mál mitt, að ég hef stundum haft ánægju af að lesa ræður Meistara Jóns. Þær eru kjarnyrtar og hugsunin skír og afdráttarlaus. Þar er fast að orði kveðið. Á einum stað ræðir hann um átökin miklu um mannssálina, hugsun mannsins og tilveru, átökin milli alföðurins og óvinarins mikla, sem Meistarinn nefnir hinu grófasta nafni, svo að tilheyrendur hans, bændafólkið, færi ekki villt um það, hvað hann ætti við. - Átök þessara tveggja afla um sálarlífið mitt og tilveru í kaupstaðnum minnti mig að ýmsu leyti á átökin, sem Meistari Jón ræðir um í ræðum sínum. En nú var meginatriðið óreynt: Hvaða áhrif hafði þetta persónulega níð og þessi heiftúðlegi atvinnurógur á framkomu nemenda minna gagnvart mér og agann í skólanum? Stefnan var öðrum þræði sú að tortíma honum. Áhrifin hlutu að koma brátt í ljós. - Ég var við öllu búinn.
Og ég minnist næstu daga og vikna með ánægju. Aldrei höfðu nemendur mínir verið mér betri og ljúfari í samvinnu. Þetta var reynsla mín yfirleitt af Eyjafólki, þegar á reyndi. Það ól með sér dómgreind á vissum sviðum. Það lét ekki blekkjast af þvílíkum skrifum. Þar ályktuðu óvildarmenn mínir skakkt um hug þess og hjartalag. Allur þorri þessa fólks hafði skömm á skrifum þessum og andlegum göslahætti skriffinnans. Það átti eftir að sannast áþreifanlega.
Kristján Linnet var þá bæjarfógeti í Vestmannaeyjum. Hann var oft orðheppinn náungi og skrifaði mikið í bæjarblöðin. Hann er kunnur gamanvísnahöfundur undir nafninu Ingimundur.
Eftir að hafa lesið þessa grein Sigurðar S. Schevings skrifaði bæjarfógeti: „Sigurður S. Scheving er einhver allra efnilegasti lærisveinn, sem Gunnar Ólafsson konsúll hefur átt um dagana og hinn líklegasti til að taka upp hið pólitíska gróðurstarf hans.“ - Svona var guð víðar en í Görðum í Eyjunum þá.
Og svo hélt S.S.S. áfram að skrifa samkvæmt pöntun.
Eins og ég drap á, þá beitti ég mér fyrir stofnun iðnskóla hér í bæ haustið 1930. (Sjá skýrslu um hann á öðrum stað hér í ritinu). Að námskeiði þessu loknu afhenti ég hinu nýstofnaða Iðnaðarmannafél. Vestmannaeyja skólann til reksturs, svo sem ég gat um.
Eftir að hafa rekið iðnskólann einn vetur uppgötvuðu iðnmeistararnir, að erfitt mundi fjárhagslega að reka skólann svo vel væri nema einhver sérstök fjáröflunarráð yrðu fundin.
Þingmaðurinn útvegaði iðnaðarmönnum ríkisstyrk til reksturs skólanum. En sá styrkur hrökk skammt, þar sem greiða þurfti alla kennslu við skólann fullu verði.
Þá var gripið til þess ráðs að afla skólanum nemenda utan alls iðnnáms og láta þá greiða drjúg skólagjöld til þess að létta rekstur skólans. Þarna sáu ofsóknarmenn mínir og gagnfræðaskólans sér slag á borði: Hefja áróður fyrir eflingu Kvöldskóla iðnaðarmanna, eins og hann var kallaður, til þess að afla aukinna skólagjalda og draga um leið unglinga frá að sækja gagnfræðaskólann. Þarna voru sem sé slegnar tvær flugur í einu höggi. Það er háttur búmanna!
Svo hófst áróðurinn:
Kvöldskóli iðnaðarmanna (Víði, 12. sept. 1933):
„... óskandi að sem flestir bæjarbúar stæðu saman að því að efla þetta skólahald. Með skilningi og áhuga ætti stofnun þessi að geta orðið lyftistöng fyrir menntun þessa bæjar ...“ Sem sé kvöldskólinn!
Og svo sama dag: „Víðir vill eindregið benda unga fólkinu á að athuga auglýsingu hér í blaðinu um Kvöldskóla iðnaðarmanna ... Mun óhætt að treysta því, að til þess skóla verði vandað eftir föngum ..., því að vitanlegt er það, að ekki geta unglingarnir eða unga fólkið betur varið frístundum sínum á kvöldin en að auka við þekkingu sína. Að ganga í kvöldskólann er gott ráð til þess.“
Og svo var samvinnuskólapilturinn látinn halda áfram að skrifa. Hinn 19. september (1933), þegar unglingarnir sóttu um skólavist í gagnfræðaskólanum sem örast, skrifaði S.S.S.: „Síðan Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja var stofnað, hafa iðnaðarmenn sýnt þann virðingarverða dugnað að halda uppi skóla fyrir iðnnema. Hefur skóli þessi verið mjög gagnlegur og virðingarverður, enda alltaf gengið vel að undanskildum einum vetri, sem hann fór út um þúfur, en þann vetur var Þ. Þ. V. skólastjóri hans. Nú hefur þessi skóli fært út kvíarnar. Virðist hann nú geta verið ákjósanlegur skóli fyrir unglinga, sem vildu leita sér framhaldsmenntunar. Herra kennari, Halldór Guðjónsson, mun veita skólanum forstöðu, og er það næg trygging fyrir því, að þarna mun vera um ágætisskóla að ræða. Ættu bæjarbúar að virða þessa viðleitni og senda unglingana í þennan skóla. (Leturbreyting er greinarhöfundar, þ. e. Sigurðar S. Schevings, samvinnuskólapilts). Finnst mér sjálfsagt, að þessi skóli kæmi til að geta leyst af Gagnfræðaskólann í vetur og að bærinn veitti honum ókeypis húsnæði í staðinn.“
Svo mörg voru þau orð. Þarna fékk ég þakklæti fyrir það að stofna iðnskóla í bænum. - Ég beið eftir því, að iðnaðarmenn í kaupstaðnum hrektu þessa lygi Sigurðar um stjórn mína á hinum nýstofnaða iðnskóla, sem ég afhenti þeim að starfi og prófi loknu. En sú von mín brást, enda voru þeir flestir á bandi Flokksins.
Þannig var alið á unglingunum í kaupstaðnum næstu 19 árin eða þar til ég hafði fengið byggt gagnfræðaskólahúsið og fengið skólanefndina til að fullnægja nýju fræðslulögunum frá 1946 um framlengingu skólaskyldunnar í bænum gegn vilja skólastjóra barnaskólans, sem þá var einnig H.G.
Árangurinn af öllum þessum áróðri varð sá, að Kvöldskóli iðnaðarmanna fékk töluverðan hluta þeirra unglinga, sem yfirleitt áttu erfiðara með nám, voru treggáfaðri, þó að það væri vitanlega ekki án undantekninga. Þeir greiddu skilvíslega skólagjöldin sín, og þar með var markinu náð.
Þegar samvinnuskólapilturinn hóf atvinnuróginn gagnvart mér 1933, tók Páll Bjarnason skólastjóri drengilega svari mínu og vítti piltinn fyrir níðskrif sín og rætni, ekki sízt sökum þess, að níðskrif hans snertu hin viðkvæmustu málin, þar sem voru uppeldismál æskulýðsins í bænum. Þar sagði skólastjóri m. a.: „Greinarhöfundur fer mörgum hörðum orðum um Þorstein Þ. Víglundsson, skólastjóra, kennslu hans og þekkingu. Ekki er mér kunnugt, á hvern hátt hann hefur kynnt sér það mál, en mjög eru ummæli hans ólík vottorði því, sem Kennaraskólinn gaf sama manni fyrir fáum árum, og ólíklegt að honum hafi förlazt mikið um þekkingu þessi ár, sem hann hefur kennt. Prófdómarar s.l. vor hafa gefið vottorð um árangur kennslunnar ...“ Margt fleira sagði skólastjóri mér til gengis og velfarnaðar og starfi mínu til framdráttar. Eins og ég hefi tekið fram, þá rak ég skólann enn í húsi barnaskólans, þar sem við Páll unnum saman hvern dag.


