„Blik 1967/Gott er með góðu fólki II. hluti“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(7 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum)
Lína 1: Lína 1:
=== Hjónin í Suðurgarði í Vestmannaeyjum, Jón Guðmundsson og Ingibjörg Jónsdóttir ===
[[Blik 1967|Efnisyfirlit Bliks 1967]]


:'''(8.)'''<br>
 
 
<center>[[Þorsteinn Lúther Jónsson|ÞORSTEINN L. JÓNSSON]]:</center>
 
 
<big><big><big><big><center>Gott er með góðu fólki</center> </big></big>
 
 
<center>Hjónin í Suðurgarði í Vestmannaeyjum,</center>
<center>Jón Guðmundsson og Ingibjörg Jónsdóttir</center></big></big>
<center>(2. hluti)</center>
 
<big><center>VIII.</center>
Guðmundur á Kirkjulandi, sem nú var orðinn töluvert við aldur og all mæddur, sá sér þann kost vænstan að kalla til sín Jón son sinn og biðja hann og ungu konuna hans að setjast í bú sitt með sér og dóttur sinni, sem þá var komin að falli.<br>
Guðmundur á Kirkjulandi, sem nú var orðinn töluvert við aldur og all mæddur, sá sér þann kost vænstan að kalla til sín Jón son sinn og biðja hann og ungu konuna hans að setjast í bú sitt með sér og dóttur sinni, sem þá var komin að falli.<br>
Létu Jón og Ingibjörg strax tilleiðast, því að aldrei þurfti að spyrja um fúsleika þeirra hjóna, né eftir að ganga, er til þeirra var leitað, til þess að leysa vandræði annarra, - hverra, sem í hlut áttu. En hér áttu nánustu ættingjar hlut að máli og líklega engra jafngóðra kosta völ sem þeirra, úr því sem komið var, en að festa ráð sitt í sveitinni. Og þau byrjuðu þá um vorið búskap sinn á Kirkjulandi.<br>
Létu Jón og Ingibjörg strax tilleiðast, því að aldrei þurfti að spyrja um fúsleika þeirra hjóna, né eftir að ganga, er til þeirra var leitað, til þess að leysa vandræði annarra, - hverra, sem í hlut áttu. En hér áttu nánustu ættingjar hlut að máli og líklega engra jafngóðra kosta völ sem þeirra, úr því sem komið var, en að festa ráð sitt í sveitinni. Og þau byrjuðu þá um vorið búskap sinn á Kirkjulandi.<br>
Þar voru fyrir í heimili auk feðginanna, Katrín, sem fyrr er getið, og einnig mæðgur tvær, fullorðin kona, Guðrún Sigurðardóttir og Sigríður Jónsdóttir um fermingu. Byrjuðu ungu hjónin með sjö manns í heimili og hefur margur byrjað með minna og fjölgaði bráðum, því að bráðlega kom að því, að Guðrún yrði léttari.<br>
Þar voru fyrir í heimili auk feðginanna, Katrín, sem fyrr er getið, og einnig mæðgur tvær, fullorðin kona, Guðrún Sigurðardóttir og Sigríður Jónsdóttir um fermingu. Byrjuðu ungu hjónin með sjö manns í heimili og hefur margur byrjað með minna og fjölgaði bráðum, því að bráðlega kom að því, að Guðrún yrði léttari.<br>
Þetta sumar ól hún dóttur, sem látin var heita [[Jónína Margrét Jónsdóttir|Jónína]] eftir föður sínum. Hún var ljós yfirlitum, vel á sig komin og hin mesta fríðleikskona, er hún komst á legg. Varð hún fyrri kona [[Guðmundur Tómasson|Guðmundar Tómassonar]] skipstjóra, en hjónaband þeirra varð stutt. Hún lézt af barnsförum 10. maí 1919 eftir rúmlega tveggja ára hjónaband, - og dó barnið litlu síðar. Jónína var mikil mannkosta kona og öllum harmdauði, sem henni kynntust.<br>
Þetta sumar ól hún dóttur, sem látin var heita [[Jónína Margrét Jónsdóttir|Jónína]] eftir föður sínum. Hún var ljós yfirlitum, vel á sig komin og hin mesta fríðleikskona, er hún komst á legg. Varð hún fyrri kona [[Guðmundur Tómasson|Guðmundar Tómassonar]] skipstjóra, en hjónaband þeirra varð stutt. Hún lézt af barnsförum 10. maí 1919 eftir rúmlega tveggja ára hjónaband, - og dó barnið litlu síðar. Jónína var mikil mannkosta kona og öllum harmdauði, sem henni kynntust.<br>
Átta vikum eftir að Jónína fæddist, ól Ingibjörg manni sínum son, sem skírður var [[Jóhann Jónsson (Suðurgarði)|Jón Jóhann]] og jafnan af vinum og kunningjum kallaður Hanni. Og hálfu öðru ári síðar fæddist þeim hjónum dóttir, sem skírð var [[Margrét Marta Jónsdóttir|Margrét Marta]].<br>
Átta vikum eftir að Jónína fæddist, ól Ingibjörg manni sínum son, sem skírður var [[Jóhann Jónsson í Suðurgarði|Jón Jóhann]] og jafnan af vinum og kunningjum kallaður Hanni. Og hálfu öðru ári síðar fæddist þeim hjónum dóttir, sem skírð var [[Margrét Marta Jónsdóttir Johnsen|Margrét Marta]].<br>
Liðu svo tímar fram, og bjuggu þau hjónin við sæmilegan kost og undu glöð við sitt, enda var innileg heimilisánægja, djúp en eðlileg, eitt af því sem fyrst og fremst einkenndi samlíf þeirra alla tíð. Þau voru hvorki fátæk né rík og kepptu aldrei eftir þessa heims auði, heldur aðeins að mega fá sinn deilda verð, svo að þau mættu vera veitandi fremur en bónbjargarfólk. Og þeim var gefið að komast þannig af, en með stakri iðni þó og nýtni á öllum sviðum. Ennfremur var þeim báðum gefin sú gleði hjartans, sem veit sig örugga í trausti til handleiðslu forsjónarinnar, en öll þvílík gleði gjörir fátæka menn ríka og auðuga menn hamingjusama. En þetta er einmitt sá lífsförunautur, sem ann því að mega blanda geði við aðra, fyrst og fremst svo, að þeim megi vinnast til góðs og farsældar.<br>
Liðu svo tímar fram, og bjuggu þau hjónin við sæmilegan kost og undu glöð við sitt, enda var innileg heimilisánægja, djúp en eðlileg, eitt af því sem fyrst og fremst einkenndi samlíf þeirra alla tíð. Þau voru hvorki fátæk né rík og kepptu aldrei eftir þessa heims auði, heldur aðeins að mega fá sinn deilda verð, svo að þau mættu vera veitandi fremur en bónbjargarfólk. Og þeim var gefið að komast þannig af, en með stakri iðni þó og nýtni á öllum sviðum. Ennfremur var þeim báðum gefin sú gleði hjartans, sem veit sig örugga í trausti til handleiðslu forsjónarinnar, en öll þvílík gleði gjörir fátæka menn ríka og auðuga menn hamingjusama. En þetta er einmitt sá lífsförunautur, sem ann því að mega blanda geði við aðra, fyrst og fremst svo, að þeim megi vinnast til góðs og farsældar.<br>
A Kirkjulandi bjuggu þau um fimm ára skeið.
Á Kirkjulandi bjuggu þau um fimm ára skeið.


