Guðlaug Magnúsdóttir (Fredensbolig)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaug Magnúsdóttir í Fredensbolig og víðar í Eyjum fæddist 6. nóvember 1851 og lést 8. ágúst 1918 í Vesturheimi.
Foreldrar hennar voru Magnús Eyjólfsson silfursmiður, titlaður gjörtlari á Sámsstöðum við fæðingu Guðlaugar, f. 23. febrúar 1828, d. 25. júlí 1899, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, þá vinnukona á Sámsstöðum, f. 19. september 1828, d. 9. september 1860.

Móðursystkini Guðlaugar í Eyjum voru:
1. Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, síðar í Draumbæ, f. 26. desember 1813, drukknaði 29. september 1855.
2. Árni Guðmundsson bóndi í Brekkuhúsi, f. 18. desember 1817, d. 20. júlí 1889.
3. Guðmundur Guðmundsson gullsmiður, mormónatrúboði og forseti safnaðarins í Eyjum, síðar í Lehi í Utah, f. 10. mars 1825, d. 20. september 1883, kvæntur Maríu Guðmundsson (dönsk kona).
4. Þorgerður Guðmundsdóttir vinnukona í Brekkuhúsi, f. 15. febrúar 1824, d. 1. júní 1866, ógift.
5. Benedikt Guðmundsson vinnumaður í Háagarði, f. 19. apríl 1821, drukknaði 26. mars 1842. Hann var faðir Péturs í Þorlaugargerði ættföður eldri Oddsstaðasystkina.

Guðlaug fluttist til Eyja 1854 með foreldrum sínum.
Hún var með þeim í Fredensbolig 1855, fósturbarn í Dölum hjá Arndísi Jónsdóttur húsfreyju og Jóni Magnússyni sjávarbónda 1860, var flutt sveitarflutningi með föður sínum og systur til Fljótshlíðar 1861.
Guðlaug kom aftur til Eyja úr Fljótshlíð 1870 og var vinnukona í Brekkuhúsi hjá Árna móðurbróður sínum í Brekkuhúsi 1870-1873, en fluttist þá á Suðurnes.
Árið 1876 fór Guðlaug Magnúsdóttir 23 ára bústýra ásamt Jóni Sigurðssyni bónda 24 ára og barni þeirra Guðjóni Jónssyni tveggja ára, öll í Garðhúsum á Vatnsleysuströnd, frá Borðeyri til Vesturheims og stefndu á Halifax.
Hún var húsfreyja á Gimli í Manitoba 1882-91, síðan í Argyle og svo í ,,Hólar„-byggð í Assiniboine-árdalnum í Manitoba til 1909.
Hún lést 1918.

Guðlaug var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Jón Sigurðsson frá Stóru-Vatnsleysu í Gull., f. 8. desember 1852, drukknaði í Winnipegvatni 1. júlí 1879. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi, silfursmiður, f. 1814, d. 1897, og kona hans, skildu, Oddný Hannesdóttir húsfreyja, f. 1831, d. 1913.
Börn þeirra:
1. Jónína María Jónsdóttir Sigurdson, f. 20. september 1874, d. 4. júlí 1875.
2. Guðjón Jónsson húsasmiður í Winnipeg, f. 1874.
3. Sigurjón Magnús Jónsson Sigurdson lestarstjóri í Prince Robert í British Columbia, f. 29. september 1879. Kona hans Kristín Jónsdóttir Anderson Johnson.

II. Síðari maður Guðlaugar (1882), var Pétur Pálsson, bóndi á Jaðri við Íslendingafljót í Manitoba, póstafgreiðslumaður á Gimli, f. 29. ágúst 1844 á Ánastöðum í Loðmundarfirði, d. 3. desember 1924. Foreldrar hans voru Páll Guttormsson bóndi á Ánastöðum í Loðmundarfirði, f. 11. mars 1806, á Melum í Fnjóskadal, d. 20. mars 1883 á Ánastöðum, og kona hans Anna Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. mars 1813 á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá, d. 30. apríl 1888 á Ánastöðum.
Börn þeirra:
4. Petrína Pétursdóttir húsfreyja, f. 11. júní 1888 á Gimli, d. í júlí 1947, bjó í Winnipeg, gift enskum manni, Arnold Lorenzo.
5. Óskar Pétursson Paulson húsasmiður á Gimli og í Winnipeg, f. 20. mars 1891, d. 1969. Kona hans Caroline Svanhvít Guðmundsdóttir Olson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.