Rúsína í pylsuendanum
Og nú gægðist fram rúsína í enda pylsunnar.
Gissur Ó. Erlingsson, tengdasonur Kristjáns Linnets, bæjarfógeta, hafði kennt hjá mér tungumál við skólann. Hann var þess vegna vel kunnugur öllu skólastarfinu. Samvinna okkar var hin ánægjulegasta. Hann tók nú til að rannsaka ýmsar skrár og skýrslur eftir að hafa lesið róg og níð samvinnuskólapiltsins, Sigurðar S. Schevings, sem nú var orðinn kaupfélagsstjóri Flokksins - rak hið nýstofnaða Kaupfélag Eyjabúa.
Þegar Gissur hafði lokið skýrslurannsóknum sínum, skrifaði hann grein, sem vakti mikla athygli í bænum, - vakti hlátur margra, reiði sumra, gremju annarra og olli pólitískum dauða Sigurðar S. Schevings.
Þessi grein hans er góð áminning okkur öllum um það að athuga og hugleiða vel „glerhúsið,“ sem við flestir búum í, áður en við köstum steininum.
Hér læt ég þig, frændi minn góður, fá þessa grein Gissurar Ó. Erlingssonar samkennara míns. Hún varð sem sé höfundi níðsins örlagarík, - sálgaði honum gjörsamlega, að minnsta kosti í einum skilningi.
Hér kemur svo greinin:
„S.S.S. kveðst hafa tekið við nemendum gagnfræðaskólans til kennslu og er klökkur yfir því, hve slæmrar kennslu þeir nemendur hafa notið hjá kennurum skólans. Sérstaklega virðist honum þó blöskra, hve slæmrar íslenzkukennslu þeir hafa notið. Kveðst hann hafa kynnzt kunnáttu nemenda þessara, er hann tók þá í kennslu í sinn skóla. - Að mínu áliti er nauðsynlegt, að hver sá, sem vill gagnrýna eitthvað, beri eitthvert skyn á það, sem hann er að gagnrýna.
Jafnframt tel ég það skyldu hvers gagnrýnanda að viðhafa sanngirni, en láta ekki athugasemdir sínar stjórnast af persónulegri óvild eða pólitískum fjandskap. Hvorttveggja tel ég að S.S.S. hafi gert sig sekan í. Hvað hæfileikana snertir tel ég rétt að geta þess, að ég álít S.S. Scheving undir engum kringumstæðum hæfan til að kenna íslenzka tungu. Að mínu áliti gæti hann haft mikið gagn af því að setjast á skólabekk hjá Þ.Þ.V. og nema hjá honum íslenzku.
Í þeim hluta greinar S.S.S., sem er í Viði 4. f.m., taldi ég milli 40 og 50 stafsetningarvillur og greinamerkjavillur. Ég tel ólíklegt, að S.S.S. mundi taka hátt próf í íslenzku við Gagnfræðaskólann hér með aðra eins réttritun, tel meira að segja vafa gæti leikið á, að hann næði prófi þar í þeirri grein.
Ég fletti upp í Samvinnunni frá 1931, þar sem einkunnir S.S.S. við burtfararpróf úr Samvinnuskólanum eru skráðar. Hann hlaut í íslenzku 2. einkunn lakari. Í þeirri námsgrein hlaut skólastjóri gagnfræðaskólans hér fyrstu ágœtiseinkunn. Orkar þó ekki tvímælis, að meira er heimtað af kennaraefnum en samvinnuskólapiltum í þeirri grein. Af þessu má glögglega sjá, hvor þeirra S.S.S. eða Þ.Þ.V. sé líklegri til að geta kennt íslenzka tungu, og hvort gagnrýni Sigurðar muni heldur byggð á ræktarsemi við menntamál Vestmannaeyja eða sprottinn af verri hvötum.
Æskilegt væri, að S.S.S. vildi láta vera að kasta hnútum, sem hann veldur ekki, næst þegar hann ætlar að hjálpa bænum út úr kröggum með skrifum sínum.

