Árni Bjarnason (klæðskeri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Árni Bjarnason frá Hraunsmúla í Staðarsveit, Snæf., klæðskeri, bóndi fæddist 13. febrúar 1903 og lést 10. desember 1953.
Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson frá Þorbergsstöðum í Hjarðarholtssókn í Dalas., bóndi, f. 16. apríl 1868, d. 27. janúar 1940, og kona hans Kristbjörg Guðrún Jónsdóttir frá Lýsuhól í Staðarstaðasókn á Snæfellsnesi, húsfreyja, f. 28. desember 1876, d. 25. febrúar 1920.

Árni var með foreldrum sínum í æsku, en móðir hans lést, er hann var 17 ára.
Hann lærði klæðskeraiðn.
Árni flutti til Eyja 1928 frá Ameríku, var klæðskeri í Borgarnesi, í Ameríku, Eyjum, á Suðurnesjum og í Reykjavík, var síðast bóndi á Kirkjuhóli í Staðarsveit.
Þau Sólveig giftu sig, eignuðust fjögur börn.
Árni eignaðist barn með Jensínu 1951.
Hann lést 1953.

I. Kona Árna var Sólveig Jónsdóttir frá Reykjavík, hárgreiðslumeistari, f. 4. maí 1905, d. 18. maí 1987.
Börn þeirra:
1. Jón Geir Árnason hárskeri, f. 25. maí 1930, d. 6. nóvember 2010.
2. Díana Bjarnar, f. 19. febrúar 1932, d. 4. september 1941.
3. Árni Heimir Árnason, f. 3. október 1934, d. 13. október 1941.
4. Sigurður Ísfeld Árnason, f. 15. janúar 1938.
5. Bjarni Ævar Árnason, f. 2. maí 1939, d. 11. janúar 1980.

II. Barnsmóðir Árna var Jensína Þorbjörg Jóhannesdóttir, f. 29. maí 1912, d. 23. júlí 1951.
Barn þeirra:
6. Jensína Þorbjörg Árnadóttir, f. 23. júlí 1951.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.