„Ella Vilhelmína Halldórsdóttir“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Ella Vilhelmína Halldórsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Ella | [[Mynd:Ella Halldórsdóttir.jpg|thumb|100px|''Ella Vilhelmína Halldórsdóttir.]] | ||
'''Ella Vilhelmína Halldórsdóttir''' frá [[Kirkjuhvoll|Kirkjuhvoli]], verslunarmaður, kaupmaður fæddist þar 2. ágúst 1914 og lést 21. ágúst 2005.<br> | '''Ella Vilhelmína Halldórsdóttir''' frá [[Kirkjuhvoll|Kirkjuhvoli]], verslunarmaður, kaupmaður fæddist þar 2. ágúst 1914 og lést 21. ágúst 2005.<br> | ||
Foreldrar hennar voru [[Halldór Gunnlaugsson (héraðslæknir)|Halldór Gunnlaugsson]] héraðslæknir, f. 25. ágúst 1875 á Skeggjastöðum í Fellum í N.-Múl., drukknaði 16. desember 1924, og kona hans [[Anna Gunnlaugsson|Anna Sigrid Gunnlaugsson]], fædd Therp 16. febrúar 1885 í Danmörku, d. 22. ágúst 1963. | Foreldrar hennar voru [[Halldór Gunnlaugsson (héraðslæknir)|Halldór Gunnlaugsson]] héraðslæknir, f. 25. ágúst 1875 á Skeggjastöðum í Fellum í N.-Múl., drukknaði 16. desember 1924, og kona hans [[Anna Gunnlaugsson|Anna Sigrid Gunnlaugsson]], fædd Therp 16. febrúar 1885 í Danmörku, d. 22. ágúst 1963. |
Núverandi breyting frá og með 8. desember 2020 kl. 17:50
Ella Vilhelmína Halldórsdóttir frá Kirkjuhvoli, verslunarmaður, kaupmaður fæddist þar 2. ágúst 1914 og lést 21. ágúst 2005.
Foreldrar hennar voru Halldór Gunnlaugsson héraðslæknir, f. 25. ágúst 1875 á Skeggjastöðum í Fellum í N.-Múl., drukknaði 16. desember 1924, og kona hans Anna Sigrid Gunnlaugsson, fædd Therp 16. febrúar 1885 í Danmörku, d. 22. ágúst 1963.
Börn Önnu og Halldórs:
1. Ólafur Þorsteinn Halldórsson læknir, f. 4. desember 1906 í Langa-Hvammi, d. 20. febrúar 1997.
2. Gunnlaugur Pétur Christian Halldórsson arkitekt, f. 6. ágúst 1909 í Langa-Hvammi, d. 13. febrúar 1986.
3. Axel Valdemar Halldórsson stórkaupmaður, f. 22. september 1911 á Kirkjuhvoli, d. 31. maí 1990.
4. Ella Vilhelmína Halldórsdóttir verslunarmaður, kaupmaður, f. 2. ágúst 1914 á Kirkjuhvoli, d. 21. ágúst 2005.
Fóstursonur hjónanna var systursonur Halldórs,
5. Gunnar Þórir Þorláksson húsasmíðameistari í Reykjavík f. 10. júní 1919 í Garðhúsum, d. 27. apríl 1987.
Ella var með foreldrum sínum, en faðir hennar drukknaði, er hún var á ellefta árinu.
Hún fór til verslunarnáms í Kaupmannahöfn og mæðgurnar ráku síðan verslun móður hennar saman, um árabil í Eyjum og Ella tók við rekstri verslunarinnar á Laugavegi og síðar í Starmýri eftir lát hennar 1963 og rak til 1984.
Ella dvaldi síðustu æviárin á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Hún lést 2005, ógift og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Morgunblaðið 1. september 2005. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.