G.Ó.E.“

„Glerhúsið“ var brostið, og fólk hló, sumir hjartanlega eins og ég og mínir. Til voru þeir einnig í bænum, sem létu brúnir síga og púrruðu.
En svo var meira eftir. Og þá bið ég þið að lesa um lok Kaupfélags Eyjabúa hér í ritinu 1975, ef við tórum.
Það er bezt að segja það hér Félagi ungra sjálfstæðismanna til varnar, að það hafði aldrei valið S.S.S. til að kenna á umræddu námskeiði. Það hafði aldrei haldið þetta námskeið. Það voru ósannindi greinarhöfundar - ómenguð lygi eins og orð hans og fullyrðingar um endalokin á iðnskólastarfi mínu hér í bænum. Þannig var skrifað og starfað til þess að þóknast flokksforustunni í bænum.
Skólastarf mitt var nú styrkara og stóð fastari fótum en nokkru sinni fyrr. Öll þessi níðskrif höfðu snúizt mér og skólanum til góðs. Það átti ég að þakka vinsemd og velvild mætra manna, sem stóðu með mér og voru mér ómetanlegar hjálparhellur. Og svo fylgdu mér hulin öfl, svo að ég vissi fyrirfram, hvernig fara mundi. Sú vissa hafði góð og hressandi áhrif á sálarlífið. Þessi árás hafði snúizt mér til góðs og fleiri fóru á eftir, sem einnig urðu mér til framdráttar og gengis. Sömu öfl á verði. Við komum bráðum að þeim kafla sögu minnar.


Hitler talar. Kaupfélag Eyjabúa „setur upp tærnar“
Og nú tóku við nýstárlegir tímar í Eyjum. Hitler hafði flutt hina miklu æsingaræðu sína 8. apríl 1933, þegar nazisminn í Þýzkalandi var að ryðja sér til rúms. Og ræðan var brátt þýdd og birt í blaði Flokksins í Vestmannaeyjum, enda rak þingmaðurinn „þýzkt konsúlat“ í bænum. Hákot er stórt orð, sagði karlinn og spýtti mórauðu.
Ungir Eyjamenn í flokknum lutu höfði og létu ánetjast. Það kom mér persónulega ekki á óvart, því að flokksuppeldi þeirra margra hafði verið í þeim anda (sbr. skrif S.S.S.) og jarðvegurinn frjór.
Árið eftir ósköpin, sem yfir mig dundu, var Kaupfélag Eyjabúa gjaldþrota. Ábyrgðarmennirnir urðu að greiða fúlgur fjár fyrir fjárhagsleg axasköpt kaupfélagsstjórans - samvinnuskólapiltsins, sem ekki kunni fótum sínum forráð, og ef til vill sízt á sviði félagsmála og viðskiptalífsins. Og svo kom annað til: Gerð fólksins, hugsunarháttur og þroski. Allur þorri þess reyndist mér heiðarlegt fólk og vel gert, þó það fylgdi Flokknum blint að málum. Mjög mörgum hinna óbreyttu flokksmanna hafði ofboðið svo þessi skrif S.S.S. kaupfélagsstjóra, að þeir höfðu ekki hug eða lund til að verzla við kaupfélag Flokksins, hættu því, fengu skömm á sinni eigin kaupfélagsverzlun.
Útvegsbankinn seldi Kaupfélagi verkamanna hústóft Kaupfélags Eyjabúa að Bárustíg 6, þar sem Kaupfélag Vestmannaeyja er nú til húsa öðrum þræði.
Í árásum þessum, sem ég hef nú drepið á, var treyst á dómgreindarskort Eyjafólks í heild. En fólkið reyndist íhugult og heilbrigt og lét skynsemina ráða og svo reynsluna í hinu daglega lífi sínu.
Kaupfélag Flokksins var orðið gjaldþrota. Ályktunargáfa kaupfélagsstjórans hafði líka reynzt með afbrigðum á viðskiptasviðinu, eins og þegar hann ályktaði um námsafköst gagnfræðaskólanemendanna á tveim vetrum, væri kennsla og skólastjórn eins og þar ætti að vera eða gæti verið, ef allt væri með felldu.
Og sjötti bæjarfulltrúinn var fallinn!
Ekki vil ég fullyrða, að skammirnar á mig og skólann, hinn ósvífni atvinnurógur, hafi átt drýgstan þátt í því tapi. Fokksforingjunum hafði verið klórað illa og harkalega undir uggum. Það eitt er víst. Og ekki vil ég fullyrða heldur, að saklaus hafi ég verið í þeim gæluleik.
Þá var eftir að ná af flokknum fimmta bæjarstjórnarfulltrúanum, svo að tök yrðu á að hefja byggingarframkvæmdir við gagnfræðaskólahúsið í kaupstaðnum.
Eftir húðstrýkinguna miklu var S.S.S. látinn hætta að skrifa í flokksblaðið. Eftir að Kaupfélag Eyjabúa setti upp tærnar, sást nafn hans ekki í blaðinu nema undir Pfaff-auglýsingum, en það umboð var honum einhver tekjulind.
Svo fékk ég nokkurn veginn starfsfrið næstu fjögur árin (1934-1938), enda átti flokksforustan engan tilkippilegan mann til skítkastsins eins og á stóð. Ungur og efnilegur skriffinnur var að búa sig undir þjónustuna. Hann tók við starfi því árið 1938, ef ég man rétt. Hann birtist þér svo bráðum á sjónarsviðinu.


