„Þórarinn Guðmundsson (Miðbæ)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Þórarinn Guðmundsson''' frá Miðbæ, gjaldkeri í Reykjavík fæddist 7. ágúst 1918 og lést 7. mars 1957.<br> Foreldrar hans voru Guðmundur Eyjólfsson verkamaður, sjómaður, f. 7. október 1886 í Björnskoti u. Eyjafjöllum, drukknaði 16. desember 1924, og kona hans Áslaug Eyjólfsdóttir frá Vík í Lóni, A.-Skaft., húsfreyja, f. þar 15. janúar 1881, d. 24. júlí 1952....)
 
m (Verndaði „Þórarinn Guðmundsson (Miðbæ)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 2. júní 2024 kl. 19:38

Þórarinn Guðmundsson frá Miðbæ, gjaldkeri í Reykjavík fæddist 7. ágúst 1918 og lést 7. mars 1957.
Foreldrar hans voru Guðmundur Eyjólfsson verkamaður, sjómaður, f. 7. október 1886 í Björnskoti u. Eyjafjöllum, drukknaði 16. desember 1924, og kona hans Áslaug Eyjólfsdóttir frá Vík í Lóni, A.-Skaft., húsfreyja, f. þar 15. janúar 1881, d. 24. júlí 1952.

Börn Áslaugar og Guðmundar:
1. Björn Guðmundsson kaupmaður, útgerðarmaður í Eyjum, f. 24. júní 1915 á Hjalla, d. 24. júní 1992.
2. Rakel Guðmundsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 12. nóvember 1916 á Hjalla, d. 14. október 1966.
3. Þórarinn Guðmundsson skrifstofumaður í Reykjavík, f. 7. ágúst 1918 á Fögrubrekku, d. 7. mars 1957.
4. Tryggvi Guðmundsson kaupmaður í Eyjum og Hafnarfirði, bjó síðast í Kópavogi, f. 1. október 1920 í Miðbæ, d. 1. júní 2004.
5. Ástvaldur Ragnar Guðmundsson, f. 18. apríl 1922 í Miðbæ, hrapaði til bana úr Klifinu 19. maí 1936.
Barn Guðmundar og Þórönnu Eyjólfsdóttur:
6. Sigurjón Vídalín Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 27. september 1911, d. 20. janúar 1999.

Þórarinn var með foreldrum sínum, á Fögrubrekku og í Miðbæ við Faxastíg 18.
Hann varð gjalkeri í Rvk.
Þau Anika giftu sig 1948, eignuðust tvö börn.

I. Kona Þórarins, (21. nóvember 1948), var Anika Magnúsdóttir, frá Görðum í Önundarfirði í V.-Ís., húsfreyja, f. 27. janúar 1926, d. 3. september 2015. Foreldrar hennar voru Magnús Reinaldsson bóndi, f. 14. apríl 1897, d. 4. mars 1952, og kona hans Guðmunda Guðríður Sigurðardóttir frá Kirkjubóli í Múlahreppi í Barð., húsfreyja, f. 9. maí 1902, d. 28. mars 1993.
Börn þeirra:
1. Áslaug Guðmunda Þórarinsdóttir, húsfreyja í Rvk, f. 27. apríl 1948 á Flateyri. Fyrrum maður hennar Elías Ragnar Gissurarson vélamaður.
2. Þór Garðar Þórarinsson, í Rvk, f. 9. febrúar 1956, ókvæntur.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.