„Margrét E. Sigurbjörnsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Margrét Eiríka Sigurbjörnsdóttir''' frá Vestra-Stafnsnesi á Miðnesi, húsfreyja fæddist þar 10. febrúar 1934.<br> Foreldrar hennar voru Sigurbjörn Metúsalemsson útge...) |
m (Verndaði „Margrét E. Sigurbjörnsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 10. júní 2021 kl. 10:48
Margrét Eiríka Sigurbjörnsdóttir frá Vestra-Stafnsnesi á Miðnesi, húsfreyja fæddist þar 10. febrúar 1934.
Foreldrar hennar voru Sigurbjörn Metúsalemsson útgerðarmaður, sjómaður, f. 3. maí 1906 í Efra-Holti u. Eyjafjöllum, d. 26. febrúar 2000, og kona hans Júlía Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1906 á Hóli í Ölfusi, d. 11. september 1979.
Margrét var með foreldrum sínum á Neðra-Stafnsnesi í æsku.
Hún flutti til Eyja 1956, vann á Hótel H.B..
Þau Theodór giftu sig 1956, eignuðust sex börn og eitt kjörbarn. Þau byggðu hús við Hólagötu 24, og 1978 byggðu þau hús við Bessahraun 6 og bjuggu þar síðast.
Theodór lést 2020.
I. Maður Margrétar, (25. desember 1956), var Theodór Snorri Ólafsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 14. maí 1933 í Langa-Hvammi, d. 16. september 2020.
Börn þeirra:
1. Þorbjörg Theodórsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 4. júní 1959, kjörbarn þeirra. Maður hennar Haukur Logi Michelsen.
2. Hafþór Theodórsson matsveinn, stýrimaður, f. 6. júlí 1961. Kona hans Hanna R. Björnsdóttir.
3. Sigurbjörn M. Theodórsson vélstjóri, f. 4. júlí 1960, d. 22. júní 2020, ókvæntur.
4. Júlíanna Theodórsdóttir húsfreyja, starfsmaður Hraunbúða, f. 6. ágúst 1962. Maður hennar Ingólfur Ingólfsson.
5. Bára Theodórsdóttir sérkennari í Svíþjóð, f. 17. desember 1966. Maður hennar Tommy Westman.
6. Björk Theodórsdóttir viðskiptafræðingur, f. 10. apríl 1971, ógift.
7. Harpa Theodórsdóttir húsfreyja, f. 24. febrúar 1975. Maður hennar Örvar Guðni Arnarson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Margrét.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.