Friðmæli Flokksblaðsins
Eftir að allt var komið í hundana hjá árásarliðinu og víst var, að flokkurinn hafði tapað sjötta bæjarfulltrúanum við bæjarstjórnarkosningarnar 1934, vildi ritstjóri flokksblaðsins auðsýnilega friðmælast. Þá skrifaði hann í blað sitt: „Piltar og stúlkur, sem ekki eru yfirhlaðin störfum, ættu að nota tækifærið og sækja Gagnfræðaskólann, því að þó að gamla sagan segi, að bókvitið verði ekki í askana látið, þá er sú saga fyrir löngu dauðadæmd. Sá, sem mest lærir og mest veit, verður venjulegast mesti maðurinn. Minnist þess ungu piltar og stúlkur.
Gagnfræðaskólinn er, að því er séð verður, í góðu lagi, og eftir því sem blaðið veit bezt, eru kennarakraftar góðir, og af reynslunni skuluð þér þekkja þá.“ Þannig orðaði ritstjórinn friðmæli sín. Nú voru ekki maðkarnir í mysunni lengur! Og við hlógum mörg og skemmtum okkur dásamlega.


Ég var utanflokka. Baunadiskurinn
Ég á í fórum mínum búna til birtingar sögu Kaupfélags alþýðu hér í bæ.
Rúmið í Bliki leyfir ekki, að saga þess sé birt hér í ritinu að þessu sinni. Mér er þó nauðsynlegt að geta þess hér til nánari skýringar, að við vorum fjórir reknir úr stjórn þess af því við fundum að starfsemi framkvæmdastjórans og töldum hana leiða félagsskapinn til tortímingar eins og kom á daginn.
Eftir að við fjórir vorum reknir úr stjórn kaupfélagsins að ráði málsmetandi manna innan flokksforustunnar í Reykjavík og án vitundar foringjans Jóns heitins Baldvinssonar, taldi ég mig ekki eiga heima í Alþýðufl. lengur. Þar var eitthvað meira en lítið sorugt bak við tjöldin að okkar reynslu og dómi. Okkur var öllum þar ofaukið. Þá bar þar mikið á alls kyns ungum skýjaglópum, gáfuðum labbakútum, prinsum, eins og við kölluðum þá okkar á milli. Þeir æsktu frama á vegum flokksins og góðrar atvinnu, án þess að gera sér grein fyrir skyldum sínum eða ábyrgð. Óregla var þar líka með í för.
Forusta alræðisvaldsins hér í bænum hafði fengið nasasjón af þessu stríði okkar við hin ógæfusamlegu öfl í Alþýðuflokknum og vissu, að við fjórir vildum ekki þýðast starf hans og stjórn lengur.
Mér óafvitandi samþykkti nú forusta hins ráðandi stjórnmálaflokks í bænum stuðning við þá hugsjón mína að byggja Gagnfræðaskólahúsið. Meiri hluti bæjarstjórnarinnar samþykkti það einnig í nafni flokksins, eftir að honum var gefin fyrirskipun um það. Mér barst skilmerkilegt bréf frá flokksstjórninni um þessa samþykkt. Bréfið á ég í fórum mínum. Jafnframt þessu bréfi fékk ég skeyti frá þingmanninum, sem sat á Alþingi, varðandi þetta mál. Áhuginn var nú orðinn alveg brennandi! Andinn var heitur og hugsjónin kær! Engir maðkar í mysunni lengur. Þingmaðurinn sjálfur bað um skólanefndarfund til þess að ræða þetta mál. Ég skildi öll þessi blíðuhót á einn veg. Hér var mér réttur baunadiskurinn, ef ég vildi svo vel gera að afhenda þeim frumburðarrétt minn fyrir hann. Ekkert var mér fjær skapi.
Ég skemmti mér við öll þessi fyrirbrigði eins og fyrri daginn. Þau sönnuðu mæta vel, hversu litlir sálkönnuðir voru þarna í forustuliðinu. Gátu þeir ímyndað sér að ég afhenti þeim frumburðarrétt minn fyrir baunadisk eða þá nokkuð annað til að verzla með þeim til fylgisauka og framdráttar?
Jafnframt öllum þessum blíðuhótum var nú skrifað vinsamlega í flokksblaðið um skólaritið okkar, Blik. Þar birtist fyrri hluti mikillar lofgreinar. En framhaldið birtist aldrei. Þá hafði flokksforustan uppgötvað það í miðjum klíðum, að ég var ekki tilkippilegur með frumburðarréttinn.


