„Sólveig Magnea Guðjónsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Sólveig Magnea Guðjónsdóttir. '''Sólveig Magnea Guðjónsdóttir''' frá Þúfu í V.-Landeyjum, húsfreyja fæddist 18. ágúst 1918 og lést 19. maí 2002 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.<br> Foreldrar hennar voru Guðjón Magnússon frá Fagradal í Mýrdal, bóndi á Þúfu, f. þar 25. júlí 1888, d. 22. desember 1976, og kona hans Einhildur Sveinsdóttir frá Fljótakróki í Meðallandi, V.-Skaf...) |
m (Verndaði „Sólveig Magnea Guðjónsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 3. janúar 2023 kl. 17:18
Sólveig Magnea Guðjónsdóttir frá Þúfu í V.-Landeyjum, húsfreyja fæddist 18. ágúst 1918 og lést 19. maí 2002 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Foreldrar hennar voru Guðjón Magnússon frá Fagradal í Mýrdal, bóndi á Þúfu, f. þar 25. júlí 1888, d. 22. desember 1976, og kona hans Einhildur Sveinsdóttir frá Fljótakróki í Meðallandi, V.-Skaft., húsfreyja, f. 1. júní 1886, d. 22. janúar 1974.
Sólveig var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við heimilið á Þúfu, fór unglingur til Eyja og var þar í vist á Hofi við Landagötu 25 1943.
Þau Jónas leigðu þar 1945. Þau tóku í fóstur Tómas Grétar son Guðjóns Tómassonar og Aðalheiðar Svanhvítar Jónsdóttur, er hún lést 1946. Þau fluttu að Hellu á Rangárvöllum 1947, eignuðust barn 1950. Þau tóku að sér Þuríði Jónsdóttur Bjarnadóttur á unga aldri, en faðir hennar Bjarni Guðmundsson bóndi á Gaddstöðum á Rangárvöllum lést af slysförum 1944.
Sólveig vann ýmis störf hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu, í Hellubíó, var aðstoðarstúlka á Hótelinu og síðar matráðskona þar. Hún var matráðskona við virkjanir á hálendinu frá 1969 til 1973, er hún varð matráðskona hjá Landsvirkjun og vann þar til 1. apríl 1988.
Þau Jónas skildu.
Sólveig Magnea lést 2002.
I. Maður Sólveigar var Ólafur Jónas Helgason frá Seljalandsseli u. V.-Eyjafjöllum, sjómaður, vélstjóri, húsvörður, f. 12. október 1914 í Steinum u. Eyjafjöllum, síðast á Akranesi, d. 2. júní 1994.
Barn þeirra:
1. Guðjón Hilmar Jónasson, f. 26. júní 1950, d. 2. mars 2016. Kona hans Unnur Daníelsdóttir.
Fósturbarn:
2. Tómas Grétar Guðjónsson, f. 2. nóvember 1945 á Nýjalandi við Heimagötu 26. Kona hans Lilja Gísladóttir, látin.
Fósturbarn þeirra:
3. Þuríður J. Bjarnadóttir frá Gaddstöðum á Rangárvöllum, húsfreyja á Selfossi, f. 30. apríl 1942. Maður hennar Baldvin Árnason.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 28. maí 2002. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.