„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2008/Síldveiðar við Norðurland í gamla daga“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(9 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum)
Lína 1: Lína 1:
<center>'''[[Guðjón Ármann Eyjólfsson|GUÐJÓN ÁRMANN EYJÓLFSSON]]'''</center><br>
[[Mynd:Guðjón Ármann Eyjólfsson Sdbl. 2008.jpg|miðja|thumb|247x247dp|Guðjón Ármann Eyjólfsson]]
<center>'''GUÐJÓN ÁRMANN EYJÓLFSSON'''</center><br>
<big><big><center>'''Síldveiðar við Norðurland í gamla daga'''</center></big></big><br>
<big><big><center>'''Síldveiðar við Norðurland í gamla daga'''</center></big></big><br>
Það er gaman að virða betur fyrir sér þessa ágætu mynd (Sjá hægri síðu). Ég sé ekki betur en að á
Það er gaman að virða betur fyrir sér þessa ágætu mynd (Sjá hægri síðu). Ég sé ekki betur en að á á bryggjunni sé verið að viðra sængurföt,  kodda og sængur úr einhverjum síldarbrakkanum eins og Siglfirðingar nefndu bústaði stúlknanna sem söltuðu síldina á síldarplönunum og voru kallaðar síldarstúlkur.<br>
Bátarnir eru bókstaflega drekkhlaðnir. Fróðlegt er að virða fyrir sér síldaruppstillinguna á Ófeigi, upp af sjálfri lunningunni. Þar eru efst svonefndar merar, mjórri borð sem var smellt ofan á stíuuppstillingar þegar síldin bókstaflega flóði út af bátnum. Þau voru kölluð ágirndarborð og var haldið föstum með klömpum sem voru settir ofan á stíurnar og lunninguna. Stutt borð eða merar voru einnig sett ofan á kassana í ganginum og voru kallaðar ágirndarmerar.<br>
Öll síld sem var veidd á þessum árum var vaðandi síld og síldarmiðin stutt frá landi, á Húnaflóa, úti á Grímseyjarsundi, út af Rauðunúpum, á Haganesvík, Þistilfirði og víðar við Norðurland, en lengst var farið norður undir Kolbeinsey og út á Digranesflak fyrir austan land.<br>
Hinn 10. maí 1940 var Ísland hernumið og þetta var fyrsta sumar siðari heimssfyrjaldarinnar, sem átti þá eftir að geisa um allan heim næstu fimm árin, fram til 5. maí 1945 í Evrópu.<br>
Davíð Ólafsson fiskimálastjóri ritaði í 1. tbl. Ægis, 34. árgangi í janúar 1941 um síldarsumarið 1940: „Síldveiðiskipin fóru nokkru seinna til veiða fyrir Norðurlandi á þessu sumri en nokkur undanfarin ár.“<br>
Vegna ófriðarins var mikil óvissa um sölu á síldarafurðum.<br>
„Þann 30. júní veiddist fyrsta síldin og var það á Grímseyjarsundi. Daginn eftir landaði fyrsta skipið við Síldarverksmiðjur ríkisins. Þessi hrota stóð aðeins í 3 daga, en var þó ekki mikil. En nú kom mikil síld á austursvæðið, fyrst á Vopnafjörð, en síðan eftir 4 daga í Þistilfjörð, og hélzt sú veiði fram til 20. júlí, Allan þennan tíma var óhemju veiði við Sléttu, Langanes og á Vopnafirði, svo að menn muna vart annað eins. Voru torfurnar svo risavaxnar, að nótasprengingar voru mjög tíðar, og urðu menn að gæta sín að ráðast ekki í of stórar torfur þess vegna eða sneiða hæfilega mikið af þeim.“
[[Mynd:Erlingur II VE 325 Sdbl. 2008.jpg|thumb|Erlingur II VE 325 á togveigðum á fimmta áratugnum. Fremst á myndinni er skipstjórinn og útgerðarmaðurinn Sighvatur Bjarnason.]]
