„Sólveig Jónsdóttir (hárgreiðslumeistari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sólveig Jónsdóttir''' úr Reykjavík, húsfreyja, hárgreiðslumeistari fæddist þar 4. maí 1905 og lést 18. maí 1987.<br> Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson frá Brekkum í Rang., verkamaður, f. 18. ágúst 1861, d. 2. september 1944, og kona hans Gyðríður Steinsdóttir frá Steinsbæ á Eyrarbakka, húsfreyja, f. 18. september 1864, d. 19. júní 1929. Sólveig var með foreldrum sínum í æsku, á Hverfisgötu 38 1910, á Rauðarárstíg 1 1920. Hún flutt...)
 
m (Verndaði „Sólveig Jónsdóttir (hárgreiðslumeistari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 12. mars 2023 kl. 14:07

Sólveig Jónsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, hárgreiðslumeistari fæddist þar 4. maí 1905 og lést 18. maí 1987.
Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson frá Brekkum í Rang., verkamaður, f. 18. ágúst 1861, d. 2. september 1944, og kona hans Gyðríður Steinsdóttir frá Steinsbæ á Eyrarbakka, húsfreyja, f. 18. september 1864, d. 19. júní 1929.

Sólveig var með foreldrum sínum í æsku, á Hverfisgötu 38 1910, á Rauðarárstíg 1 1920. Hún flutti til Eyja 1930.
Sólveg var lærð hárgreiðslukona.
Þau Árni giftu sig 1930, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu við Fífilgötu 5, fluttu á Suðurnes, síðan til Reykjavíkur.

I. Maður Sólveigar, (1930), var Árni Bjarnason klæðskeri, f. 13. febrúar 1903, d. 10. desember 1953.
Börn þeirra:
1. Jón Geir Árnason hárskeri, f. 25. maí 1930 á Fífilgötu 5, d. 6. nóvember 2010.
2. Díana Bjarnar Árnadóttir, f. 19. febrúar 1932, d. 4. september 1941.
3. Árni Heimir Árnason, f. 3. október 1934, d. 13. október 1941.
4. Sigurður Ísfeld Árnason, f. 15. janúar 1938.
5. Bjarni Ævar Árnason, f. 2. maí 1939, d. 11. janúar 1980.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.