„Margrét Sveinsdóttir (Nýjabæjarbraut)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Margrét Sveinsdóttir''', húsfreyja, verslunarmaður fæddist 26. september 1956.<br> Foreldrar hennar voru Sveinn Valdimarsson frá Varmadal, sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, útgerðarmaður, f. 11. ágúst 1934, d. 16. janúar 2018, og kona hans Arnlaug ''Lára'' Þorgeirsdóttir frá Sælundi, húsfreyja, f. 10. ágúst 1932, d. 2. október 2015. Börn Láru og Sveins:<br> 1....)
 
m (Verndaði „Margrét Sveinsdóttir (Nýjabæjarbraut)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 20. nóvember 2024 kl. 17:05

Margrét Sveinsdóttir, húsfreyja, verslunarmaður fæddist 26. september 1956.
Foreldrar hennar voru Sveinn Valdimarsson frá Varmadal, sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, útgerðarmaður, f. 11. ágúst 1934, d. 16. janúar 2018, og kona hans Arnlaug Lára Þorgeirsdóttir frá Sælundi, húsfreyja, f. 10. ágúst 1932, d. 2. október 2015.

Börn Láru og Sveins:
1. Guðfinna Sveinsdóttir húsfreyja, f. 1. maí 1954. Maður hennar var Ásgeir Ingi Þorvaldsson, látinn.
2. Margrét Sveinsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1956. Fyrrum maður hennar Konráð Viðar Halldórsson. Maður hennar Guðmundur Guðmundsson.

Þau Konráð giftu sig, eignuðust tvö börn. Hún bjó með honum um skeið í Kaliforníu. Þau skildu.
Þau Guðmundur giftu sig, eignuðust eitt barn.

I. Fyrrum maður Margrétar er Konráð Viðar Halldórsson, framreiðslumaður, f. 12. október 1950. Foreldrar hans Halldór Oddsson, f. 4. desember 1924, d. 20. október 1952, og Fanney Magnúsdóttir, f. 3. mars 1928, d. 4. október 2013.
Börn þeirra:
1. Lára Dögg Konráðsdóttir, f. 22. júní 1980.
2. Íris Dögg Konráðsdóttir, f. 5. júlí 1981.

II. Maður Margrétar er Guðmundur Guðmundsson, vélstjóri, f. 13. maí 1953.
Barn þeirra:
3. Arnar Sveinn Guðmundsson, f. 18. september 1996.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.