Ég samlagast Framsóknarflokknum
Ég hafði alltaf unnað bændastétt landsins og þakkað henni í hjarta mínu allt, sem hún frá fyrstu stundum íslenzkrar tilveru hafði verið menningu og frama íslenzku þjóðarinnar. Þessi hugsun festi enn styrkari rætur innra með sér, er ég hlustaði á fyrirlestra norskra fræðimanna um íslenzkar fornbókmenntir og íslenzka menningu í heild á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Þá hreifst ég og gladdist. - Faðir minn var bóndi og ég búfræðingur. Og samvinnumaður var ég fæddur. Það fann ég. Til vinstri við Alþýðuflokkinn gat ég ekki átt heima.
Í baráttu minni fyrir hugsjónum mínum í bænum, gat ég ekki staðið utan flokka. Ég hélt samt vinsamlegum tengslum við flesta framámenn hinna vinstri flokkanna í bænum. Og þó að eitthvað bjátaði á og ég fengi íhreytur frá sumum þeirra, lét ég það land og leið af skiljanlegum ástæðum. Þegar „múrinn mikli“ hafði verið unninn, varð ég að treysta á vinsemd vinstri foringjanna hugsjónum mínum til fulltingis.


Dálítið sýnishorn
Eftir að S.S.S. hafði skrifað sig „í hel“, fékk ég nokkurn veginn starfsfrið næstu 4-5 árin. Flokkurinn átti þá engan skriffinn, sem vildi láta nota sig í skítverkin mér og starfi mínu til hnekkis. - Mikið var nú skrifað samt og skammazt í blöðum bæjarins. Og ýmsar persónulegar svívirðingar las maður á prenti. Hérna sendi ég þér eilítið sýnishorn af skrifum eins af embættismönnum Flokksins í forustuhlutverki. Sýnishorn þetta á að geta hjálpað þér eilítið í sálfræðilegum rannsóknum þínum á umhverfinu, sem við lifðum í, þar sem lífið sjálft hafði falið mér að starfrækja uppeldisstofnun, svo að mark væri að. Þessar svívirðingar fékk einn af verkalýðsforingjunum árið 1937, þegar ég bjó við þennan líka indælis starfsfrið, svo að ég kunni mér naumast læti.

„Opið bréf til (ég læt nafnið falla niður).
Þekkirðu manninn?
Það er maðurinn, sem hefur skrifað flest níðskrif.
Það er maðurinn, sem ort hefur flestar níðvísur.
Það er maðurinn, sem leggur í einelti alla sér betri menn.
Það er maðurinn, sem spillir og afvegaleiðir alla æsku.
Það er maðurinn, sem prédikar lygar og kallar þær sannleika.
Það er maðurinn, sem æsir menn til óvináttu.
Það er maðurinn, sem elskar deilur og sundrung og gerir þær að sínum atvinnuvegi.
Það er maðurinn, sem svívirðir öll trúarbrögð og treður á helgustu tilfinningum mannanna.
Það er maðurinn, sem öll versta spilling hefur gagntekið.
Það er maðurinn, sem reynir að eitra og spilla hverri einustu mannssál, er hann kemst í kynni við, og kennir mönnum að heimta allt af öðrum, en ekkert af sjálfum sér.
Það er maðurinn, sem ekki þekkir neitt það, sem er fagurt eða göfugt.
Það er maðurinn, sem notar hvert einasta tækifæri til að tala um vonzku og spillingu annarra, en sjálfur er hann verri en nokkur skepna, sem lífsanda dregur.
Hann reynir af öllum lífs- og sálarkröftum að gera unga og gamla líka sér sjálfum.
Skyldleika og tryggðabönd fótum treður hann og vanvirðir á allan hátt. Hann hikar ekki við að gera hvern þann, er af honum nemur, að svikara og ódreng.
Það er maðurinn, sem brýzt inn í helgidóm musterisins.
Hann lætur sálir svíkja sín helgustu loforð, sem gefin voru á helgri stund og stað.
Sæll er sá maður, sem ekki þekkir hann.“
(Hamar, 9. tbl. 6. júní 1937).

