„Magnús Valtýsson (Höfðabrekku)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Magnús Helgi Valtýsson''' sjómaður, útgerðarmaður fæddist 6. október 1894 á Búðarhóli í A-Landeyjum og lést 15. febrúar 1972.<br> Foreldrar hans voru Valtýr Brandsson bóndi, bátsformaður í Seli þar, f. 5. febrúar 1851 í Seli, d. þar 23. febrúar 1913, og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Miðeyjarhólmi í A-Landeyjum, húsfreyja, bóndi, f. 8. apríl 1866, d. 22. júní 1951. Magnús var með foreldrum sínum í æsku.<br> Hann fluttist ti...) |
m (Verndaði „Magnús Valtýsson (Höfðabrekku)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 19. mars 2022 kl. 20:25
Magnús Helgi Valtýsson sjómaður, útgerðarmaður fæddist 6. október 1894 á Búðarhóli í A-Landeyjum og lést 15. febrúar 1972.
Foreldrar hans voru Valtýr Brandsson bóndi, bátsformaður í Seli þar, f. 5. febrúar 1851 í Seli, d. þar 23. febrúar 1913, og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Miðeyjarhólmi í A-Landeyjum, húsfreyja, bóndi, f. 8. apríl 1866, d. 22. júní 1951.
Magnús var með foreldrum sínum í æsku.
Hann fluttist til Eyja 1918, var sjómaður, útgerðarmaður, leigjandi í Lambhaga við Vesturveg 19, á Ásum við Skólaveg 47, og í Hlíð.
Þau Ragnheiður giftu sig 1922, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hlíð 1921, á Höfðabrekku við Faxastíg 15 1923 og enn 1941, en síðan í Lambhaga við Vesturveg 19, bjuggu síðast í Hlunnavogi 12 í Reykjavík.
Magnús lést 1972.
I. Kona Magnúsar, (9. desember 1922), var Ragnheiður Halldórsdóttir frá Kotmúla í Fljótshlíð, f. þar 5. maí 1892, d. 9. janúar 1979.
Börn þeirra:
1. Aðalheiður Dóra Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 18. janúar 1923 á Höfðabrekku, d. 15. apríl 2018.
2. Guðbjörg Vallý Magnúsdóttir í Reykjavík, f. 4. október 1928.
3. Hjördís Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 10. maí 1931, d. 27. ágúst 2019.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.