„Blik 1955/Skátaþáttur“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 26: | Lína 26: | ||
Flest af því, sem skeði þessi vetrarkvöld, annaðhvort uppi í Gagnfræðaskóla, sem þá var að Breiðabliki, niður á Hótel Berg, eða á götum úti, er nú næstum gleymt; brot af þessum minningum er þó enn að finna í hugum þessara pilta, sem nú eru orðnir fullorðnir menn, og nokkuð á gömlum gulnuðum blöðum. <br> | Flest af því, sem skeði þessi vetrarkvöld, annaðhvort uppi í Gagnfræðaskóla, sem þá var að Breiðabliki, niður á Hótel Berg, eða á götum úti, er nú næstum gleymt; brot af þessum minningum er þó enn að finna í hugum þessara pilta, sem nú eru orðnir fullorðnir menn, og nokkuð á gömlum gulnuðum blöðum. <br> | ||
[[Mynd: 1955 b 67.jpg|left|thumb<400px]] | [[Mynd: 1955 b 67 A.jpg|left|thumb<400px]] | ||
Lína 44: | Lína 44: | ||
Til frekari fróðleiks og þó fremur til gamans, ætla ég að gefa [[Þorsteinn Einarsson|Þorsteini Einarssyni]], íþróttafulltrúa, orðið. Hann varð félagsforingi Faxa annað árið og þar til hann fluttist til Reykjavíkur, árið 1941, og hefur fylgzt með skátamálum hér í Eyjum allt frá fyrsta degi. Hann segir m.a.: <br> | Til frekari fróðleiks og þó fremur til gamans, ætla ég að gefa [[Þorsteinn Einarsson|Þorsteini Einarssyni]], íþróttafulltrúa, orðið. Hann varð félagsforingi Faxa annað árið og þar til hann fluttist til Reykjavíkur, árið 1941, og hefur fylgzt með skátamálum hér í Eyjum allt frá fyrsta degi. Hann segir m.a.: <br> | ||
'''„Ég var kennari við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum. Það var venja skólastjóra, kennara og nemenda skólans að leika sér mikið úti í frímínútum. Allir léku sér. Kinnarnar voru rjóðar og skapið létt. <br> | '''„Ég var kennari við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum. Það var venja skólastjóra, kennara og nemenda skólans að leika sér mikið úti í frímínútum. Allir léku sér. Kinnarnar voru rjóðar og skapið létt''' (leiðr.). <br> | ||
'''Svo var það á miðjum vetri 1938, að hópur drengja tók sig út úr og voru á leynilegum fundum úti við veggi skólagarðsins, eða reikuðu um leiksvæðið í þéttum hnappi. — Þetta fannst mér og öðrum kvenlegar aðfarir. Hvað var á seyði? Uppþot? Leikleiði? Nei, ekki alveg, það var verið stofna til meiri samheldni, meiri leikja, það var verið að stofna skátafélag. <br> | '''Svo var það á miðjum vetri 1938, að hópur drengja tók sig út úr og voru á leynilegum fundum úti við veggi skólagarðsins, eða reikuðu um leiksvæðið í þéttum hnappi. — Þetta fannst mér og öðrum kvenlegar aðfarir. Hvað var á seyði? Uppþot? Leikleiði? Nei, ekki alveg, það var verið stofna til meiri samheldni, meiri leikja, það var verið að stofna skátafélag. <br> | ||
'''... Ég gaf mig ekkert að þessum félagsskap fyrsta árið, sem það starfaði og taldi það jafnvel óþarft, þar sem velstarfandi íþróttafélög, stúkur og skólar gætu leyst verkefni þess — en þó fann ég, að félagið hafði áhrif á skólalífið — góð áhrif...“<br> | '''... Ég gaf mig ekkert að þessum félagsskap fyrsta árið, sem það starfaði og taldi það jafnvel óþarft, þar sem velstarfandi íþróttafélög, stúkur og skólar gætu leyst verkefni þess — en þó fann ég, að félagið hafði áhrif á skólalífið — góð áhrif...“<br> | ||
