„Hörður Baldvinsson (framkvæmdastjóri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Hörður Baldvinsson (framkvæmdastjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 6: Lína 6:
2. [[Elías Baldvinsson]] slökkviliðsstjóri, f. 1. júní 1938 á Háarima í Djúpárhreppi, d. 16. september 2003. Kona hans [[Halla Guðmundsdóttir (Presthúsum)|Halla Guðmundsdóttir]], látin.<br>
2. [[Elías Baldvinsson]] slökkviliðsstjóri, f. 1. júní 1938 á Háarima í Djúpárhreppi, d. 16. september 2003. Kona hans [[Halla Guðmundsdóttir (Presthúsum)|Halla Guðmundsdóttir]], látin.<br>
3. [[Baldur Þór Baldvinsson]] húsasmíðameistari í Kópavogi, f. 19. júní 1941 á [[Staðarfell]]i. Fyrrum kona hans  Arndís Ármann Steinþórsdóttir. Kona hans [[Hugrún Hlín Ingólfsdóttir]], látin. <br>
3. [[Baldur Þór Baldvinsson]] húsasmíðameistari í Kópavogi, f. 19. júní 1941 á [[Staðarfell]]i. Fyrrum kona hans  Arndís Ármann Steinþórsdóttir. Kona hans [[Hugrún Hlín Ingólfsdóttir]], látin. <br>
4. [[Kristinn Skæringur Baldvinsson]] húsasmíðameistari í Eyjum, f. 29. júní 1942 í Steinholti. Kona hans [[Sigríður Mínerva Jensdóttir]].<br>
4. [[Kristinn Skæringur Baldvinsson]] húsasmíðameistari í Eyjum og Kópavogi, f. 29. júní 1942 . Kona hans [[Sigríður Mínerva Jensdóttir]].<br>
5. [[Ragnar Þór Baldvinsson]] bifvélavirki, slökkviliðsstjóri í Eyjum, f. 31. desember 1945  í Steinholti. Kona hans [[Anna Jóhannsdóttir (Bjarmahlíð)|Anna Jóhannsdóttir]].<br>  
5. [[Ragnar Þór Baldvinsson]] bifvélavirki, slökkviliðsstjóri í Eyjum, f. 31. desember 1945  í Steinholti. Kona hans [[Anna Jóhannsdóttir (Bjarmahlíð)|Anna Jóhannsdóttir]].<br>  
6. [[Birgir Þór Baldvinsson]] grunnskólakennari í Reykjavík, f. 15. janúar 1952 í Steinholti. Kona hans Halldóra N. Björnsdóttir.<br>
6. [[Birgir Þór Baldvinsson]] kennari í Reykjavík, f. 15. janúar 1952 í Steinholti. Kona hans Halldóra N. Björnsdóttir.<br>
7. [[Hrefna Baldvinsdóttir]] húsfreyja, launafulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ, f. 23. janúar 1954 í Steinholti. Maður hennar [[Snorri Þ. Rútsson]].<br>
7. [[Hrefna Baldvinsdóttir]] húsfreyja, launafulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ, f. 23. janúar 1954. Maður hennar [[Snorri Þ. Rútsson]].<br>
8. [[Gústaf Baldvinsson| Baldvin ''Gústaf'' Baldvinsson]] sagnfræðingur, framkvæmdastjóri hjá Sea Food, dótturfyrirtæki Samherja  í Hull, f. 30. ágúst 1957. Kona hans Anna Gunnlaugsdóttir. <br>  
8. [[Gústaf Baldvinsson| Baldvin ''Gústaf'' Baldvinsson]] framkvæmdastjóri hjá Seagold, dótturfyrirtæki Samherja  í Hull, f. 30. ágúst 1957. Kona hans Anna Gunnlaugsdóttir. <br>  
9. [[Hörður Baldvinsson (framkvæmdastjóri)|Hörður Baldvinsson]] safnstjóri [[Byggðasafn Vestmannaeyja|Byggðasafns Vestmannaeyja]], síðan framkvæmdastjóri [[Þekkingarsetur Vestmannaeyja|Þekkingarsetursins]], f. 25. nóvember 1961. Kona hans [[Bjarney Magnúsdóttir (leikskólastjóri)|Bjarney Magnúsdóttir]].<br>
9. [[Hörður Baldvinsson (framkvæmdastjóri)|Hörður Baldvinsson]] safnstjóri [[Byggðasafn Vestmannaeyja|Byggðasafns Vestmannaeyja]], síðan framkvæmdastjóri [[Þekkingarsetrið|Þekkingarsetursins]], f. 25. nóvember 1961. Kona hans [[Bjarney Magnúsdóttir (leikskólastjóri)|Bjarney Magnúsdóttir]].<br>


