Bjarni Árnason (Djúpadal)
Bjarni Árnason frá Gilsbakka í Holtum, verkamaður, bræðslumaður í Djúpadal fæddist 11. júlí 1880 og lést 19. mars 1943.
Faðir hans var Árni bóndi, f. 1. maí 1843 á Efri-Rauðalæk, d. 5. mars 1908 í Kaldárholti, Bjarnason bónda á Efri-Rauðalæk, f. 1. október 1815, d. 26. mars 1901, Jónssonar bónda á Skammbeinsstöðum í Holtum, f. 1771 á Lýtingsstöðum í Holtum, d. 15. mars 1837, Árnasonar, og konu Jóns Árnasonar, Guðrúnar húsfreyju, f. í október 1786, d. 1. júlí 1856, Tómasdóttur.
Kona Bjarna á Efri-Rauðalæk og móðir Árna á Gilsbakka var Vigdís húsfreyja, f. 26. júlí 1810 í Húsagarði á Landi, d. 5. apríl 1898, Ólafsdóttir bónda í Húsagarði, f. 1776, d. 20. janúar 1847, Sæmundssonar, og konu Ólafs í Húsagarði, Margrétar húsfreyju, f. 1747, d. 12. júlí 1846, Arnbjörnsdóttur.
Móðir Bjarna í Djúpadal og kona Árna var Guðrún húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 9. júlí 1847 í Snjallsteinshöfða á Landi, d. 29. nóvember 1936, Magnúsdóttir bónda í Snjallsteinshöfða, f. 19. september 1816 á Skammbeinsstöðum, d. 25. desember 1907 í Snjallsteinshöfða, Jónssonar bónda á Skammbeinsstöðum, f. 1771, d. 18. ágúst 1897, Árnasonar, og konu Jóns Árnasonar, Guðrúnar húsfreyju, f. í október 1786, d. 1. júlí 1856, Tómasdóttur.
Móðir Guðrúnar í Djúpadal og kona Magnúsar í Snjallsteinshöfða var Margrét húsfreyja, f. 9. september 1821, d. 27. júlí 1894, Teitsdóttir bónda í Snjallsteinshöfða, f. 21. apríl 1789, d. 13. október 1859, Finnssonar, og konu Teits, Margrétar húsfreyju, f. 27. febrúar 1797 í Kaldárholti, d. 27. júní 1883 í Snjallsteinshöfða, Árnadóttur.
Foreldrar Bjarna Árnasonar voru því bræðrabörn.
Bjarni var með foreldrum sínum á Gilsbakka í frumbernsku, var tökubarn hjá föðurforeldrum sínum á Efri-Rauðalæk 1890.
Hann var vinnumaður á Efri-Kirkjubæ á Rangárvöllum 1901.
Bjarni fluttist til Eyja 1910, var vinnumaður í Hlíð á því ári og næstu tvö árin, var lausamaður í Skuld 1913 og 1914.
Hann var enn lausamaður í Skuld 1915, en María fæddi Sigríði á Nýlendu í nóvember á því ári og Bjarni talinn þar. Þau voru þar enn 1917, en leigjendur í Odda 1918 og 1919 og þar fæddist Sigurður í september 1918.
Þau reistu Djúpadal við Vesturveg 15A 1920 og bjuggu þar síðan. Bjarni lést 1943 og María 1944.
I. Sambýliskona Bjarna var María Snorradóttir húsfreyja, f. 9. janúar 1877 á Lambalæk í Fljótshlíð, d. 26. apríl 1944.
Börn þeirra:
1. Sigríður Bjarnadóttir, f. 19. nóvember 1915 á Nýlendu, d. þar 5. maí 1917.
2. Sigurður Bjarnason sjómaður, f. 17. september 1918 í Odda, drukknaði af Olgu 7. mars 1941.
3. Kjartan Bjarnason vélvirki, tónlistarmaður, f. 30. apríl 1920, d. 27. júní 2010.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
- Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
- Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
- Íslendingabók.is.
- Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.