Lína 64: | Lína 64: | ||
'''Þegar við komum á móts við [[Haugar|Hauga]], fáum við skvamp á móti og er ekki laust við ágjöf. Ekki leið á löngu, þar til sumir tóku að fölna ískyggilega mikið og jafnvel að færa Ægi fórnir …'''<br> | '''Þegar við komum á móts við [[Haugar|Hauga]], fáum við skvamp á móti og er ekki laust við ágjöf. Ekki leið á löngu, þar til sumir tóku að fölna ískyggilega mikið og jafnvel að færa Ægi fórnir …'''<br> | ||
[[Mynd: 1955 b 69 | [[Mynd: 1955 b 69 BB.jpg|ctr|400px]] | ||
''Eyjaskátar hafa legið við í Elliðaey 1—2 sólarhringa á hverju''<br> | ''Eyjaskátar hafa legið við í Elliðaey 1—2 sólarhringa á hverju''<br> | ||
Lína 122: | Lína 122: | ||
<br> | <br> | ||
<br> | <br> | ||
[[Mynd: 1955 b 69 | [[Mynd: 1955 b 69 AA.jpg|400px|left|thumb]] | ||
Núverandi breyting frá og með 29. ágúst 2010 kl. 17:12
- Lítið brot af langri sögu
„Ég trúi því, að Guð hafi sent okkur inn í þennan glaða heim, til þess að við gætum notið lífsins. Það eru ekki auðæfi, sem veita okkur hamingju og ekki heldur sérplægnin eða starfsemin eingöngu. Þið stigið skref í rétta átt, ef þið kappkostið að gera ykkur hraust og sterk, meðan þið eruð ung, svo að þið getið orðið að liði á fullorðinsárunum og um leið notið lífsins.“ (Úr síðasta ávarpi Baden Powell).
- ●
Fyrir 17 árum, veturinn 1938, vaknaði áhugi nokkurra pilta úr Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum og efsta bekk Barnaskólans, fyrir æskulýðsfélagsskap, sem Baden Powel (1857—1941) stofnaði árið 1907 og nefndi skátahreyfingu. Hreyfing þessi hafði átt hugi fjölmargra íslenzkra pilta og stúlkna um aldarfjórðungsskeið, veitt nýjum straumum, hollum og heillandi, inn í tómstundalíf þeirra og leiki, þegar saga skátafélagsskaparins hefst hér í Eyjum. Að vísu voru hér starfandi skátafélög á árunum 1925—26 (sjá Blik 1954) en starfsemi þeirra lagðist niður eftir skamma hríð.
Í fljótu bragði virðist, sem ekkert samband sé að finna á milli þessara fyrstu félaga og þess, sem síðar kom, en þó er vissulega sá möguleiki fyrir hendi, að einhver hinna 25 pilta, sem að stofnun „Faxa“ stóðu, hafi heyrt talað um fyrra félagið og orðið fyrir áhrifum úr þeirri átt, enda þótt mér hafi ekki tekizt að grafa það upp, en hitt er algjörlega útilokað, að nokkur piltanna muni af eigin raun eftir fyrri félögunum, þar sem hinir elztu þeirra voru á 15. aldursári.
Hinsvegar virðist mér allt benda til þess, er ég hefi reynt að grafast fyrir það, hvaðan piltarnir hafi orðið fyrir skátaáhrifum, að einn hinna ungu pilta hafi komizt yfir Skátabók og drukkið í sig efni hennar, og síðan hafi bókin gengið á milli í kunningjahópnum. Einnig má benda á það, að einn piltanna var aðkomandi, og eigi er fráleitt að ætla, að hann hafi varpað nýju ljósi á skátaáhugann og borið með sér ferskan ilm frá fullþroska skátafélagi.
