„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2008/Lundaveiði í Elliðaey frá fornu fari“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 33: Lína 33:
[[Mynd:Elliðaey Sdbl. 2008.jpg|thumb|250x250dp|Elliðaey]]
[[Mynd:Elliðaey Sdbl. 2008.jpg|thumb|250x250dp|Elliðaey]]
Á árum áður var mikil umferð fiskibáta, sem stunduðu veiðar austur og inn af Eyjum, um sundið milli Elliðaeyjar og Bjarnareyjar, sumir sigldu mjög nálægt Elliðaey. Veiðin glæddist alltaf við hverja ferð um sundið þegar bátarnir fældu lundann af sjónum. Í dag virðist vera miklu minna af fugli þarna á sjónum frá því sem áður var og mjög lítið er af brúnafugli, geldfugli og flökkufugli á brúnunum sem voru áður þaktar af þessum fugli.<br>
Á árum áður var mikil umferð fiskibáta, sem stunduðu veiðar austur og inn af Eyjum, um sundið milli Elliðaeyjar og Bjarnareyjar, sumir sigldu mjög nálægt Elliðaey. Veiðin glæddist alltaf við hverja ferð um sundið þegar bátarnir fældu lundann af sjónum. Í dag virðist vera miklu minna af fugli þarna á sjónum frá því sem áður var og mjög lítið er af brúnafugli, geldfugli og flökkufugli á brúnunum sem voru áður þaktar af þessum fugli.<br>
Miklar vangaveltur hafa verið um hver orsökin sé fyrir minnkandi veiði. Það virðist vera óhemja af fugli í byggðunum en mjög lítið af brúnafugli. Er ætið orsakavaldurinn? Er skortur á því? Flestir telja að svo sé. Hver er ástæðan? Er það hlýnandi sjór? Eru það þessi tíðu jökulhlaup? Getur gosið í Surtsey og síðar á Heimaey haft áhrif á ætið? Gaman væri að geta svarað þessu.<br>
Miklar vangaveltur hafa verið um hver orsökin sé fyrir minnkandi veiði. Það virðist vera óhemja af fugli í byggðunum en mjög lítið af brúnafugli. Er ætið orsakavaldurinn? Er skortur á því? Flestir telja að svo sé. Hver er ástæðan? Er það hlýnandi sjór? Eru það þessi tíðu jökulhlaup? Getur gosið í [[Surtsey]] og síðar á Heimaey haft áhrif á ætið? Gaman væri að geta svarað þessu.<br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''[[Hávarður Birgir Sigurðsson]]'''</div><br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''[[Hávarður Birgir Sigurðsson]]'''</div><br>
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 6. nóvember 2019 kl. 13:51

HÁVARÐUR BIRGIR SIGURÐSSON


Lundaveiði í Elliðaey frá fornu fari


Þessi grein er byggð á erindi sem flutt var á ráðstefnu um lundastofninn í Vestmannaeyjum og var haldin þar í Kiwanishúsinu 11. apríl 2007. Fjallar hún um lundaveiði í Elliðaey frá fornu fari. Ástæðan fyrir því að ég held mig við Elliðaey er sú að ég þekki hana best þó að sumt eigi við alla aðra veiðistaði í Vestmannaeyjum.

Greinarhöfundur með góða veiði í efri Nálarstaðnum.

JARÐASKIPTI
Heimaey var á sínum tíma skipt upp í 48 jarðir. Nytjum á fugli, eggjum og beitilandi í úteyjunum var síðan úthlutað til jarðanna. Elliðaey var skipt upp til 16 jarða, 8 jarðir fengu tilkall til Bjarnareyjar, 8 til Suðureyjar og enn aðrar 8 til Álseyjar. Sumar jarðirnar áttu tilkall, að auki, til annarra eyja.
Jarðabændur nýttu sér rétt sinn til veiða með því að senda 1 mann hver til lundaveiði. Þannig að 16 menn lágu við í 5 vikur, hvert sumar, við lundaveiði í Elliðaey, sama fyrirkomulag var í hinum úteyjunum, 8 í Bjarnarey, sami fjöldi í Suðurey og Álsey og í öðrum eyjum eins og hlutir þeirra gáfu. Þessi háttur hélst talsvert lengi eftir að lundaháfurinn kom til sögunnar 1875. Um 1930 fóru jarðabændur að leigja veiðifélögum rétt sinn og fengu þá fjórða hvern fugl af veiði í sinn hlut. Til gamans má geta að veiðihlutir jarðanna dugðu í flestum tilvikum til að greiða leigu af jörðunum til ríkisins en þá voru eyjarnar í eigu þess.

