Guðný Helga Örvar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Helga Övar húsfreyja, verkakona, fiskvinnslukona í Eyjum og á Höfn í Hornafirði, starfsmaður á pósthúinu á Höfn fæddist 20. júní 1946.
Foreldrar hennar voru Elísabet Fjóla Magnúsdóttir frá Bjarmalandi, f. þar 24. nóvember 1925, d. 28. ágúst 2004 og barnsfaðir hennar Charles Gharst frá Bandaríkjunum, látinn.

Guðný Helga var með móður sinni í æsku, fluttist til Eyja 1963. Þau Þorsteinn giftu sig 1964, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Kópavogi í fyrstu, í Vinaminni við fæðingu Elísabetar Guðmundu 1967, á Flötum í nokkra mánuði, þá í Akurey, Vestmannabraut 46a. Þau byggðu húsið við Grænuhlíð 24 um 1969-1970, fluttu inn 1970, og þar bjuggu þau til Goss.
Þau fluttu á Höfn í Hornafirði við Gosið og hafa búið þar síðan, eignuðust Önnu þar. Þau búa á Norðurbraut 10 á Höfn.

I. Maður Guðnýjar Helgu Örvar, (8. maí 1964), er Þorsteinn Pálmar Matthíasson fiskverkamaður, f. 22.júlí 1943.
Börn þeirra:
1. Þorgerður Helga Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1964 í Kópavogi. Fyrrum sambúðarmaður Tómas Dagur Helgason. Fyrrum maður hennar Þorvaldur Jón Kristján Sturluson.
2. Elísabet Guðmunda Þorsteinsdóttir húsfreyja, virknisþjálfi, listmálari, f. 3. ágúst 1967 í Vestmannaeyjum. Maki hennar Ögmundur Jón Guðnason.
3. Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir húsfreyja á Hofsnesi í Öræfum, f. 26. febrúar 1971 í Vestmannaeyjum. Barnsfaðir hennar Jón Andrésson. Maður hennar Einar Rúnar Sigurðsson.
4. Anna Þorsteinsdóttir, f. 21. október 1974 á Höfn í Hornafirði. Fyrrum maður hennar Jón Indriði Þórhallsson. Maður hennar Guðmundur Garðarsson. Hún býr í Noregi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.