„Helgi Þorláksson (kennari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Merki: Breyting tekin til baka
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Helgi Torlaksson.jpg|thumb|200px|''Helgi Þorláksson.]]
'''Helgi Þorláksson''' frá Múlakoti á Síðu, V-Skaft., kennari, skólastjóri, organisti, söngstjóri fæddist þar 31. október 1915 og lést 18. október 2000.<br>
'''Helgi Þorláksson''' frá Múlakoti á Síðu, V-Skaft., kennari, skólastjóri, organisti, söngstjóri fæddist þar 31. október 1915 og lést 18. október 2000.<br>
Foreldrar hans voru Þorlákur Vigfússon búfræðingur, bóndi, barnakennari, hreppstjóri, hreppsnefndaroddviti, f. 27. október 1879 á Búlandi í Skaftártungu, d. 28. september 1936 í Reykjavík, og kona hans Helga Guðný Bjarnadóttir frá Hörgsdal á Síðu, húsfreyja, f. þar 18. febrúar 1884, d. 12. september 1970 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Þorlákur Vigfússon búfræðingur, bóndi, barnakennari, hreppstjóri, hreppsnefndaroddviti, f. 27. október 1879 á Búlandi í Skaftártungu, d. 28. september 1936 í Reykjavík, og kona hans Helga Guðný Bjarnadóttir frá Hörgsdal á Síðu, húsfreyja, f. þar 18. febrúar 1884, d. 12. september 1970 í Reykjavík.
Lína 19: Lína 20:
Gunnþóra Sigurbjörg Kristmundsdóttir]] húsfreyja f. 10. júní 1922 á Vattarnesi við Reyðarfjörð, S-Múl., d. 10. júní 2016 á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ.<br>
Gunnþóra Sigurbjörg Kristmundsdóttir]] húsfreyja f. 10. júní 1922 á Vattarnesi við Reyðarfjörð, S-Múl., d. 10. júní 2016 á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Þorkell Helgason]] prófessor, orkumálastjóri, f. 2. nóvember 1942 á Heimagötu 15. Kona hans Helga Ingólfsdóttir, látin. Sambúðarkona hans Henrietta Griebel. <br>
1. [[Þorkell Helgason (orkumálastjóri)|Þorkell Helgason]] prófessor, orkumálastjóri, f. 2. nóvember 1942 á Heimagötu 15. Kona hans Helga Ingólfsdóttir, látin. Sambúðarkona hans Henrietta Griebel. <br>
2. Þorsteinn Helgason sagnfræðingur, f. 16. apríl 1946. Kona hans Guðlaug Magnúsdóttir, látin.<br>
2. Þorsteinn Helgason sagnfræðingur, f. 16. apríl 1946. Kona hans Guðlaug Magnúsdóttir, látin.<br>
3. Þorlákur Helgi Helgason fræðslustjóri, f. 24. september 1948. Fyrrum kona hans Margrét Hermanns-Auðardóttir.  Kona hans Kristjana Sigmundsdóttir.<br>
3. Þorlákur Helgi Helgason fræðslustjóri, f. 24. september 1948. Fyrrum kona hans Margrét Hermanns-Auðardóttir.  Kona hans Kristjana Sigmundsdóttir.<br>

Núverandi breyting frá og með 31. maí 2022 kl. 17:38

Helgi Þorláksson.

Helgi Þorláksson frá Múlakoti á Síðu, V-Skaft., kennari, skólastjóri, organisti, söngstjóri fæddist þar 31. október 1915 og lést 18. október 2000.
Foreldrar hans voru Þorlákur Vigfússon búfræðingur, bóndi, barnakennari, hreppstjóri, hreppsnefndaroddviti, f. 27. október 1879 á Búlandi í Skaftártungu, d. 28. september 1936 í Reykjavík, og kona hans Helga Guðný Bjarnadóttir frá Hörgsdal á Síðu, húsfreyja, f. þar 18. febrúar 1884, d. 12. september 1970 í Reykjavík.