Öllum ber þó saman um það, að aðalþátturinn í félagsstofnuninni sé tengdur Jóni O. Jónssyni, fulltrúa Slysavarnarfélags Íslands, en hann kom til Eyja á vegum Gagnfræðaskólans og kenndi þar hjálp í viðlögum. Til hans leituðu piltarnir um aðstoð og tók hann þeim mjög vel, sem vænta mátti, en hann hafði starfað í skátafél. Reykjavíkur um fjölda ára. Ég hygg, að stofnun skátafélags í Vestmannaeyjum hefði dregizt um langt árabil, hefði ekki félagið einmitt verið stofnað á þessum tíma, því að í hönd fóru breyttir tímar, heimsstyrjaldarárin, og var þá mikilsvirði fyrir allan æskulýð Eyjanna að eiga fullþroskað félag við sitt hæfi, sem hefði það á stefnuskrá sinni að efla heilbrigða leiki og hreysti og stuðla eftir mætti að reglusemi meðlima sinna. Verður því piltunum seint fullþakkað eða forsjóninni fyrir að senda þeim reyndan og hæfan leiðbeinanda, svo að þessir dagdraumar yrðu að veruleika.
Flest af því, sem skeði þessi vetrarkvöld, annaðhvort uppi í Gagnfræðaskóla, sem þá var að Breiðabliki, niður á Hótel Berg, eða á götum úti, er nú næstum gleymt; brot af þessum minningum er þó enn að finna í hugum þessara pilta, sem nú eru orðnir fullorðnir menn, og nokkuð á gömlum gulnuðum blöðum.
Foringjar skátafélagsins Faxa árið 1939. G=nemandi Gagnfræðaskólans.
Efsta röð: Einar Torfason (G), Magnús Kristinsson, Magnús Sigurðsson, Jón Valdimarsson (G), Jón Runólfsson (G), Leifur Eyjólfsson (G), Gísli Guðlaugsson (G).
Mðröð: Kristinn Guðmundsson (G), Kári Þ. Kárason (G).
Sitjandi: Sigurjón Kristinsson (G), Þorsteinn Einarsson, kennari Gagnfræðaskólans, núverandi íþróttafulltrúi, Friðrik Haraldsson.
Í lítilli bók er fyrstu fundargerðina að finna; til gamans skulum við líta á hana. Þar segir m.a.:
„Fimmtudaginn 22. febrúar 1938 var haldinn stofnfundur skátafélags í Vestmannaeyjum, kl. 5 e.h. í leikfimisal Barnaskólans ... stofnendur félagsins eru 24 drengir á aldrinum 12—14 ára. Félagið er í 3 flokkum, 8 skátar í hverjum. Rætt var um nöfn á flokkana og varð niðurstaðan sú, að 1. fl. heitir „Gammar“, flokksforingi Leifur Eyjólfsson, 2. fl. „Ernir“, flokksforingi Jón Óli og 3. fl. „Þrestir“, flokksforingi Sigurjón Kristinsson.“
Fyrsta stjórn skátafélagsins Faxa var þannig skipuð: Friðrik Jesson, félagsforingi, Leifur Eyjólfsson, ritari, Lárus Einarsson gjaldkeri, Sigurjón Kristinsson, Jón Óli.
Til frekari fróðleiks og þó fremur til gamans, ætla ég að gefa Þorsteini Einarssyni, íþróttafulltrúa, orðið. Hann varð félagsforingi Faxa annað árið og þar til hann fluttist til Reykjavíkur, árið 1941, og hefur fylgzt með skátamálum hér í Eyjum allt frá fyrsta degi. Hann segir m.a.:
„Ég var kennari við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum. Það var venja skólastjóra, kennara og nemenda skólans að leika sér mikið úti í frímínútum. Allir léku sér. Kinnarnar voru rjóðar og skapið létt (leiðr.).
Svo var það á miðjum vetri 1938, að hópur drengja tók sig út úr og voru á leynilegum fundum úti við veggi skólagarðsins, eða reikuðu um leiksvæðið í þéttum hnappi. — Þetta fannst mér og öðrum kvenlegar aðfarir. Hvað var á seyði? Uppþot? Leikleiði? Nei, ekki alveg, það var verið stofna til meiri samheldni, meiri leikja, það var verið að stofna skátafélag.