Erfiður fjárhagur — Launakúgun — Valdníðsla
Við hjónin áttum mjög erfitt uppdráttar fjárhagslega. Ég hafði vænzt þess, að hið alls ráðandi vald í bæjarfélaginu léti ekki kné fylgja kviði á mér um laun mín fyrir starfið, þótt á milli bæri ýmislegt. En þetta reyndist mjög á annan veg.
Með bréfi dags. 7. des. 1932 tilkynnti skólanefndarformaður mér, að meiri hluti fjárhagsnefndar bæjarins gæti ekki á það fallizt, að ég fengi hækkuð laun mín í samræmi við árslaun gagnfræðaskólastjóra í landinu. Ég skyldi vissulega verða að sætta mig við að bera minna úr býtum. Ég átti að fá að halda grunnkaupi mínu, sem var kr. 3000,00 á ári og svo dýrtíðaruppbót eins og lög stóðu til. Jafnframt tilkynnti skólanefndarformaðurinn mér, að grunnkaup gagnfræðaskólastjórans á Ísafirði væru kr. 4000,00 og á Akureyri kr. 4200,00. Þannig sá þingmaður kjördæmisins um það með fylgifiskum sínum í fjárhagsnefnd, að árslaun mín urðu afráðin rúm 70% af árslaunum hinna gagnfræðaskólastjóranna.
Við þessa launakúgun urðum við hjónin að búa til ársins 1946, en þá urðu fastir starfsmenn gagnfræðaskólanna í landinu ríkisstarfsmenn. Þessi undirokun olli því m.a., að við misstum íbúðarhús okkar Brekku (nr. 4 við Faxastíg), sem við festum kaup á þetta ár (1932). Við gátum ekki staðið í skilum.
Af sömu ástæðum fékk ég enga greiðslu fyrir alla aukakennsluna mína og aðra vinnu við skólann næstu 10 árin. Ég kenndi alltaf um 30 stundir á viku hverri. Þannig var hinu pólitíska valdi beitt gagnvart mér og starfi mínu.
Og ég get nefnt þess dæmi, að góðir kennslukraftar voru hraktir frá skólanum með þessari launakúgun, því að ekki gátu bæjarvöldin afráðið þeim hærri árslaun en skólastjóranum. Þeir urðu allra hluta vegna að vera skör lægri. Þeir hurfu burt úr bænum.