„Það var fyrst 27. júí, að uppgripafli hefst á vestursvæðinu. Hélzt sú veiði fram í ágústlok. Mátti svo heita, að eftir að síldin kom á vestursvæðið, væri síld á öllu svæðinu frá Horni að Langanesi og hélzt svo að mestu leyti fram til 6. sept., að tíðarfarið spilltist og gerði kulda.“...“Á Grímseyjarsundi og Skjálfanda var síldin sérstaklega stór og mjög feit.<br>
Veðrátta var yfirleitt góð alla síldarvertíðina og hamlaði veður aldrei veiðum lengur en tvo daga í senn.“<br>
Þátttaka í síldveiðunum var þó nokkru minni en sumarið áður eða samkvæmt skýrslu fiskimálastjóra samtals 217 skip.<br>
„Bar það til, að nú voru flest stærri skipin höfð í fiskflutningum til Englands vegna hins háa verðs sem fékkst fyrir ísvarða fiskinn.“<br>
Samkvæmt aflaskýrslum yfir síldveiðar sumarið 1940 lönduðu 198 skip einhverri síld. Samtals voru 8 togarar á síldveiðum, 24 línuveiðigufuskip og 98 mótorbátar sem voru einir um nót. Tveir um nót voru 68 bátar eða 34 pör.<br>
Frá Vestmannaeyjum voru 30 bátar á síldveiðum við Norðurland og var afli þeirra 19 - 20% af heildarafla mótorskipa eða 201.474 mál og tunnur.<br>
(í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1980 var gerð nokkuð nánari grein fyrir síldveiðum Vestmannaeyjabáta þetta sumar).<br>
Af mótorskipum sem voru tvö um nót voru [[Erlingur VE-295|Erlingur I]] og Erlingur II frá Vestmannaeyjum með mestan afla eða 850 tunnur í salt og 10.089 mál í bræðslu, samtals 10.939 mál og tunnur eða um 1480 tonn, ef tunna í salt og mál er reiknað sem 135 kíló. Skipstjóri og „nótabassi“ var [[Sighvatur Bjarnason (Ási)|Sighvatur Bjarnason]] sem var mikill síldarmaður.
Óðinn og [[Ófeigur II]] voru þetta sumar með þriðja hæsta afla allra tvílembinga með samtals 413 tunnur í salt og 9.589 mál í bræðslu eða samtals 10.002 mál og tunnur.<br>
Ef reiknað er með að hver tunna og mál séu 135 kíló eru þetta því rúmlega 1350 tonn. Skipstjóri á Ófeigi II. og síldarbassi á tvílembingunum var [[Guðfinnur Guðmundsson (formaður)|Guðfinnur Guðmundsson]] frá [[Brekkuhús|Brekkuhúsi]].<br>
Miðað við stærð og útbúnað var þetta ekki lítill afli.
[[Mynd:Erlingur II VE 325 drekkhlaðinn Sdbl. 2008.jpg|vinstri|thumb|Erlingur II VE 325 drekkhlaðinn og bíður löndunar.]]
Síldanótin var 24 faðma djúp, 120 faðma löng og snurpulínan sem liggur í gegnum hringina og lokar nótinni var úr sérstaklega gerðu tói, snúnu hamptói með segulnagla úr kopar á miðri línu og var nótinni lokað eða „snurpað“ eins og sagt var á höndum og litlu handsnúnu spili.<br>
Ófeigur II var smíðaður í Friðrikssundi í Danmörku árið 1935 og var 21 brúttórúmlest (1 rúmlest= 100 ensk rúmfet = 2,83 m3) 14,63 m á lengd með 60 hestafla Hundestedvél. Báturinn tók fullfermdur af síld (eins og á myndinni) 320 mál af síld eða 43, 2 tonn (málið= 135 kg.).<br>
[[Óðinn VE 317]] var smíðaður úr eik og furu í Friðrikssundi árið 1933 og var 21 rúmlest brúttó; 14,66 m á lengd með 60-76 hestafla Tuxhamvél.<br>
Aftan við stýrishúsið á Ófeigi sem var svonefndur forystubátur er kokkhúsið, lítið eldhús þar sem fór fram öll matseld fyrir skipshafnir þessara tveggja báta sem voru í félagi um eina síldarnót. Samtals voru í áhöfn Óðins og Ófeigs 16 til 17 menn. Af áhöfninni má sjá eina 9 þeirra á myndinni og að bera í mastrið á Óðni sé ég ekki betur en að ein blómarósin á Siglufirði hafi slegið eign sinni á einn Eyjapeyjann!.
Í bómunni á Metu hangir síldarháfur, stór hringlaga poki, festur í stál- eða járnhring sem var vandlega vafinn með lipru snurvoðartói. Framan við stýrishúsið á Ófeigi er reistur síldarháfur.
