„Þorsteinn Matthíasson (Vinaminni)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Þorsteinn Pálmar Matthíasson''' frá Vinaminni, fiskverkamaður, Badermaður, saltfiskverkandi fæddist 22. júlí 1943 á Sandi.<br> Foreldrar hans voru Matth...) |
m (Verndaði „Þorsteinn Matthíasson (Vinaminni)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 4. desember 2019 kl. 17:38
Þorsteinn Pálmar Matthíasson frá Vinaminni, fiskverkamaður, Badermaður, saltfiskverkandi fæddist 22. júlí 1943 á Sandi.
Foreldrar hans voru Matthías Guðlaugur Jónsson klæðskeri, f. 20. nóvember 1891 á Bólstað í Mýrdal, d. 25. janúar 1977, og kona hans Unnur Pálsdóttir húsfreyja, forstöðukona, f. 13. mars 1911 á Borg í Njarðvík eystra, d. 12. maí 2000.
Börn Unnar og Matthíasar:
1. Guðgeir Matthíasson verkamaður, sjómaður, listamaður, f. 14. desember 1940.
2. Þorgerður Matthíasdóttir, f. 28. febrúar 1942, d. 12. maí 1942.
3. Þorsteinn Pálmar Matthíasson Badermaður í Vinnslustöðinni, síðan saltfiskverkandi á Höfn í Hornafirði, f. 22. júlí 1943.
Þorsteinn var með foreldrum sínum.
Hann var fiskverkamaður, m.a. Badermaður hjá Vinnslustöðinni og á Höfn í Hornafirði.
Þau Guðný Helga giftur sig 1964, eignuðust fjögur börn, bjuggu í Kópavogi í fyrstu, í Vinaminni við fæðingu Elísabetar Guðmundu 1967, á Flötum í nokkra mánuði, þá í Akurey, Vestmannabraut 46a. Þau byggðu húsið við Grænuhlíð 24 um 1969-1970, fluttu inn 1970, og þar bjuggu þau til Goss.
Þau fluttu á Höfn í Hornafirði við Gosið og hafa búið þar síðan, eignuðust Önnu þar. Þau búa á Norðurbraut 10 á Höfn.
I. Kona Þorsteins Pálmars, (8. maí 1964), er Guðný Helga Örvar húsfreyja, verkakona, starfsmaður Pósts og síma, f. 20. júní 1946.
Börn þeirra:
1. Þorgerður Helga Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1964 í Kópavogi. Fyrrum sambúðarmaður Tómas Dagur Helgason. Fyrrum maður hennar Þorvaldur Jón Kristján Sturluson.
2. Elísabet Guðmunda Þorsteinsdóttir húsfreyja, virknisþjálfi, listmálari, f. 3. ágúst 1967 í Vestmannaeyjum. Maki hennar Ögmundur Jón Guðnason.
3. Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir húsfreyja á Hofsnesi í Öræfum, f. 26. febrúar 1971 í Vestmannaeyjum. Barnsfaðir hennar Jón Andrésson. Maður hennar Einar Rúnar Sigurðsson.
4. Anna Þorsteinsdóttir, f. 21. október 1974 á Höfn í Hornafirði. Fyrrum maður hennar Jón Indriði Þórhallsson. Maður hennar Guðmundur Garðarsson. Hún býr í Noregi.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Þorsteinn.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.