:'''9.'''<br>
<center>IX.</center>
Ósjaldan fá menn að þreifa á merkilegum staðreyndum, sem hvergi gerast annars staðar en í lífi fátækra þjóða, sem mestan sinn aldur eiga í vök að verjast um afkomu sína til hnífs og skeiðar. Og þótt mönnum finnist e.t.v. flestum það vera rislágt athafnalíf, sem einkum seilist eftir munnbitanum til þess að seðja hungur sitt með og metur til munnbita einungis hvaðeina, sem lífsbaráttan reynir að gylla fyrirr mönnum, og muni þá líka hugsjónir og andlegur þroski vissulega fara þar eftir í lákúru og afdalaskap, reka menn sig engu að síður miskunnarlaust á þann lygilega sannleika, að þar gefur að líta fólk, sem þrátt fyrir nauman kost til fæðis og klæðis, kemur fram við gesti sína og gangandi af svo siðfágaðri rausn og velvild, sem ætti helzt að þekkjast í kóngshöll og alls ekki í koti karls eða kerlingar. En þetta kennir nú okkur okkar eigin saga og betur en nokkru sinni fyrr vegna hinna breyttu tíma. En sagan kennir okkur, að fyrir ofgnægð hafa menn gleymt því, að í hverjum munnbita er falinn fjársjóður vinnandi handa og framtaks. En hvað hugsjónir og andlegan menningarþroska snertir, náðu okkar andlegu afrek mestu gengi, einmitt meðan verðgildi munnbitans stóð hvað hæst í mati og nær eingöngu vegna skortsins, er beið við hvers manns dyr og vegna meðfæddrar óbeitar á að komast á vonarvöl.<br>
Ósjaldan fá menn að þreifa á merkilegum staðreyndum, sem hvergi gerast annars staðar en í lífi fátækra þjóða, sem mestan sinn aldur eiga í vök að verjast um afkomu sína til hnífs og skeiðar. Og þótt mönnum finnist e.t.v. flestum það vera rislágt athafnalíf, sem einkum seilist eftir munnbitanum til þess að seðja hungur sitt með og metur til munnbita einungis hvaðeina, sem lífsbaráttan reynir að gylla fyrirr mönnum, og muni þá líka hugsjónir og andlegur þroski vissulega fara þar eftir í lákúru og afdalaskap, reka menn sig engu að síður miskunnarlaust á þann lygilega sannleika, að þar gefur að líta fólk, sem þrátt fyrir nauman kost til fæðis og klæðis, kemur fram við gesti sína og gangandi af svo siðfágaðri rausn og velvild, sem ætti helzt að þekkjast í kóngshöll og alls ekki í koti karls eða kerlingar. En þetta kennir nú okkur okkar eigin saga og betur en nokkru sinni fyrr vegna hinna breyttu tíma. En sagan kennir okkur, að fyrir ofgnægð hafa menn gleymt því, að í hverjum munnbita er falinn fjársjóður vinnandi handa og framtaks. En hvað hugsjónir og andlegan menningarþroska snertir, náðu okkar andlegu afrek mestu gengi, einmitt meðan verðgildi munnbitans stóð hvað hæst í mati og nær eingöngu vegna skortsins, er beið við hvers manns dyr og vegna meðfæddrar óbeitar á að komast á vonarvöl.<br>
Enginn óskar eftir þessum tímum aftur. Og enginn skilur af hverju þetta skuli hafa verið svona. Hvað er það, sem rekur menn til þess í sulti og neyð að fara að skrifa á blað einhver fræði, sem aldrei verða lögð sér til munns? Það veit enginn, en svona er nú þetta samt.<br>
Enginn óskar eftir þessum tímum aftur. Og enginn skilur af hverju þetta skuli hafa verið svona. Hvað er það, sem rekur menn til þess í sulti og neyð að fara að skrifa á blað einhver fræði, sem aldrei verða lögð sér til munns? Það veit enginn, en svona er nú þetta samt.<br>
Menn eiga líka erfitt með að skilja hina miklu seiglu, ósérplægni og úthald fólksins í baráttu við veður og vinda, myrkur og kulda, sem ber langt af því, sem við þekkjum í velsældinni, þrátt fyrir kappleikahallirnar og íþróttatækin og þrátt fyrir öll landsmótin innan lands sem utan. Það er sem ég sjái nútímamennina keppa við barningsmenn fyrri tíma og bera sigur af hólmi, hvort sem við rok eða reiðan sjó er að etja, eða tefla þarf upp á líf og dauða við skort á munnbitunum. En var það ekki þessi harða og látlausa barátta, sem gerði forfeður okkar að mönnum, en sem því miður skaut vafasömum grillum í kollin á þeim um, að hið eftirsóknarverðasta væri það að geta gefið börnum sínum og afkomendum, helzt um ófyrirsjáanlegan tíma, frían farmiða gegnum lífið - og heitt og kalt eftir þörfum, - já, heit og köld þægindi eftir kenjum okkar og rellum.
Menn eiga líka erfitt með að skilja hina miklu seiglu, ósérplægni og úthald fólksins í baráttu við veður og vinda, myrkur og kulda, sem ber langt af því, sem við þekkjum í velsældinni, þrátt fyrir kappleikahallirnar og íþróttatækin og þrátt fyrir öll landsmótin innan lands sem utan. Það er sem ég sjái nútímamennina keppa við barningsmenn fyrri tíma og bera sigur af hólmi, hvort sem við rok eða reiðan sjó er að etja, eða tefla þarf upp á líf og dauða við skort á munnbitunum. En var það ekki þessi harða og látlausa barátta, sem gerði forfeður okkar að mönnum, en sem því miður skaut vafasömum grillum í kollin á þeim um, að hið eftirsóknarverðasta væri það að geta gefið börnum sínum og afkomendum, helzt um ófyrirsjáanlegan tíma, frían farmiða gegnum lífið - og heitt og kalt eftir þörfum, - já, heit og köld þægindi eftir kenjum okkar og rellum.


:'''10.'''<br>
<center>X.</center>
En menn harðna við hverja raun, séu þeir heilbrigðir til orðs og æðis. Og víða í Landeyjum var nú sköpum skipt. Guðrún Bergsdóttir, húsfreyja í Hallgeirsey, stóð nú uppi ekkja. -
En menn harðna við hverja raun, séu þeir heilbrigðir til orðs og æðis. Og víða í Landeyjum var nú sköpum skipt. Guðrún Bergsdóttir, húsfreyja í Hallgeirsey, stóð nú uppi ekkja. <br>
Eins og margir átti hún um sárt að binda. En hún var ekki þannig skapi farin, að hún léti bugast og legði árar í bát. Það hefði heldur ekki verið Jóni, manni hennar, að skapi. Hún hélt því búskapnum áfram, a. m. k. meðan börn hennar voru enn í foreldrahúsum. Og þannig bjó hún í fimm ár og með dugnaði og harðfylgi komst hún sæmilega af.<br>
Eins og margir átti hún um sárt að binda. En hún var ekki þannig skapi farin, að hún léti bugast og legði árar í bát. Það hefði heldur ekki verið Jóni, manni hennar, að skapi. Hún hélt því búskapnum áfram, a.m.k. meðan börn hennar voru enn í foreldrahúsum. Og þannig bjó hún í fimm ár og með dugnaði og harðfylgi komst hún sæmilega af.<br>
En þegar aldur fór að færast yfir hana, tók hún smám saman að þreytast á því að sjá með annarra augum og fann jafnframt, að hún var hætt að geta fylgzt eins vel og áður með öllu utan húss sem innan, og ákvað því að bjóða Jóni tengdasyni sínum jörðina.<br>
En þegar aldur fór að færast yfir hana, tók hún smám saman að þreytast á því að sjá með annarra augum og fann jafnframt, að hún var hætt að geta fylgzt eins vel og áður með öllu utan húss sem innan, og ákvað því að bjóða Jóni tengdasyni sínum jörðina.<br>
Jon og Ingibjörg tóku því boði hennar, enda var Hallgeirsey betri jörð og talin öndvegis bújörð. Auk þess gaf sjórinn Hallgeirseyjarjörðunum meira gildi vegna útræðis, þótt hann hins vegar krefðist oft fórna.
Jón og Ingibjörg tóku því boði hennar, enda var Hallgeirsey betri jörð og talin öndvegis bújörð. Auk þess gaf sjórinn Hallgeirseyjarjörðunum meira gildi vegna útræðis, þótt hann hins vegar krefðist oft fórna.