... Ég gaf mig ekkert að þessum félagsskap fyrsta árið, sem það starfaði og taldi það jafnvel óþarft, þar sem velstarfandi íþróttafélög, stúkur og skólar gætu leyst verkefni þess — en þó fann ég, að félagið hafði áhrif á skólalífið — góð áhrif...“
(Afmr. Faxa 1948).
Óhætt mun að fullyrða, að kennarar við Gagnfræðaskólann og skólastjóri hans hafa fylgzt manna bezt með þeirri hreyfingu, er vaknaði við skólann og hér segir frá. Er því fróðlegt að hlýða á þá.
Þorsteinn Þ. Víglundsson skólastjóri segir m.a. þetta um fyrstu ár Faxa:
„Ég minnist stofnunar félagsins eins og hún hefði skeð í gær. Kjarninn í félagsskapnum urðu nemendur úr Gagnfræðaskólanum, margir hinir betri og mannvænlegri... Lítið herbergi í skólanum varð fyrsta skjól félagsins og skólinn bar einnig gæfu til að greiða götu þess um aukið húsnæði, þegar meira þurfti með. Ég segi gæfu, því að gæfa hefur það orðið mörgum unglingunum okkar að starfa og þroskast undir merkjum skátafélagsskaparins hér sem annarsstaðar.“
(Afmr. Faxa 1948).
Saga skátafélagsins Faxa, er saga hundraða pilta og stúlkna, sem starfað hafa innan vébanda þess í 17 ár.
Sögu Faxa má líkja við margþættan fléttaðan kaðal. Allir liggja þættirnir frá sama kjarnanum, en fléttast um ókunnar slóðir, um fjöll og firnindi, um lönd og láð. Þræðirnir, sem mynda þættina, eru mjög mislangir, sumir eru örstuttir, aðrir eru mjög langir og fimm eru 17 ára gamlir. En fléttan helzt alltaf söm og jöfn. Í stað þeirra þráða sem slitna, koma nýir.
Óhugsandi er, að sagan verði nokkurntíma skrásett, nema að litlu leyti. Til þess þyrfti að rekja alla þætti fléttunnar, fylgja hverjum þræði frá upphafi til enda.
Eins og ég drap á áðan, er sagan í hugum fjölmargra pilta og stúlkna og nokkuð á gulnuðum blöðum. Ég hafði hugsað mér að fletta upp í þessum gömlu bókum og lífga hin þögulu orð, með því að gefa gömlum skátum orðið nokkra stund. Vafalaust hefur það komið einkennilega fyrir sjónir, lesandi góður, að ég skuli kalla þessar bækur gamlar. En vissulega eru þær gamlar og forneskjulegar í hugum okkar skátanna. Allir höfum við einhversstaðar lagt orð í belg og margt barnalegt kemur fyrir sjónir okkar. Það, sem eitt sinn var heilagur vísdómur, er nú hversdagslegt hjal, en sleppum því. Þó ætla ég að leyfa mér að skjóta hér inn í, að fleiri félög ættu að varðveita vel gjörðabækur sínar.
Í annál félagsins rekst ég á 15. júlí 1941. Þá var farin fyrsta róðrarferð Faxa. Friðrik Haraldsson, þáverandi deildarforingi, segir m.a. svo frá þessari ferð:
„Það var 15. júlí 1941, að 35 skátar voru mættir á Skansinum, hinu forna virki við hafnarmynnið í Vestmannaeyjum. Allir litu til veðurs og spáðu auðvitað vel, því að nú átti að fara í fyrstu róðrarferðina. Ásamt skátunum var mættur Runólfur Jóhannsson, skipasmiður. Átti hann að stjórna ferðinni og kenna okkur siði og venjur á róðrarskipi. Var nú skipt í tvo hópa, 20 drengir fóru inn á Eiði — hinir 15 tóku bátinn á Skansinum. Ákveðið var að fara austur og suður með Heimaey, í svonefnda Stakkabót.
