„Bókasafn Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
mEkkert breytingarágrip |
||
(8 millibreytingar ekki sýndar frá 4 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
Bókasafn Vestmannaeyja var stofnað í júní árið 1862 | Bókasafn Vestmannaeyja var stofnað í júní árið 1862. Var það í byrjun nefnt [[Lestrarfélag Vestmannaeyja]]. Aðalhvatamenn að stofnun safnsins voru [[Bjarni Einar Magnússon]] sýslumaður, [[Séra Brynjólfur Jónsson]] á [[Ofanleiti]] og [[J.P.T. Bryde]] kaupmaður. Var þetta fimmta lestrarfélagið sem stofnað var á landinu og var opið öllum almenningi, en var ekki einungis fyrir embættismenn. | ||
== Starfsemi í fyrstu== | == Starfsemi í fyrstu== | ||
Lína 9: | Lína 9: | ||
== Erfiðleikar og batnandi hagur== | == Erfiðleikar og batnandi hagur== | ||
Árið 1918 fengu Vestmannaeyingar [[kaupstaðarréttindi]] og við það varð sýslubókasafnið að Bæjarbókasafni. Vegna lélegs húsnæðis drógust útlán saman og margar merkar bækur voru með þykkt myglulag og því nánast ónýtar. Safnið var endurreist á árinu 1924 að tilstuðlan [[Hallgrímur | Árið 1918 fengu Vestmannaeyingar [[kaupstaðarréttindi]] og við það varð sýslubókasafnið að Bæjarbókasafni. Vegna lélegs húsnæðis drógust útlán saman og margar merkar bækur voru með þykkt myglulag og því nánast ónýtar. Safnið var endurreist á árinu 1924 að tilstuðlan [[Hallgrímur Jónasson|Hallgríms Jónassonar]] kennara, en hann skrifaði grein í bæjarblaðið [[Skjöldur|Skjöld]] og hvatti eindregið til opnunar. Kreppuárin komu harkalega niður á safninu því fjármagn dróst saman bæði frá bæjarsjóði og ríki. Á samdráttartímum leitar almenningur í afþreyingu og þá aukast útlán á bókasöfnum, enda varð reyndin sú þá. En bókaeign safnsins var einungis 2.200 bindi og þeir lánþegar sem höfðu verið lengi í safninu fundu lítið sem ekkert við sitt hæfi. Sá yfirmaður sem starfað hefur lengst við safnið er [[Haraldur Guðnason]]. Hann hóf störf árið 1949 og hætti árið 1978. Þegar hann tók við safninu var bókaeignin 3000 bindi. Haraldur var mikil driffjöður fyrir safnið, hann kom á ýmsum breytingum sem eru enn í fullu gildi. Aðalbaráttumál hans var að koma ört stækkandi safni í viðunandi húsnæði og árið 1977 flutti safnið í nýbyggt húsnæði Safnahúss, sem hýsir Bókasafn, Byggðasafn, Listasafn, Ljósmyndasafn og Héraðsskjalasafn. | ||
Þegar gosið hófst 23. janúar 1973 var safnið staðsett að Formannabraut 4, öðru nafni [[Kuði]]. Það hús fór undir hraun en bókakosti safnsins hafði áður verið komið á tryggan stað. Bókasafn Vestmannaeyja var opnað aftur í júlí 1973. | Þegar gosið hófst 23. janúar 1973 var safnið staðsett að [[Formannabraut]] 4, öðru nafni [[Kuði]]. Það hús fór undir hraun en bókakosti safnsins hafði áður verið komið á tryggan stað. Bókasafn Vestmannaeyja var opnað aftur í júlí 1973. | ||
== Bókaverðir frá 1862: == | == Bókaverðir frá 1862: == | ||
Lína 21: | Lína 21: | ||
:1885-1887: [[Jósef Valdason]], skipstjóri. | :1885-1887: [[Jósef Valdason]], skipstjóri. | ||
:1887: [[Kristmundur Árnason]], bróðir Lárusar. | :1887: [[Kristmundur Árnason]], bróðir Lárusar. | ||
:1887-1888: [[Eiríkur Hjálmarsson]] | :1887-1888: [[Eiríkur Hjálmarsson (Vegamótum)|Eiríkur Hjálmarsson]] kennari. | ||
:1888-1904: [[Jón Einarsson]], bóndi. | :1888-1904: [[Jón Einarsson (Hrauni)|Jón Einarsson]], bóndi. | ||
:1905-1924: [[Jón Sighvatsson]], bóksali. | :1905-1924: [[Jón Sighvatsson]], bóksali. | ||
:1924-1931: [[Hallgrímur Jónasson]], kennari og rithöfundur. | :1924-1931: [[Hallgrímur Jónasson]], kennari og rithöfundur. | ||
Lína 32: | Lína 32: | ||
:1983-1986: [[María Gunnarsdóttir]], bókasafnsfræðingur. | :1983-1986: [[María Gunnarsdóttir]], bókasafnsfræðingur. | ||
:1986-1988: [[V. Ágústa Agústsdóttir]] | :1986-1988: [[V. Ágústa Agústsdóttir]] | ||
: | :1988-2007: [[Nanna Þóra Áskelsdóttir]], bókasafnsfræðingur. | ||
:2007- : [[Kári Bjarnason]] | |||
[[Flokkur: | [[Flokkur:Söfn]] | ||
[[Flokkur:Stofnanir]] |
Núverandi breyting frá og með 30. ágúst 2022 kl. 21:48
Bókasafn Vestmannaeyja var stofnað í júní árið 1862. Var það í byrjun nefnt Lestrarfélag Vestmannaeyja. Aðalhvatamenn að stofnun safnsins voru Bjarni Einar Magnússon sýslumaður, Séra Brynjólfur Jónsson á Ofanleiti og J.P.T. Bryde kaupmaður. Var þetta fimmta lestrarfélagið sem stofnað var á landinu og var opið öllum almenningi, en var ekki einungis fyrir embættismenn.
