„Ritverk Árna Árnasonar/Árni Stefánsson (Ási)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 2: | Lína 2: | ||
'''''<big>Kynning.</big>'''''<br> | '''''<big>Kynning.</big>'''''<br> | ||
'''Árni Stefánsson''' frá [[Ás]]i, fæddist 11. október 1919 og lést 8. mars 1994.<br> | '''Árni Stefánsson''' frá [[Ás]]i, fæddist 11. október 1919 og lést 8. mars 1994.<br> | ||
Foreldrar hans voru [[Stefán Gíslason|Stefán í | Foreldrar hans voru [[Stefán Gíslason (Ási)|Stefán Gíslason]] í [[Ás]]i, útgerðarmaður og formaður, f. að [[Hlíðarhús]]um 6. ágúst 1876, d. 11. janúar 1952, og kona hans [[Sigríður Jónsdóttir (Ási)|Sigríðar Jónsdóttir]], f. 27. apríl 1877, d. 3. desember 1941.<br> | ||
I. Kona Árna Stefánssonar var [[Guðrún Sigurðardóttir (Birkihlíð)|Guðrún Sigurðardóttir]] húsfreyja í [[Birkihlíð]] [[Sigurður Þórðarson (sjómaður)|Þórðarsonar]]. Þau voru barnlaus, en barn Guðrúnar var Ellen.<br> | I. Kona Árna Stefánssonar var [[Guðrún Sigurðardóttir (Birkihlíð)|Guðrún Sigurðardóttir]] húsfreyja í [[Birkihlíð]] [[Sigurður Þórðarson (sjómaður)|Þórðarsonar]]. Þau voru barnlaus, en barn Guðrúnar var Ellen.<br> |
Núverandi breyting frá og með 30. september 2019 kl. 20:47
Kynning.
Árni Stefánsson frá Ási, fæddist 11. október 1919 og lést 8. mars 1994.
Foreldrar hans voru Stefán Gíslason í Ási, útgerðarmaður og formaður, f. að Hlíðarhúsum 6. ágúst 1876, d. 11. janúar 1952, og kona hans Sigríðar Jónsdóttir, f. 27. apríl 1877, d. 3. desember 1941.
I. Kona Árna Stefánssonar var Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja í Birkihlíð Þórðarsonar. Þau voru barnlaus, en barn Guðrúnar var Ellen.
II. Barn Árna og Unnar Þorbjörnsdóttur á Kirkjubæ, f. 16. maí 1919, d. 10. október 1990:
1. Þorsteinn Árnason frá Kirkjubæ, f. 27. júní 1946.
Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.
Árni er meðalmaður að hæð, rauðbirkinn, ljós yfirlitum, samsvarar sér vel að gildleika, fremur breiðleitur, liðlega vaxinn og snerpulegur sem aðrir bræður hans. Hann er léttur í lund og viðræðugóður. Hann er nokkuð hlédrægur og fremur feiminn í margmenni. Hann er ágætur félagi, með fremstu lundaveiðimönnum, stilltur og gætinn við veiðar. Hann hefir verið mest í Ystakletti, Heimalandi, Álsey og þess utan stundað veiðar fyrir bændur á Kjalarnesi í eyjunum þar, hvarvetna við góðan orðstír. Hann er bifreiðastjóri að atvinnu, traustur og gætinn. Hann bjó um tíma í Reykjavík, en flutti síðan aftur til Eyja.
Árni mun ávallt verða talinn til bestu veiðimanna Eyjanna. Hann er dagfarsprúður og hinn besti drengur.
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Árni Stefánsson (Ási)
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Heimaslóð.is.
- Þorsteinn Árnason.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.