„Anna Ólafsdóttir (Keldudal)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Anna Ólafsdóttir. '''Anna Ólafsdóttir''' frá Keldudal í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 21. maí 1909 og lést 8. júlí 2002 á dvalarheimilinu Kumbaravogi.<br> Foreldrar hennar voru Ólafur Bjarnason bóndi, f. 20. apríl 1866 í Engigarði í Mýrdal, d. 16. september 1952, og kona hans Guðrún Dagbjartsdóttir húsfreyja, f. 22. maí 1874,...)
 
m (Verndaði „Anna Ólafsdóttir (Keldudal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 20. febrúar 2024 kl. 10:51

Anna Ólafsdóttir.

Anna Ólafsdóttir frá Keldudal í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 21. maí 1909 og lést 8. júlí 2002 á dvalarheimilinu Kumbaravogi.
Foreldrar hennar voru Ólafur Bjarnason bóndi, f. 20. apríl 1866 í Engigarði í Mýrdal, d. 16. september 1952, og kona hans Guðrún Dagbjartsdóttir húsfreyja, f. 22. maí 1874, d. 3. febrúar 1941.

Börn Ólafs og Guðrúnar í Eyjum:
1. Jórunn Sigurlín Ólafsdóttir húsfreyja í Kirkjudal, f. 12. nóvember 1903, d. 29. maí 1995.
2. Bjarngerður Ólafsdóttir húsfreyja á Heiði, f. 11. júní 1907, d. 20. febrúar 1996.
3. Anna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 21. maí 1909, d. 8. júlí 2002.
4. Eyvindur Bjarni Ólafsson vinnumaður, sjómaður, f. 11. september 1913, d. 8. júní 1981.

Anna var hjá foreldrum sínum í Keldudal til 1921, var tökubarn í Suður-Hvammi í Mýrdal 1921-1923, með foreldrum sínum á Ketilsstöðum þar 1923-1931.
Hún fór til Eyja 1931, var þar um skeið, kom að Oddgeirshóla-Austurkoti 1939.
Þau Einar giftu sig 1940, eignuðust tvö börn og fósturbarn. Þau bjuggu í Oddgeirshóla-Austurkoti.
Einar lést 1980 og Anna 2002.

I. Maður Önnu, (1. júlí 1940), var Einar Sigurðsson frá Sölvholti í Hraungerðishreppi, Árn., bóndi, f. 2. júní 1897, d. 20. mars 1980. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson bóndi, f. 21. ágúst 1891, d. 12. júní 1949, og kona hans Anna Einarsdóttir húsfreyja, f. 24. febrúar 1871, d. 22. desember 1959.
Börn þeirra:
1. Sigurður Einarsson, f. 4. júní 1939. Kona hans Ásta Ólafsdóttir.
2. Ólafur Gunnar Einarsson, f. 24. desember 1941.
Fósturdóttir þeirra:
3. Almveig Lára Bergrós Kristjánsdóttir, f. 27. október 1945. Maður hennar Grétar Geirsson.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 13. júlí 2002. Minning.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.