Hörður var með foreldrum sínum, við [[Illugagata|Illugagötu 7]].<br>
Hörður var með foreldrum sínum, við [[Illugagata|Illugagötu 7]].<br>
Lína 25: Lína 25:
Frá 2020 hefur Hörður verið framkvæmdastjóri [[Þekkingarsetur]]s í Vestmannaeyjum. Starfið fellst í að aðstoða við nýsköpun í Vestmannaeyjum og hlúa að frumkvöðlum og efla samstarf milli atvinnufyrirtækja á staðnum.<br>
Frá 2020 hefur Hörður verið framkvæmdastjóri [[Þekkingarsetur]]s í Vestmannaeyjum. Starfið fellst í að aðstoða við nýsköpun í Vestmannaeyjum og hlúa að frumkvöðlum og efla samstarf milli atvinnufyrirtækja á staðnum.<br>
Þau Bjarney giftu sig 1987, eignuðust tvö börn og Hörður fóstraði barn Bjarneyjar. Þau búa við [[Áshamar|Áshamar 32]].
Þau Bjarney giftu sig 1987, eignuðust tvö börn og Hörður fóstraði barn Bjarneyjar. Þau búa við [[Áshamar|Áshamar 32]].
<center>[[Mynd:Bjarney Magnusdottir, Hordur Baldvinsson og born.jpg|center|400px]]</center>
<center>''Bjarney Magnúsdóttir, Hörður Baldvinsson og börn.</center>


I. Kona Harðar, (23. maí 1987), er [[Bjarney Magnúsdóttir (leikskólastjóri)|Bjarney Magnúsdóttir]] húsfreyja, leikskólastjóri, f. 30. janúar 1959 í Eyjum.<br>
I. Kona Harðar, (23. maí 1987), er [[Bjarney Magnúsdóttir (leikskólastjóri)|Bjarney Magnúsdóttir]] húsfreyja, leikskólastjóri, f. 30. janúar 1959 í Eyjum.<br>

Núverandi breyting frá og með 18. september 2024 kl. 16:40

Hörður Baldvinsson framkvæmdastjóri fæddist 25. nóvember 1961 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Baldvin Skæringsson frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, sjómaður, matsveinn, stýrimaður, skipstjóri, bátasmiður, f. 30. ágúst 1915, d. 24. febrúar 2006, og kona hans Þórunn Elíasdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1916, d. 29. júlí 1990.

Börn Þórunnar og Baldvins:
1. Kristín Elísa Baldvinsdóttir húsfreyja, starfsmaður Íslandspósts, f. 19. ágúst 1936 á Bala í Djúpárhreppi, d. 19. júlí 2003. Maður hennar Hörður Runólfsson.
2. Elías Baldvinsson slökkviliðsstjóri, f. 1. júní 1938 á Háarima í Djúpárhreppi, d. 16. september 2003. Kona hans Halla Guðmundsdóttir, látin.
3. Baldur Þór Baldvinsson húsasmíðameistari í Kópavogi, f. 19. júní 1941 á Staðarfelli. Fyrrum kona hans Arndís Ármann Steinþórsdóttir. Kona hans Hugrún Hlín Ingólfsdóttir, látin.
4. Kristinn Skæringur Baldvinsson húsasmíðameistari í Eyjum og Kópavogi, f. 29. júní 1942 . Kona hans Sigríður Mínerva Jensdóttir.
5. Ragnar Þór Baldvinsson bifvélavirki, slökkviliðsstjóri í Eyjum, f. 31. desember 1945 í Steinholti. Kona hans Anna Jóhannsdóttir.
6. Birgir Þór Baldvinsson kennari í Reykjavík, f. 15. janúar 1952 í Steinholti. Kona hans Halldóra N. Björnsdóttir.
7. Hrefna Baldvinsdóttir húsfreyja, launafulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ, f. 23. janúar 1954. Maður hennar Snorri Þ. Rútsson.
8. Baldvin Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóri hjá Seagold, dótturfyrirtæki Samherja í Hull, f. 30. ágúst 1957. Kona hans Anna Gunnlaugsdóttir.
9. Hörður Baldvinsson safnstjóri Byggðasafns Vestmannaeyja, síðan framkvæmdastjóri Þekkingarsetursins, f. 25. nóvember 1961. Kona hans Bjarney Magnúsdóttir.

