Helgi Georgsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Helgi Georgsson.

Helgi Georgsson markaðsstjóri, grafískur hönnuður, tónlistarmaður fæddist 6. september 1962 í Eyjum og lést 5. febrúar 2014 á heimili sínu í Kópavogi.
Foreldrar hans voru Georg Valdimar Hermannsson verslunarstjóri, kaupfélagsstjóri, f. 16. ágúst 1939, og kona hans Helga Helgadóttir húsfreyja, verslunarmaður, starfsmaður dvalarheimilis, starfsmaður leikskóla, f. 12. janúar 1943.

Börn Helgu og Georgs:
1. Helgi Georgsson grafískur hönnuður, tónlistarmaður, f. 6. september 1962 í Eyjum, d. 5. febrúar 2014.
2. Hrafnhildur Georgsdóttir húsfreyja, kennari í Kópavogi, f. 11. mars 1976. Maður hennar Jón Óttar Birgisson.

Helgi var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Borgarnesi og Eyjum.
Hann var markaðsstjóri um skeið, þjálfaðist í grafískri hönnun og tónlist og lék m.a. með Url og Tenderfoot. Einnig lék hann með tónlistarmönnum í Betel og Betaníu.
Helgi bjó á Hólagötu 39. Hann rak Flugkaffi í Eyjum um skeið.

I. Fyrrum sambýliskona er Helga Anna Margrét Sveinsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1968. Foreldrar hennar Sveinn Halldór Guðmundsson húsasmíðameistari í Hveragerði, f. 5. september 1948, og Gerður Tómasdóttir, f. 6. ágúst 1950.
Börn þeirra:
1. Helga Helgadóttir lyfjafræðingur, f. 10. desember 1986. Maður hennar Árni Þorkell Árnason.
2. Sveinn Halldór Helgason nemi, f. 8. október 1988. Sambýliskona hans Súsanna Sif Jónsdóttir.
3. Bjarki Tómas Helgason vélvirki, vélstjóri, sjómaður, f. 8. október 1988. Sambýliskona hans Petra Rán Jóhannsdóttir.

II. Fyrrum sambúðarkona Helga er Erla Guðmundsdóttir, f. 31. maí 1966.
Börn þeirra:
4. Brynhildur Helgadóttir nemi í lögreglufræðum, f. 4. apríl 1993. Sambúðarmaður Pétur Diðriksson.
5. Hulda Helgadóttir stúdent, f. 14. október 2001.

III. Unnusta Eva Lilja Rúnarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.