„Sigurður Bjarnason (Djúpadal)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigurður Bjarnason''' frá Djúpadal, sjómaður fæddist 17. september 1918 í Odda og drukknaði 7. mars 1941.<br> Foreldrar hans voru Bjarni Árnaso...)
 
m (Verndaði „Sigurður Bjarnason (Djúpadal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 10. september 2018 kl. 14:50

Sigurður Bjarnason frá Djúpadal, sjómaður fæddist 17. september 1918 í Odda og drukknaði 7. mars 1941.
Foreldrar hans voru Bjarni Árnason frá Gilsbakka í Holtum, verkamaður, bræðslumaður, f. 10. júlí 1880, d. 19. mars 1943, og sambýliskona hans María Snorradóttir frá Lambalæk í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 14. júní 1877, d. 26. apríl 1944.

Börn Bjarna og Maríu voru:
1. Sigríður Bjarnadóttir, f. 19. nóvember 1915 á Nýlendu, d. þar 5. maí 1917.
2. Sigurður Bjarnason sjómaður, f. 17. september 1918 í Odda, drukknaði af Olgu 7. mars 1941.
3. Kjartan Bjarnason vélvirki, tónlistarmaður, f. 30. apríl 1920, d. 27. júní 2010.

Sigurður var með fjölskyldu sinni í æsku og bjó hjá foreldrum sínum 1940.
Hann var sjómaður á Olgu VE-239, er enskur togari sigldi á hana svo að hún fórst vestur af Álsey 7. mars 1941. Þrír menn björguðust, en Sigurður drukknaði. Togarinn lét sjómennina um borð í Metu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.