Helgi var með foreldrum sínum í æsku og til 1941.
Hann varð gagnfræðingur í Menntaskólanum í Reykjavík utanskóla 1935, stúdent þar 1938, lauk kennaraprófi og söngkennaraprófi 1938, sótti tíma hjá Birni Guðfinnssyni í Háskóla Íslands 1946-1947.
Helgi nam orgelleik hjá Páli Ísólfssyni 1931.
Hann sótti ýmis námskeið í tungumálum, tónlist og kennslumálum heima og erlendis.
Helgi var kennari í Barnaskólanum 1938-1944 og jafnframt stundakennari í Kvöldskóla iðnaðarmanna í Eyjum og Gagnfræðaskólanum.
Helgi var kennari í gagnfræðaskólanum á Akranesi 1944-1946, settur skólastjóri þar 1945-1946, stundakennari námsflokka og kvöldskóla iðnaðarmanna þar jafnframt, kennari í Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík frá 1946-1959, þar af yfirkennari síðustu þrjú árin. Hann var skólastjóri Vogaskóla frá stofnun hans 1959 til 1981.
Helgi var organisti og söngstjóri við Prestsbakkakirkju á Síðu frá 1931 og fram að námsárum, við Landakirkju í Vestmannaeyjum 1942-1944 og við Langholtsprestakall 1952-1962, var stjórnandi Karlakórs Vestmannaeyja frá stofnun 1941-1944, stjórnað Karlakórnnum Svani á Akranesi 1944-1946, stofnaði og stjórnaði barnakórnum Smávinir í Eyjum 1944.
Hann var tilsjónarmaður með víetnömskum fjölskyldum frá 1979.
Helgi tók þátt í margs konar félagsstarfi, í ungmennafélagshreyfingunni á Íslandi, sat í stjórn Hjartaverndar, Ríkisútgáfu námsbóka, var formaður Landssambands framhaldsskólakennara og formaður safnaðarnefndar Langholtssóknar og átti sæti í menntamálanefnd þjóðkirkjunnar.
Hann ritaði fjölda blaðagreina og flutti erindi í útvarp um skólamál, var ritstjóri blaðsins Röst, blaði kennarafélags barnaskólans í Eyjum, stjórnaði skólaþætti Ríkisútvarpsins 1951-1953.
Helgi var sæmdur Riddarakrossi Fálkaorðunnar fyrir störf að kennslu- og uppeldismálum.
Þau Gunnþóra Sigurbjörg giftu sig 1942, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Heimagötu 15, fluttu til Akraness 1944, til Reykjavíkur 1946 og bjuggu þar síðan, í Nökkvavogi 21 frá 1948-1973 og þar bjuggu einnig tengdaforeldrar hans. Þau fluttu í Akurgerði 64 og þaðan í íbúð eldri borgara á Sléttuvegi 11.
Helgi lést 2000 og Gunnþóra 2016.

Kona Helga, (4. júlí 1942), var Gunnþóra Sigurbjörg Kristmundsdóttir húsfreyja f. 10. júní 1922 á Vattarnesi við Reyðarfjörð, S-Múl., d. 10. júní 2016 á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ.
Börn þeirra:
1. Þorkell Helgason prófessor, orkumálastjóri, f. 2. nóvember 1942 á Heimagötu 15. Kona hans Helga Ingólfsdóttir, látin. Sambúðarkona hans Henrietta Griebel.
2. Þorsteinn Helgason sagnfræðingur, f. 16. apríl 1946. Kona hans Guðlaug Magnúsdóttir, látin.
3. Þorlákur Helgi Helgason fræðslustjóri, f. 24. september 1948. Fyrrum kona hans Margrét Hermanns-Auðardóttir. Kona hans Kristjana Sigmundsdóttir.
4. Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari, f. 9. apríl 1950. Kona hans Þóra Kristinsdóttir.
5. Þorgeir Sigurbjörn Helgason jarðfræðingur, f. 13. október 1953. Kona hans Laufey Tryggvadóttir.
6. Þóra Elín Helgadóttir skólaritari, f. 22. febrúar 1962. Maður hennar Einar Bragi Indriðason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 29. október 2000. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.