„Heill hverjum sól- og sumarhug ...“
Öll friðsælu árin eftirminnilegu vann ég sleitulaust að áhugamálum mínum. Ég efldi Byggðarsafn bœjarins af fremstu getu með hjálp nemenda minna. Og ég skrifaði um þörf þess, að það eignaðist einhvers staðar samastað í bænum, að það yrði flutt af hanabjálkalofti okkar hjóna, þar sem það var geymt í kössum. En ég hætti brátt þeim skrifum, því að þau þóttu kjánaleg. Hugsa sér þá bíræfni að ætlast til þess, að bæjarsjóður leigði húsnæði fyrir eitthvert „bölvað drasl“, sem þessum „hugsjónaangurgapa“ kæmi til hugar að safna!
Ég skrifaði greinar um hina miklu þörf á því, að kaupstaðurinn hefðist handa og byggði gagnfræðaskólahús í bænum. Fleiri tóku undir það mál mitt, t.d. Helgi Sæmundsson, fyrrv. nemandi minn, nú landskunnur ritstjóri. Hann hafði brennandi áhuga á málefnum skólans.
Ég vann að því með nemendum mínum að safna fé í sjóð, sem við kölluðum Byggingarsjóð Gagnfræðaskólans. Við efndum til happdrættis og hlutaveltu í þessu skyni. Þeim sjóði var síðan breytt í Styrktarsjóð nemenda. Tveir fyrrv. nemendur skólans hafa hlotið styrk úr þeim sjóði til framhaldsnáms, svo að ég viti. Ef til vill eru þeir fleiri.
Á þessum friðsemdartímum fengum við aðstöðu til að reka matsveinanámskeið á vegum gagnfræðaskólans, árin 1937 og 1938. Þar framleiddum við matsveina á hina stærri Eyjabáta. Með þessu starfi fullnægðum við að dálitlu leyti brýnum þörfum útvegsins á lærðum matsveinum. Við nutum styrks frá Fiskifélagi Íslands til þessarar starfsemi og frá bæjarsjóði kaupstaðarins. Ég kenndi þar t.d. íslenzku ókeypis. (Sjá nánar skýrslur um matsveinanámskeið Gagnfræðaskólans á bls. 211-215). Í barnaskap mínum hélt ég, að sú fórn leiddi til þess, að ég fengi að halda bæjarstyrknum áfram til þess að reka þetta bráðnauðsynlega námskeið næstu árin. En það dæmi misreiknaði ég herfilega. Þegar sýnt var, að ég ætlaði ekki að þiggja baunadiskinn, var styrkurinn tekinn af, og þannig lagðist starf þetta niður af sjálfu sér. Þá skrifaði ég þessi orð og fékk þau birt í flokksblaðinu: „Það er leitt til þess að vita, að valdhafar bæjarfélagsins skuli við samþykkt síðustu fjárhagsáætlunar hafa skorið niður þennan lítilfjörlega styrk til matsveinanámskeiðsins, þrátt fyrir gildi þess og hina brýnu þörf og þrátt fyrir ókeypis kennslu mína við það, sem að öllu leyti var aukastarf. Ég hélt í sannleika sagt og af barnaskap, að sú þátttaka mín í rekstri þess myndi duga til þess að það fengi að tóra eitt árið enn eða þar til við hefðum fullnægt brýnustu þörfum útvegsins hér um nýta matsveina. En það brást.“ (Víðir 27. maí 1939).
Þannig launaði valdaklíkan í bænum mér fórnfúst starf í þágu atvinnulífsins. Og nú blöstu líka við ný viðhorf hjá forustuliði Flokksins, því að G.G. hafði lokið fyrsta áfanga til undirbúnings blaðamennsku sinni fyrir flokkinn og var tekinn að skrifa um „Framsóknarhvolpana“ í Flokksblaðið.
Meðan á námskeiði þessu stóð, skrifaði ritstjóri Víðis, Flokksblaðsins, vinsamlega grein um gagnfræðaskólann og námskeiðið. Það var Magnús Jónsson, skipstjóri. Hann segir m.a.: „... Að kennsla sé í góðu lagi hér (í gagnfræðaskólanum) sanna unglingar, sem leitað hafa héðan að loknu námi til æðri skóla . .. Eins og undanfarin ár veitir gagnfræðaskólinn tilsögn í iðnaði. Stúlkur læra ýmiss konar útsaum og náttfatasaum. Piltar fá tilsögn í smíði og útskurði, og auk þess læra þeir nú í sérstökum tímum undirstöðuatriði raffræðinnar. Ætlunin er, að þeir læri einnig í þeim kennslustundum að skilja gang bifvélar og algengustu raf- og mótorvéla ... Eins og áður er sagt, hefur það sýnt sig, að hann stendur ekki að baki öðrum gagnfræðaskólum í landinu um bóklega fræðslu, en veitir meiri verklega kennslu en sumir hinir skólarnir gera ... Matsveinanámskeið er nú starfrækt hér í sambandi við gagnfræðaskólann fyrir pilta, sem hug hafa á því að gerast matreiðslumenn á fiskiskipum eða öðrum skipum, sem útilegur stunda ...
Víðir gægðist á dögunum inn á námskeiðið og hafði tal af kennaranum. Vænti hann góðs árangurs af námskeiðinu og dáðist að áhuga nemendanna og framkomu allri. Þökk sé þeim, sem komu þessu í framkvæmd. Það er ekki vansalaust að sækja í önnur byggðarlög menn til matreiðslu á sjónum, þar sem nóg er af atvinnulitlum mönnum heima, sem geta orðið vel hæfir til starfans. Það hefur sannast, að hjá góðum matreiðslumönnum verður fæði skipverja þriðjungi ódýrara heldur en hjá þeim, sem lítið eða ekkert kann að matbúa, en þó betra.
Þeir, sem áhuga hafa á því að gerast matreiðslumenn á bátum hér, ættu að sækja námskeið þetta, því að eðlilega ganga þeir fyrir öðrum til matreiðslu, sem góða tilsögn hafa fengið í starfinu. Sú tilsögn fæst hér nú.“ Eins og grein þessi ber með sér, voru nú ekki maðkarnir í mysunni varðandi gagnfræðaskólann og kennslu - og skólastjórastarfið mitt. Allt var það viðurkennt að væri með ágætum. Og við ruddum brautir í verklegu fræðslustarfi eins og ritstjóri Víðis viðurkennir og gleðst yfir.
Ég birti hrafl úr grein þessari, svo að þú megir bera orð ritstjórans og hugsun gagnvart skólastarfi mínu saman við þau ósköp, sem yfir dundu 3-4 árum síðar, þegar útséð var um baunadiskinn. Magnús ritstjóri Jónsson, var hægur og íhugull náungi, ofstækislaus drengskaparmaður og velviljaður öllum góðum málefnum, sem horfðu til framfara og eflingar menningu og atvinnulífi í bænum.
Á þessum fjárkrepputímum, sem þá gengu yfir íslenzku þjóðina og allan heiminn, var mikið atvinnuleysi ríkjandi hjá æskulýðnum, ekki minnst í Vestmannaeyjum. Hann ranglaði um svo að segja allt sumarið atvinnu- og eirðarlaus, ef hann gat ekki fengið að vinna fyrir fæði sínu í sveit.
Við Þorsteinn Einarsson, samkennari minn, síðar íþróttafulltrúi, fengum leyfi bæjarvaldanna til að stofna til vinnuskóla tvö vor (1938 og 1939), eins og við kölluðum starfsemi þessa. Við bjuggum þá með 30 piltum í heimavist að Breiðabliki, leiguhúsnæði gagnfræðaskólans. Við unnum síðan með piltunum ýmisleg nytsemdarstörf vestur í Hrauni, og hann, íþróttakennarinn, æfði piltana og þjálfaði í margs konar íþróttum að loknu verki í Hrauninu næstum dag hvern. Piltarnir báru úr býtum ókeypis fæði og laun kr. 1,00 á dag. Þetta þóttu þá ágæt kjör og sanna meira en þau segja um ástandið, eins og það þá var á þeim fjárkrepputímum.
Eftir þessi tvö vor klippti valdaklíkan einnig fyrir styrkinn til vinnuskólans, og var honum komið fyrir kattarnef. Enn var það baunadiskurinn, sem olli þessari ógæfu.
Á þessu tímaskeiði friðarins hófum við útgáfu á Bliki okkar. Við, segi ég, því að nemendur mínir stóðu fast í ístaðinu með mér að útgáfu þessari, þó að ég greiddi hallann af henni frá fyrstu tíð. Vitaskuld stóð útgáfa ritsins ekki undir sjálfri sér fjárhagslega í þessu smáa umhverfi. Ritið hefur komið út síðan nema styrjaldarárin skelfilegu.
Fátækt Eyjafólks á kreppuárunum var mikil og hjá sumum átakanleg. Margir foreldrar höfðu ekki efni á að kaupa námsbækur handa unglingum sínum, svo að þeir gætu sótt gagnfræðaskólann. Þá hlupu nokkrir vinir mínir undir bagga með mér og hjálpuðu mér að stofna bókakaupasjóð. Og svo létu stjórnarvöldin í bænum það afskiptalaust, þó að ég verði nokkrum hundruðum króna árlega af rekstrarfé skólans til þessara bókakaupa. Við leigðum síðan námsbækur þessar nemendum skólans fyrir 10% af verði þeirra. Til skamms tíma hafa verið á hanabjálkalofti gagnfræðaskólabyggingarinnar nokkrir kassar fullir af þessum gömlu námsbókum, sem lagðar hafa verið þar til geymslu að lokinni notkun.
Við kennararnir unnum mikið að félagsmálum nemenda og bindindismálum. Við héldum árshátíð skólans 1. desember ár hvert, (það hefur ávallt verið gert síðan 1. des. 1927). Við höfðum þá jafnan mikinn viðbúnað og tjölduðum því, sem til var í hinu þrönga og ófullkomna leiguhúsnæði skólans. Þarna voru flutt minni, svo sem minni íslenzku þjóðarinnar, skólans, Eyjanna, piltanna í skólanum, námsmeyjanna o.s.frv. Við lékum leikþætti, sem nemendur tóku stundum saman sjálfir o.fl. o.fl.
Allt lék í lyndi fyrir okkur og nemendafjöldinn fór vaxandi ár frá ári.
Á árshátíð skólans 1. desember 1937 barst okkur heillaskeyti úr bænum eins og oftar. Eitt skeytið var erindi, sem Loftur Guðmundsson, rithöfundur, þá barnakennari i Eyjum, sendi okkur. Mér hefur alltaf þótt vænt um þetta erindi Lofts kennara. Það túlkar á ýmsa lund þann anda, sem ríkti í gagnfræðaskólanum yfirleitt öll starfsárin mín þar, og þá hugmynd, sem fjölmargir Eyjabúar gerðu sér um skólann, ríkjandi hug þar og starfsblæ, anda og áhrif.