:'''11.'''<br>
<center>XI.</center>
Í fardögum 1898 fluttu þau Jón og Ingibjörg að Hallgeirsey í austurbæinn. Kom með þeim þangað það fólk, sem áður er upp talið og börnin þrjú, sem fæðzt höfðu þessi fimm ár. Þá voru dætur Guðrúnar Bergsdóttur farnar að heiman, og var hún þá orðin eftir ein í bænum ásamt Jóni syni sínum, sem var vangefinn og var kallaður „aumingi” af almenningi. Var henni enginn stuðningur að honum, nema síður væri, og mátti einungis hafa hann til ákveðinna snúninga og þurfti þó að beita til þess lagi. En það litla, sem honum var haldið til einhverra starfa, var gert í uppeldisskyni gagnvart honum, sem var eins og lítið barn í hugsun og hátterni. Ennfremur voru á heimili Guðrúnar, þegar Jón flutti um vorið, tveir aldraðir menn rúmliggjandi. Þeir létust báðir nokkru síðar og hjúkruðu feðgarnir þeim sameiginlega, Guðmundur og Jón. En annan þessara manna þurfti að einangra vegna innanmeins. Var hafður í honum kerri og gekk bar löngum gröftur út, sem nauðsynlegt var að fara varlega með.<br>
Í fardögum 1898 fluttu þau Jón og Ingibjörg að Hallgeirsey í austurbæinn. Kom með þeim þangað það fólk, sem áður er upp talið og börnin þrjú, sem fæðzt höfðu þessi fimm ár. Þá voru dætur Guðrúnar Bergsdóttur farnar að heiman, og var hún þá orðin eftir ein í bænum ásamt Jóni syni sínum, sem var vangefinn og var kallaður „aumingi” af almenningi. Var henni enginn stuðningur að honum, nema síður væri, og mátti einungis hafa hann til ákveðinna snúninga og þurfti þó að beita til þess lagi. En það litla, sem honum var haldið til einhverra starfa, var gert í uppeldisskyni gagnvart honum, sem var eins og lítið barn í hugsun og hátterni. Ennfremur voru á heimili Guðrúnar, þegar Jón flutti um vorið, tveir aldraðir menn rúmliggjandi. Þeir létust báðir nokkru síðar og hjúkruðu feðgarnir þeim sameiginlega, Guðmundur og Jón. En annan þessarra manna þurfti að einangra vegna innanmeins. Var hafður í honum kerri og gekk þar löngum gröftur út, sem nauðsynlegt var að fara varlega með.<br>
Á fyrsta ári þeirra hjónanna í Hallgeirsey ól Ingibjörg manni sínum barn í þriðja sinn, og var það sonur, sem látinn var heita [[Sigurgeir Jónsson (Suðurgarði)|Sigurgeir]]. En á öðru ári þeirra lézt Guðmundur, faðir Jóns, úr lungnabólgu. Hafði þá lengi gengið hitaveikisfaraldur í sveitinni og margur fengið lungnabólgu upp úr því og dáið. En þá varð lungnabólgan mörgu hraustmenninu að bana, sem oftast voru menn á bezta aldri. Áttu þeir erfitt með að hlífa sér, þótt þeir hefðu ofurlítinn hitavott og aðra óveru, en störfin voru mörg og aðkallandi, og því fór oft sem fór. Þetta veikindatímabil hafði Guðmundur oft verið kallaður til sjúkra. Stóð hann þá í ströngu og var langdvölum að heiman. Sá hann um að útbúa bakstra og annaðist hjúkrun hinna sjúku, sem oft voru svo langt leiddir, að nauðsyn var að vaka yfir þeim hverja stund, unz yfir lyki.<br>
Á fyrsta ári þeirra hjónanna í Hallgeirsey ól Ingibjörg manni sínum barn í þriðja sinn, og var það sonur, sem látinn var heita [[Sigurgeir Jónsson í Suðurgarði|Sigurgeir]]. En á öðru ári þeirra lézt Guðmundur, faðir Jóns, úr lungnabólgu. Hafði þá lengi gengið hitaveikisfaraldur í sveitinni og margur fengið lungnabólgu upp úr því og dáið. En þá varð lungnabólgan mörgu hraustmenninu að bana, sem oftast voru menn á bezta aldri. Áttu þeir erfitt með að hlífa sér, þótt þeir hefðu ofurlítinn hitavott og aðra óveru, en störfin voru mörg og aðkallandi, og því fór oft sem fór. Þetta veikindatímabil hafði Guðmundur oft verið kallaður til sjúkra. Stóð hann þá í ströngu og var langdvölum að heiman. Sá hann um að útbúa bakstra og annaðist hjúkrun hinna sjúku, sem oft voru svo langt leiddir, að nauðsyn var að vaka yfir þeim hverja stund, unz yfir lyki.<br>
Eftir að hafa stundað mjög sjúkan mann, sem lézt þrátt fyrir, að allt var gjört, sem í mannlegu valdi stóð, var hann beðinn um að koma til bóndans á Lágafelli. Er þangað kom, var hann þreyttur á sál og líkama. Þar var ekki um neina hvíld að ræða, en þar fór þó allt betur en áhorfðist um tíma, og batnaði bóndanum. Fór þá Guðmundur heim hið bráðasta og kom þar um miðjan dag. Var þá verið að byggja fjárhús, sem enn sjást tóftirnar að. Nú vildu allir, að Guðmundur hvíldi sig, en við það var ekki komandi, enda var hann eins og allir aðrir sinnar samtíðar, hann þoldi ekki að sitja auðum höndum. En að vera inni og dútla þar eitthvað í höndunum, þegar verkin úti kölluðu að, það var hið fráleitasta, sem hugsazt gat. Og þrátt fyrir kalsaveður og þreytu og e. t. v. einhvern lasleika, gekk hann að byggingarvinnunni ásamt hinum. En um nóttina veiktist hann af heiftarlegri lungnabólgu. Og nú mátti þessi göfugi maður falla í valinn, sem áreiðanlega hefur af Skaparanum sjálfum fengið í vöggugjöf læknishendur og læknisvit, maðurinn, sem svo mörgum hafði bjargað undan sigð dauðans - læknir af Guðs náð - eins og svo margir ólærðir læknar hafa verið bæði fyrir og eftir hans dag.
Eftir að hafa stundað mjög sjúkan mann, sem lézt þrátt fyrir, að allt var gjört, sem í mannlegu valdi stóð, var hann beðinn um að koma til bóndans á Lágafelli. Er þangað kom, var hann þreyttur á sál og líkama. Þar var ekki um neina hvíld að ræða, en þar fór þó allt betur en áhorfðist um tíma, og batnaði bóndanum. Fór þá Guðmundur heim hið bráðasta og kom þar um miðjan dag. Var þá verið að byggja fjárhús, sem enn sjást tóftirnar að. Nú vildu allir, að Guðmundur hvíldi sig, en við það var ekki komandi, enda var hann eins og allir aðrir sinnar samtíðar, hann þoldi ekki að sitja auðum höndum. En að vera inni og dútla þar eitthvað í höndunum, þegar verkin úti kölluðu að, það var hið fráleitasta, sem hugsazt gat. Og þrátt fyrir kalsaveður og þreytu og e.t.v. einhvern lasleika, gekk hann að byggingarvinnunni ásamt hinum. En um nóttina veiktist hann af heiftarlegri lungnabólgu. Og nú mátti þessi göfugi maður falla í valinn, sem áreiðanlega hefur af Skaparanum sjálfum fengið í vöggugjöf læknishendur og læknisvit, maðurinn, sem svo mörgum hafði bjargað undan sigð dauðans - læknir af Guðs náð - eins og svo margir ólærðir læknar hafa verið bæði fyrir og eftir hans dag.