Hörður var með foreldrum sínum, við Illugagötu 7.
Hann lærði vélvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum og í tæknideild Ísfélags Vestmannaeyja1 1977-1981, var á náttúrufræðibraut Framhaldsskólans í Eyjum 1982-1983, nam við raungreinadeild Tækniskóla Íslands 1983-1984, lærði uppsetningu og rekstur fyrirtækja og verkefnastjórnun í D.B.R í Swansea í Wales 1995-1996, lærði til diploma í markaðs- og útflutningsfræðum í Háskóla Íslands 2000-2001 og til diploma og PMA í verkefnastjórnun í sama skóla 2008-2009. Hann stundaði nám til kennsluréttinda á framhaldsskólastigi í Háskólanum í Reykjavík 2009-2010 og lauk mastersprófi í kennsluvísindum í sama skóla 2010-2011.
Hörður hefur setið ýmiskonar starfstengd námskeið í Svíþjóð, Danmörku, Sviss og Bandaríkjunum.
Hann vann í tæknideild Vífilfells við almenna viðhaldsvinnu og síðar sá hann um starfsmannahald og daglegan rekstur tæknideildar á árunum 1984-1991. Hann var verksmiðjustjóri hjá Íslensku Bergvatni 1991-1993, var framkvæmdastjóri Seltzer Drinks á Íslandi og í Bretlandi 1993-1995. Á árunum 1996-1999 var Hörður eigandi og framkvæmdastjóri Brecknock Brewery Ltd. í Swansea í Wales, vann hjá Welsh Distillers Ltd. í Wales, var í stjórnun hjá World Wide Process Plant Ltd. í Chester á Englandi og vann hjá Coach House Brewing Company Ltd. í Warrington á Englandi.
Á árunum 1999-2004 var hann verkefnastjóri hjá Impru Iðntæknistofnun fyrir uppfinningamenn og frumkvöðla, í samnorrænum verkefnum og verkefni í Asíu, m.a. í Taiwan, Kína og Vietnam. Samhliða vinnu hjá Impru skrifaði Hörður kennsluefni fyrir þá, sem vilja hefja sjálfstæðan atvinnurekstur. Hann var einnig verkefnastjóri Frumkvöðlastuðnings fyrir Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og fyrir Átak til atvinnusköpunar fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið.
Á árunum 2004-2006 var Hörður sjálfstætt starfandi ráðgjafi fyrirtækja, m.a. verkefnisstjóri hjá Víkinghúsum ehf. og Fasteignafélaginu Hraunbæ 107 ehf., sá um fjölda námskeiða, m.a. fyrir starfsmenn Íþrótta – og tómstundaráðs, Félag kvenna í atvinnurekstri, starfsmenn Slökkviliðs Reykjavíkur. Hörður var framkvæmdastjóri og eigandi byggingafyrirtækisins Háholt 4 ehf., sem byggði íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ á árunum 2006-2008.
Hann var 2008-2010 deildarstjóri Framkvæmda- og eignaumsýslu hjá Sveitarfélaginu Árborg. Hörður var deildarstjóri Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 2011-1018.
Hann var safnstjóri Sagnheima í Vestmannaeyjum 2018-2020.
Frá 2020 hefur Hörður verið framkvæmdastjóri Þekkingarseturs í Vestmannaeyjum. Starfið fellst í að aðstoða við nýsköpun í Vestmannaeyjum og hlúa að frumkvöðlum og efla samstarf milli atvinnufyrirtækja á staðnum.
Þau Bjarney giftu sig 1987, eignuðust tvö börn og Hörður fóstraði barn Bjarneyjar. Þau búa við Áshamar 32.

Bjarney Magnúsdóttir, Hörður Baldvinsson og börn.

I. Kona Harðar, (23. maí 1987), er Bjarney Magnúsdóttir húsfreyja, leikskólastjóri, f. 30. janúar 1959 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Rúna Sif Harðardóttir, lærir félagsráðgjöf, f. 8. maí 1986. Sambúðarmaður hennar Haukur Már Guðmundsson.
2. Herdís Harðardóttir aðstoðarkaupfélagsstjóri, f. 25. júlí 1992. Sambúðarmaður hennar Ævar Marteinsson.
Barn Bjarneyjar og fósurbarn Harðar:
3. Hávarður Birgir Bernódusson verkstjóri, f. 30. október 1979. Sambúðarkona hans er Vania Christina Lopes.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.