„Sigríður Jónsdóttir (Miðgarði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigríður Jónsdóttir''' (nefnd stundum Sigga mey) frá Dagverðarnesi í Keldnasókn á Rangárvöllum fæddist þar 30. maí 1879 og lést 22. janúar 1982.<br> Foreldrar hennar voru Jón Jónsson frá Koti á Rangárvöllum, vinnumaður, f. 21. apríl 1836, d. 15. ágúst 1895, og barnsmóðir hans Ingveldur Jónsdóttir frá Giljum í Hvolhreppi, þá vinnukona í Dagverðarnesi, f. 31. október 1837, d. 12. janúar 1899.<br> Sigríður var tökubarn, sögð lausasleik...)
 
m (Verndaði „Sigríður Jónsdóttir (Miðgarði)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 21. desember 2022 kl. 17:33

Sigríður Jónsdóttir (nefnd stundum Sigga mey) frá Dagverðarnesi í Keldnasókn á Rangárvöllum fæddist þar 30. maí 1879 og lést 22. janúar 1982.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson frá Koti á Rangárvöllum, vinnumaður, f. 21. apríl 1836, d. 15. ágúst 1895, og barnsmóðir hans Ingveldur Jónsdóttir frá Giljum í Hvolhreppi, þá vinnukona í Dagverðarnesi, f. 31. október 1837, d. 12. janúar 1899.

Sigríður var tökubarn, sögð lausasleiksbarn, á Stóra-Moshvoli í Hvolhreppi 1880, niðursetningur á Þórunúpi í Hvolhreppi 1890, hjú í Vatnsdal í Fljótshlíð 1901.
Hún flutti til Eyja 1902 frá Vatnsdal, var lausakona á Oddsstöðum 1910, verkakona, leigjandi í Franska spítalanum við Kirkjuvegi 20 1930, lausakona í Miðgarði við Vestmannabraut 13 1934, þvottakona þar 1940, verkakona þar 1945 og 1949. Sigríður var til heimilis hjá Steinunni Sigurðardóttur og Jóni Hjaltasyni í Bæ við Heimagötu 22 1972, síðan með þeim í Reykjavík.
Hún lést 1982, ógift, barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.