Guðbjörg Vallý Magnúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Vallý Magnúsdóttir frá Höfðabrekku við Faxastíg 15, húsfreyja fæddist þar 4. október 1928.
Foreldrar hennar voru Magnús Helgi Valtýsson frá Seli í A-Landeyjum, sjómaður, útgerðarmaður, f. 6. október 1894 á Búðarhóli þar, d. 5. febrúar 1972, og kona hans Ragnheiður Halldórsdóttir frá Kotmúla í Fljótshlíð, húsfreyja, f. þar 5. maí 1892, d. 9. janúar 1979.

Börn Ragnheiðar og Magnúsar:
1. Aðalheiður Dóra Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 18. janúar 1923 á Höfðabrekku, d. 15. apríl 2018.
2. Guðbjörg Vallý Magnúsdóttir í Reykjavík, f. 4. október 1928.
3. Hjördís Magnúsdóttir í Reykjavík, f. 10. maí 1931, d. 27. ágúst 2019.

Guðbjörg Vallý var með foreldrum sínum í æsku, á Höfðabrekku og í Lambhaga við Vesturveg 19.
Þau Óskar giftu sig 1948, eignuðust tvö börn. Þau hófu búskap í Flatey á Breiðafirði, en fluttu til Eyja og bjuggu í Lambhaga við Vesturveg 19 1948. Þau fluttu til Reykjavíkur 1964 og bjuggu þar síðan, síðast á Háaleitisbraut 14.
Óskar lést 2009.

I. Maður Guðbjargar, (27. mars 1948), var Óskar Guðmundur Guðjónsson húsasmíðameistari, f. 5. október 1920, d. 28. janúar 2009.
Börn þeirra:
1. Ragnar Heiðar Óskarsson með BA-próf í sagnfræði og íslensku, framhaldsskólakennari í Eyjum, f. 17. janúar 1948 í Lambhaga. Kona hans Jóhanna Njálsdóttir Andersen.
2. Guðjón Grétar Óskarsson óperusöngvari, starfar við þjónustu við geðfatlaða í Garðabæ, f. 3. ágúst 1954 í Lambhaga. Fyrrum kona hans Inga Kristín Grímsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.