[[Mynd:Blik 1967 272.jpg|thumb|300px|''Hallgeirsey, vesturbær. Fyrsta timburhúsið í Landeyjum, sem Guðlaugur Nikulásson lét byggja skömmu fyrir aldamót. Á myndinni sést heimilisfólkið, sem þá á heima á býlunum þrem auk hjónanna í Hallgeirseyjarhjáleigu.<br>]]
<center>XII.</center>
:'''12.'''<br>
Í Hallgeirsey urðu búskaparár Jóns og Ingibjargar fimm. Þá um vorið 1903, fékk hann byggingu fyrir [[Svaðkot]]i fyrir ofan Hraun í Vestmannaeyjum. Þannig höfðu atburðirnir 1893 tafið ákvörðun þeirra hjóna um ævilanga búsetu um tíu ár. Og er þetta ekki sagt vegna þess, að vitneskja sé fyrir því, að þau hafi á nokkurn hátt sett það fyrir sig. Þau voru nefnilega ekki þannig gerð, að þau fjösuðu um þá hluti, sem skyldan og nauðsynin bauð þeim. En samt er það alveg gefið, að til Eyja hefur hugur þeirra leitað frá upphafi búskapar þeirra, úr því að þau yfirgefa svo góða jörð sem Hallgeirsey, en engar knýjandi ástæður ráku þau til þess.<br>
Í Hallgeirsey urðu búskaparár Jóns og Ingibjargar fimm. Þá um vorið 1903, fékk hann byggingu fyrir [[Svaðkot]]i fyrir ofan Hraun í Vestmannaeyjum. Þannig höfðu atburðirnir 1893 tafið ákvörðun þeirra hjóna um ævi-langa búsetu um tíu ár. Og er þetta ekki sagt vegna þess, að vitneskja sé fyrir því, að þau hafi á nokkurn hátt sett það fyrir sig. Þau voru nefnilega ekki þannig gerð, að þau fjösuðu um þá hluti, sem skyldan og nauðsynin bauð þeim. En samt er það alveg gefið, að til Eyja hefur hugur þeirra leitað frá upphafi búskapar þeirra, úr því að þau yfirgefa svo góða jörð sem Hallgeirsey, en engar knýjandi ástæður ráku þau til þess.<br>
Guðrún Sigurðardóttir, sem áður er nefnd, mátti ekki hugsa til þess að skilja við þau hjónin. En nú var hún orðin svo farin að heilsu, að ekkert viðlit var, að hún gæti flutzt með þeim til Eyja. Þetta bakaði þeim erfiðleika og áhyggjur. En þessi gamla og trygglynda kona fékk þá kærkomna lausn frá þrautum sínum. Var það eitt síðasta verkið, sem Jón og Ingibjörg unnu, áður en þau fluttu búferlum, að búa um gömlu konuna í kistuna og standa yfir moldum hennar. [[Sigríður Jónsdóttir í Laufási|Sigríður]] dóttir þessarar Guðrúnar var Jónsdóttir og hafði flutzt út til Eyja árinu áður og ráðizt til [[Þorsteinn Jónsson (Laufási)|Þorsteins]] í [[Laufás]]i og [[Elínborg Gísladóttir|Elínborgar]]. Var hún hjá þeim hjú upp frá því til dauðadags og dó á heimili þeirra eftir fimmtíu ára trúa þjónustu.<br>
Guðrún Sigurðardóttir, sem áður er nefnd, mátti ekki hugsa til þess að skilja við þau hjónin. En nú var hún orðin svo farin að heilsu, að ekkert viðlit var, að hún gæti flutzt með þeim til Eyja. Þetta bakaði þeim erfiðleika og áhyggjur. En þessi gamla og trygglynda kona fékk þá kærkomna lausn frá þrautum sínum. Var það eitt síðasta verkið, sem Jón og Ingibjörg unnu, áður en þau fluttu búferlum, að búa um gömlu konuna í kistuna og standa yfir moldum hennar. [[Sigríður Jónsdóttir (Laufási)|Sigríður]] dóttir þessarar Guðrúnar var Jónsdóttir og hafði flutzt út til Eyja árinu áður og ráðizt til [[Þorsteinn Jónsson (Laufási)|Þorsteins]] í [[Laufás]]i og [[Elínborg Gísladóttir|Elínborgar]]. Var hún hjá þeim hjú upp frá því til dauðadags og dó á heimili þeirra eftir fimmtíu ára trúa þjónustu.<br>
Katrín kona Bjarna hins listhaga smiðs, sem flutti vestur um haf, varð eftir í Hallgeirsey hjá þeim merkishjónum, Jóni Guðnasyni og Elínu konu hans. Að skilnaði gaf Katrín Margréti, dóttur Jóns og Ingibjargar, hina útskornu rúmfjöl og er hún geymd í Byggðarsafni Vestmannaeyja, en klukkan, þótt gömul sé, er enn stofuprýði hjá Guðjóni hreppstjóra í Hallgeirsey, syni Jóns og Elínar, en Katrín andaðist þar.<br>
Katrín kona Bjarna hins listhaga smiðs, sem flutti vestur um haf, varð eftir í Hallgeirsey hjá þeim merkishjónum, Jóni Guðnasyni og Elínu konu hans. Að skilnaði gaf Katrín Margréti, dóttur Jóns og Ingibjargar, hina útskornu rúmfjöl - og er hún geymd í Byggðarsafni Vestmannaeyja, en klukkan, þótt gömul sé, er enn stofuprýði hjá Guðjóni hreppstjóra í Hallgeirsey, syni Jóns og Elínar, en Katrín andaðist þar.<br>
[[Guðrún Guðmundsdóttir í Landlyst)|Guðrún]] systir Jóns hafði gifzt um þessar mundir [[Hróbjartur Guðlaugsson|Hróbjarti Guðlaugssyni]] Nikulássonar úr vesturbænum í Hallgeirsey. Hófu þau búskap í Kúfhól í Landeyjum og bjuggu þar 15-20 ár. Fluttu þau síðan út til Vestmannaeyja og keyptu [[Landlyst]] þar sem þau bjuggu til dauðadags. Þar býr nú sonur þeirra, [[Guðmundur Hróbjartsson|Guðmundur]] skósmiður, en [[Margrét Hróbjartsdóttir|Margrét]] dóttir þeirra bjó í [[Gvendarhús]]i.
[[Guðrún Guðmundsdóttir (húsmóðir í Landlyst)|Guðrún]] systir Jóns hafði gifzt um þessar mundir [[Hróbjartur Guðlaugsson|Hróbjarti Guðlaugssyni]] Nikulássonar úr vesturbænum í Hallgeirsey. Hófu þau búskap í Kúfhól í Landeyjum og bjuggu þar 15-20 ár. Fluttu þau síðan út til Vestmannaeyja og keyptu [[Landlyst]] þar sem þau bjuggu til dauðadags. Þar býr nú sonur þeirra, [[Guðmundur Hróbjartsson|Guðmundur]] skósmiður, en [[Margrét Hróbjartsdóttir|Margrét]] dóttir þeirra bjó í [[Gvendarhús]]i.