Erindið í skeytinu var þetta:


Heill hverjum sól- og sumarhug,
sem setur markið hátt, -
sem þroskar vilja, vit og dug,
sem velur sínum vængjum flug
um vorloft draumablátt
í trúnni á guð og traust á eigin mátt.


Nýjung í atvinnulífi bæjarins
En nú var mikil breyting framundan í atvinnulífi Vestmannaeyinga. Einar vinur minn hinn ríki gerðist nú brautryðjandi mikill.
Hann stofnaði til nýstárlegs atvinnureksturs í stórum stíl í kaupstaðnum. Það gerðist árið 1940. Þá tók hann að reka Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. Fjöldi unglinga m.a. gátu fengið þarna góða atvinnu. Hreyfing komst á allt bæjarlífið. Unglingar, sem stunduðu nám í gagnfræðaskólanum, hættu margir námi á miðjum vetri til þess að vinna í þessari nýju framleiðslustofnun. Nú þurftu margir vissulega að neyta alls vinnuafls heimilanna til þess að ná sér upp efnalega eftir kreppuárin óskaplegu, þegar efnahagur og öll afkoma heimilanna dróst saman í ömurlegan dróma. Við þessu fyrirbæri var ekkert að segja, þó að við sæjum mjög mikið eftir nemendahópnum okkar úr skólanum. Veturinn 1940-1941 stunduðu 90 nemendur nám í gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum, en veturinn 1942-1943 voru nemendur ekki nema 40-50. Þeim hafði fækkað um helming á þessum tveim árum. Svo víðtæk áhrif hafði þessi hreyting í atvinnulífi bæjarbúa haft á nemendafjöldann okkar.


Nú hófst nýtt árásartímabil
Eins og ég gat um eða drap á, þá átti Flokksforustan engan skítkastara í kaupstaðnum fyrstu árin eftir að S.S.S. hafði gengið sér til húðar. Þess vegna fengum við starfsfrið. En nú varð breyting á þessu. Nýr skriffinnur Flokksins hafði náð fullum þroska!
Árið 1938 hóf Guðlaugur nokkur Gíslason, síðar alþingismaður, ritmennskuferil sinn. Þá byrjaði hann að skrifa í Flokksblaðið um „Framsóknarhvolpana“ í bænum. Jafnframt lét Flokksforustan kjósa hann í skólanefnd. Þá vissi ég, hvað klukkan sló. Ég hafði ekki þegið baunadiskinn og skyldi fá makleg málagjöld fyrir það.
Nýtt ófriðartímabil var í aðsigi.
Brátt fékk ég skammtinn minn á skólanefndarfundunum hjá manni þessum, sem óð þar uppi með skætingi og skömmum með fulltingi flokksmanna sinna þar. Ég fékk engu ráðið um bókun á fyrirbrigði þessu. Almenningur skyldi ekki fá neitt að vita um þessar nýju árásir. Andstætt hugmynd Flokksforustunnar voru árásirnar ekki mér til hins minnsta ama eða angurs. Ég hafði nánast ánægju af þeim.

IV. hluti

Til baka