Þegar við komum á móts við Hauga, fáum við skvamp á móti og er ekki laust við ágjöf. Ekki leið á löngu, þar til sumir tóku að fölna ískyggilega mikið og jafnvel að færa Ægi fórnir …
Eyjaskátar hafa legið við í Elliðaey 1—2 sólarhringa á hverju
sumri í nokkur ár. Myndin sýnir v/b Gísla Johnsen þar sem hann
liggur við Elliðaey, og skátar flytja félaga sína og farangur upp í eyna.
Á heimleiðinni sáum við, hvar tollbáturinn kemur á móti okkur, og sjáum við ekki betur, en hann sé fullur af vopnuðum hermönnum. Þegar nær dregur, snýr hann skyndilega við. Þegar heim kom, fengum við að vita, að einn af borgurum bæjarins hafði um morguninn ekið í bifreið sinni suður á Eyjuna og séð bátana í Stakkabótinni, og gat hann ekki ímyndað sér annað, en hér væru skipbrotsmenn og
tilkynnti strax setuliðinu, sem brást skjótt við og sendi hermenn á vettvang. Okkur þótti þetta hið mesta ævintýr og mun það lifa í hugum okkar um alla framtíð.“
(Afmr. Faxa 1948).
Einu sinni, sem oftar, var Faxi á börmum gjaldþrots. Það er ekkert undrunarefni, þótt æskulýðsfélag berjist í bökkum, því fæstir hafa auraráð er nokkru nemur. Varð því að leggja sig í framkróka og finna fjáröflunarleiðir. Í þetta skipti var efnt til hlutaveltu. Sigmundur R. Finnsson, frá Uppsölum (Dvelur nú í Ástralíu) orkti um „tombóluna“ og birtist hér brot kvæðisins:
- — — —
- Meistarinn mæddi ráðið fann,
- mála lét stórum stöfum:
- „Í dag verður skátatombólan
- eitthvað fyrir sérhvern mann,“
- auglýst í bæjarins blöðum.
- Skósverta, kerti og kanna,
- kassi úr blikki og smjör.
- Ryðgaðir pottar, handónýt panna,
- potað var upp í hendur manna,
- bærileg þóttu þau kjör.
- Skósverta, kerti og kanna,
- Botnlitlar buxur og jakki,
- blýantur, trefill og dós,
- sykurkar, sólsápa, frakki,
- stórlöskuð rófa, galtómur pakki,
- gulmáluð gervirós.
- Botnlitlar buxur og jakki,
........
Og loks rekst ég á fyrstu almennu skemmtun, sem félagið
efndi til. Var það barnaskemmtun á jólunum 1941. Við, sem erum fædd 1930 eða jafnvel síðar, munum vel eftir þeirri skemmtun. Leyfi ég mér að fullyrða, að félagið hafi þarna markað tímamót í skemmtanalífi bæjarins, er það gerðist brautryðjandi í skemmtanahaldi með fjölmörgum stuttum skemmtiatriðum og dansi á eftir. Næsta ár er efnt til tveggja skemmtana fyrir fullorðna og börn, og síðan kemur óslitin skemmtanakeðja á hverju ári, ýmist fyrir almenning eða foreldra skátanna og styrktarmeðlimi félagsins. Tel ég þessi „foreldramót“, eins og þær skemmtanir voru nefndar, með því allra merkasta í starfi félagsins út á við. Skátarnir sýna foreldrum sínum og styrktarmeðlimum svolítinn þakklætisvott með skemmtunum þessum og keppa að því að kynna starfsemi félagsins. Tel ég kynningarkvöld þessi mjög merkileg frá uppeldislegu sjónarmiði, því að vissulega vilja foreldrarnir kynnast þeim félagsskap, er sonur þeirra eða dóttir starfar í, og félagsskapnum er lífsnauðsyn að eiga hóp þroskaðra manna, sem skilja hann og vilja styrkja.
