„Haraldur Haraldsson (Sandi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Haraldur Ágúst Haraldsson''' frá Sandi, járnsmíðameistari, rennismiður í Reykjavík fæddist 27. október 1919 og lést 16. október 1984.<br> Foreldrar hans vor...)
 
m (Verndaði „Haraldur Haraldsson (Sandi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 31. október 2019 kl. 15:48

Haraldur Ágúst Haraldsson frá Sandi, járnsmíðameistari, rennismiður í Reykjavík fæddist 27. október 1919 og lést 16. október 1984.
Foreldrar hans voru Haraldur Sigurðsson frá Butru í Fljótshlíð, trésmiður, f. 18. október 1876 á Háamúla þar, d. 18. september 1943, og kona hans Guðný Kristjana Einarsdóttir frá Búðarhóli í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 18. nóvember 1891 á Krossi þar, d. 9. október 1964.

Haraldur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam járnsmíðar og rennismíði í Reykjavík og vann sjálfstætt við iðn sína.
Þau Vigdís bjuggu á Hvoli 1940, giftu sig á því ári, eignuðust sex börn, en misstu tvö þeirra, annað andvana fætt hitt nýfætt. Þau bjuggu í Reykjavík.
Haraldur lést 1984 og Vigdís 2006.

I. Kona Haraldar, (13. maí 1940), var Vigdís Hannesdóttir frá Hvoli, f. 27. október 1919, d. 28. maí 2006.
Börn þeirra:
1. Þráinn Haraldsson verkamaður, að síðustu starfsmaður á olíupalli við Noreg, f. 22. febrúar 1940 á Hvoli, d. 2. nóvember 1986. Kona hans var Guðný Guðjónsdóttir húsfreyja, saumakona.
2. Hannes Haraldur Haraldsson mælingamaður í Kópavogi, starfaði hjá Landsvirkjun í um 40 ár, f. 9. maí 1942. Kona hans var Elín Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. desember 1942, d. 30. apríl 2016.
3. Ómar Haraldsson vélfræðingur, nú á Skagaströnd, f. 14. október 1946. Kona hans er Ásthildur Gréta Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 15. júní 1946.
4. Ása Haraldsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 6. mars 1951. Maður hennar er Tómas Kristinsson kjötiðnaðarmaður, f. 28. nóvember 1950.
5. Barn dáið nýfætt.
6. Barn dáið í fæðingu.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hannes Haraldur Haraldsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. júní 2006. Minning Vigdísar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.