Síldarháfurinn var notaður fram undir 1970 til þess að háfa síldina (og síðar loðnuna) úr nótinni þegar búið var að „þurrka“ sem kallað var þegar hafði verið þrengt svo að síldinni með því að draga garnið á nótinni inn í nótabátana sem lágu við síðuna á síldarskipinu, að síldin gat sig hvergi hreyft og nokkrar síldar lágu jafnvel marflatar og spriklandi ofan á bunkanum í nótinni.<br>
Neðst á síldarháfnum var sérstakur lás sem var opnaður og lokaður með því að kippt var í hann. Venjulega var það verk stýrimannsins þegar búið var að þurrka að síldinni í nótinni og binda pokann upp á síðu stóra bátsins. Stýrimaðurinn stóð þá uppi á stýrishúsi með róna sjóvettlinga og kippti í lásinn sem opnaði háfinn þegar báturinn var á réttu róli. Alltaf var byrjað á því að háfa yfir í bakborðssíðu til þess að vega á móti þyngslum nótarinnar, oft fullri af síld, sem var bundin upp á stjórnborðssíðunni.<br>
Uppi á stýrishúsi bátanna sést bassaskýlið, sem var á öllum síldarbátum, greinilegast á Ófeigi II. Á mörgum bátum eins og þarna var þéttur segldúkur strengdur utan um járngrind notaður sem bassaskýli. Bassakýlin voru einnig sérsmíðuð úr timbri með dyrum að aftan. Þarna stóð síldarbassinn sem var oftast skipstjórinn á öðrum bátnum, sem var þá eins og áður segir nefndur forystubátur, og skimaði og rýndi út yfir hafflötinn þegar leitað var að síld og gat þetta verið mjög kalsamt. Síldarbassinn var einnig nefndur nótabassi og réði hann köstun og kallaði „Klárir í bátana!“ þegar átti að fara að kasta á síldina. Þegar kallið „Klárir í bátana!“ (sem síðar styttist í „Klárir!“) heyrðist um skipið þustu menn á þilfar og um borð í nótabátana eða fóru að draga þá að stóra bátnum ef þeir voru ekki á síðunni sem oftast var þegar leitað var að síld. Frá bassaskýlinu lágu stundum talrör úr eir niður í stýrishúsið fyrir skipstjórann sem gaf þangað stýrisskipanir. Oftast voru þetta þó sverar gúmmíslöngur sem lágu inn um hliðarglugga að eyra „rórmannsins“.<br>
Það kom fýrir ef menn höfðu verið í reiðileysi að talrörið var notað til þess að gera mönnum grikk. Menn voru þá beðnir að koma nær talrörinu til þess að betur heyrðist en þá beið þeirra vatnsgusa eða eitthvað þaðan af verra!<br>
Allt það sem hér hefur verið nefnt var daglegt brauð og eðlileg heiti í munni sjómanna fýrr á tíð, en með nýtísku skipum, hátæknileitartækjum og risastórum veiðarfærum eru þau í dag sagan ein, þegar venjulegt síldarskip kemur með jafn mikinn afla að landi í einni veiðiferð og var sumarafli aflahæstu síldarskipanna á þessum árum.


á bryggjunni sé verið að viðra sæng- urföt, kodda og sængur úr einhverjum síldarbrakkanum eins og Siglfirðingar nefndu bústaði stúlknanna sem söl- tuðu síldina á síldarplönunum og voru kallaðar síldarstúlkur.
<br>
Bátamir eru bókstaflega drekk- hlaðnir. Fróðlegt er að virða fyrir sér síldaruppstillinguna á Ófeigi, upp af sjálfri lunningunni. Þar eru efst svonefndar merar, mjórri borð sem var sme/ít ofan á stíuuppsti/íingar þegar si/din bók- staflega flóði út af bátnum. Þau voru kölluð ágimd- arborð og var haldið föstum með klömpum sem voru settir ofan á stíurnar og lunninguna. Stutt borð eða merar vom einnig sett ofan á kassana í gang- inum og voru kallaðar ágimdarmerar.
Öll síld sem var veidd á þessum árum var vað- andi síld og síldarmiðin stutt frá landi, á Húnaflóa, úti á Grímseyjarsundi, út af Rauðunúpum, á Haganesvík, Þistilfírði og víðar við Norðurland, en lengst var farið norður undir Kolbeinsey og út á Digranesflak fyrir austan land.
Hinn 10. maí 1940 var ísland hemumið og þetta var fyrsta sumar siðari heimssfyrjaldarinnar, sem átti þá eftir að geisa um allan heim næstu fimm árin, fram til 5. maí 1945 í Evrópu.
Davíð Ólafsson fískimálastjóri ritaði í 1. tbl. Ægis, 34. árgangi í janúar 1941 um síldarsumarið 1940: „Síldveiðiskipin fóm nokkm seinna til veiða fyrir Norðurlandi á þessu sumri en nokkur undan- farin ár.“
Vegna óffiðarins var mikil óvissa um sölu á síl- darafúrðum.
