„Katrín Stefánsdóttir (Brekastíg)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Katrín Stefánsdóttir (Brekastíg)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 23: | Lína 23: | ||
[[Flokkur: Húsfreyjur]] | [[Flokkur: Húsfreyjur]] | ||
[[Flokkur: Skrifstofumenn]] | [[Flokkur: Skrifstofumenn]] | ||
[[Flokkur: | [[Flokkur: Klinikdömur]] | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]] | ||
[[Flokkur: Íbúar við Brekastíg]] | [[Flokkur: Íbúar við Brekastíg]] | ||
[[Flokkur: Íbúar við Búastaðabraut]] | [[Flokkur: Íbúar við Búastaðabraut]] |
Núverandi breyting frá og með 30. maí 2023 kl. 11:13
Katrín Stefánsdóttir frá Brekastíg 37, húsfreyja, skrifstofumaður, aðstoðarmaður tannlæknis fæddist 28. júní 1963 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Stefán Ágúst Guðmundsson frá Vorsabæjarhjáleigu í Flóa, verkamaður, f. 1. ágúst 1919, d. 22. júní 2000, og kona hans Sigríður Elísabet Jóhannsdóttir Weihe Guðmundsson frá Suðurey í Færeyjum, húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 9. janúar 1921, d. 1. apríl 2016.
Barn Sigríðar með Sigurði Breiðfjörð Ólafssyni og kjörbarn Stefáns:
1. Johan Edvin Weihe Stefánsson, f. 26. maí 1945 í Vorsabæjarhjáleigu. Fyrrum kona hans Gunnhildur Elsa Hrólfsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Steinunn Eggertsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Hjördís Guðmundsdóttir.
Börn Sigríðar og Stefáns:
2. Guðmundur Weihe Stefánsson, f. 3. desember 1946 í Framnesi. Kona hans Ellý Elíasdóttir.
3. Sigurður Weihe Stefánsson, f. 13. maí 1949 á Skjaldbreið. Kona hans Ásta Traustadóttir.
4. Guðmar Weihe Stefánsson, f. 8. október 1952 í Akurey. Fyrri kona hans Erna Margrét Laugdal Ottósdóttir. Kona hans Ragnhildur Ragnarsdóttir.
5. Elías Weihe Stefánsson, f. 19. desember 1953 í Akurey. Kona hans Hjördís Guðbjartsdóttir.
6. Katrín Stefánsdóttir, f. 28. júní 1963 á Sjúkrahúsinu. Maður hennar Steingrímur Svavarsson.
Katrín var með foreldrum sínum.
Hún lauk verslunarprófi í Framhaldsskólanum.
Katrín vann skrifstofustörf hjá Bæjarfógeta og víðar, m.a. hjá Bæjarveitum í 12 ár, tvö ár í Sparisjóðnum, í 4 ár hjá Sigurgeiri Jónassyni ljósmyndara við skrásetningu mynda. á Sjúkrahúsinu í 4 ár og frá 2015 hefur hún verið aðstoðarmaður tannlæknis.
Þau Steingrímur hófu sambúð í febrúar 1983, eiga ekki börn. Þau búa við Búastaðabraut 10.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.