Björg Jóhannsdóttir (Norður-Gerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Björg Jóhannsdóttir bústýra, vinnukona fæddist 16. júní 1858 í Krosshjáleigu í A.-Landeyjum og lést 9. desember 1939 í Norður-Gerði.
Foreldrar hennar voru Arnbjörg Hallvarðsdóttir frá Neðri-Þverá í Fljótshlíð, f. 17. júní 1833, d. 10. apríl 1895 og barnsfaðir hennar Jóhann Jónsson, síðar bóndi og bátsformaður í Tjarnarkoti í A.-Landeyjum, f. 15. nóvember 1840 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, d. 5. ágúst 1906 í Tjarnarkoti.

Systir Bjargar af sama föður var
Þorgerður Jóhannsdóttir saumakona, húsfreyja, f. 13. ágúst 1878, d. 3. apríl 1952.

Björg var með Jóhanni föður sínum í Tjarnarkoti 1860 og 1870, var vinnukona í Stóru-Hildisey í A.-Landeyjum 1880, á Hólmum þar 1890, á Efri-Úlfsstöðum þar 1901, en flutti þá að Eystri-Torfastöðum í Fljótshlíð og var þar vinnukona 1910.
Björg flutti til Eyja 1912. Hún var sjóbúðarbústýra hjá sjómönnum úr Landeyjum margar vetrarvertíðir, var vinnukona hjá Birni Erlendssyni og Jónínu Jónsdóttur í Gerði 1920, hjá Jónínu og Guðjóni syni hennar 1930, var vinnukona þar við andlát sitt 1939. Björg var ógift og barnlaus. Hún skildi eftir sig prjónastokk, sem Jónína í Gerði færði Byggðasafninu.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Blik 1976.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.