„Þann 30. júní veiddist fyrsta síldin og var það á Grímseyjarsundi. Daginn eftir landaði fyrsta skipið
við Síldarverksmiðjur ríkisins. Þessi hrota stóð aðeins í 3 daga, en var þó ekki mikil. En nú kom mikil síld á austursvæðið, fyrst á Vopnafjörð, en síðan eftir 4 daga í Þistilfjörð, og hélzt sú veiði fram til 20. júlí, Allan þennan tíma var óhemju veiði við Sléttu, Langanes og á Vopnafirði, svo að menn muna vart annað eins. Voru torfurnar svo risavaxnar, að nóta- sprengingar voru mjög tíðar, og urðu menn að gæta sína að ráðast ekki í of stórar torfúr þess vegna eða sneiða hæfilega mikið af þeim.“
„Það var fyrst 27. jií/f, að uppgrfpaf/f hefst á vest- ursvæðinu. Hélzt sú veiði ffam í ágústlok. Mátti svo heita, að eftir að síldin kom á vestursvæðið, væri síld á öllu svæðinu frá Homi að Langanesi og hélzt svo að mestu leyti fram til 6. sept., að tíðar- farið spilltist og gerði kulda.“...“Á Grímseyjarsundi og Skjálfanda var síldin sérstaklega stór og mjög feit.
Veðrátta var yfirleitt góð alla síldarvertíðina og hamlaði veður aldrei veiðum lengur en tvo daga í senn.“
Þátttaka í síldveiðunum var þó nokkru minni en sumarið áður eða samkvæmt skýrslu fiskimála- stjóra samtals 217 skip.
„Bar það til, að nú voru flest stærri skipin höfö í fiskflutningum til Englands vegna hins háa verðs sem fékkst fyrir ísvarða fiskinn.“
Samkvæmt aflaskýrslum yfir síldveiðar sumarið 1940 lönduðu 198 skip einhverri síld. Samtals voru 8 togarar á síldveiðum, 24 línuveiðigufúskip og 98 mótorbátar sem voru einir um nót. Tveir um nót voru 68 bátar eða 34 pör.
Frá Vestmannaeyjum voru 30 bátar á síldveiðum við Norðurland og var afli þeirra 19 - 20% af heild- arafla mótorskipa eða 201.474 mál og tunnur. 
(í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1980 var gerð nokkuð nánari grein fyrir síldveiðum Vest- mannaeyjabáta þetta sumar).
Af mótorskipum sem voru tvö um nót voru Erlingur I og Erlingur II frá Vestmannaeyjum með mestan afla eða 850 tunnur í salt og 10.089 mál í bræðslu, samtals 10.939 mál og tunnur eða um 1480 tonn, ef tunna í salt og mál er reiknað sem 135 kíló. Skipstjóri og „nótabassi“ var Sighvatur Bjamason sem var mikill síldarmaður.
Óðinn og Ófeigur II voru þetta sumar með þriðja hæsta afla allra tvílembinga með samtals 413 tunn- ur í salt og 9.589 mál í bræðslu eða samtals 10.002 mál og tunnur.
Ef reiknað er með að hver tunna og mál séu 135 kíló eru þetta því rúmlega 1350 tonn. Skipstjóri á Ófeigi II. og síldarbassi á tvílembingunum var Guðfinnur Guðmundsson frá Brekkuhúsi.
Miðað við stærð og útbúnað var þetta ekki lítill afli.
Síldamótin var 24 faðma djúp, 120 faðma löng og snurpulínan sem liggur í gegnum hringina og lokar nótinni var úr sérstaklega gerðu tói, snúnu hamptói með segulnagla úr kopar á miðri línu og
var nótinni lokað eða „snurpað“ eins og sagt var á höndum og litlu handsnúnu spili.
Ófeigur II var smíðaður í Friðrikssundi í Danmörku árið 1935 og var 21 brúttórúmlest (1 rúmlest= 100 ensk rúmfet = 2,83 m3) 14,63 m á lengd með 60 hestafla Hundestedvél. Báturinn tók fullfermdur af síld (eins og á myndinni) 320 mál af síld eða 43, 2 tonn (málið= 135 kg.).
Óðinn VE 317 var smíðaður úr eik og fum í Friðrikssundi árið 1933 og var 21 rúmlest brúttó; 14,66 m á lengd með 60-76 hestafla Tuxhamvél
Aftan við stýrishúsið á Ófeigi sem var svonefnd- ur forystubátur er kokkhúsið, lítið eldhús þar sem fór fram öll matseld fyrir skipshafnir þessara tveggja báta sem voru í félagi um eina síldamót. Samtals voru í áhöfn Óðins og Ófeigs 16 til 17 menn. Af áhöfninni má sjá eina 9 þeirra á mynd- inni og að bera í mastrið á Óðni sé ég ekki betur en að ein blómarósin á Siglufirði hafi slegið eign sinni á einn Eyjapeyjann!.