:'''13.'''<br>
<center>XIII.</center>
Eftir að Jón og Ingibjörg settust að í Svaðkoti, hefst nýr þáttur í lífi þeirra. Ekki renndu þau blint í sjóinn um það, hvað þau væru að ganga út í, er þau fluttu búferlum til Vestmannaeyja. Í þá daga voru samgöngur miklar og tíðar milli lands og Eyja nálega allan ársins hring. Skapaði þetta náin tengsl milli lands og Eyja. Fjöldi „landmanna“ fór á hverju ári þangað út til fiskróðra, og settust margir þar að. Vestmannaeyjar voru mjög nærtækur og þægilegur verzlunarstaður, þegar „leiði“ brást ekki. Ennfremur batzt fólkið ævilöngum vináttuböndum vegna markskonar viðskipta og náinnar frændsemi. En það liggur í augum uppi, að það voru ekki lítil hlunnindi að geta sett skip sitt fram á hvaða tíma árs, sem var, og horfið til vina til að sækja björg í bú í stað þess að fara í langt ferðalag með trússhesta yfir óvæð vatnsföll og vonda vegi. En stundum tók nú samt fyrir leiði. Þá gat orðið óþægilegur dráttur á heimkomunni, jafnvel svo vikum skipti. Þótti þá mörgum betra heima setið.<br>
Eftir að Jón og Ingibjörg settust að í Svaðkoti, hefst nýr þáttur í lífi þeirra. Ekki renndu þau blint í sjóinn um það, hvað þau væru að ganga út í, er þau fluttu búferlum til Vestmannaeyja. Í þá daga voru samgöngur miklar og tíðar milli lands og Eyja nálega allan ársins hring. Skapaði þetta náin tengsl milli lands og Eyja. Fjöldi „landmanna“ fór á hverju ári þangað út til fiskróðra, og settust margir þar að. Vestmannaeyjar voru mjög nærtækur og þægilegur verzlunarstaður, þegar „leiði“ brást ekki. Ennfremur batzt fólkið ævilöngum vináttuböndum vegna markskonar viðskipta og náinnar frændsemi. En það liggur í augum uppi, að það voru ekki lítil hlunnindi að geta sett skip sitt fram á hvaða tíma árs, sem var, og horfið til vina til að sækja björg í bú í stað þess að fara í langt ferðalag með trússhesta yfir óvæð vatnsföll og vonda vegi. En stundum tók nú samt fyrir leiði. Þá gat orðið óþægilegur dráttur á heimkomunni, jafnvel svo vikum skipti. Þótti þá mörgum betra heima setið.<br>
Frá því að þau voru börn, Ingibjörg og Jón, þekktu þau lífsskilyrði Eyjaskeggja, enda sáu þau aldrei eftir að hafa ráðizt í að flytja þangað búferlum. En nokkuð voru hin daglegu störf ólík þeim, sem þau höfðu átt að venjast. Fyrstu árin réðist Jón ávallt til sjóróðra á hverri vetrarvertíð. Hann réri t. d. lengi hjá [[Kristján Ingimundarson|Kristjáni Ingimundarsyni]] í Klöpp á opnu skipi, sem Farsæll hét. Oftast nær hélt Jón til niðri í Sandi, en var heima alla landleguna. Á vorin réri hann hjá [[Björn Finnbogason|Birni]] á [[Kirkjuland|Kirkjulandi]], sem þá var ungur formaður.<br>
Frá því að þau voru börn, Ingibjörg og Jón, þekktu þau lífsskilyrði Eyjaskeggja, enda sáu þau aldrei eftir að hafa ráðizt í að flytja þangað búferlum. En nokkuð voru hin daglegu störf ólík þeim, sem þau höfðu átt að venjast. Fyrstu árin réðist Jón ávallt til sjóróðra á hverri vetrarvertíð. Hann réri t.d. lengi hjá [[Kristján Ingimundarson|Kristjáni Ingimundarsyni]] í Klöpp á opnu skipi, sem Farsæll hét. Oftast nær hélt Jón til niðri í Sandi, en var heima alla landleguna. Á vorin réri hann hjá [[Björn Finnbogason|Birni]] á [[Kirkjuland|Kirkjulandi]], sem þá var ungur formaður.<br>
Meðan Jón stundaði sjóinn, gætti Ingibjörg bús og barna. En mörgu var að sinna. Þau áttu nokkrar kindur og eina og tvær kýr. Fyrsta verk Ingibjargar á morgnana var auðvitað að gegna skepnunum og mjólka kýrnar. Þá komu ýmis störf innanbæjar, og um hádegið var farið að hugsa fyrir miðdegisverði, sem hún færði manni sínum niður í Sand um það bil, sem bátarnir byrjuðu að koma að.<br>
Meðan Jón stundaði sjóinn, gætti Ingibjörg bús og barna. En mörgu var að sinna. Þau áttu nokkrar kindur og eina og tvær kýr. Fyrsta verk Ingibjargar á morgnana var auðvitað að gegna skepnunum og mjólka kýrnar. Þá komu ýmis störf innanbæjar, og um hádegið var farið að hugsa fyrir miðdegisverði, sem hún færði manni sínum niður í Sand um það bil, sem bátarnir byrjuðu að koma að.<br>
Þegar fiskinum hafði verið skipað upp og afla skipt, tók Ingibjörg að sér hlut Jóns bónda síns og dró hann upp í kró, þar sem hún gerði að honum og saltaði hann. Að svo búnu var búizt til heimferðar, og biðu hennar nú kvöldstörfin, mjaltir og gegningar og svo undirbúningur fyrir næsta dag.<br>  
Þegar fiskinum hafði verið skipað upp og afla skipt, tók Ingibjörg að sér hlut Jóns bónda síns og dró hann upp í kró, þar sem hún gerði að honum og saltaði hann. Að svo búnu var búizt til heimferðar, og biðu hennar nú kvöldstörfin, mjaltir og gegningar og svo undirbúningur fyrir næsta dag.<br>  
Sannarlega lá enginn á liði sínu í Svaðkoti þá. Og eftir því sem börnin komust upp, hófust þau líka handa. Jón hætti sjómennsku strax og vélbátaöldin hófst. Aldrei fékkst hann mikið við útgerð, en átti þó 1/12 í vélbátnum [[v/b Haffrúin|Haffrúnni]] og síðar eignaðist hann 1/5 hluta í vélbátnum [[v/b Friður|Frið]]. Meðeigendur hans voru [[Erlendur Árnason|Erlendur]] á [[Gilsbakki|Gilsbakka]], Einar í Þorlaugargerði, [[Soffía Lisebet Andersdóttir|Soffía]] á [[Hóll|Hóli]] og bræðurnir [[Hjörtur Einarsson|Hjörtur]] og [[Sveinbjörn Einarsson|Sveinbjörn]] á [[Geitháls]]i. Hjörtur var formaður.<br>
Sannarlega lá enginn á liði sínu í Svaðkoti þá. Og eftir því sem börnin komust upp, hófust þau líka handa. Jón hætti sjómennsku strax og vélbátaöldin hófst. Aldrei fékkst hann mikið við útgerð, en átti þó 1/12 í vélbátnum [[v/b Haffrúin|Haffrúnni]] og síðar eignaðist hann 1/5 hluta í vélbátnum [[v/b Friður|Frið]]. Meðeigendur hans voru [[Erlendur Árnason|Erlendur]] á [[Gilsbakki|Gilsbakka]], Einar í Þorlaugargerði, [[Soffía Lisebet Andersdóttir|Soffía]] á [[Hóll|Hóli]] og bræðurnir [[Hjörtur Einarsson|Hjörtur]] og [[Sveinbjörn Einarsson|Sveinbjörn]] á [[Geitháls]]i. Hjörtur var formaður.<br>
En Jón og Ingibjörg auðguðust aldrei á útgerð, enda stóð hún stutt. Þá byrjaði hann á fiskverkun. Tók hann að sér að verka fáeina bátshluti fyrir ýmsa aðila, sem þurftu á þeirri þjónustu að halda.<br>
En Jón og Ingibjörg auðguðust aldrei á útgerð, enda stóð hún stutt. Þá byrjaði hann á fiskverkun. Tók hann að sér að verka fáeina bátshluti fyrir ýmsa aðila, sem þurftu á þeirri þjónustu að halda.<br>
Jón og Ingibjörg voru hinar mestu öðlingsmanneskjur og var hjónaband þeirra og dagfar eftir því. Og það er eiginlega mjög merkilegt til umhugsunar, hve samstillt þau voru og samhent í öllum verkum, og ekki síst, er þau gerðu góðverk, en það gerðu þau mörgum bæði af rausnarskap og ómengaðri alúð. Bæði voru þau sjálfstæðir persónuleikar og litu oft talsvert ólíkum augum á ýmis málefni, sem flestum þykir máli skipta, eins og t. d. trúmálin. Skoðanamunur í þeim efnum einkum meða1 þeirra, sem eiga persónulega trú, sem byggzt hefur upp af eigin reynslu, valda oft sundurþykkju. Hjónin voru trúuð og kirkjurækin, en þau deildu aldrei, heyrðust aldrei kíta og aldrei féll kuldalegt orð af vörum þeirra. Hins vegar báru þau ódulið traust hvort til annars, og því trausti fylgdi virðing fyrir skoðunum hins, vegna þess voru þau frjálsleg og óþvinguð í viðmóti hversdagslega. Það varpaði óhjákvæmilega vinsamlegum innileikablæ á heimilislífið. Aldrei heyrðist þar hallað á nokkurn mann og hvergi heyrðist innilegar spurt eftir líðan annarra, bæri gest að garði, og einkanlega ef hann var langt að kominn. Það ríkti svo mikil góðvild í öllum þeirra afskiptum af skyldum og vandalausum, sem á einhvern hátt komust í snertingu við þau, að naumast var hægt að láta sér annað til hugar koma en þeim fyndist þau bæru ábyrgð á velferð alls þess fólks þaðan í frá. Þó var þetta án allrar afskiptasemi eða hnýsni, en stafaði áreiðanlega fyrst og fremst af fyrirbænarhug.<br>
Jón og Ingibjörg voru hinar mestu öðlingsmanneskjur og var hjónaband þeirra og dagfar eftir því. Og það er eiginlega mjög merkilegt til umhugsunar, hve samstillt þau voru og samhent í öllum verkum, og ekki sízt, er þau gerðu góðverk, en það gerðu þau mörgum bæði af rausnarskap og ómengaðri alúð. Bæði voru þau sjálfstæðir persónuleikar og litu oft talsvert ólíkum augum á ýmis málefni, sem flestum þykir máli skipta, eins og t.d. trúmálin. Skoðanamunur í þeim efnum einkum meða1 þeirra, sem eiga persónulega trú, sem byggzt hefur upp af eigin reynslu, valda oft sundurþykkju. Hjónin voru trúuð og kirkjurækin, en þau deildu aldrei, heyrðust aldrei kíta og aldrei féll kuldalegt orð af vörum þeirra. Hins vegar báru þau ódulið traust hvort til annars, og því trausti fylgdi virðing fyrir skoðunum hins, vegna þess voru þau frjálsleg og óþvinguð í viðmóti hversdagslega. Það varpaði óhjákvæmilega vinsamlegum innileikablæ á heimilislífið. Aldrei heyrðist þar hallað á nokkurn mann og hvergi heyrðist innilegar spurt eftir líðan annarra, bæri gest að garði, og einkanlega ef hann var langt að kominn. Það ríkti svo mikil góðvild í öllum þeirra afskiptum af skyldum og vandalausum, sem á einhvern hátt komust í snertingu við þau, að naumast var hægt að láta sér annað til hugar koma en þeim fyndist þau bæru ábyrgð á velferð alls þess fólks þaðan í frá. Þó var þetta án allrar afskiptasemi eða hnýsni, en stafaði áreiðanlega fyrst og fremst af fyrirbænarhug.<br>
Í Svaðkoti fæddist yngsta barn þeirra, [[Guðrún Jónsdóttir (húsfreyja í Þorlaugargerði|Guðrún]], og voru þá börnin orðin fjögur. En til fósturs tóku þau önnur fjögur börn til viðbótar og ólu upp eins og sín eigin börn. Aldrei heyrðist gerður neinn greinarmunur á þeim og þeirra eigin börnum. Þessi börn eru [[Árný Sigurðardóttir]], [[Guðlaug Bergþórsdóttir]], [[Svavar Þórarinsson]] og [[Hlöðver Johnsen|Jón Hlöðver Á. Johnsen]].<br>
Í Svaðkoti fæddist yngsta barn þeirra, [[Guðrún Jónsdóttir í Þorlaugargerði|Guðrún]], og voru þá börnin orðin fjögur. En til fósturs tóku þau önnur fjögur börn til viðbótar og ólu upp eins og sín eigin börn. Aldrei heyrðist gerður neinn greinarmunur á þeim og þeirra eigin börnum. Þessi börn eru [[Árný Sigurðardóttir]], [[Guðlaug Bergþórsdóttir]], [[Svavar Þórarinsson]] og [[Hlöðver Johnsen|Jón Hlöðver Á. Johnsen]].<br>
Þegar börnin komust á legg, reyndust þau hin mestu mannsefni. Það var glæsilegur og glaður hópur, sem heiðraði foreldra sína og fósturforeldra, eins og verðugt var með því að auka hróður heimilisins í þeim anda, sem þau kusu helzt. Þessi systkinahópur hændi að sér unga fólkið í grenndinni. Og fólkið kom saman á síðkvöldum eftir annríki dagsins. Þá settist Sigurgeir við orgelið sitt og söngurinn dunaði svo ferskur og hreinn, að hann ómar enn í sálum þeirra, sem vissu af eigin raun, hversu litla stofan í Svaðkoti var rúmgóð og hlý.
Þegar börnin komust á legg, reyndust þau hin mestu mannsefni. Það var glæsilegur og glaður hópur, sem heiðraði foreldra sína og fósturforeldra, eins og verðugt var með því að auka hróður heimilisins í þeim anda, sem þau kusu helzt. Þessi systkinahópur hændi að sér unga fólkið í grenndinni. Og fólkið kom saman á síðkvöldum eftir annríki dagsins. Þá settist Sigurgeir við orgelið sitt og söngurinn dunaði svo ferskur og hreinn, að hann ómar enn í sálum þeirra, sem vissu af eigin raun, hversu litla stofan í Svaðkoti var rúmgóð og hlý.
Er systkini þessi komust upp, hefst nýtt tímabil í lífi Jóns og Ingibjargar. Frá því verður sagt í 2. kafla þessarar sögu.
Er systkini þessi komust upp, hefst nýtt tímabil í lífi Jóns og Ingibjargar. Frá því verður sagt í 2. kafla þessarar sögu.
<br>
<br>
<center>[[Mynd: Súlur.jpg|200px|ctr]]</center>
<br>
<br>
----
<br>
<br>
<center>[[Mynd: 1967 b 272 A.jpg|ctr|600px]]</center>
''Hallgeirsey, vesturbær. Fyrsta timburhúsið í Landeyjum, sem Guðlaugur Nikulásson lét byggja skömmu fyrir aldamót. Á myndinni sést heimilisfólkið, sem þá á heima á býlunum þrem auk hjónanna í Hallgeirseyjarhjáleigu.''<br>
''Talið frá vinstri: [[Brynjólfur Brynjólfsson á Litlalandi|Brynjólfur]], sem síðar bjó hér á [[Litlaland]]i, Guðjón Jónsson, hreppstjóri og nú bóndi í Hallgeirsey, Jón Guðnason, bóndi í Austurbænum og Elín Jónasdóttir kona hans, en börn þeirra, Júlía, Björg og Magnús standa við hlið Guðjóns, þá kemur móðir Jóns. Síðan hjónin í Hallgeirseyjarhjáleigu, Þorsteinn Steinsson, og fyrri kona hans, Jóhanna Ólafsdóttir. Þá kemur Guðmundur Guðlaugsson, síðar bóndi í Vesturbænum, Guðlaugur Nikulásson, bóndi þar, og kona hans, Margrét Hróbjartsdóttir, Vilborg og María dætur þeirra, Margrét Guðmundsdóttir, Ólína Einarsdóttir, Jórunn Jónsdóttir, Ólafur Einarsson og Þuríður Ólafsdóttir,- Ólína, Ólafur og Þuríður (móðir [[Guðjón Einarsson í Breiðholti|Guðjóns]] í [[Breiðholt]]i) bjuggu þá í Miðbænum.