Starfsemi í fyrstu
Bókasafnið var staðsett í húsnæði Bjarna, Landlyst fyrstu 9 árin, en þar var fyrsta fæðingarstofnun á Íslandi stofnuð árið 1847. Landlyst er eitt elsta hús í Eyjum og hefur það verið endurbyggt. Fyrstu árin var bókakostur mjög fábreyttur, aðallega guðsorðabækur, rímur og fornsögur. Fáar bækur voru til á íslensku, en mestur hluti safnsins var á dönsku. Vinna við safnið var unnin af áhugamönnum fram til ársins 1905, er það var gert að Sýslubókasafni og landssjóður veitti fé til safnsins.
Léleg starfsaðstaða
Áður höfðu félagsmenn einungis greitt gjald til að standa undir bókakaupum og hafði það leitt til þess að safnið stóð oft ekki undir gjöldum. Húsnæðisekla háði safninu og árið 1917 var það flutt í eitt skiptið enn í óinnréttaða vistarveru undir súð í Barnaskólanum. Aftur var safnið flutt til og nú niður í kjallara Barnaskólans, sem var kaldur og saggafullur. Útlán stöðvuðust að mestu vegna þess að starfsskilyrði voru að öllu leyti óviðunandi. Dæmi voru um að menn brugðu sér inn um kjallaragluggann og afgreiddu sig sjálfir.
Erfiðleikar og batnandi hagur
Árið 1918 fengu Vestmannaeyingar kaupstaðarréttindi og við það varð sýslubókasafnið að Bæjarbókasafni. Vegna lélegs húsnæðis drógust útlán saman og margar merkar bækur voru með þykkt myglulag og því nánast ónýtar. Safnið var endurreist á árinu 1924 að tilstuðlan Hallgríms Jónassonar kennara, en hann skrifaði grein í bæjarblaðið Skjöld og hvatti eindregið til opnunar. Kreppuárin komu harkalega niður á safninu því fjármagn dróst saman bæði frá bæjarsjóði og ríki. Á samdráttartímum leitar almenningur í afþreyingu og þá aukast útlán á bókasöfnum, enda varð reyndin sú þá. En bókaeign safnsins var einungis 2.200 bindi og þeir lánþegar sem höfðu verið lengi í safninu fundu lítið sem ekkert við sitt hæfi. Sá yfirmaður sem starfað hefur lengst við safnið er Haraldur Guðnason. Hann hóf störf árið 1949 og hætti árið 1978. Þegar hann tók við safninu var bókaeignin 3000 bindi. Haraldur var mikil driffjöður fyrir safnið, hann kom á ýmsum breytingum sem eru enn í fullu gildi. Aðalbaráttumál hans var að koma ört stækkandi safni í viðunandi húsnæði og árið 1977 flutti safnið í nýbyggt húsnæði Safnahúss, sem hýsir Bókasafn, Byggðasafn, Listasafn, Ljósmyndasafn og Héraðsskjalasafn.
Þegar gosið hófst 23. janúar 1973 var safnið staðsett að Formannabraut 4, öðru nafni Kuði. Það hús fór undir hraun en bókakosti safnsins hafði áður verið komið á tryggan stað. Bókasafn Vestmannaeyja var opnað aftur í júlí 1973.
Bókaverðir frá 1862:
- 1862-1871: Bjarni Einar Magnússon, sýslumaður.
- 1871-1873: Michael Marius Ludvig Aagaard, sýslumaður.
- 1874-1884: Séra Brynjólfur Jónsson, sóknarprestur.
- 1884-1885: Lárus Árnason, stúdent frá Vilborgarstöðum.
- 1885-1887: Jósef Valdason, skipstjóri.
- 1887: Kristmundur Árnason, bróðir Lárusar.
- 1887-1888: Eiríkur Hjálmarsson kennari.
- 1888-1904: Jón Einarsson, bóndi.
- 1905-1924: Jón Sighvatsson, bóksali.
- 1924-1931: Hallgrímur Jónasson, kennari og rithöfundur.
- 1932-1937: Steingrímur Benediktsson, skólastjóri.
- 1937-1942: Sigurður Scheving, verslunar- og skrifstofumaður.
- 1942-1949: Jes A. Gíslason, kennari og prestur.
- 1949-1978: Haraldur Guðnason, fræðimaður.
- 1978-1982: Helgi Bernódusson
- 1983-1986: María Gunnarsdóttir, bókasafnsfræðingur.
- 1986-1988: V. Ágústa Agústsdóttir
- 1988-2007: Nanna Þóra Áskelsdóttir, bókasafnsfræðingur.
- 2007- : Kári Bjarnason