„Steingrímur Sigurðsson (skipstjóri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Steingrímur Sigurðsson. '''Steingrímur Dalmann Sigurðsson''' skipstjóri fæddist 4. janúar 1942 á Siglufirði og lést 19....)
 
m (Verndaði „Steingrímur Sigurðsson (skipstjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 10. nóvember 2021 kl. 09:35

Steingrímur Sigurðsson.

Steingrímur Dalmann Sigurðsson skipstjóri fæddist 4. janúar 1942 á Siglufirði og lést 19. maí 2017.
Foreldrar hans voru Sigurður Bjarni Jón Jakobsson bóndi á Dalabæ í Úlfsdölum, Eyjafj.s., síðar á Siglufirði, f. 24. júní 1901 á Dalabæ, d. 1. október 1980, og kona hans Þórhalla Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 4. september 1909 á Húsabakka í Aðaldal, S.-Þing., d. 8. desember 1988.

Börn Þórhöllu og Sigurðar Bjarna í Eyjum:
1. Jakobína Ólöf Sigurðardóttir (Obba), húsfreyja í Úthlíð f. 30. júlí 1931, d. 22. júní 2009.
2. Steingrímur Dalmann Sigurðsson skipstjóri, skipaeftirlitsmaður, f. 4. janúar 1942, d. 19. maí 2017.
3. Þórður Rafn Sigurðsson, (Rabbi), vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 9. janúar 1943.

Steingrímur var með foreldrum sínum í æsku, á Dalabæ til 8 ára aldurs, síðan á Siglufirði.
Hann lauk vélstjóranámi á Akureyri 1959 og námi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík lauk hann 1964.
Steingrímur hóf sjómennsku 15 ára.
Eftir flutning til Eyja var hann lengst skipstjóri á Bjarnarey VE-501.
Þegar hann hætti til sjós varð hann skipaeftirlitsmaður í Eyjum á vegum Siglingastofnunar og gegndi því starfi til 69 ára aldurs.
Viðurkenning:
Forseti Ísland Vigdís Finnbogadóttir veitti Steingrími afreksmerki íslenska lýðveldisins fyrir björgun tveggja manna úr sjó, 1978 og 1981.
Þau Guðlaug giftu sig 1962, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Landagötu 11, í Austurgerði 13 við Gos 1973, síðan Smáragötu 13, en síðast á Dverghamri 9.
Steingrímur lést 2017.
Guðlaug býr á Dverghamri 9.

I. Kona Steingríms, (8. desember 1962), er Guðlaug Ólafsdóttir frá Hvanneyri, húsfreyja, f. 2. desember 1962.
Börn þeirra:
1. Sigurður Ólafur Steingrímsson stýrimaður, f. 28. október 1962. Fyrrum sambúðarkona Ingunn Björg Sigurðardóttir.
2. Helgi Þór Steingrímsson, f. 30. janúar 1966, vélfræðingur, býr í Danmörku og Kópavogi. Hann rekur fjölmennt fyrirtæki í Danmörku. Kona hans Ulla Schjörring.
3. Sædís Steingrímsdóttir lyfjatæknir í Reykjavík, f. 17. nóvember 1970. Maður hennar Sigurður Ómar Ólafsson.
4. Sigurrós Steingrímsdóttir sölumaður í Reykjavík, f. 12. september 1980. Maður hennar Bogi Hreinsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 27. maí 2017. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.