I bómunni á Metu hangir síldarháfur, stór hringlaga poki, festur í stál- eða jámhring sem var vandlega vafinn með lipru snurvoðartói. Framan við stýrishúsið á Ófeigi er reistur síldarháfur.
Síldarháfurinn var notaður fram undir 1970 til þess að háfa síldina (og síðar loðnuna) úr nótinni þegar búið var að „þurrka“ sem kallað var þegar hafði verið þrengt svo að síldinni með því að draga gamið á nótinni inn í nótabátana sem lágu við síðu- na á síldarskipinu, að síldin gat sig hvergi hreyft og nokkrar síldar lágu jafnvel marflatar og spriklandi ofan á bunkanum í nótinni.
Neðst á síldarháfnum var sérstakur lás sem var opnaður og lokaður með því að kippt var í hann. Venjulega var það verk stýrimannsins þegar búið var að þurrka að síldinni í nótinni og binda pokann upp á síðu stóra bátsins. Stýrimaðurinn stóð þá uppi á stýrishúsi með róna sjóvettlinga og kippti í lásinn sem opnaði háfinn þegar báturinn var á réttu róli. Alltaf var byrjað á því að háfa yfir í bakborðssíðu til þess að vega á móti þyngslum nótarinnar, oft fúllri af síld, sem var bundin upp á stjóm- borðssíðunni.
Uppi á stýrishúsi bátanna sést bassaskýlið, sem var á öllum síldarbátum, greinilegast á Ófeigi II. Á mörgum bátum eins og þama var þéttur segldúkur strengdur utan um jámgrind notaður sem bassa- skýli. Bassakýlin voru einnig sérsmíðuð úr timbri með dyrum að aftan. Þama stóð síldarbassinn sem var oftast skipstjórinn á öðrum bátnum, sem var þá eins og áður segir nefndur forystubátur, og skimaði og rýndi út yflr hafflötinn þegar leitað var að síld og gat þetta verið mjög kalsamt. Síldarbassinn var einnig nefndur nótabassi og réði hann köstun og kallaði „Klárir í bátana!“ þegar átti að fara að kasta á síldina. Þegar kallið „Klárir í bátana!“ (sem síðar styttist í ,,Klárir!“) heyrðist um skipið þustu menn á þilfar og um borð í nótabátana eða fóru að draga þá að stóra bátnum ef þeir voru ekki á síðunni sem oftast var þegar leitað var að síld. Frá bassaskýlinu lágu stundum talrör úr eir niður í stýrishúsið fýrir skipstjórann sem gaf þangað stýrisskipanir. Oftast voru þetta þó sverar gúmmíslöngur sem lágu inn um hliðarglugga að eyra „rórmannsins“.
Það kom fýrir ef menn höfðu verið í reiðileysi að talrörið var notað til þess að gera mönnum grikk. Menn voru þá beðnir að koma nær talrörinu til þess að betur heyrðist en þá beið þeirra vatnsgusa eða eitthvað þaðan af verra!.
Allt það sem hér hefur verið nefht var daglegt brauð og eðlileg heiti í munni sjómanna fýrr á tíð, en með nýtísku skipum, hátæknileitartækjum og risastórum veiðarfærum eru þau í dag sagan ein, þegar venjulegt síldarskip kemur með jafn mikinn afla að landi í einni veiðiferð og var sumarafli aflahæstu síldarskipanna á þessum árum.
Að lokum þessa spjalls um sérstaklega merkilega
Að lokum þessa spjalls um sérstaklega merkilega
og skemmtilega liðna tíð er stutt gamansaga.
og skemmtilega liðna tíð er stutt gamansaga.<br>
Eitt sinn unnu þeir Helgi Magnússon trésmíða- meistari og Guðmundur heitinn Hákonarson að viðgerðum í Landakirkju. Þeir voru m.a. að gera við hjálminn ofan við prédikunarstólinn, fýrir gafli kirkjunnar, sem er mjög sérstakur staður prédikun- arstóls ofan við altarið í íslenskri kirkju.