Vissulega væri gaman að rekja annálinn lengra, minnast á alla fundina, allar gönguferðirnar, allar útilegurnar, en ég er ekki viss um, að nokkur entist til að lesa þá sögu, t.d. er að finna 412 flokksfundi, 117 gönguferðir og 57 útilegur í annál félagsins fyrir árið 1943 eitt; en árin eru 17 talsins, að vísu var árið 1943 mesta starfsár í sögu félagsins hingað til, en mörg önnur nálgast þetta mark.
Við skulum þó gefa Kristjáni Georgssyni orðið. Segir hann okkur frá fyrstu skemmtunum félagsins: Hann segir m.a.:
„ ... Fyrsta almenna skemmtunin, sem félagið stofnaði til, var barnaskemmtun. Var hún haldin í Alþýðuhúsinu á annan jóladag 1941. ... fregnmiðar um skemmtunina voru bornir í hvert hús í bænum ... neðst á fregnmiðanum stóð: „Aðgangur 1 króna“, og var þetta sett hálf hikandi, því að við vorum smeykir um, að krakkarnir fengju ekki að fara fyrir svona hátt verð, en við hættum nú á það, enda voru jólin. Skemmtun þessi tókst með afbrigðum vel og var húsið svo þéttsetið, sem frekast var unnt ... Næsta haust var hafin undirbúningur að nýrri skemmtun, sem átti ekki aðeins að vera boðleg börnum, heldur einnig fullorðnum og auglýst á sama hátt og hin fyrri. Á fregnmiðanum stóð auk skemmtiatriða: „Dansað til kl. 3 f.h. Fimm manna hljómsveit. — Aðgangur er 3 krónur“...“
(Afmr. Faxa 1948)
Í upphafi greinarstúfs þessa, birti ég kafla úr síðasta ávarpi, sem Baden Powell, einn hinn fremsti uppeldisfrömuður og mannvinur síðari tíma, flutti um gjörvallan heim.
Það er athyglisvert að lesa þessi ávarpsorð, sem hinn aldni maður sendir æskulýð allra landa hið hinzta kvöld ævi sinnar.
„Ég hef verið einkar hamingjusamur maður,“ segir hann, „og vildi, að þið ættuð jafn hamingjusamt líf fyrir höndum og ég hefi átt.“ Ennfremur: „Hinni raunverulegu hamingjuleið haldið þið, ef þið gerið aðra hamingjusama. Reynið að skilja svo við þennan heim, að hann sé einhverja vitund betri en hann var, þegar þið komuð í hann.“
Þetta eru orð lífsreynds manns, mannsins, sem gerði það að ævistarfi sínu að leiðbeina æskulýðnum á hinni hálu braut lífsins, stofnanda Skátahreyfingarinnar.
Eins og áður er getið, eru 17 ár liðin frá því er frjóangi þessarar miklu hreyfingar náði að festa rætur hér í Eyjum.
Það hefur verið tilgangurinn með grein þessari að reyna í sem fæstum orðum að rekja upphaf þessa merka atburðar, einnig að bregða upp myndum úr félagslífinu.
Okkur, sem starfað höfum í skátafélaginu Faxa, svo og þeim sem kynnzt hafa skátalífinu, blandast ekki hugur um það, að hreyfingin, sem vaknaði meðal skólapiltanna fyrir 17 árum, markar tímamót í sögu uppeldismála Eyjanna. Það var skref í rétta átt, öllum æskulýð til hamingju og heilla.
Ég vil hér að lokum senda Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum beztu árnaðaróskir á aldarfjórðungsafmælinu og færa fram þá ósk, að samstarfið milli skátafélagsins Faxa og Gagnfræðaskólans megi haldast á komandi árum, eins og hingað til.
- Reykjavík í febrúar 1955
Hæsta tré í Eyjum.
Reynitré við Hilmisgötu, 7,45 m. há.
Þessi tré gróðursetti Þorsteinn Þ. Víglundsson vorið 1930. Eru þau því jafnaldrar Gagnfræðaskólans.