„Sigfús Ingimundarson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Sigfús Ingimundarson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 39: Lína 39:
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]]
[[Flokkur: Íbúar á Búastöðum eystri]]
[[Flokkur: Íbúar á Búastöðum]]

Núverandi breyting frá og með 21. september 2022 kl. 13:52

Sigfús Ingimundarson.

Sigfús Ingimundarson frá Borgarholti á Stokkseyri, skipasmíðameistari, húsasmíðameistari fæddist þar 8. júlí 1922 og lést 22. desember 2007 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Ingimundur Guðmundsson frá Raftholti í Holtum, bóndi, smiður, bókbindari í Borgarholti, Haga í Holtum, Efri-Gróf og Vælugerðiskoti í Flóa, bjó síðar á Eyrarbakka, f. 14. desember 1882, d. 27. október 1951 á Eyrarbakka, og kona hans Guðlaug Sigfúsdóttir frá Sauðholti í Ásahreppi, húsfreyja, f. þar 19. júní 1894, d. 29. mars 1978 í Reykjavík.

Sigfús lærði skipasmíði í Eyjum, síðar húsasmíði í Reykjavík.
Hann vann í Reykjavík við húsasmíði og viðgerðir gamalla húsa.
Sigfús var glímumaður og var lengi í sýninga- og keppnishópi Glímufélagsins Ármanns.
Þau Ingibjörg hófu búskap á Eystri-Búastöðum, eignuðust tvö börn, en skildu samvistir.
Þau Erla giftu sig, eignuðust sex börn. Erla lést 1976.
Sigfús hóf sambúð með Unni. Þau áttu ekki börn saman, en Unnur átti fjögur börn.
Sigfús lést 2007.

I. Sambúðarkona Sigfúsar var Ingibjörg Bryngeirsdóttir frá Búastöðum, húsfreyja, f. 6. október 1925, d. 1. júní 2002.
Börn þeirra:
1. Bryngeir Sigfússon, f. 26. júlí 1945. Kona hans Ásta Margrét Kristinsdóttir.
2. Lovísa Guðrún Sigfúsdóttir, f. 5. september 1946, d. 16. janúar 1980. Maður hennar Þröstur Bjarnason.

II. Kona Sigfúsar var Erla Jónasdóttir frá Hólabrekku á Reykjanesi, húsfreyja, f. 14. nóvember 1927, d.26. júní 1976 af slysförum. Foreldrar hennar voru Jónas Bjarnason sjómaður, útgerðarmaður, skósmiður, smiður, f. 14. október 1898, d. 10. mars 1996, og kona hans Sigrún Sigurjónsdóttir frá Kringlu í Grímsnesi, húsfreyja, f. 10. nóvember 1896, d. 9. desember 1974.
Börn þeirra:
1. Jónas Rúnar Sigfússon, f. 28. mars 1949.
2. Guðni Birgir Sigfússon, f. 17. febrúar 1951.
3. Ingólfur Arnar Sigfússon, f. 4. júní 1955.
4. Örn Sigfússon, f. 27. júní 1958.
5. Ingimundur Sigfússon, f. 8. september 1962, d. 2. nóvember 2009.
6. Sigurjón Bjarni Sigfússon, f. 23. október 1967.

III. Sambúðarkona Sigfúsar var Unnur Elísdóttir frá Sælingsdal í Dal., húsfreyja, f. 21. mars 1936, d. 14. janúar 2012. Foreldrar hennar voru Jens Elís Jóhannsson bóndi, f. 10. febrúar 1904 á Smyrlahóli í Haukadalshreppi, Dal., d. 2. apríl 1989, og kona hans Guðrún Valfríður Oddsdóttir frá Efri-Brunná í Saurbæjarhreppi, Dal., húsfreyja 31. desember 1916, d. 2. mars 2000.
Þau voru barnlaus saman, en Unnur átti áður fjögur börn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 11. janúar 2008. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.