„Guðný Eyjólfsdóttir (Úthlíð)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðný Eyjólfsdóttir''' verkakona í Úthlíð fæddist 7. júní 1890 í Björnskoti u. Eyjafjöllum og lést 10. febrúar 1979.<br> Foreldrar hennar voru Eyjólfur Ketil...) |
m (Verndaði „Guðný Eyjólfsdóttir (Úthlíð)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 22. október 2017 kl. 12:20
Guðný Eyjólfsdóttir verkakona í Úthlíð fæddist 7. júní 1890 í Björnskoti u. Eyjafjöllum og lést 10. febrúar 1979.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Ketilsson bóndi á Mið-Skála u. Eyjafjöllum og verkamaður í Eyjum f. 10. október 1853 í Ásólfsskála, d. 2. júní 1947, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, bóndi, f. 9. október 1850 á Sauðhúsvöllum u. Eyjafjöllum, d. 23. júní 1937.
Börn Eyjólfs og Guðrúnar voru:
1. Guðmundur Eyjólfsson verkamaður, sjómaður, f. 7. október 1886 í Björnskoti u. Eyjafjöllum, drukknaði við Eiðið 16. desember 1924.
2. Kjartan Eyjólfsson verkamaður í Reykjavík, f. 29. september 1888 í Björnskoti, d. 2. mars 1977. Kona hans var Sólborg Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1890 í Heynesi í Innri-Akraneshreppi, d. 14. september 1980.
3. Björn Eyjólfsson sjómaður frá Grund u. Eyjafjöllum, f. 7. júní 1890, drukknaði, er vélbáturinn Fram fórst við Urðir 14. janúar 1915. Hann var ókvæntur.
4. Guðný Eyjólfsdóttir verkakona í Úthlíð, f. 7. júní 1890 í Björnskoti, d. 10. febrúar 1979.
5. Eyjólfur Eyjólfsson sjúklingur, f. 27. september 1895 í Mið-Skála, d. 10. september 1959.
Guðný var fóstruð hjá föðursystur sinni Þuríði Ketilsdóttur húsfreyju í Varmahlíð u. Eyjafjöllum og manni hennar Jóni Stefánssyni. Hún var hjú þeirra 1910 og eignaðist Guðrúnu með Ólafi Ágústi á því ári og Sigríði 1912.
Guðný fluttist með hjónunum til Eyja 1912 og henni fylgdi Guðrún tveggja ára, en Sigríður var flutt til Eyja 1914, tveggja ára, og fór í fóstur til föðurforeldra sinna, Dórótheu Sveinsdóttur og Sigurhans Ólafssonar í Bræðraborg og síðan á Brimnesi.
Guðný var síðan vinnukona í Úthlíð. Hún missti Ólaf Ágúst með m.b. Fram 1915.
Hún eignaðist Jónu Öldu með Illuga 1918 og var með hana og Guðrúnu hjá sér.
Guðný lést 1979.
I. Barnsfaðir Guðnýjar var Ólafur Ágúst Sigurhansson sjómaður, f. 27. ágúst 1888, drukknaði 14.janúar 1915.
Börn þeirra:
1. Guðrún Ágústsdóttir húsfreyja, síðast á Selfossi, f. 6. september 1910, d. 11. maí 1999, kona Ingvars Guðmundar Júlíussonar.
2. Sigríður Ágústsdóttir húsfreyja, f. 5. júní 1912, d. 14. október 1996, kona Einars Sveins Jóhannessonar skipstjóra.
II Barnsfaðir Guðnýjar var Illugi Hjörtþórsson formaður, f. 26. júlí 1886, d. 30. nóvember 1930.
Barn þeirra var
3. Jóna Alda Illugadóttir, síðast í Reykjavík, f. 17. júlí 1918 í Úthlíð, d. 2. ágúst 1992.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is
- Manntöl.
- Minningarrit. Páll Oddgeirsson. Vestmannaeyjum 1952.
- Prestþjónustubækur.
- Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.