{{Blik}}
{{Blik}}

Núverandi breyting frá og með 20. september 2010 kl. 10:23

Efnisyfirlit Bliks 1967


ÞORSTEINN L. JÓNSSON:


Gott er með góðu fólki


Hjónin í Suðurgarði í Vestmannaeyjum,
Jón Guðmundsson og Ingibjörg Jónsdóttir
(2. hluti)


VIII.

Guðmundur á Kirkjulandi, sem nú var orðinn töluvert við aldur og all mæddur, sá sér þann kost vænstan að kalla til sín Jón son sinn og biðja hann og ungu konuna hans að setjast í bú sitt með sér og dóttur sinni, sem þá var komin að falli.
Létu Jón og Ingibjörg strax tilleiðast, því að aldrei þurfti að spyrja um fúsleika þeirra hjóna, né eftir að ganga, er til þeirra var leitað, til þess að leysa vandræði annarra, - hverra, sem í hlut áttu. En hér áttu nánustu ættingjar hlut að máli og líklega engra jafngóðra kosta völ sem þeirra, úr því sem komið var, en að festa ráð sitt í sveitinni. Og þau byrjuðu þá um vorið búskap sinn á Kirkjulandi.
Þar voru fyrir í heimili auk feðginanna, Katrín, sem fyrr er getið, og einnig mæðgur tvær, fullorðin kona, Guðrún Sigurðardóttir og Sigríður Jónsdóttir um fermingu. Byrjuðu ungu hjónin með sjö manns í heimili og hefur margur byrjað með minna og fjölgaði bráðum, því að bráðlega kom að því, að Guðrún yrði léttari.
Þetta sumar ól hún dóttur, sem látin var heita Jónína eftir föður sínum. Hún var ljós yfirlitum, vel á sig komin og hin mesta fríðleikskona, er hún komst á legg. Varð hún fyrri kona Guðmundar Tómassonar skipstjóra, en hjónaband þeirra varð stutt. Hún lézt af barnsförum 10. maí 1919 eftir rúmlega tveggja ára hjónaband, - og dó barnið litlu síðar. Jónína var mikil mannkosta kona og öllum harmdauði, sem henni kynntust.
Átta vikum eftir að Jónína fæddist, ól Ingibjörg manni sínum son, sem skírður var Jón Jóhann og jafnan af vinum og kunningjum kallaður Hanni. Og hálfu öðru ári síðar fæddist þeim hjónum dóttir, sem skírð var Margrét Marta.
Liðu svo tímar fram, og bjuggu þau hjónin við sæmilegan kost og undu glöð við sitt, enda var innileg heimilisánægja, djúp en eðlileg, eitt af því sem fyrst og fremst einkenndi samlíf þeirra alla tíð. Þau voru hvorki fátæk né rík og kepptu aldrei eftir þessa heims auði, heldur aðeins að mega fá sinn deilda verð, svo að þau mættu vera veitandi fremur en bónbjargarfólk. Og þeim var gefið að komast þannig af, en með stakri iðni þó og nýtni á öllum sviðum. Ennfremur var þeim báðum gefin sú gleði hjartans, sem veit sig örugga í trausti til handleiðslu forsjónarinnar, en öll þvílík gleði gjörir fátæka menn ríka og auðuga menn hamingjusama. En þetta er einmitt sá lífsförunautur, sem ann því að mega blanda geði við aðra, fyrst og fremst svo, að þeim megi vinnast til góðs og farsældar.
Á Kirkjulandi bjuggu þau um fimm ára skeið.

IX.

Ósjaldan fá menn að þreifa á merkilegum staðreyndum, sem hvergi gerast annars staðar en í lífi fátækra þjóða, sem mestan sinn aldur eiga í vök að verjast um afkomu sína til hnífs og skeiðar. Og þótt mönnum finnist e.t.v. flestum það vera rislágt athafnalíf, sem einkum seilist eftir munnbitanum til þess að seðja hungur sitt með og metur til munnbita einungis hvaðeina, sem lífsbaráttan reynir að gylla fyrirr mönnum, og muni þá líka hugsjónir og andlegur þroski vissulega fara þar eftir í lákúru og afdalaskap, reka menn sig engu að síður miskunnarlaust á þann lygilega sannleika, að þar gefur að líta fólk, sem þrátt fyrir nauman kost til fæðis og klæðis, kemur fram við gesti sína og gangandi af svo siðfágaðri rausn og velvild, sem ætti helzt að þekkjast í kóngshöll og alls ekki í koti karls eða kerlingar. En þetta kennir nú okkur okkar eigin saga og betur en nokkru sinni fyrr vegna hinna breyttu tíma. En sagan kennir okkur, að fyrir ofgnægð hafa menn gleymt því, að í hverjum munnbita er falinn fjársjóður vinnandi handa og framtaks. En hvað hugsjónir og andlegan menningarþroska snertir, náðu okkar andlegu afrek mestu gengi, einmitt meðan verðgildi munnbitans stóð hvað hæst í mati og nær eingöngu vegna skortsins, er beið við hvers manns dyr og vegna meðfæddrar óbeitar á að komast á vonarvöl.
Enginn óskar eftir þessum tímum aftur. Og enginn skilur af hverju þetta skuli hafa verið svona. Hvað er það, sem rekur menn til þess í sulti og neyð að fara að skrifa á blað einhver fræði, sem aldrei verða lögð sér til munns? Það veit enginn, en svona er nú þetta samt.
Menn eiga líka erfitt með að skilja hina miklu seiglu, ósérplægni og úthald fólksins í baráttu við veður og vinda, myrkur og kulda, sem ber langt af því, sem við þekkjum í velsældinni, þrátt fyrir kappleikahallirnar og íþróttatækin og þrátt fyrir öll landsmótin innan lands sem utan. Það er sem ég sjái nútímamennina keppa við barningsmenn fyrri tíma og bera sigur af hólmi, hvort sem við rok eða reiðan sjó er að etja, eða tefla þarf upp á líf og dauða við skort á munnbitunum. En var það ekki þessi harða og látlausa barátta, sem gerði forfeður okkar að mönnum, en sem því miður skaut vafasömum grillum í kollin á þeim um, að hið eftirsóknarverðasta væri það að geta gefið börnum sínum og afkomendum, helzt um ófyrirsjáanlegan tíma, frían farmiða gegnum lífið - og heitt og kalt eftir þörfum, - já, heit og köld þægindi eftir kenjum okkar og rellum.

