„Hrönn Róbertsdóttir (tannlæknir)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Hrönn Róbertsdóttir og Ólafur Teitur Guðnason. Hrönn Róbertsdóttir húsfreyja, tannlæknir fæddist 26. mars 1973 í Reykjavík.<br> Foreldrar hennar voru Róbert Sigurmundsson frá Mundahúsi við Vestmannabraut 25, húsasmíðameistari, f. þar 13. september 1948, d. 8. desember 2012, og kona hans Svanhildur Gísladóttir frá Selfossi, húsfreyja, kaupma...)
 
m (Verndaði „Hrönn Róbertsdóttir (tannlæknir)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 6. apríl 2023 kl. 13:21

Hrönn Róbertsdóttir og Ólafur Teitur Guðnason.

Hrönn Róbertsdóttir húsfreyja, tannlæknir fæddist 26. mars 1973 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Róbert Sigurmundsson frá Mundahúsi við Vestmannabraut 25, húsasmíðameistari, f. þar 13. september 1948, d. 8. desember 2012, og kona hans Svanhildur Gísladóttir frá Selfossi, húsfreyja, kaupmaður, f. þar 29. ágúst 1949.

Börn Svanhvítar og Róberts:
1. Íris Róbertsdóttir húsfreyja, kennari, bæjarstjóri, f. 11. janúar 1972. Maður hennar Eysteinn Gunnarsson.
2. Hrönn Róbertsdóttir húsfreyja, tannlæknir, f. 26. mars 1973. Fyrrum sambúðarmaður hennar Arnar Þórarinn Barðdal. Fyrrum maður hennar Sævar Pétursson. Sambúðarmaður hennar Ólafur Teitur Guðnason.
3. Telma Róbertsdóttir húsfreyja, fasteignasali, útgerðarkona, f. 27. júlí 1978. Maður hennar Sigurður Ingi Jóelsson.
4. Ívar Róbertsson viðskiptafræðingur, f. 23. mars 1983. Barnsmóðir hans Arndís Bára Ingimarsdóttir. Sambúðarkona Agnes Kristjánsdóttir.
5. Víðir Róbertsson bílasali, f. 25. september 1984. Sambúðarkona Hekla Hannesdóttir.





ctr
Börn Róberts Sigurmundssonar og Svanhildar Gísladóttur.

Hrönn var með foreldrum sínum, í Mundahúsi og við Höfðaveg 43b.
Hrönn varð stúdent í Menntaskólanum í Hamrahlíð 1992, lauk prófum í tannlækningum (varð cand. odont) í Háskóla Íslands 1999. Hún stundaði nám í í kennslu- og uppeldisfræði í Háskóla Íslands og lauk diplómanámi í American Association of Sleep Dental Medicine 2020.
Hrönn var aðstoðartannlæknir hjá Heimi Hallgrímssyni í Eyjum júní 1999 til desember 2000, tannlæknir í Garðabæ frá júní 2000 til september 2002, kenndi raungreinar í Fjölbrautarskólanum í Ármúla 2000-2001 og í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði 2001-2002 og kenndi í tannlækanadeild Háskólans í afleysingum.
Hún vann við tannlækningar á stofu með Sævari Péturssyni í rúman áratug, stofnaði Brosið heilsuklínik 2012 og hefur rekið hana.
Hrönn hefur setið í stjórn Tannlæknafélagsins og setið í ársþings- og endurmenntunarnefnd félagsins. Hún hefur haldið fyrirlestra, m.a. á ársþingum félagsins og Tanntæknafélagsins.
Hún var í sambúð með Arnari. Þau eignuðust eitt barn 1995.
Þau Sævar giftu sig 2005, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Ólafur Teitur hófu sambúð. Þau búa í Garðabæ.

I. Sambúðarmaður Hrannar er Arnar Þórarinn Barðdal framkvæmdastjóri, f. 25. maí 1972. Foreldrar hans Jón Arnar Ólason Barðdal seglasaumari, f. í Reykjavík, f. 18. maí 1943, og kona hans Björg Björgvinsdóttir húsfreyja, f. 2. maí 1945.
Barn þeirra:
1. Jón Arnar Barðdal ráðgjafi, f. 7. október 1995. Unnusta hans Hjördís Lilja Hjálmarsdóttir.

II. Maður Hrannar, (11. júní 2005, skildu), er Sævar Pétursson tannlæknir, f. 29. júlí 1960. Foreldrar hans Pétur Pétursson rafeindavirkjameistari, kaupmaður útsendingarstjóri, f. 14. júní 1936, d. 17. júlí 1987, og kona hans Ingibjörg Kjartansdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 26. október 1937.
Börn þeirra:
2. Ísey Sævarsdóttir, f. 20. janúar 2003.
3. Ísold Sævarsdóttir, f. 17. febrúar 2007.

III. Sambúðarmaður Hrannar er Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi, f. 2. október 1943. Foreldrar hans Guðni Þór Ólafsson prestur, prófstur, lengst að Melstað í Miðfirði, f. 6. apríl 1952, og kona hans Herbjört Pétursdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja, bókasafnsfræðingur, bókavörður, f. 26. febrúar 1951, d. 2. maí 1999.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið, 27. mars 2023. Dægradvöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Tannlæknatal 1854-1984: Æviágrip íslenskra tannlækna. Tannlæknafélag Íslands 1984. Ritnefnd Gunnar Þormar o.fl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.