Guðrún Ágústsdóttir (Úthlíð)
Guðrún Ágústsdóttir húsfreyja á Eskifirði fæddist 6. september 1910 í Gerðakoti u. Eyjafjöllum og lést 11. maí 1999.
Foreldrar hennar voru Guðný Eyjólfsdóttir verkakona, síðar í Úthlíð, f. 7. júní 1890 í Björnskoti u. Eyjafjöllum, d. 10. febrúar 1979, og barnsfaðir hennar Ólafur Ágúst Sigurhansson sjómaður, f. 27. ágúst 1888, drukknaði 14. janúar 1915.
Systur Guðrúnar voru:
1. Sigríður Ágústsdóttir húsfreyja f. 5. júní 1912 í Mið-Skála u. Eyjafjöllum, d. 14. október 1996.
2. Jóna Alda Illugadóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 17. júlí 1918 í Úthlíð, d. 2. ágúst 1992.
Guðrún fluttist til Eyja með móður sinni 1912, var í Úthlíð með henni enn 1930.
Á unglingsárum fór hún til Reykjavíkur, vann m.a. á prjónastofunni Hlín. Í Eyjum vann Guðrún við fiskiðnað 1950-1963, en hóf árið 1963 störf í Kaupfélaginu Björk á Eskifirði, sem síðar var sameinað Pöntunarfélagi Eskfirðinga, og þar vann hún til ársins 1985. Árið 1987 fluttist hún til Þorlákshafnar. Sumarið 1995 fór hún á dvalarheimili aldraðra á Blesastöðum á Skeiðum og síðan á hjúkrunarheimilið Ljósheima á Selfossi þar sem hún lést.
Þau Ingvar giftu sig 1937, bjuggu á Heimagötu 20, (Karlsbergi) 1940. Þar fæddist Katrín 1938. Þau fluttust til Eskifjarðar 1941, eignuðust Júlíus Kristinn þar 1943.
Ingvar lést 1963. Guðrún bjó síðast á Selfossi og lést 1999.
I. Maður Guðrúnar, (3. október 1937), var Ingvar Guðmundur Júlíusson sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, skipaskoðunarmaður, byggingaverkamaður, oddviti á Eskifirði 1962-dd., f. 2. júlí 1907, d. 1. desember 1963.
Börn þeirra:
1. Katrín Ingvarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Hafnarfirði, f. 15. september 1938 á Heimagötu 20, (Karlsbergi). Maður hennar Kristinn Guðnason Hafliðason.
2. Júlíus Kristinn Ingvarsson bankagjaldkeri á Eskifirði, síðar bankastjóri í Þorlákshöfn, f. 17. mars 1943 á Eskifirði. Kona hans Hafdís Þóra Ragnarsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Íslenzkir samtíðarmenn. Jón Guðnason og Pétur Haraldsson. Bókaútgáfan Samtíðarmenn. Reykjavík 1965-1970.
- Manntöl.
- Minningarrit. Páll Oddgeirsson. Vestmannaeyjum 1952.
- Morgunblaðir 21. maí 1999. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.