X.

En menn harðna við hverja raun, séu þeir heilbrigðir til orðs og æðis. Og víða í Landeyjum var nú sköpum skipt. Guðrún Bergsdóttir, húsfreyja í Hallgeirsey, stóð nú uppi ekkja.
Eins og margir átti hún um sárt að binda. En hún var ekki þannig skapi farin, að hún léti bugast og legði árar í bát. Það hefði heldur ekki verið Jóni, manni hennar, að skapi. Hún hélt því búskapnum áfram, a.m.k. meðan börn hennar voru enn í foreldrahúsum. Og þannig bjó hún í fimm ár og með dugnaði og harðfylgi komst hún sæmilega af.
En þegar aldur fór að færast yfir hana, tók hún smám saman að þreytast á því að sjá með annarra augum og fann jafnframt, að hún var hætt að geta fylgzt eins vel og áður með öllu utan húss sem innan, og ákvað því að bjóða Jóni tengdasyni sínum jörðina.
Jón og Ingibjörg tóku því boði hennar, enda var Hallgeirsey betri jörð og talin öndvegis bújörð. Auk þess gaf sjórinn Hallgeirseyjarjörðunum meira gildi vegna útræðis, þótt hann hins vegar krefðist oft fórna.

XI.

Í fardögum 1898 fluttu þau Jón og Ingibjörg að Hallgeirsey í austurbæinn. Kom með þeim þangað það fólk, sem áður er upp talið og börnin þrjú, sem fæðzt höfðu þessi fimm ár. Þá voru dætur Guðrúnar Bergsdóttur farnar að heiman, og var hún þá orðin eftir ein í bænum ásamt Jóni syni sínum, sem var vangefinn og var kallaður „aumingi” af almenningi. Var henni enginn stuðningur að honum, nema síður væri, og mátti einungis hafa hann til ákveðinna snúninga og þurfti þó að beita til þess lagi. En það litla, sem honum var haldið til einhverra starfa, var gert í uppeldisskyni gagnvart honum, sem var eins og lítið barn í hugsun og hátterni. Ennfremur voru á heimili Guðrúnar, þegar Jón flutti um vorið, tveir aldraðir menn rúmliggjandi. Þeir létust báðir nokkru síðar og hjúkruðu feðgarnir þeim sameiginlega, Guðmundur og Jón. En annan þessarra manna þurfti að einangra vegna innanmeins. Var hafður í honum kerri og gekk þar löngum gröftur út, sem nauðsynlegt var að fara varlega með.
Á fyrsta ári þeirra hjónanna í Hallgeirsey ól Ingibjörg manni sínum barn í þriðja sinn, og var það sonur, sem látinn var heita Sigurgeir. En á öðru ári þeirra lézt Guðmundur, faðir Jóns, úr lungnabólgu. Hafði þá lengi gengið hitaveikisfaraldur í sveitinni og margur fengið lungnabólgu upp úr því og dáið. En þá varð lungnabólgan mörgu hraustmenninu að bana, sem oftast voru menn á bezta aldri. Áttu þeir erfitt með að hlífa sér, þótt þeir hefðu ofurlítinn hitavott og aðra óveru, en störfin voru mörg og aðkallandi, og því fór oft sem fór. Þetta veikindatímabil hafði Guðmundur oft verið kallaður til sjúkra. Stóð hann þá í ströngu og var langdvölum að heiman. Sá hann um að útbúa bakstra og annaðist hjúkrun hinna sjúku, sem oft voru svo langt leiddir, að nauðsyn var að vaka yfir þeim hverja stund, unz yfir lyki.
Eftir að hafa stundað mjög sjúkan mann, sem lézt þrátt fyrir, að allt var gjört, sem í mannlegu valdi stóð, var hann beðinn um að koma til bóndans á Lágafelli. Er þangað kom, var hann þreyttur á sál og líkama. Þar var ekki um neina hvíld að ræða, en þar fór þó allt betur en áhorfðist um tíma, og batnaði bóndanum. Fór þá Guðmundur heim hið bráðasta og kom þar um miðjan dag. Var þá verið að byggja fjárhús, sem enn sjást tóftirnar að. Nú vildu allir, að Guðmundur hvíldi sig, en við það var ekki komandi, enda var hann eins og allir aðrir sinnar samtíðar, hann þoldi ekki að sitja auðum höndum. En að vera inni og dútla þar eitthvað í höndunum, þegar verkin úti kölluðu að, það var hið fráleitasta, sem hugsazt gat. Og þrátt fyrir kalsaveður og þreytu og e.t.v. einhvern lasleika, gekk hann að byggingarvinnunni ásamt hinum. En um nóttina veiktist hann af heiftarlegri lungnabólgu. Og nú mátti þessi göfugi maður falla í valinn, sem áreiðanlega hefur af Skaparanum sjálfum fengið í vöggugjöf læknishendur og læknisvit, maðurinn, sem svo mörgum hafði bjargað undan sigð dauðans - læknir af Guðs náð - eins og svo margir ólærðir læknar hafa verið bæði fyrir og eftir hans dag.

XII.

Í Hallgeirsey urðu búskaparár Jóns og Ingibjargar fimm. Þá um vorið 1903, fékk hann byggingu fyrir Svaðkoti fyrir ofan Hraun í Vestmannaeyjum. Þannig höfðu atburðirnir 1893 tafið ákvörðun þeirra hjóna um ævilanga búsetu um tíu ár. Og er þetta ekki sagt vegna þess, að vitneskja sé fyrir því, að þau hafi á nokkurn hátt sett það fyrir sig. Þau voru nefnilega ekki þannig gerð, að þau fjösuðu um þá hluti, sem skyldan og nauðsynin bauð þeim. En samt er það alveg gefið, að til Eyja hefur hugur þeirra leitað frá upphafi búskapar þeirra, úr því að þau yfirgefa svo góða jörð sem Hallgeirsey, en engar knýjandi ástæður ráku þau til þess.
Guðrún Sigurðardóttir, sem áður er nefnd, mátti ekki hugsa til þess að skilja við þau hjónin. En nú var hún orðin svo farin að heilsu, að ekkert viðlit var, að hún gæti flutzt með þeim til Eyja. Þetta bakaði þeim erfiðleika og áhyggjur. En þessi gamla og trygglynda kona fékk þá kærkomna lausn frá þrautum sínum. Var það eitt síðasta verkið, sem Jón og Ingibjörg unnu, áður en þau fluttu búferlum, að búa um gömlu konuna í kistuna og standa yfir moldum hennar. Sigríður dóttir þessarar Guðrúnar var Jónsdóttir og hafði flutzt út til Eyja árinu áður og ráðizt til Þorsteins í Laufási og Elínborgar. Var hún hjá þeim hjú upp frá því til dauðadags og dó á heimili þeirra eftir fimmtíu ára trúa þjónustu.
Katrín kona Bjarna hins listhaga smiðs, sem flutti vestur um haf, varð eftir í Hallgeirsey hjá þeim merkishjónum, Jóni Guðnasyni og Elínu konu hans. Að skilnaði gaf Katrín Margréti, dóttur Jóns og Ingibjargar, hina útskornu rúmfjöl og er hún geymd í Byggðarsafni Vestmannaeyja, en klukkan, þótt gömul sé, er enn stofuprýði hjá Guðjóni hreppstjóra í Hallgeirsey, syni Jóns og Elínar, en Katrín andaðist þar.
Guðrún systir Jóns hafði gifzt um þessar mundir Hróbjarti Guðlaugssyni Nikulássonar úr vesturbænum í Hallgeirsey. Hófu þau búskap í Kúfhól í Landeyjum og bjuggu þar 15-20 ár. Fluttu þau síðan út til Vestmannaeyja og keyptu Landlyst þar sem þau bjuggu til dauðadags. Þar býr nú sonur þeirra, Guðmundur skósmiður, en Margrét dóttir þeirra bjó í Gvendarhúsi.