LUNDAVEIÐITÍMI
Þegar ég byrjaði að vera úti í Elliðaey, 1948, hófst lundatíminn á fímmtudegi, 11 vikur af sumri, og stóð í 5 vikur. Samkvæmt því átti lundatíminn í ár (2007) að byrja 28. júní og vera til 2. ágúst. Þannig hafði það verið eins lengi og elstu menn mundu. Um 1960 var ráðuneytið, sem hafði með fuglafriðun að gera, að vinna að nýjum lögum um fuglafriðun. Óskað var eftir greinargerð frá Bjargveiðimannafélagi Vestmannaeyja um hvernig lundaveiði og veiðitíma hafi verið háttað hér í Eyjum. Bjargveiðimannafélagið sendi umbeðnar upplýsingar og fékk svar um að félögum þess væri heimilt að veiða eins og áður og að veiða mætti í eina viku í viðbót frá því sem áður hafí verið. Skyldi veiðitíminn byrja einni viku fyrr og haldast óbreyttur í hinn endann. Síðar var því breytt á þann veg að lundatíminn hefst 1. júlí og er til 15. ágúst ár hvert og hefur það haldist síðan. Þess má geta að lundinn er alfriðaður á þeim tíma en undanþága er gefin fyrir veiðunum hér vegna langrar hefðar.

Fremri röð f.v.: Kristófer Guðjónsson frá Oddstöðum, Árni Guðjónsson frá Oddstöðum, Guðlaugur Guðjónsson frá Oddstöðum, Ágúst Sæmundsson úr Reykjavík, Hávarður Sigurðsson. Aftari röð f.v.: Guðmundur Guðjónsson frá Oddtöðum , Pétur Guðjónsson frá Kirkjubæ, Þórarinn Guðjónsson frá Kirkjubæ og Hjörleifur Guðnason frá Oddstöðum.

VEIÐIAÐFERÐIR
Í upphafi veiddu menn lundann með greflum sem voru mislangir eftir því hver dýptin á lundaholunum var. Í Sögu Vestmannaeyja, 2. bindi, eftir Sigfús M. Johnsen, bæjarfógeta, kemur fram á bls. 60 að þeir hafi verið 1 og hálf alin og 3/4 úr alin á lengd. Framan á skaftið var festur járnkrókur. Með þetta áhald teygði lundaveiðimaður handlegginn inn í lundaholurnar, krækti í fuglinn og dró hann út. Greflaveiðin var hin hrottalegasta veiðiaðferð og tíðkaðist hún lengi hér í Vestmannaeyjum.

Hávarður og Tóti austur á Flá.

Hún var lögð niður að mestu um 1875 þegar Vestmannaeyingar tóku að veiða lundann í háf.
Á heimasíðu Bjarnareyinga kemur fram að góðir veiðimenn hafi veitt allt að 400 til 600 lunda á dag með greflum en það var einungis eggfuglinn sem var drepinn en ekki geldfuglinn.
Sigfús M. Johnsen segir ennfremur í 2. bindi, Sögu Vestmannaeyja, á bls. 61: „Um miðbik 19 aldar var tekin upp netaveiði. Sú veiðiaðferð var í því fólgin að net var sett yfir lundaholurnar í lundabyggðinni. Fuglinn festist í netinu bæði þegar hann var að fara í og úr holunni. Með þessu var nær allur fugl, er var við hreiður, drepinn en unginn svalt til bana. Fyrstu árin veiddist mjög mikið með þessari aðferð. Einnig voru yfirdráttamet slegin yfir lundabreiður, uppistöðunet við brúnir, loft- og hleypinet.“

Frá vinstri Veiðifélagar í Elliðaey, myndin tekin um 1956. Guðlaugur Guðjónsson frá Oddstöðum,Kristófer Guðjónsson frá Oddstöðum, Hávarður Sigurðsson, Pétur Guðjónsson frá Kirkjubæ og Guðmundur Guðjónsson frá Presthúsum og Þórarinn Guðjónsson frá Kirkjubæ.

