„Þorgerður Jóhannsdóttir (Miðey)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Þorgerður Jóhannsdóttir''' frá Tjarnarkoti í A.-Landeyjum, saumakona, fæddist 13. ágúst 1878 og lést 3. apríl 1952. <br> Foreldrar hennar voru Jóhann Jónsson bóndi,...) |
m (Verndaði „Þorgerður Jóhannsdóttir (Miðey)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 18. nóvember 2021 kl. 16:55
Þorgerður Jóhannsdóttir frá Tjarnarkoti í A.-Landeyjum, saumakona, fæddist 13. ágúst 1878 og lést 3. apríl 1952.
Foreldrar hennar voru Jóhann Jónsson bóndi, bátsformaður, f. 15. nóvember 1840 á Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, d. 5. ágúst 1906 í Tjarnarkoti, og kona hans Þorgerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1843 í Akurey í V.-Landeyjum, d. 5. desember 1923 í Stóru-Hildisey.
Hálfsystir Þorgerðar, af sama föður var
Björg Jóhannsdóttir bústýra, verkakona í Eyjum, f. 16. júní 1858, d. 9. desember 1939, ógift.
Þorgerður var með foreldrum sínum í æsku, var hjú í Tjarnarkoti 1901, saumakona þar 1910, en með heimili á Torfastöðum í Fljótshlíð.
Hún flutti til Eyja 1912, var húsmóðir og saumakona í Miðey við Heimagötu 33 1920 með tvö börn sín, bjó í Eskihlíð við Skólavegi 36 1930. Þá var Kristinn sonur hennar með henni. Í sama húsi var Solveig dóttir hennar húsfreyja, gift Óla Kristni Frímannssyni skósmið. Þorgerður var þar 1934 með Kristni og Solveigu og tveim börnum hennar en Óli faðir þeirra finnst ekki þar.
Þorgerður og fjölskylda flutti upp á Land fyrir 1940.
Hún bjó síðast síðast á Ránargötu 6 í Reykjavík og lést 1952.
I. Barnsfaðir hennar að tveim börnum var Eysteinn Gunnarsson bóndi í Stóru-Hildisey, f. 14. júlí 1874, d. 23. nóvember 1958.
Börn þeirra voru:
1. Solveig Þóranna Eysteinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 20. ágúst 1908 í Tjarnarkoti í A.-Landeyjum, d. 11. maí 1994.
2. Unnar Kristinn Eysteinsson vélstjóri í Reykjavík, f. 5. júlí 1915 á Vesturhúsum, d. 22. desember 2003.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.