XIII.

Eftir að Jón og Ingibjörg settust að í Svaðkoti, hefst nýr þáttur í lífi þeirra. Ekki renndu þau blint í sjóinn um það, hvað þau væru að ganga út í, er þau fluttu búferlum til Vestmannaeyja. Í þá daga voru samgöngur miklar og tíðar milli lands og Eyja nálega allan ársins hring. Skapaði þetta náin tengsl milli lands og Eyja. Fjöldi „landmanna“ fór á hverju ári þangað út til fiskróðra, og settust margir þar að. Vestmannaeyjar voru mjög nærtækur og þægilegur verzlunarstaður, þegar „leiði“ brást ekki. Ennfremur batzt fólkið ævilöngum vináttuböndum vegna markskonar viðskipta og náinnar frændsemi. En það liggur í augum uppi, að það voru ekki lítil hlunnindi að geta sett skip sitt fram á hvaða tíma árs, sem var, og horfið til vina til að sækja björg í bú í stað þess að fara í langt ferðalag með trússhesta yfir óvæð vatnsföll og vonda vegi. En stundum tók nú samt fyrir leiði. Þá gat orðið óþægilegur dráttur á heimkomunni, jafnvel svo vikum skipti. Þótti þá mörgum betra heima setið.
Frá því að þau voru börn, Ingibjörg og Jón, þekktu þau lífsskilyrði Eyjaskeggja, enda sáu þau aldrei eftir að hafa ráðizt í að flytja þangað búferlum. En nokkuð voru hin daglegu störf ólík þeim, sem þau höfðu átt að venjast. Fyrstu árin réðist Jón ávallt til sjóróðra á hverri vetrarvertíð. Hann réri t.d. lengi hjá Kristjáni Ingimundarsyni í Klöpp á opnu skipi, sem Farsæll hét. Oftast nær hélt Jón til niðri í Sandi, en var heima alla landleguna. Á vorin réri hann hjá Birni á Kirkjulandi, sem þá var ungur formaður.
Meðan Jón stundaði sjóinn, gætti Ingibjörg bús og barna. En mörgu var að sinna. Þau áttu nokkrar kindur og eina og tvær kýr. Fyrsta verk Ingibjargar á morgnana var auðvitað að gegna skepnunum og mjólka kýrnar. Þá komu ýmis störf innanbæjar, og um hádegið var farið að hugsa fyrir miðdegisverði, sem hún færði manni sínum niður í Sand um það bil, sem bátarnir byrjuðu að koma að.
Þegar fiskinum hafði verið skipað upp og afla skipt, tók Ingibjörg að sér hlut Jóns bónda síns og dró hann upp í kró, þar sem hún gerði að honum og saltaði hann. Að svo búnu var búizt til heimferðar, og biðu hennar nú kvöldstörfin, mjaltir og gegningar og svo undirbúningur fyrir næsta dag.
Sannarlega lá enginn á liði sínu í Svaðkoti þá. Og eftir því sem börnin komust upp, hófust þau líka handa. Jón hætti sjómennsku strax og vélbátaöldin hófst. Aldrei fékkst hann mikið við útgerð, en átti þó 1/12 í vélbátnum Haffrúnni og síðar eignaðist hann 1/5 hluta í vélbátnum Frið. Meðeigendur hans voru Erlendur á Gilsbakka, Einar í Þorlaugargerði, Soffía á Hóli og bræðurnir Hjörtur og Sveinbjörn á Geithálsi. Hjörtur var formaður.
En Jón og Ingibjörg auðguðust aldrei á útgerð, enda stóð hún stutt. Þá byrjaði hann á fiskverkun. Tók hann að sér að verka fáeina bátshluti fyrir ýmsa aðila, sem þurftu á þeirri þjónustu að halda.
Jón og Ingibjörg voru hinar mestu öðlingsmanneskjur og var hjónaband þeirra og dagfar eftir því. Og það er eiginlega mjög merkilegt til umhugsunar, hve samstillt þau voru og samhent í öllum verkum, og ekki sízt, er þau gerðu góðverk, en það gerðu þau mörgum bæði af rausnarskap og ómengaðri alúð. Bæði voru þau sjálfstæðir persónuleikar og litu oft talsvert ólíkum augum á ýmis málefni, sem flestum þykir máli skipta, eins og t.d. trúmálin. Skoðanamunur í þeim efnum einkum meða1 þeirra, sem eiga persónulega trú, sem byggzt hefur upp af eigin reynslu, valda oft sundurþykkju. Hjónin voru trúuð og kirkjurækin, en þau deildu aldrei, heyrðust aldrei kíta og aldrei féll kuldalegt orð af vörum þeirra. Hins vegar báru þau ódulið traust hvort til annars, og því trausti fylgdi virðing fyrir skoðunum hins, vegna þess voru þau frjálsleg og óþvinguð í viðmóti hversdagslega. Það varpaði óhjákvæmilega vinsamlegum innileikablæ á heimilislífið. Aldrei heyrðist þar hallað á nokkurn mann og hvergi heyrðist innilegar spurt eftir líðan annarra, bæri gest að garði, og einkanlega ef hann var langt að kominn. Það ríkti svo mikil góðvild í öllum þeirra afskiptum af skyldum og vandalausum, sem á einhvern hátt komust í snertingu við þau, að naumast var hægt að láta sér annað til hugar koma en þeim fyndist þau bæru ábyrgð á velferð alls þess fólks þaðan í frá. Þó var þetta án allrar afskiptasemi eða hnýsni, en stafaði áreiðanlega fyrst og fremst af fyrirbænarhug.
Í Svaðkoti fæddist yngsta barn þeirra, Guðrún, og voru þá börnin orðin fjögur. En til fósturs tóku þau önnur fjögur börn til viðbótar og ólu upp eins og sín eigin börn. Aldrei heyrðist gerður neinn greinarmunur á þeim og þeirra eigin börnum. Þessi börn eru Árný Sigurðardóttir, Guðlaug Bergþórsdóttir, Svavar Þórarinsson og Jón Hlöðver Á. Johnsen.
Þegar börnin komust á legg, reyndust þau hin mestu mannsefni. Það var glæsilegur og glaður hópur, sem heiðraði foreldra sína og fósturforeldra, eins og verðugt var með því að auka hróður heimilisins í þeim anda, sem þau kusu helzt. Þessi systkinahópur hændi að sér unga fólkið í grenndinni. Og fólkið kom saman á síðkvöldum eftir annríki dagsins. Þá settist Sigurgeir við orgelið sitt og söngurinn dunaði svo ferskur og hreinn, að hann ómar enn í sálum þeirra, sem vissu af eigin raun, hversu litla stofan í Svaðkoti var rúmgóð og hlý. Er systkini þessi komust upp, hefst nýtt tímabil í lífi Jóns og Ingibjargar. Frá því verður sagt í 2. kafla þessarar sögu.

ctr






ctr


Hallgeirsey, vesturbær. Fyrsta timburhúsið í Landeyjum, sem Guðlaugur Nikulásson lét byggja skömmu fyrir aldamót. Á myndinni sést heimilisfólkið, sem þá á heima á býlunum þrem auk hjónanna í Hallgeirseyjarhjáleigu.
Talið frá vinstri: Brynjólfur, sem síðar bjó hér á Litlalandi, Guðjón Jónsson, hreppstjóri og nú bóndi í Hallgeirsey, Jón Guðnason, bóndi í Austurbænum og Elín Jónasdóttir kona hans, en börn þeirra, Júlía, Björg og Magnús standa við hlið Guðjóns, þá kemur móðir Jóns. Síðan hjónin í Hallgeirseyjarhjáleigu, Þorsteinn Steinsson, og fyrri kona hans, Jóhanna Ólafsdóttir. Þá kemur Guðmundur Guðlaugsson, síðar bóndi í Vesturbænum, Guðlaugur Nikulásson, bóndi þar, og kona hans, Margrét Hróbjartsdóttir, Vilborg og María dætur þeirra, Margrét Guðmundsdóttir, Ólína Einarsdóttir, Jórunn Jónsdóttir, Ólafur Einarsson og Þuríður Ólafsdóttir,- Ólína, Ólafur og Þuríður (móðir Guðjóns í Breiðholti) bjuggu þá í Miðbænum.