„Magnús Eyjólfsson (silfursmiður)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 14: Lína 14:
Magnús  var 33 ára ekkill í [[Brandshús]]i 1860,  titlaður gjörtlari (þ.e. sá, sem smíðar smáhluti úr málmi).<br>
Magnús  var 33 ára ekkill í [[Brandshús]]i 1860,  titlaður gjörtlari (þ.e. sá, sem smíðar smáhluti úr málmi).<br>
Magnús var fluttur  sveitarflutningi með dætur sínar  tvær til Fljótshlíðar 1861.<br>
Magnús var fluttur  sveitarflutningi með dætur sínar  tvær til Fljótshlíðar 1861.<br>
Hann fluttist á Suðurnes, eignaðist son með Valgerði Tómasdóttur á Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd 1866, Túbal Karl, en hann lést nokkurra mánaða gamall.  Þau eignuðust annan son 1867 og var hann skírður Túbal Karl Magnús. Hann var sendur austur  í Fljótshlíð á unga aldri, líklega hreppaflutningi á heimasveit föður síns, en faðir hans og Valgerður bústýra hans dvöldu áfram á Suðurnesjum. Túbal Karl var m.a. faðir Ólafs Túbals listmálara í Múlakoti.<br>
Ragnhildur var 12 ára sveitarómagi í Hlíðarendakoti þar 1870, fluttist síðar á Suðurnes. <br>
Ragnhildur var 12 ára sveitarómagi í Hlíðarendakoti þar 1870, fluttist síðar á Suðurnes. <br>
Guðlaug fór aftur til Eyja og var vinnukona hjá Árna frænda sínum í Brekkuhúsi 1870-1873, en fluttist þá á Suðurnes og til Vesturheims 1876.<br>
Guðlaug fór aftur til Eyja og var vinnukona hjá Árna frænda sínum í Brekkuhúsi 1870-1873, en fluttist þá á Suðurnes og til Vesturheims 1876.<br>
Magnús var ekkill, vinnumaður á Stóru-Vatnsleysu í Gullbr.sýslu 1870, vinnumaður og silfursmiður þar 1880, lausamaður og smiður þar 1890.<br>
Magnús var skráður ekkill, vinnumaður á Stóru-Vatnsleysu í Gullbr.sýslu 1870, vinnumaður og silfursmiður þar 1880, lausamaður og smiður þar 1890.<br>
Hann lést 1899.<br>
Hann lést 1899.<br>


I. Kona Magnúsar, (1. nóvember 1854), var [[Guðrún Guðmundsdóttir (Vanangri)|Guðrún Guðmundsdóttir]] húsfreyja, f. 19. september 1828, d. 9. september 1860.<br>
I. Kona Magnúsar, (1. nóvember 1854), var [[Guðrún Guðmundsdóttir (Vanangri)|Guðrún Guðmundsdóttir]] húsfreyja, f. 19. september 1828, d. 9. september 1860.<br>
Börn þeirra hér:<br>
Börn þeirra hér:<br>
1. [[Guðlaug Magnúsdóttir (Fredensbolig)|Guðlaug Magnúsdóttir]], f. 6. nóvember 1851 á Sámsstöðum í Fljótshlíð, d. 8. ágúst 1918. Hún fluttist til Vesturheims. <br>
1. [[Guðlaug Magnúsdóttir (Fredensbolig)|Guðlaug Magnúsdóttir]], f. 8. nóvember 1851, d. 8. ágúst 1918. Hún fluttist til Vesturheims. <br>
2. María Magnúsdóttir, f. 18. september 1854, d. 20. júlí 1861 „af  kyrkingarveiki“.<br>
2. María Magnúsdóttir, f. 18. september 1854, d. 20. júlí 1861 „af  kyrkingarveiki“.<br>
3. [[Ragnhildur Magnúsdóttir (Vanangri)|Ragnhildur Magnúsdóttir]] húsfreyja í Litlabæ á Reykjanesi, síðar í Hafnarfirði,  f. 21. desember 1857 í [[Vanangur|Vanangri]], d. 9. maí 1937.<br>
3. [[Ragnhildur Magnúsdóttir (Vanangri)|Ragnhildur Magnúsdóttir]] húsfreyja í Litlabæ á Reykjanesi, síðar í Hafnarfirði,  f. 21. desember 1857 í [[Vanangur|Vanangri]], d. 9. maí 1937.<br>
II. Barnsmóðir Magnúsar og bústýra var Valgerður Tómasdóttir úr Gaulverjabæjarsókn, húskona á Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, f. 17. desember 1846, d. 10. apríl 1878. Foreldrar hennar voru Tómas Ólafsson bóndi í Bollakoti í Fljótshlíð, f. 24. febrúar 1824, d. 11. apríl 1867, og kona hans Þuríður Nikulásdóttir húsfreyja, f. 24. maí 1821, d. 4. október 1889.<br>
Börn þeirra voru:<br>
4. Túbal Karl, f. 21. mars 1866, d. 2. júní 1866.<br>
5. Túbal Karl Magnús Magnússon bóndi í Múlakoti í Fljótshlíð, f. 30. desember 1867 á Stóru-Vatnsleysu, d. 9. maí 1946.
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].

