Jónas Helgason (Seljalandsseli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Jónas Helgason frá Seljalandsseli u. V.-Eyjafjöllum, sjómaður, vélstjóri, húsvörður fæddist 12. október 1914 í Steinum og lést 2. júní 1994.
Foreldrar hans voru Helgi Jónasson bóndi á Helgusöndum og í Seljalandsseli u. Eyjafjöllum, f. 7. maí 1894 í Skammadal í Mýrdal, d. 4. janúar 1987, og kona hans Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1889 í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, d. 8. október 1980.

Jónas var með foreldrum sínum í æsku.
Hann fór ungur til sjóróðra í Eyjum, varð síðar vélstjóri við íshúsið á Hellu, og gegndi því starfi til 1960. Hann flutti til Akraness og varð húsvörður við Brekkubæjarskóla þar.
Jónas var tónlistarmaður, lék á hljóðfæri og stjórnaði söng. Einnig stundaði hann myndmennt.
Hann var tvíkvæntur.
Hann giftist Sólveigu Magneu. Þau eignuðust eitt barn og fóstruðu tvö börn, en skildu.
Þau Guðrún giftu sig 1964, voru barnlaus.
Jónas lést 1994.

I. Kona Jónasar var Sólveig Magnea Guðjónsdóttir frá Þúfu í V.-Landeyjum, húsfreyja, matráðskona, f. 18. ágúst 1918, d. 19. maí 2002.
Barn þeirra:
1. Guðjón Hilmar Jónasson, f. 26. júní 1950, d. 2. mars 2016. Kona hans Unnur Daníelsdóttir.
Fósturbarn:
2. Tómas Grétar Guðjónsson, f. 2. nóvember 1945 á Nýjalandi við Heimagötu 26. Kona hans Lilja Gísladóttir, látin.
Fósturbarn þeirra:
3. Þuríður J. Bjarnadóttir frá Gaddstöðum á Rangárvöllum, húsfreyja á Selfossi, f. 30. apríl 1942. Maður hennar Baldvin Árnason.

II. Kona Jónasar, (5. september 1964), er Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja, starfsmaður í Barnaskóla Akraness, f. 19. nóvember 1919 á Þórustöðum í Svínadal, Borg., d. 25. apríl 2014.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 9. júní 1994. Minning Jónasar.
  • Morgunblaðið 28. maí 2002. Minning Sólveigar.
  • Morgunblaðið 2. maí 2014. Minning Guðrúnar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.