„Brynjar Sigurðsson (Sólbakka)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ögmundur ''Brynjar'' Sigurðsson''' vélstjóri, sjómaður, lögregluþjónn, hermaður, tæknimaður fæddist 1. nóvember 1955 á Sólbakka við Hásteinsveg 3 og lést 29. desember 2021 í Macon í Georgíu í Bandaríkjunum.<br> Foreldrar hans voru Sigurður Ögmundsson frá Litlalandi, skipstjóri, f. 18. desember 1928, d. 25. apríl 1987, og kona hans Þórunn M. Traustadóttir|Þórunn Margrét Traustadótti...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Ogmundur Brynjar Sigurdsson.jpg|thumb|200px|''Ögmundur Brynjar Sigurðsson]] | |||
'''Ögmundur ''Brynjar'' Sigurðsson''' vélstjóri, sjómaður, lögregluþjónn, hermaður, tæknimaður fæddist 1. nóvember 1955 á [[Sólbakki|Sólbakka við Hásteinsveg 3]] og lést 29. desember 2021 í Macon í Georgíu í Bandaríkjunum.<br> | '''Ögmundur ''Brynjar'' Sigurðsson''' vélstjóri, sjómaður, lögregluþjónn, hermaður, tæknimaður fæddist 1. nóvember 1955 á [[Sólbakki|Sólbakka við Hásteinsveg 3]] og lést 29. desember 2021 í Macon í Georgíu í Bandaríkjunum.<br> | ||
Foreldrar hans voru [[Sigurður Ögmundsson (Litlalandi)|Sigurður Ögmundsson]] frá [[Litlaland]]i, skipstjóri, f. 18. desember 1928, d. 25. apríl 1987, og kona hans [[Þórunn M. Traustadóttir|Þórunn Margrét Traustadóttir]] frá Grímsey, húsfreyja, f. 13. mars 1931, d. 28. nóvember 1999. | Foreldrar hans voru [[Sigurður Ögmundsson (Litlalandi)|Sigurður Ögmundsson]] frá [[Litlaland]]i, skipstjóri, f. 18. desember 1928, d. 25. apríl 1987, og kona hans [[Þórunn M. Traustadóttir|Þórunn Margrét Traustadóttir]] frá Grímsey, húsfreyja, f. 13. mars 1931, d. 28. nóvember 1999. |
Núverandi breyting frá og með 31. maí 2022 kl. 10:43
Ögmundur Brynjar Sigurðsson vélstjóri, sjómaður, lögregluþjónn, hermaður, tæknimaður fæddist 1. nóvember 1955 á Sólbakka við Hásteinsveg 3 og lést 29. desember 2021 í Macon í Georgíu í Bandaríkjunum.
Foreldrar hans voru Sigurður Ögmundsson frá Litlalandi, skipstjóri, f. 18. desember 1928, d. 25. apríl 1987, og kona hans Þórunn Margrét Traustadóttir frá Grímsey, húsfreyja, f. 13. mars 1931, d. 28. nóvember 1999.
Börn Þórunnar og Sigurðar:
1. Inga Dóra Sigurðardótttir, f. 23. október 1954, býr í Danmörku. Maður hennar Friðrik Karlsson.
2. Ögmundur Brynjar Sigurðsson, f. 1. nóvember 1955, d. 29. desember 1955. Hann bjó í Danmörku, síðar í Bandaríkjunum. Fyrrum kona hans Elsa Karin Thune. Kona hans Judy Sigurdsson.
3. Anna Linda Sigurðardóttir, f. 10. ágúst 1960. Maður hennar Magnús Hermannsson.
Brynjar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð vélstjóri, lauk námi í Lögregluskólanum.
Brynjar flutti til Reykjavíkur 18 ára, var um skeið lögreglumaður, flutti til Danmerkur rúmlega tvítugur, starfaði á heimili fyrir fatlaða, vann við framleiðslu á húsaeinangrun, boraði fyrir brunnum, stofnaði bensínstöð í Skælskør, vann hjá Securitas, vann á bílaverkstæði, keyrði steypubíl, gerðist verkstjóri við kalkframleiðslu, dyravörður á diskóteki, kenndi dönsku og ensku í lýðháskóla og stofnaði fyrirtæki, sem sá um háþrýstiskurð. Hann gekk í danska herinn og starfaði þar árum saman, var síðast foringi í heimavarnarliðinu og starfaði m.a. á Kýpur og í Mið-Austurlöndum.
Árið 2007 réðst hann til starfa hjá alþjóðafyrirtækinu Howden, var þar tæknimaður og stjórnandi við uppsetningu og endurnýjun á hreinsivirkjum iðn- og orkufyrirtækja, vann þar til 2020.
Þau Elsa giftu sig 1981, eignuðust tvö börn. Þau skildu 2003.
Þau Judy giftu sig 2019. Þau bjuggu í Forsyth í Georgíu í Bandaríkjunum.
Ögmundur Brynjar lést 2021.
I. Kona Ögmundar Brynjars, (25. júlí 1981, skildu 2003), Elsa Karin Thune.
Börn þeirra:
1. Benjamin Seindal Thune, f. 21. nóvember 1987.
2. Miriam Sigurdsson, f. 25. desember 1989.
II. Kona hans, (7. júní 2019), Judy Sigurdsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 10. janúar 2022. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.