„Guðbjartur Kristinn Kristinsson (Norðurgarði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Guðbjartur Kristinn Kristinsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 17. nóvember 2022 kl. 15:04

Guðbjartur Kristinn Kristinsson.

Guðbjartur Kristinn Kristinsson (Bjartur) frá Norðurgarði fæddist 12. apríl 1937 og lést 3. maí 2015.
Foreldrar hans voru Gísli Kristinn Aðalsteinsson bóndi, verkamaður, f. 31. desember 1903 í Efra-Haganesi í Haganesvík, Skagaf., d. 13. júní 1963, og kona hans Guðbjörg Sigríður Einarsdóttir frá Norðurgarði húsfreyja, f. þar 21. desember 1905, d. 12. ágúst 1972.

Börn Guðbjargar og Kristins:
1. Ástrós Eyja Kristinsdóttir, f. 4. nóvember 1933 í Norðurgarði, d. 31. mars 2012.
2. Sigurgeir Sigurður Kristinsson, f. 6. desember 1935 í Norðurgarði, d. 18. febrúar 2016.
3. Guðbjartur Kristinn Kristinsson, f. 12. apríl 1937 í Norðurgarði, d. 3. maí 2015.
4. Guðbrandína Sveinsína Kristinsdóttir, f. 19. júlí 1938 í Norðurgarði.
5. Alfreð Kristinsson, f. 29. nóvember 1939 í Norðurgarði, d. 10. september 1974.
6. Árný Ingiríður Kristinsdóttir, f. 20. desember 1940 í Norðurgarði.
7. Ásta Guðfinna Kristinsdóttir, f. 18. september 1945 í Norðurgarði.
Fósturbarn hjónanna var
8. Ásta Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, ræstitæknir í Reykjavík, f. 26. september 1924 á Seljalandi, d. 19. nóvember 1995.

Guðbjartur var með foreldrum sínum.
Hann hóf snemma störf, fyrst í bræðslunni í Eyjum, var sjómaður. Guðbjartur vann á Smurstöð í Keflavík, við Búrfellsvirkjun og lengst var hann tækjamaður hjá Íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli.
Þau Þóra Guðrún giftu sig 1961, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra nokkurra vikna gamalt. Þau bjuggu síðast við Tjarnargötu 2 í Keflavík.
Þór Guðrún lést 1971.
Guðbjartur bjó síðast við Aðalgötu 21 í Keflavík.
Hann lést 2015.

I. Kona Guðbjarts Kristins, (18. nóvember 1961), var Þóra Guðrún Kristjánsdóttir frá Hólum í Helgafellssveit, Snæf., húsfreyja, f. 8. september 1939, d. 3. júlí 1971. Foreldrar hennar voru Kristján Sveinsson, f. 16. september 1908, d. 7. apríl 1962, og Jóhanna Þórunn Þorsteinsdóttir, f. 11. maí 1913, d. 24. apríl 1998.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Kristín Guðbjartsdóttir, f. 9. desember 1959. Maður hennar Einar Haraldsson.
2. Guðbjörg Kristný Guðbjartsdóttir, f. 30. apríl 1962, d. 11. júní 1962.
3. Kristinn Þór Guðbjartsson, f. 21. nóvember 1963. Barnsmóðir Þorgerður Bergvinsdóttir. Kona hans Erna Margrét Gunnlaugsdóttir.
4. Hafþór Guðbjartsson, f. 29. apríl 1966.
5. Guðbjörg Sigríður Guðbjartsdóttir, f. 2. febrúar 1968. Barnsfaðir Hermann Hermannsson. Sambúðarmaður Kristinn Einarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.