Eitt sinn unnu þeir [[Ritverk Árna Árnasonar/Helgi Jón Magnússon (Heiði)|Helgi Magnússon]] trésmíðameistari og [[Guðmundur Hákonarson|Guðmundur heitinn Hákonarson]] að viðgerðum í [[Landakirkja|Landakirkju]]. Þeir voru m.a. að gera við hjálminn ofan við prédikunarstólinn, fyrir gafli kirkjunnar, sem er mjög sérstakur staður prédikunarstóls ofan við altarið í íslenskri kirkju.<br>
Þeir smiðimir þurftu auðvitað „að stíga í stólinn“ til þess að komast að verki sínu. Þegar því er lokið snýr Guðmundur sem var þekktur sjómaður, léttur og skemmtilegur skipsfélagi, sér ffarn í kirkjuna þar sem hann stendur í prédikunarstólnum og segir: „Þetta er bara eins og í bassaskýli!“
Þeir smiðirnir þurftu auðvitað „að stíga í stólinn“ til þess að komast að verki sínu. Þegar því er lokið snýr Guðmundur sem var þekktur sjómaður, léttur og skemmtilegur skipsfélagi, sér fram í kirkjuna þar sem hann stendur í prédikunarstólnum og segir: „Þetta er bara eins og í bassaskýli!“<br>
Vita þá allir hvernig bassaskýli var hér fýrr á tíð!.
Vita þá allir hvernig bassaskýli var hér fyrr á tíð!.<br>
Guðjón Ármann Eyjólfsson
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''[[Guðjón Ármann Eyjólfsson]]'''</div>
[[Mynd:Vestmannaeyjabátar með fullfermi Sdbl. 2008.jpg|miðja|thumb|Vestmannaeyjabátur með fullfermi og löndunarbið inni á Siglufirði sumarið 1940. Innst er Meta VE 236, síðan Óðinn VE 317 og næst Ófeigur II VE 324 en Óðin og Ófeigur II voru svonefndir tvílembingar, þ.e. tveir um eina snurpnót.]]
<br>
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 4. nóvember 2019 kl. 12:28

Guðjón Ármann Eyjólfsson
GUÐJÓN ÁRMANN EYJÓLFSSON


Síldveiðar við Norðurland í gamla daga


Það er gaman að virða betur fyrir sér þessa ágætu mynd (Sjá hægri síðu). Ég sé ekki betur en að á á bryggjunni sé verið að viðra sængurföt, kodda og sængur úr einhverjum síldarbrakkanum eins og Siglfirðingar nefndu bústaði stúlknanna sem söltuðu síldina á síldarplönunum og voru kallaðar síldarstúlkur.
Bátarnir eru bókstaflega drekkhlaðnir. Fróðlegt er að virða fyrir sér síldaruppstillinguna á Ófeigi, upp af sjálfri lunningunni. Þar eru efst svonefndar merar, mjórri borð sem var smellt ofan á stíuuppstillingar þegar síldin bókstaflega flóði út af bátnum. Þau voru kölluð ágirndarborð og var haldið föstum með klömpum sem voru settir ofan á stíurnar og lunninguna. Stutt borð eða merar voru einnig sett ofan á kassana í ganginum og voru kallaðar ágirndarmerar.
Öll síld sem var veidd á þessum árum var vaðandi síld og síldarmiðin stutt frá landi, á Húnaflóa, úti á Grímseyjarsundi, út af Rauðunúpum, á Haganesvík, Þistilfirði og víðar við Norðurland, en lengst var farið norður undir Kolbeinsey og út á Digranesflak fyrir austan land.
Hinn 10. maí 1940 var Ísland hernumið og þetta var fyrsta sumar siðari heimssfyrjaldarinnar, sem átti þá eftir að geisa um allan heim næstu fimm árin, fram til 5. maí 1945 í Evrópu.
Davíð Ólafsson fiskimálastjóri ritaði í 1. tbl. Ægis, 34. árgangi í janúar 1941 um síldarsumarið 1940: „Síldveiðiskipin fóru nokkru seinna til veiða fyrir Norðurlandi á þessu sumri en nokkur undanfarin ár.“
Vegna ófriðarins var mikil óvissa um sölu á síldarafurðum.
„Þann 30. júní veiddist fyrsta síldin og var það á Grímseyjarsundi. Daginn eftir landaði fyrsta skipið við Síldarverksmiðjur ríkisins. Þessi hrota stóð aðeins í 3 daga, en var þó ekki mikil. En nú kom mikil síld á austursvæðið, fyrst á Vopnafjörð, en síðan eftir 4 daga í Þistilfjörð, og hélzt sú veiði fram til 20. júlí, Allan þennan tíma var óhemju veiði við Sléttu, Langanes og á Vopnafirði, svo að menn muna vart annað eins. Voru torfurnar svo risavaxnar, að nótasprengingar voru mjög tíðar, og urðu menn að gæta sín að ráðast ekki í of stórar torfur þess vegna eða sneiða hæfilega mikið af þeim.“

Erlingur II VE 325 á togveigðum á fimmta áratugnum. Fremst á myndinni er skipstjórinn og útgerðarmaðurinn Sighvatur Bjarnason.

