Ella Vilhelmína Halldórsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ella Vilhelmína Halldórsdóttir.

Ella Vilhelmína Halldórsdóttir frá Kirkjuhvoli, verslunarmaður, kaupmaður fæddist þar 2. ágúst 1914 og lést 21. ágúst 2005.
Foreldrar hennar voru Halldór Gunnlaugsson héraðslæknir, f. 25. ágúst 1875 á Skeggjastöðum í Fellum í N.-Múl., drukknaði 16. desember 1924, og kona hans Anna Sigrid Gunnlaugsson, fædd Therp 16. febrúar 1885 í Danmörku, d. 22. ágúst 1963.

Börn Önnu og Halldórs:
1. Ólafur Þorsteinn Halldórsson læknir, f. 4. desember 1906 í Langa-Hvammi, d. 20. febrúar 1997.
2. Gunnlaugur Pétur Christian Halldórsson arkitekt, f. 6. ágúst 1909 í Langa-Hvammi, d. 13. febrúar 1986.
3. Axel Valdemar Halldórsson stórkaupmaður, f. 22. september 1911 á Kirkjuhvoli, d. 31. maí 1990.
4. Ella Vilhelmína Halldórsdóttir verslunarmaður, kaupmaður, f. 2. ágúst 1914 á Kirkjuhvoli, d. 21. ágúst 2005.
Fóstursonur hjónanna var systursonur Halldórs,
5. Gunnar Þórir Þorláksson húsasmíðameistari í Reykjavík f. 10. júní 1919 í Garðhúsum, d. 27. apríl 1987.

Ella var með foreldrum sínum, en faðir hennar drukknaði, er hún var á ellefta árinu.
Hún fór til verslunarnáms í Kaupmannahöfn og mæðgurnar ráku síðan verslun móður hennar saman, um árabil í Eyjum og Ella tók við rekstri verslunarinnar á Laugavegi og síðar í Starmýri eftir lát hennar 1963 og rak til 1984.
Ella dvaldi síðustu æviárin á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Hún lést 2005, ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.