Hjördís Magnúsdóttir (Höfðabrekku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hjördís Magnúsdóttir.

Hjördís Magnúsdóttir frá Höfðabrekku við Faxastíg 15, húsfreyja í Reykjavík fæddist 10. maí 1931 á Höfðabrekku og lést 27. ágúst 2019.
Foreldrar hennar voru Magnús Helgi Valtýsson frá Seli í A-Landeyjum, sjómaður, útgerðarmaður, f. 6. október 1894 á Búðarhóli þar, d. 5. febrúar 1972, og kona hans Ragnheiður Halldórsdóttir frá Kotmúla í Fljótshlíð, húsfreyja, f. þar 5. maí 1892, d. 9. janúar 1979.

Börn þeirra:
1. Aðalheiður Dóra Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 18. janúar 1923 á Höfðabrekku, d. 15. apríl 2018.
2. Guðbjörg Vallý Magnúsdóttir í Reykjavík, f. 4. október 1928.
3. Hjördís Magnúsdóttir í Reykjavík, f. 10. maí 1931, d. 27. ágúst 2019.

Hjördís var með foreldrum sínum í æsku, á Höfðabrekku og í Lambhaga.
Þau Matthías giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu síðast í Hrísrima í Reykjavík.
Matthías lést 2017 og Hjördís 2019.

I. Maður Hjördísar, (22. apríl 2000), var Matthías Kristjánsson rafvirki, deildarstjóri, síðast húsvörður í Rimaskóla, f. 13. febrúar 1931 á Akureyri, d. 2. júní 2017. Foreldrar hans voru Kristján Jens Matthíasson bóndi á Kífsá við Akureyri, síðar vélstjóri, f. 16. júlí 1893, d. 25. október 1969, og kona hans Margrét Einarsdóttir húsfreyja, f. 4. september 1896, d. 18. júlí 1985.
Börn þeirra:
1. Ragnheiður Matthíasdóttir kennari á Sauðárkróki, f. 28. janúar 1960. Maður hennar Halldór Halldórsson.
2. Kristján Matthíasson fiðluleikari, f. 10. júní 1961. Kona hans Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir.
3. Magnús Matthíasson í Þýskalandi, f. 23. júní 1971. Kona hans Nina Brakmann.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 6. september 2019. Minning Hjördísar og 12. júní 2017. Minning Matthíasar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.