„Ritverk Árna Árnasonar/Ásmundur Friðriksson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Ásmundur Friðriksson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 2. apríl 2017 kl. 15:19

Ásmundur Friðriksson.

Kynning.

Ásmundur Karl Friðriksson frá Löndum fæddist 31. ágúst 1909 og lést 17. nóvember 1963.
Foreldrar hans voru Friðrik Svipmundsson útgerðarmaður og formaður, f. að Loftsölum í Mýrdal 15. apríl 1871, d. 3. júlí 1935, og kona hans Elín Þorsteinsdóttir frá Dyrhólum í Mýrdal, f. 3. janúar 1882, d. 28. júní 1978.

Ásmundur var tvíkvæntur:
I. Fyrri kona hans var Elísa Olga Magdal Pálsdóttir húsfreyja, úr Reykjavík, f. 2. september 1907, d. 7. nóvember 1945, og var hún uppeldisdóttir Hólmfríðar og Ísleifs gjaldkera Jónssonar.
Börn Ásmundar og Elísu eru:
1. Friðrik, f. 26. nóvember 1934.
2. Elín Hólmfríður, f. 6. mars 1937.
II. Síðari kona Ásmundar var Þórhalla Friðriksdóttir húsfreyja, verslunarkona, f. 15. apríl 1915, d. 7. nóvember 1999. Hún var áður gift Þorvaldi Guðjónssyni skipstjóra frá Sandfelli, en þau skildu samvistir eftir nokkurra ára barnlaust hjónaband.
Börn Ásmundar og Þórhöllu eru:
3. Ása húsfreyja í Keflavík, f. 7. febrúar 1950.
4. Árni verslunarmaður, f. 21. desember 1951.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Ásmundur er hár maður og mjög þrekinn, en kvikur á fæti og vel að kröftum búinn. Hann er kátur og reifur maður, sérstaklega í sínum hóp, og vinfastur, en heldur sér of til baka við fjöldann. Hann er gjörvulegur maður og kurteis, orðheppinn og vel greindur.
Hann hefir verið nokkuð við veiðar í úteyjum, t.d. Bjarnarey og Álsey og þykir veiðimaður vel að meðallagi.
Hann hefir hin síðustu ár ekki gefið sig að fuglaveiðum, en verið skipstjóri á togurum, bæði Elliðaey, Elliða frá Siglufirði og Keflvíkingi frá Keflavík. Hann er afburða fiskisæll, en hefir þótt þurfa góð og mikil veiðarfæri, en fæst lítið við að nota gamalt og slitið og stóla um of á léleg veiðarfæri, sem alltaf geta svikið.
(Sjá að öðru leyti bók Álseyjar).


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ásmundur Friðriksson


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Garður.is.
  • Skipstjóra-og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979-1980.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.