Jón Geir Árnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Geir Árnason.

Jón Geir Árnason frá Fífilgötu 5, hárskerameistari fæddist þar 25. maí 1930 og lést 6. nóvember 2010 á Landakotsspítala.
Foreldrar hans voru Árni Bjarnason frá Hraunsmúla í Staðarsveit á Snæfellsnesi, klæðskerameistari, f. þar 13. febrúar 1903, d. 10. desember 1953, og kona hans Sólveig Jónsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, hárgreiðslumeistari, f. 4. maí 1905, d. 18. maí 1987.

Jón Geir var með foreldrum sínum, í Eyjum, á Suðurnesjum til fimmtán ára aldurs, síðan í Reykjavík.
Hann lærði hárskeraiðn hjá Óskari Árnasyni í Kirkjustræti í Reykjavík og hjá Einari í Hafnarfirði og í Iðnskólanum í Reykjavík, varð sveinn 1954 og varð meistari 1956.
Jón Geir rak stofu í Reykjavík, síðast á Víðimel 35.
Þau Sigríður giftu sig 1954, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Skarphéðinsgötu 6 allan sinn búskap.
Jón Geir lést 2010.

I. Kona Jóns Geirs, (1954), er Sigríður Einarsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, f. 1. maí 1931. Foreldrar hennar vou Einar Sigurðsson prentari, f. 12. júlí 1879 í Pálsbæ á Seltjarnarnesi, d. 8. september 1935, og Martha María Eyþórsdóttir, f. 20. október 1897 í Álftártungu á Mýrum, Mýras., d. 6. október 1976.
Börn þeirra:
1. Einar Geir Jónsson, f. 5. janúar 1955, d. 2. ágúst 1974.
2. Díana Vera Jónsdóttir hárskerameistari, f. 15. júní 1957. Maður hennar Kristinn Svansson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.