„Georg Hermannsson (kaupfélagsstjóri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Georg Valdimar Hermannsson''' kaupfélagsstjóri fæddist 16. ágúst 1939.<br> Foreldrar hans voru Hermann Víglundur Búason frá Litlu-Hvalsá í Hrútafirði, hótelstjóri í...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 18: Lína 18:
I. Kona Georgs Valdimars, (3.  desember 1962), er [[Helga Helgadóttir (Heiðarvegi 40)|Helga Helgadóttir]] húsfreyja, verslunarmaður, f. 12. janúar 1943 á [[Hásteinsvegur|Hásteinsvegi 7]].<br>
I. Kona Georgs Valdimars, (3.  desember 1962), er [[Helga Helgadóttir (Heiðarvegi 40)|Helga Helgadóttir]] húsfreyja, verslunarmaður, f. 12. janúar 1943 á [[Hásteinsvegur|Hásteinsvegi 7]].<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Helgi Georgsson]] markaðsstjóri, grafískur hönnuður, tónlistarmaður, f. 6. september 1962 í Eyjum, d. 5. febrúar 2014. Fyrrum sambýliskona hans Anna Margrét Sveinsdóttir. Fyrrum sambýliskona hans [[Erla Guðmundsdóttir (verslunarstjóri)|Erla Guðmundsdóttir]]. Unnusta Helga Eva Lilja Rúnarsdóttir. <br>
1. [[Helgi Georgsson]] markaðsstjóri, grafískur hönnuður, tónlistarmaður, f. 6. september 1962 í Eyjum, d. 5. febrúar 2014. Fyrrum sambýliskona hans Anna Margrét Sveinsdóttir. Fyrrum sambýliskona hans [[Erla Guðmundsdóttir (Höfðavegi)|Erla Guðmundsdóttir]]. Unnusta Helga Eva Lilja Rúnarsdóttir. <br>
2. [[Hrafnhildur Georgsdóttir]] húsfreyja, kennari í Kópavogi, f. 11. mars 1976. Maður hennar Jón Óttar Birgisson.
2. [[Hrafnhildur Georgsdóttir]] húsfreyja, kennari í Kópavogi, f. 11. mars 1976. Maður hennar Jón Óttar Birgisson.



Núverandi breyting frá og með 4. nóvember 2024 kl. 16:05

Georg Valdimar Hermannsson kaupfélagsstjóri fæddist 16. ágúst 1939.
Foreldrar hans voru Hermann Víglundur Búason frá Litlu-Hvalsá í Hrútafirði, hótelstjóri í Borgarnesi, síðan starfsmaður Kaupfélags Borgfirðinga, f. 7. ágúst 1909 á Litlu-Hvalsá, d. 27. október 2005, og kona hans Hallbera Sigurrós Björnsdóttir frá Svanagrund í Engihlíðarhreppi, A-Hún., húsfreyja, f. 17. desember 1911 í Neðri-Lækjardal í Engihlíðarhreppi, d. 2. mars 1986.

Georg nam í Samvinnusskólanum 1956-1958.
Hann hóf störf hjá Kaupfélagi Borgfirðinga 1955, var um 9 mánaða skeið verslunarstjóri við kaupfélagið í Ólafsfirði, síðan starfsmaður kaupfélagsins í Borgarnesi, deildarstjóri, verslunarstjóri og síðar forstöðumaður deildanna annarra en vefnaðarvörudeildar.
Georg var ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Vestmannaeyja 1973, hóf störf þar milli jóla og nýjárs og gegndi til 1980. Hann var einnig kjörinn í stjórn Sparisjóðsins og sat þar meðan hann dvaldi í Eyjum. Þá var hann kjörinn formaður stjórnar Herjólfs fljótlega eftir komuna til Eyja og sat í stjórninni meðan hann dvaldi þar.
Úr Bliki 1980:
,,Á fundi kaupfélagsstjórnarinnar í Sambandshúsinu 13. nóv. 1973 var samþykkt að auglýsa kaupfélagsstjórastöðuna til umsóknar. Þá sóttu þrír menn um hana. Einn þeirra var Georg Hermannsson í Borgarnesi, starfsmaður og trúnaðarmaður Kaupfélgs Borgfirðinga þar. Hann var ráðinn kaupfélagsstjóri. Hann hóf síðan starf við áramótin 1973/1974. Tekið var þá til með ötulleik og athafnahug að endurreisa Kaupfélagið úr rústum eftir öll þau ósköp, sem yfir höfðu dunið á undanförnu ári.“

,,Ekki hafði Georg Hermannsson starfað marga mánuði í kaupfélagsstjórastöðunni, þegar hann lét Kaupfélagið stofna svokallaðan Vörumarkað. Þar eru vörur seldar við lægra verði en almennt á sér stað í umhverfinu. Skráð er í góðri heimild, að Eyjabúar muni hafa hagnazt um 6 milljónir króna á Vörumarkaði Kaupfélagsins árið 1975 og kr. 14 milljónir árið eftir. Þá hafði Kaupfélagið 42-43 % af heildarvörusölu í kaupstaðnum. Vörumarkaður Kaupfélagsins leiðir því til mikilla kjarabóta alls almennings í kaupstaðnum.“
Við endurkomuna til Borgarness varð hann aðstoðarkaupfélagsstjóri og fjármálastjóri kaupfélagsins. Síðustu 6-7 starfsár sín var hann forstöðumaður Hyrnunnar í Borgarnesi.
Georg var m.a. formaður sambands sveitarfélaga á Vesturlandi um skeið, sat í hreppsnefnd Borgarness og var kennari við Samvinnuskólann að Bifröst 1961-1964.
Þau Helga giftu sig 1962, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu skamma stund á efri hæð Kaupfélags Vestmannaeyja við Bárustíg 6, síðan á Steinsstöðum meðan þau bjuggu í Eyjum.

ctr
Georg, Hrafnhildur og Helga Helgadóttir.

I. Kona Georgs Valdimars, (3. desember 1962), er Helga Helgadóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 12. janúar 1943 á Hásteinsvegi 7.
Börn þeirra:
1. Helgi Georgsson markaðsstjóri, grafískur hönnuður, tónlistarmaður, f. 6. september 1962 í Eyjum, d. 5. febrúar 2014. Fyrrum sambýliskona hans Anna Margrét Sveinsdóttir. Fyrrum sambýliskona hans Erla Guðmundsdóttir. Unnusta Helga Eva Lilja Rúnarsdóttir.
2. Hrafnhildur Georgsdóttir húsfreyja, kennari í Kópavogi, f. 11. mars 1976. Maður hennar Jón Óttar Birgisson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Georg.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Tröllatunguætt. Sæmundur Björnsson í samvinnu við Ættfræðistofu Þorsteins Jónssonar. Reykjavík 1991.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.