„Rakel Björg Ragnarsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Rakel Björg Ragnarsdóttir. '''Rakel Björg Ragnarsdóttir''' frá Gilsbakka, húsfreyja, veitingakona fæddist...)
 
m (Verndaði „Rakel Björg Ragnarsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 6. desember 2021 kl. 17:42

Rakel Björg Ragnarsdóttir.

Rakel Björg Ragnarsdóttir frá Gilsbakka, húsfreyja, veitingakona fæddist þar 6. febrúar 1936 og lést 17. september 2006.
Foreldrar hennar voru Ragnar Valur Jónsson veitingamaður, f. 30. júní 1912, d. 8. maí 1981, og kona hans Júlíana Sigurbjörg Erlendsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1912, d. 24. júlí 1982.
Börn Júlíönu og Ragnars:
1. Rakel Björg Ragnarsdóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1936, d. 17. september 2006. Maður hennar Björgvin Árnason.
2. Jón Óðinn Ragnarsson forstjóri, veitingamaður, f. 29. júní 1939. Kona hans Hrafnhildur Valdimarsdóttir.
3. Þór Ragnarsson veitingamaður, f. 17. apríl 1943.
4. Ruth Thelma Ragnarsdóttir veitingamaður, f. 4. maí 1949. Maður hennar Ómar Hallsson.
Barn Júlíönu og Hinriks Jónssonar:
5. Hilmir Hinriksson verkamaður, verkstjóri, f. 31. mars 1932, d. 24. nóvember 2005 á Ási í Hveragerði. Kona hans Hulda Sveinsdóttir.

Rakel var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann á yngri árum hjá Landssíma Íslands. Þá starfaði hún með foreldrum sínum við veitingarekstur þeirra í Brúarlundi í Vaglaskógi, á Hótel Valhöll á Þingvöllum og síðar ásamt eiginmanni sínum í Þórscafé, sem þau ráku í samstarfi við foreldra hennar fram til ársins 1980, en eftir það í samstarfi við son sinn fram til ársins 1990. Eftir það starfaði Rakel um skeið á dagblaðinu Tímanum.
Þau Björgvin giftu sig 1969, eignuðust eitt barn.
Björgvin lést 2004 og Rakel 2006.

I. Maður Rakelar, (15. ágúst 1959), var Björgvin Laugdal Árnason veitingamaður, f. 12. júní 1937, d. 1. ágúst 2004. Foreldrar hans voru Árni Stefánsson bifreiðastjóri, f. 18. júní 1914, d. 26. ágúst 2004 , og Sigríður Helgadóttir, f. 14. júlí 1917, d. 21. mars 1994.
Barn þeirra:
1. Ragnar Valur Björgvinsson hrossabóndi í Langholti í Flóa, f. 25. nóvember 1957. Fyrrum kona hans Auður Harðardóttir. Kona hans er Fríður Solveig Hannesdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.