Núverandi breyting frá og með 23. maí 2023 kl. 17:24

Magnús Eyjólfsson silfursmiður fæddist 23. febrúar 1828 í Fljótshlíð og lést 25. júlí 1899.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Oddsson bóndi Torfastöðum þar, síðar hreppstjóri og sáttasemjari á Eyvindarmúla þar og að lokum bóndi í Fljótsdal þar, f. 1789, d. 13. júlí 1853, og fyrri kona hans Guðrún Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1794, d. 17. nóvember 1835.

Magnús var 6 ára með fjölskyldu sinni á Torfastöðum 1835, með ekklinum föður sínum og fjölskyldu þar 1840.
Hann var 19 ára vinnumaður á Árgilsstöðum í Hvolhreppi 1845, vinnumaður hjá Oddi bróður sínum á Sámsstöðum í Fljótshlíð 1850.
Þau Guðrún fluttust til Eyja 1854, hann 27 ára frá Árgilsstöðum, en hún 26 ára frá Torfastöðum. Með þeim var barn þeirra Guðlaug þriggja ára. Heimili þeirra í Eyjum var í fyrstu í Fredensbolig, en brátt fluttust þau í Vanangur, og þar voru þau með Guðlaugu og Maríu, þá nýfædda.
Þau bjuggu í Vanangri 1857, en á Vesturhúsum 1860. Síðar á árinu bjó Magnús ekkill í Brandshúsi, „liggur við sveit“.
María dóttir þeirra Guðrúnar var í fóstri hjá móðurbróður sínum Árna í Brekkuhúsi 1860. Hún lést 1861.
1860 var Guðlaug dóttir þeirra Guðrúnar níu ára í fóstri í Stakkagerði, en Ragnhildur þriggja ára í fóstri í Dölum.

Magnús var helsti silfursmiður í Eyjum á sinni tíð, smíðaði t. d. minningarskildi og kórónumerkið yfir aðaldyr hins þá nýreista þinghúss og annað yfir dyr á norðurvegg þess.
Minningarskjöldur um sr. Jón Austmann og konu hans Þórdísi Magnúsdóttur húsfreyju í kór Landakirkju er handarverk hans.
Hann var í Herfylkingunni. Hann var einn af smiðum hennar, smíðaði korða fyrir hana. Þeir þóttu listasmíð.
Magnús var 33 ára ekkill í Brandshúsi 1860, titlaður gjörtlari (þ.e. sá, sem smíðar smáhluti úr málmi).
Magnús var fluttur sveitarflutningi með dætur sínar tvær til Fljótshlíðar 1861.
Hann fluttist á Suðurnes, eignaðist son með Valgerði Tómasdóttur á Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd 1866, Túbal Karl, en hann lést nokkurra mánaða gamall. Þau eignuðust annan son 1867 og var hann skírður Túbal Karl Magnús. Hann var sendur austur í Fljótshlíð á unga aldri, líklega hreppaflutningi á heimasveit föður síns, en faðir hans og Valgerður bústýra hans dvöldu áfram á Suðurnesjum. Túbal Karl var m.a. faðir Ólafs Túbals listmálara í Múlakoti.
Ragnhildur var 12 ára sveitarómagi í Hlíðarendakoti þar 1870, fluttist síðar á Suðurnes.
Guðlaug fór aftur til Eyja og var vinnukona hjá Árna frænda sínum í Brekkuhúsi 1870-1873, en fluttist þá á Suðurnes og til Vesturheims 1876.
Magnús var skráður ekkill, vinnumaður á Stóru-Vatnsleysu í Gullbr.sýslu 1870, vinnumaður og silfursmiður þar 1880, lausamaður og smiður þar 1890.
Hann lést 1899.

I. Kona Magnúsar, (1. nóvember 1854), var Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1828, d. 9. september 1860.
Börn þeirra hér:
1. Guðlaug Magnúsdóttir, f. 8. nóvember 1851, d. 8. ágúst 1918. Hún fluttist til Vesturheims.
2. María Magnúsdóttir, f. 18. september 1854, d. 20. júlí 1861 „af kyrkingarveiki“.
3. Ragnhildur Magnúsdóttir húsfreyja í Litlabæ á Reykjanesi, síðar í Hafnarfirði, f. 21. desember 1857 í Vanangri, d. 9. maí 1937.

II. Barnsmóðir Magnúsar og bústýra var Valgerður Tómasdóttir úr Gaulverjabæjarsókn, húskona á Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, f. 17. desember 1846, d. 10. apríl 1878. Foreldrar hennar voru Tómas Ólafsson bóndi í Bollakoti í Fljótshlíð, f. 24. febrúar 1824, d. 11. apríl 1867, og kona hans Þuríður Nikulásdóttir húsfreyja, f. 24. maí 1821, d. 4. október 1889.
Börn þeirra voru:
4. Túbal Karl, f. 21. mars 1866, d. 2. júní 1866.
5. Túbal Karl Magnús Magnússon bóndi í Múlakoti í Fljótshlíð, f. 30. desember 1867 á Stóru-Vatnsleysu, d. 9. maí 1946.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.