„Það var fyrst 27. júí, að uppgripafli hefst á vestursvæðinu. Hélzt sú veiði fram í ágústlok. Mátti svo heita, að eftir að síldin kom á vestursvæðið, væri síld á öllu svæðinu frá Horni að Langanesi og hélzt svo að mestu leyti fram til 6. sept., að tíðarfarið spilltist og gerði kulda.“...“Á Grímseyjarsundi og Skjálfanda var síldin sérstaklega stór og mjög feit.
Veðrátta var yfirleitt góð alla síldarvertíðina og hamlaði veður aldrei veiðum lengur en tvo daga í senn.“
Þátttaka í síldveiðunum var þó nokkru minni en sumarið áður eða samkvæmt skýrslu fiskimálastjóra samtals 217 skip.
„Bar það til, að nú voru flest stærri skipin höfð í fiskflutningum til Englands vegna hins háa verðs sem fékkst fyrir ísvarða fiskinn.“
Samkvæmt aflaskýrslum yfir síldveiðar sumarið 1940 lönduðu 198 skip einhverri síld. Samtals voru 8 togarar á síldveiðum, 24 línuveiðigufuskip og 98 mótorbátar sem voru einir um nót. Tveir um nót voru 68 bátar eða 34 pör.
Frá Vestmannaeyjum voru 30 bátar á síldveiðum við Norðurland og var afli þeirra 19 - 20% af heildarafla mótorskipa eða 201.474 mál og tunnur.
(í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1980 var gerð nokkuð nánari grein fyrir síldveiðum Vestmannaeyjabáta þetta sumar).
Af mótorskipum sem voru tvö um nót voru Erlingur I og Erlingur II frá Vestmannaeyjum með mestan afla eða 850 tunnur í salt og 10.089 mál í bræðslu, samtals 10.939 mál og tunnur eða um 1480 tonn, ef tunna í salt og mál er reiknað sem 135 kíló. Skipstjóri og „nótabassi“ var Sighvatur Bjarnason sem var mikill síldarmaður. Óðinn og Ófeigur II voru þetta sumar með þriðja hæsta afla allra tvílembinga með samtals 413 tunnur í salt og 9.589 mál í bræðslu eða samtals 10.002 mál og tunnur.
Ef reiknað er með að hver tunna og mál séu 135 kíló eru þetta því rúmlega 1350 tonn. Skipstjóri á Ófeigi II. og síldarbassi á tvílembingunum var Guðfinnur Guðmundsson frá Brekkuhúsi.
Miðað við stærð og útbúnað var þetta ekki lítill afli.

Erlingur II VE 325 drekkhlaðinn og bíður löndunar.

Síldanótin var 24 faðma djúp, 120 faðma löng og snurpulínan sem liggur í gegnum hringina og lokar nótinni var úr sérstaklega gerðu tói, snúnu hamptói með segulnagla úr kopar á miðri línu og var nótinni lokað eða „snurpað“ eins og sagt var á höndum og litlu handsnúnu spili.
Ófeigur II var smíðaður í Friðrikssundi í Danmörku árið 1935 og var 21 brúttórúmlest (1 rúmlest= 100 ensk rúmfet = 2,83 m3) 14,63 m á lengd með 60 hestafla Hundestedvél. Báturinn tók fullfermdur af síld (eins og á myndinni) 320 mál af síld eða 43, 2 tonn (málið= 135 kg.).
Óðinn VE 317 var smíðaður úr eik og furu í Friðrikssundi árið 1933 og var 21 rúmlest brúttó; 14,66 m á lengd með 60-76 hestafla Tuxhamvél.
Aftan við stýrishúsið á Ófeigi sem var svonefndur forystubátur er kokkhúsið, lítið eldhús þar sem fór fram öll matseld fyrir skipshafnir þessara tveggja báta sem voru í félagi um eina síldarnót. Samtals voru í áhöfn Óðins og Ófeigs 16 til 17 menn. Af áhöfninni má sjá eina 9 þeirra á myndinni og að bera í mastrið á Óðni sé ég ekki betur en að ein blómarósin á Siglufirði hafi slegið eign sinni á einn Eyjapeyjann!. Í bómunni á Metu hangir síldarháfur, stór hringlaga poki, festur í stál- eða járnhring sem var vandlega vafinn með lipru snurvoðartói. Framan við stýrishúsið á Ófeigi er reistur síldarháfur. Síldarháfurinn var notaður fram undir 1970 til þess að háfa síldina (og síðar loðnuna) úr nótinni þegar búið var að „þurrka“ sem kallað var þegar hafði verið þrengt svo að síldinni með því að draga garnið á nótinni inn í nótabátana sem lágu við síðuna á síldarskipinu, að síldin gat sig hvergi hreyft og nokkrar síldar lágu jafnvel marflatar og spriklandi ofan á bunkanum í nótinni.
