„Baldur Þór Þorvaldsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Baldur Þór Þorvaldsson. '''Baldur Þór Þorvaldsson''' verkfræðingur fæddist 6. júní 1951 í Eyjum.<br> Foreldrar hans voru Jakobína Jónsdóttir frá Flatey á Breiðpafirði, húsfreyja, kennari, f. 4. nóvember 1919, d. 14. febrúar 2009, og maður hennar Þorvaldur Sæmundsson frá Baldurshaga á Stokkseyri, kennari, skólastjóri, bæjarfu...) |
m (Verndaði „Baldur Þór Þorvaldsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 29. júlí 2023 kl. 15:02
Baldur Þór Þorvaldsson verkfræðingur fæddist 6. júní 1951 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jakobína Jónsdóttir frá Flatey á Breiðpafirði, húsfreyja, kennari, f. 4. nóvember 1919, d. 14. febrúar 2009, og maður hennar Þorvaldur Sæmundsson frá Baldurshaga á Stokkseyri, kennari, skólastjóri, bæjarfulltrúi, ljóðskáld, f. 20. september 1918, d. 12. júlí 2007.
Börn Jakobínu og Þorvaldar:
1. Jón Þorvaldsson tæknifræðingur hjá Reykjavíkurhöfn, f. 30. júlí 1949. Kona hans Guðbjörg Jónsdóttir.
2. Baldur Þór Þorvaldsson verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins, f. 4. júní 1951.
3. Katrín Þorvaldsdóttir kennari, f. 11. ágúst 1952. Fyrrum menn hennar Jochum Magnússon og Steinþór Þráinsson.
4. Ingibjörg Rósa Þorvaldsdóttir matvælafræðingur, f. 15. júlí 1963.
Baldur lauk prófum í byggingatæknifræði í Tækniskóla Íslands 1976, prófi í byggingaverkfræði í Tekniska högskolan í Lundi í Svíþjóð 1984.
Hann var byggingatæknifræðingur hjá Vegagerð ríkisins 1977-1985, þó með hléum 1982-1984 vegna náms í Lundi, byggingaverkfræðingur hjá sömu stofnun frá 1985; og frá 1994 hjá Vegagerðinni. Hann vann hjá ofangreindum stofnunum í brúadeild til 1990, þegar við tók áætlanadeild brúahönnunar. Hann hefur starfað við framkvæmdir, eftirlit og hönnun brúa.
Hann er ókvæntur og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Baldur Þór.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.