„María Tegeder“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''María Tegeder''' fæddist 5. nóvember 1952 að Brekastíg 35.<br> Foreldrar hennar voru Gerhard Diedrich Heinrich Tegeder (Hinrik Hinriksson), af þýskum ættum, f. 17. október 1911 í Bremerhaven, d. 21. desember 1976 í Eyjum, og kona hans Sigurást (''Ásta'') Þóranna ''Tegeder'', f. 12. nóv. 1915, d. 18. maí 1991. Börn Ástu og Heinrich:<br> 1. Edda Tegeder húsfre...)
 
m (Verndaði „María Tegeder“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 25. nóvember 2023 kl. 17:55

María Tegeder fæddist 5. nóvember 1952 að Brekastíg 35.
Foreldrar hennar voru Gerhard Diedrich Heinrich Tegeder (Hinrik Hinriksson), af þýskum ættum, f. 17. október 1911 í Bremerhaven, d. 21. desember 1976 í Eyjum, og kona hans Sigurást (Ásta) Þóranna Tegeder, f. 12. nóv. 1915, d. 18. maí 1991.

Börn Ástu og Heinrich:
1. Edda Tegeder húsfreyja, f. 7. apríl 1939 í Bremerhaven í Þýskalandi, býr nú á Eyjahrauni 7. Maður hennar var Haraldur Traustason.
2. Herdís Tegeder húsfreyja, f. 26. september 1940 á Háeyri, Vesturvegi 11, d. 8. júní 2019. Maður hennar var Sveinn Adolf Sigurjónsson, látinn. Sambýlismaður hennar er Hermann Kristján Jónsson.
3. Guðmundur Heinrich Tegeder verkamaður, f. 15. júlí 1949 á Sætúni, Bakkastíg 10, d. 12. apríl 2011. Kona hans er Jólína Bjarnason frá Færeyjum.
4. María Tegeder húsfreyja, f. 5. nóvember 1952 að Brekastíg 35. Barnsfaðir hennar var Ólafur Friðrik Guðjónsson, Sambúðarmaður hennar var Þorsteinn Nielsen. Sambúðarmaður hennar er Guðlaugur Friðþórsson.

María vann við fiskiðnað og rak gistiheimili í 9 ár.
Hún eignaðist barn með Ólafi Friðriki 1971.
Þau Þorsteinn bjuggu saman í 14 ár, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Stakkagerði og á Heiðarbóli við Brekastíg 8, en skildu.
Þau Guðlaugur búa saman á Brekastíg 35.

I. Barnsfaðir Maríu var Ólafur Friðrik Guðjónsson frá Hvoli við Urðaveg, sjómaður útgerðarmaður, f. 26. júní 1951, hrapaði til bana 1. júlí 2023.
Barn þeirra:
1. Diljá Tegeder Ólafsdóttir, f. 21. september 1971.

II. Fyrrum sambúðarmaður Maríu er Þorsteinn Nielsen, f. 9. febrúar 1949. Foreldrar hans voru Níels Carl Nielsen, f. 5. desember 1925, d. 1. apríl 1983, og kona hans Guðbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Nielsen húsfreyja, f. 21. maí 1924, d. 5. janúar 1977.
Barn þeirra:
2. Sæunn Tegeder Þorsteinsdóttir, f. 22. september 1980.

III. Sambúðarmaður Maríu er Guðlaugur Friðþórsson sjómaður, f. 24. september 1961.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.