Neðst á síldarháfnum var sérstakur lás sem var opnaður og lokaður með því að kippt var í hann. Venjulega var það verk stýrimannsins þegar búið var að þurrka að síldinni í nótinni og binda pokann upp á síðu stóra bátsins. Stýrimaðurinn stóð þá uppi á stýrishúsi með róna sjóvettlinga og kippti í lásinn sem opnaði háfinn þegar báturinn var á réttu róli. Alltaf var byrjað á því að háfa yfir í bakborðssíðu til þess að vega á móti þyngslum nótarinnar, oft fullri af síld, sem var bundin upp á stjórnborðssíðunni.
Uppi á stýrishúsi bátanna sést bassaskýlið, sem var á öllum síldarbátum, greinilegast á Ófeigi II. Á mörgum bátum eins og þarna var þéttur segldúkur strengdur utan um járngrind notaður sem bassaskýli. Bassakýlin voru einnig sérsmíðuð úr timbri með dyrum að aftan. Þarna stóð síldarbassinn sem var oftast skipstjórinn á öðrum bátnum, sem var þá eins og áður segir nefndur forystubátur, og skimaði og rýndi út yfir hafflötinn þegar leitað var að síld og gat þetta verið mjög kalsamt. Síldarbassinn var einnig nefndur nótabassi og réði hann köstun og kallaði „Klárir í bátana!“ þegar átti að fara að kasta á síldina. Þegar kallið „Klárir í bátana!“ (sem síðar styttist í „Klárir!“) heyrðist um skipið þustu menn á þilfar og um borð í nótabátana eða fóru að draga þá að stóra bátnum ef þeir voru ekki á síðunni sem oftast var þegar leitað var að síld. Frá bassaskýlinu lágu stundum talrör úr eir niður í stýrishúsið fyrir skipstjórann sem gaf þangað stýrisskipanir. Oftast voru þetta þó sverar gúmmíslöngur sem lágu inn um hliðarglugga að eyra „rórmannsins“.
Það kom fýrir ef menn höfðu verið í reiðileysi að talrörið var notað til þess að gera mönnum grikk. Menn voru þá beðnir að koma nær talrörinu til þess að betur heyrðist en þá beið þeirra vatnsgusa eða eitthvað þaðan af verra!
Allt það sem hér hefur verið nefnt var daglegt brauð og eðlileg heiti í munni sjómanna fýrr á tíð, en með nýtísku skipum, hátæknileitartækjum og risastórum veiðarfærum eru þau í dag sagan ein, þegar venjulegt síldarskip kemur með jafn mikinn afla að landi í einni veiðiferð og var sumarafli aflahæstu síldarskipanna á þessum árum.


Að lokum þessa spjalls um sérstaklega merkilega og skemmtilega liðna tíð er stutt gamansaga.
Eitt sinn unnu þeir Helgi Magnússon trésmíðameistari og Guðmundur heitinn Hákonarson að viðgerðum í Landakirkju. Þeir voru m.a. að gera við hjálminn ofan við prédikunarstólinn, fyrir gafli kirkjunnar, sem er mjög sérstakur staður prédikunarstóls ofan við altarið í íslenskri kirkju.
Þeir smiðirnir þurftu auðvitað „að stíga í stólinn“ til þess að komast að verki sínu. Þegar því er lokið snýr Guðmundur sem var þekktur sjómaður, léttur og skemmtilegur skipsfélagi, sér fram í kirkjuna þar sem hann stendur í prédikunarstólnum og segir: „Þetta er bara eins og í bassaskýli!“
Vita þá allir hvernig bassaskýli var hér fyrr á tíð!.

Guðjón Ármann Eyjólfsson
Vestmannaeyjabátur með fullfermi og löndunarbið inni á Siglufirði sumarið 1940. Innst er Meta VE 236, síðan Óðinn VE 317 og næst Ófeigur II VE 324 en Óðin og Ófeigur II voru svonefndir tvílembingar, þ.e. tveir um eina snurpnót.