Á heimasíðu Bjarnareyinga kemur fram um netaveiðina að augljóst hafi verið að með áframhaldandi netaveiðum yrði lundanum útrýmt. Því var þessi veiðiaðferð algerlega bönnuð um 1869 - 1870.
Frá 1875 hefur lundi því nær einungis verið veiddur í háf af lundaveiðimönnum í Vestmannaeyjum.

Greinarhöfundur með nýveiddan lundaprins.

VEIÐI í ELLIÐAEY ÁÐUR OG NÚ
Árið 1960 kaupir Vestmannaeyjakaupstaður allar eyjarnar af ríkinu. Fljótlega upp úr því fóru veiðifélög í úteyjunum að greiða fast gjald til Bæjarsjóðs Vestmannaeyja fyrir veiðirétt sinn. Þó fengu nokkrar jarðir, sem enn voru í ábúð, greiddan fugl af veiði í nokkur ár. Í dag er leiga af úteyjum eingöngu greidd til Bæjarsjóðs Vestmannaeyja.
Fyrstu árin, sem ég var í Elliðaey, vorum við, 4 menn, frá fyrsta degi veiðitímabilsins fram að þjóðhátíð eða allan júlimánuð og stundum nokkra daga af ágúst úti í eyju við veiðar. Fleiri bættust oft við um helgar og hélst það fram að gosi, 1973. Núna er allur gangur á þessu. Það má segja að mikil breyting hafl orðið á frá því að 16 menn lágu við í Elliðaey í veiði, allan veiðitímann, til þess að menn fóru að vera 4-6 sem veiðarnar stunduðu.
Lundaveiði í Elliðaey er mjög háð veðri. Langmest er veitt í stöðum með brúnunum og þarf vindátt að vera hagstæð, hæfilegur kaldi og af réttri átt. Í sumum stöðum þarf vindáttin að vera mjög nákvæm. Lítið er veitt í lundabyggðinni og enginn lognstaður er í Elliðaey, þ.e.a.s. að ekki er hægt að veiða í logni eins og dæmi eru um í Álsey. í norðanátt veiðist aldrei og sömuleiðis í mestu stillum og blíðviðri. Það þarf að vera kaldi og fugl uppi til þess að veiðist.

Gamla Ból séð frá nýja. Flutt var í nýja húsið 1953 en það gamla nýtist sem geymsla.


Mestu breytingar á veiði, sem ég hef orðið var við, eru með suðurbrún Elliðaeyjar. Þar er suðaustanáttar veiðistaður, sem heitir Skora og var lengi talinn besti veiðistaðurinn í Elliðaey ef átt var hagstæð og fugl uppi, þá var gefin veiði þar. Síðan um gos, 1973, hefur sáralítil veiði verið þar. Sömu sögu er að segja af Gili og Flá, sem einnig eru með suðurbrúninni, en eru vestanáttastaðir. Þar hefur mjög lítill veiði verið undanfarið en voru mjög góðir veiðistaðir áður fyrr.

Elliðaey

Á árum áður var mikil umferð fiskibáta, sem stunduðu veiðar austur og inn af Eyjum, um sundið milli Elliðaeyjar og Bjarnareyjar, sumir sigldu mjög nálægt Elliðaey. Veiðin glæddist alltaf við hverja ferð um sundið þegar bátarnir fældu lundann af sjónum. Í dag virðist vera miklu minna af fugli þarna á sjónum frá því sem áður var og mjög lítið er af brúnafugli, geldfugli og flökkufugli á brúnunum sem voru áður þaktar af þessum fugli.
Miklar vangaveltur hafa verið um hver orsökin sé fyrir minnkandi veiði. Það virðist vera óhemja af fugli í byggðunum en mjög lítið af brúnafugli. Er ætið orsakavaldurinn? Er skortur á því? Flestir telja að svo sé. Hver er ástæðan? Er það hlýnandi sjór? Eru það þessi tíðu jökulhlaup? Getur gosið í Surtsey og síðar á Heimaey haft áhrif á ætið? Gaman væri að geta svarað þessu.

Hávarður Birgir Sigurðsson