„Þórður Eydal Magnússon“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Þórður Eydal Magnússon. '''Þórður Eydal Magnússon''' tannlæknir, sérfræðingur í tannréttingum, prófessor fæddist 11. júlí 1931 í Eyjum og lést 19. október 2019.<br> Foreldrar hans voru Magnús Þórðarson frá Sléttabóli á Brunasandi í Hörglandshreppi, V.-Skaft., sjómaður, verkamaður, f. þar 5. mars 1895, d. 2. janúar 1983 í Reykjavík, og kona hans Sigrí...)
 
m (Verndaði „Þórður Eydal Magnússon“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 23. febrúar 2023 kl. 18:14

Þórður Eydal Magnússon.

Þórður Eydal Magnússon tannlæknir, sérfræðingur í tannréttingum, prófessor fæddist 11. júlí 1931 í Eyjum og lést 19. október 2019.
Foreldrar hans voru Magnús Þórðarson frá Sléttabóli á Brunasandi í Hörglandshreppi, V.-Skaft., sjómaður, verkamaður, f. þar 5. mars 1895, d. 2. janúar 1983 í Reykjavík, og kona hans Sigríður Sigmundsdóttir frá Breiðuhlíð í Mýrdal, V.-Skaft., húsfreyja, verkakona, f. 18. mars 1897, d. 18. maí 1982.

Börn Sigríðar og Magnúsar:
1. Sigmundur Grétar Magnússon læknir, sérfræðingur í blóðsjúkdómum, yfirlæknir, dósent, f. 22. desember 1927 á Grímsstöðum, d. 26. mars 2017.
2. Þórður Eydal Magnússon tannlæknir, prófessor, f. 11. júlí 1931, d. 19. október 2019.
Barn Magnúsar með Jónínu Sigríði Gísladóttur, f. 1. júlí 1900, d. 2. desember 1993:
3. Þórarinn Magnússon kennari, skólastjóri, f. 17. febrúar 1921, d. 18. janúar 1999.

Þórður Eydal var með foreldrum sínum, á Skólavegi 25 og fluttist með þeim til Hafnarfjarðar 1935 og síðan til Reykjavíkur.
Hann lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík 1951, prófi í tannlækningum í H. Í. 1956 (cand. odont.), stundaði framhaldsnám í tannréttingum við Tannlæknaskólann í Kaupmannahöfn 1956-1958 og hjá dr. phil. Kaare Reitan sérfræðingi í tannréttingum í Ósló 1958-1959, var við rannsóknastörf og úrvinnslu doktorsverkefnis í Jónshúsi í Kaupmannahöfn um þriggja mánaða skeið 1972-1973 og í tengslum við Tannlæknaskólann í Kaupmannahöfn, varð doktor í tannlækningum (dr. odont.) í Háskóla Íslands 7. júlí 1979.
Hann fékk tannlæknaleyfi 8. júní 1956 og sérfræðingsleyfi í tannréttingum 30. september 1965.
Þórður Eydal var aðstoðartannlæknir og rak tannlæknastofu í Reykjavík til 1995, en vann þá áfram að tannréttingum til 1. október 1997.
Hann var stundakennari í tannréttingum við læknadeild H. Í. frá október 1962-1970, var skipaður prófessor í tannréttingum við læknadeild frá 1. janúar 1971 og við tannlæknadeild H. Í. frá 2. maí 1971 (er deildin varð sjálfstæð), sagði starfinu lausu frá 1. september 1998, en gegndi því til 1. ágúst 2001.
Félags- og trúnaðarstörf:
Varaformaður stjórnar Tannlæknafélags Íslands 1961-1963, í sérfræðinganefnd Tannlæknafélagsins 1961-1978, í skemmtinefnd 1961-1963, í fræðslunefnd 1962-1963. Hann var frumkvöðull að breytingu tannlæknalaga svo að tannlæknum yrði unnt að öðlast sérfræðingsréttindi. Hann var skipaður af ráðherra í sérfræðinganefnd frá stofnun nefndarinnar 1963 og allmörg tímabil síðan.
Þórður Eydal var ritstjóri Árbókar Tannlæknafélagsins 1967-1970, sat í hönnunarnefnd tannlæknadeildar H. Í. frá uypphafi nefndarinnar 1873, starfi hennar lauk 1985.. Hann var forseti Nordisk Ortodontisk Selskab 1971-1980, deildarforseti tannlæknadeildar H. Í. 1974-1976, 1980-1982 og 1992-1994, sat í stjórn NIOM (Nordisk Institut for Odontologisk Materialprøvning), skipaður af heilbrigðisráðherra, frá 1. september 1979-1984. Hann var frumkvöðull að stofnun og fyrsti formaður Tannréttingafélags Íslands 1980-1988, frumkvöðull að stofnun og fyrsti formaður Félags sérmenntaðra tannlækna frá 1. mars 1980 til 1982. Hann sat í samninganefnd Tannlæknafélagsins við Tryggingastofnun Ríkisins 1985-1987.
Þórður Eydal var heiðursfélagi Tannlæknafélags Íslands.
Ritstörf:
Maturation and Malocclusion in Iceland (doktorsritgerð), University of Iceland 1979.
Mikill fjöldi greina og ritgerða í íslensk og erlend læknarit, í árbækur Tannlæknafélagsins og Háskólans.
Þau Kristín giftu sig 1956, eignuðust þrjú börn.
Þórður Eydal lést 2019.

I. Kona Þórðar Eydals, (11. júlí 1956), er Kristín Sigríður Guðbergsdóttir húsfreyja, f. 18. júní 1932. Foreldrar hennar voru Guðbergur Davíðsson bóndi á Höfða í Mýrahreppi, V.-Ís., síðar dyravörður í Reykjavík, f. 21. apríl 1896, d. 13. janúar 1980, og kona hans Svanhildur Árnadóttir húsfreyja, f. 10. desember 1889, d. 27. janúar 1985.
Börn þeirra:
1. Magnús Þórðarson byggingafræðingur í Reykjavík, f. 5. apríl 1956. Kona hans Kristín Kristjánsdóttir iðjuþjálfi.
2. Ari Þórðarson, f. 26. maí 1961. Fyrrum sambúðarkona Auðbjörg Jónsdóttir. Fyrrum kona hans Elín Ragnheiður Magnúsdóttir. Kona hans Eva Björk Elíasdóttir.
3. Björn Eydal Þórðarson viðskiptafræðingur, f. 16. ágúst 1966. Kona hans Dögg Káradóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 24. október 2019. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Tannlæknatal 1854-1984: Æviágrip íslenskra tannlækna. Tannlæknafélag Íslands 1984. Ritnefnd Gunnar Þormar o.fl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.